Hengiflugið lokkar

Einu sinni var Reykjavík fallegur bær og vellauðugur, það var þegar Sjálfstæðisflokkurinn sat einn við stjórnvölinn. Svo var sem eitthvað brysti - trúnaður milli íbúanna og Sjálfstæðisflokksins - og R-listinn komst til valda. Á örskammri stundu breyttist Reykjavík úr stöndugri höfuðborg vestræns ríkis í hættulegt skuggahverfi þar sem allt er á heljarþröm, botnlausar skuldir, örbirgð og óráðsía.

Eftir viku munu Reykvíkingar steypa borginni út í enn verra kviksyndi en áður. Margir leggja hart að sér til að sjá eitthvað jákvætt við Jón Gnarr og hyski hans og verði þeim að góðu.

Reykjavík er ekki jafn illa stödd og sum þau sveitarfélög sem lotið hafa vinstri stjórn um langan aldur og eru svo gott sem gjaldþrota. En Reykjavík stendur eigi að síður ekki víðsfjarri bjargbrúninni og sérstaklega er Orkuveitunni hætt við að velta fram af hengifluginu ef eigi er gætt ítrustu varúðar.

En hengiflugið lokkar. Sjálfseyðingarhvöt kallaði Freud þetta fyrirbæri. Far vel, kæra borg.


mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir þetta. Það er svosem allt í lagi að gefa fjórflokknum aðvörun.

En að ganga svo langt að treysta ekki einu sinni Sjálfstæðisflokknum segir mér bara eitt.

Það þarf að skipta hér um kjósendur.

Árni Gunnarsson, 21.5.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veitu hvað, Árni, nú erum við "ógislega" sammála eins og æskan segir.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 22:19

3 Smámynd: Björn Birgisson

Vá! Vá! Bara vika í kosningar. Hrikalega er þetta að verða spennandi! Verði úrslitin þessi fara þessar kosningar beint í Heimsmetabók Guinness!

Einhvern veginn trúir maður þessu ekki, en svo má ekki gleyma því að Besti flokkurinn getur líka fengið 9-10 fulltrúa. Hann virðist sækja í sig veðrið með hverri könnun sem gerð er!

Þarf ekki að setja lögbann á Besta flokkinn? Hvað er eiginlega að þessum Reykvíkingum?

Eru þeir ekki að þroskast allt of hratt?

Björn Birgisson, 21.5.2010 kl. 22:43

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árans sveppirnir sem þessi lýður lifir á..........

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 23:07

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Risarækjur og Don Alfredo rækjukóngur, Lína-net o.s.f.v....................................

Borgarsjóður rekinn með tapi og safnaði skuldum kjörtímabilið 2002-2006, þegar flest annað var hér í blóma. Á þeim tíma skilaði Ríkissjóður hagnaði og greiddi niður skuldir.

 Maður skildi nú ætla að í öllu þessa "Magma Energy fári", myndi samfó, endurvekja REI áróðurinn...........  En það gengur víst ekki hjá þeim að gera það, enda samfó langt því saklaus, hvað það mál varðar.

http://www.amx.is/fuglahvisl/14910/

http://www.amx.is/fuglahvisl/14912/

Það er samt eiginlega ákveðið stílbrot að REI skuli ekki vera meira í umræðunni, því að samfó er vön að bera við minnisleysi og "erlendum áhrifum" (Blairisma), þegar hún er tekin í bólinu með skítamál á bakinu.
 Samfylkingin líkist mjög einstaklingi, sem á það til að fá sér örlítið "of mikið" í aðra tánna og skandalisera. Skandallinn er svo réttlættur með, óheppilegum félagsskap, "blakkáti" eða "vitlausri víntegund".

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.5.2010 kl. 23:07

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hahahaha..........síðasta setningin er algerlega óborganleg....drykkfelld dækja sem kennir Bakkusi um allar sínar ófarir....hahahahahaha

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 23:24

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Er nokkuð hægt að líkja þessum "söfnuði" sem kallar sig Samfylkingin, við eitthvað annað?

Helgina eftir skýrslubirtingu, flokksstjórnarfundur. Formaður flokksins ber við "blakkáti" (Blairisma), stofnar nefnd (eyðir umtali, líkt og drykkjufólk gerir gjarnan þegar það er minnt á síðasta fyllerí), sem skilar niðurstöðu um þátttöku flokksins í hruninu, hálfu ári eftir birtingu skýrslunnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.5.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ja - ekki kæmi það mér á óvart þótt Baldur Hermannsson kysi Bjarnfreðarson , þannig er hljóðið í honum nú .

Hörður B Hjartarson, 22.5.2010 kl. 00:12

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    En hann getur það víst ekki árans kallinn - kannske hann svindli í kosningunum og kjósi í höfuðstaðnum rétt til að kjósa sinn heittelskaða Bjarnfreðarson .

Hörður B Hjartarson, 22.5.2010 kl. 00:14

10 identicon

Reykjavík er heppið að fá svona flokk við völd, ég sjálfur hef ekki kost á að kjósa þá bestu en ég vill ólmur sjá einhvern svona flokk koma fyrir næstu alþingiskoningar.

Lifi Stjórnleysið!!

Maður (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 06:20

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Maður, það hefði verið miklu nær að efla svona flokk fyrir síðustu Alþingiskosningar - þá var rétta stundin. En sveitarstjórnamál snerta almenning beint - þar skipuleggja íbúarnir malbiksframkvæmdir, róluvelli, húsnæði fyrir aldraða - og það er alls óviðeigandi og stórvarasamt að tefla þeim brýnu hagsmunamálum í tvísýnu með bjánalátum. Hitt er svo annað að sjálfur bý ég í Hafnarfirði þar sem stóri trúðaflokkurinn fer með völd, Samfylkingin, svo við þurfum ekki á neinu slíku viðbótargríni að halda.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 09:00

12 Smámynd: Benedikta E

Árni - Þú opnar inn á nýja vídd - sem mér - í það minnsta var hulin..........

" Það þarf að skipta um kjósendur " það virðist vera það eina í stöðunni - því kjósendur eru að taka yfir..........................Hvað er við því að gera á síðustu metrunum - LÍTIÐ -

Benedikta E, 22.5.2010 kl. 09:41

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benedikta, gamli skarfurinn hann Árni lumar á mörgum víddum. Maður getur líka velt því fyrir sér hvort lýðræði sé endilega besta stjórnarformið. Aldrei hef ég verið sannfærður um það. Ekki svo að skilja að ég geti bent á eitthvað skárra.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 09:53

14 Smámynd: Benedikta E

Baldur - þú átt alla mína samúð varðandi pólitíkina í Hafnarfirði - en Samfylkingin í Hafnarfirði hefur nú verið dugleg við að grafa sína pólitísku gröf á kjörtímabilinu - skildi maður ætla.

En - "Besti" í Reykjavík kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti.......hvað er í gangi ?

Benedikta E, 22.5.2010 kl. 09:56

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benedikta, Hafnarfjörður er þvílíkt kommabæli að þegar ég er hér á mannamótum í er ég eins og eini hvíti maðurinn í Harlem.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 10:43

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hahahahahaha, ég bara ræð mér ekki hahahahaa, KK hérna vinur þinn er ekkert nema snillingur, orðheppin og yfirburðafyndin, er við það líkt og þú Bald, að missa skinnsokksvökva við "Uppistandið" hans hérna!

Hjálpi mér, það ætti strax í dag að ráða hann sem sérstakan áróðursmeistara D í borginni og láta hann stanslaust í þessa sex daga sem eftir eru fram að kosningunum, hamast já svona og böðlast á Samfókommakjánunum miskunarlaust, svo sigur já GLÆSILEGUR SIGUR vinnist á...

...BESTA FLOKKNUM!?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2010 kl. 14:56

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ofan á hátíðargleði dagsins, fyllist ég hamingju já við lesturinn og þér sjálfum bregst auðvitað ekki bogalistin.

Takk Hr. Baldur og gleðilega hátíð!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2010 kl. 15:00

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðilega hátíð, Mangi. Er komið sumar við Eyjafjörðinn?

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:24

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, en bara svo fjandi svalt ennþá!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband