VG logar stafna á milli

Vinstri grænir hafa tekið út miklar þjáningar í sambúðinni við Jóhönnu Sigurðardóttur. Sárum lægingum hafa þeir mátt kyngja og verst hefur þeim hugnast sú árátta sumra Samfylkingarmanna að efla atvinnulífið með ýmsu móti.

Og nú ætlar Samfylkingin að gera þeim þá skráveifu að standa við stjórnarsáttmálann, sameina ráðuneyti og láta Jón Bjarnason taka pokann sinnn.

Þessi ríkisstjórn hefur á skammri ævi markað sér sæti sem lélegasta stjórn Íslandssögunnar og í þau fáu skipti sem hún hyggst gera eitthvað af viti ber öllum heiðvirðum mönnum skylda til þess að efla hana til dáða, hvar í flokki sem þeir standa. Sameining ráðuneyta með tilheyrandi skilvirkni og sparnaði er ótvírætt framfaraskref. Það yrði líka stórbrotinn ávinningur að losna við Jón Bjarnason, sem ótvírætt er leiðinlegasti og lélegasti ráðherrann í lélegustu ríkisstjórninni.

Samfylkingin vill stíga heillaskref en VG logar stafna á milli.


mbl.is Tímasetning sameiningar óákveðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka skýra og skelegga framsetningu. Er ekki verið að fullnægja Evrópusambandinu með sameiningu ráðuneyta? Er ekki framkvæmdastjórn EB farin að ráðskast með innanríkismál okkar? Hugnast þetta Vinstrihreyfingunni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2010 kl. 11:44

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er athyglisverð ábending. Ég hef ekki hugsað út í þetta. En VG skrifaði upp á þetta og það er lítils fyrir þá að rífa kjaft núna. Spurning hvort ekki væri ráð að fækka þingmönnum líka. Það er óttalegt fokk á þessum greyjum allajafna.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 11:50

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Stjórnin er sennilega betur komin án Jóns Bjarnasonar "Framsóknarmanns" Stendur ekki Kristján Möller líka höllum fæti ?

Annars átta ég mig ekki á þessari fullyrðingu þinni um að VG logi stafna á milli. Sé ekki betur en að á þeim bæ sé fólk sammála með að spara í ráðuneytunum og draga saman seglin. Það eru vissulega sem áður lífleg skoðanaskipti innan VG en það eru eins og þú veist merki lifandi og virk vinnubrögð.

Ef einhver flokkur logar, þá er það hrunflokkurinn þinn Baldur minn,...... Reyndar hættur að loga og brunninn til ösku.

hilmar jónsson, 11.5.2010 kl. 12:00

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta sagði Jón Bjarnason fyrir nokkrum vikum

Úr frétt á Mbl.is

 

Jón segir að ráðuneyti sitt hafi unnið af fullum heilindum að allri tæknivinnu sem aðildarumsóknin krefjist. „Engar athugasemdir hafa komið frá framkvæmdastjórn ESB vegna þessarar vinnu ráðuneytisins. Ég efast um að landsmenn hafi áttað sig á því að framkvæmdastjórn ESB gerir kröfur um grundvallarbreytingar á laga- og stofnanaumhverfi okkar til að greiða fyrir aðild áður en þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm,“ segir Jón.

Þarf einhver að efast um að sjs hafi snúið við blaðinu - þessu kyngir hann líka - allt fyrir stólinn

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.5.2010 kl. 12:05

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, VG-menn eru hundfúlir að Samfylkingin skuli sparka Jóni sisona út í frosthörkurnar. Ásmundi Einari líst ekkert á þetta. Hann er nú einn af fáum almennilegum fjallasauðum í þessum hópi og vert að taka eftir því sem hann segir.

Sjálfstæðisflokkurinn logar ekki því þar er ekkert eldsneyti eftir. Nú heyri ég mæta Sjálfstæðismenn tala um að best sé sækja Davíð og Björn aftur til að rífa upp flokkinn og fylgið. Mér fellur vel við þessa hugmynd.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 12:19

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, það er að koma æ betur í ljós hvílík blekking hún var þessi umsókn. Okkur Íslendingum var sagt að þetta væri nú bara meinlaus athugun á því hvað okkur byðist, en reyndin er sú að við neyðumst til að bylta og breyta áður en gengið verður til atkvæðagreiðslu. Það er með ólíkindum að gungan og druslan hann Steingrímur skuli láta þessar gusur yfir sig ganga án þess að mögla. Meiri lufsan sá maður.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 12:22

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Það gæti reynst erfitt að sækja Davíð, eftir að landsdómur hefur fjallað um hans mál. þið þurfið þá að drífa í þessu fljótlega hehe..

Björn má ekkert vera að þessu. Hann er orðin stjarn á sjónvarpsstöðinni INN ásamt Ingva og hinum trúðunum..

hilmar jónsson, 11.5.2010 kl. 12:35

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfstæðisflokkurinn sótti Árna Johnsen á Litla-Hraun. Flokknum er enginn vorkunn að sækja Davíð upp í landsdóm.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 12:36

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður..

hilmar jónsson, 11.5.2010 kl. 12:37

10 Smámynd: Polli

Merkileg leið. Alþingi - Kvíabryggja - Alþingi. Enn merkilegri leið væri þessi. Borgarstjórn - Alþingi - Seðlabanki -  Morgunblaðið - Kvíabryggja - Alþingi. Er ekki allt hægt í stjórnmálum?

Polli, 11.5.2010 kl. 13:20

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú, Polli, allt er hægt í stjórnmálum. Mörgum Sjálfstæðismönnum leiðist þófið og vilja gamla foringjann aftur í forystuna.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 13:36

12 Smámynd: Polli

Hann er hættur og með fín eftirlaun. Hann fer ekkert fyrir Landsdóm.

Polli, 11.5.2010 kl. 14:13

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hættur í pólitík? Þú gætir alveg eins sagt Tiger Woods að hætta kvennafarinu.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 14:53

14 Smámynd: Polli

Er hann ekki að verða fullorðinn? 63ja sagði einhver. Hann er bara hættur. Tiger líka.

Polli, 11.5.2010 kl. 16:09

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann varð 62 ára í janúar síðastliðnum. Enginn aldur fyrir stjórnmálamann. Í Kína er ekki tekið mark á fólki fyrr en það er orðið sjötugt.

*

Þér að segja held ég að Tiger hafi gert reginmistök. Ég er golfari sjálfur og mér finnst eftirsjá að honum úr mótunum. Þegar upp komst um þetta leynda áhugamál hans - lauslátar ljóskur - átti hann hreinlega að gera vel við Elinu og leysa hana út með stórfé, möglunarlaust. Þetta er búið milli þeirra hvort eð er. Og hann mátti alls ekki fara í meðferð - svoleiðis ferli brýtur menn niður og ég er hræddur um að hann nái sér aldrei á strik aftur í golfinu.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 16:22

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Með hefðbundnu orðalagi helstu álitsgjafa úr símatíma Útvarps Sögu: Ég verð nú bara að segja alveg eins og er!" að þá er það nú svo að á góðum degi gátum við Davíð verið skemmtilegir fullir. Eftir að við hættum að drekka erum við líka hættir að vera skemmtilegir og nú tekur enginn mark á okkur.

Ég held að megingallinn á Jóni Bjarnasyni megi rekja til þess að hann hafi aldrei lært að smakkaða!

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 16:49

17 Smámynd: Polli

Þú virðist ekki hafa mikla trú á Bjarna Benediktssyni, fyrst þú vilt kalla ellismellinn inn aftur.

Polli, 11.5.2010 kl. 16:52

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s. Þessi ríkisstjórn er bara helvíti góð og væri þó miklu betri ef hún hefði á að skipa skynsamari ráðherrum. Þetta er mín skoðun ef ég "segi alveg eins og er."

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 16:55

19 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Helvíti góð með óskynsömum ráðherrum :):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.5.2010 kl. 16:57

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svei mér þá ef við Árni Gunnarsson erum ekki sammála núna - í annað skipti á hálfri öld. Mér er sama hvað hver segir - vestræn menning eins og hún leggur sig er runnin undan rifjum Bakkusar. Grikkir fundu upp samdrykkjuna - symposium - því þeir sáu að andinn er alltaf fjörugastur þegar vínið freyðir í blóðinu.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 18:10

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Polli, ég veit ekki hvort þetta hefur nokkuð með mat að gera - annað hvort skora menn mark eða þeir gera það ekki, og allir sjá að þetta er ekki alveg að ganga hjá drengnum.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 18:11

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, þetta er ágætis lýsing á ríkisstjórninni! Gamli Reykur kann að orða hlutina.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 18:12

23 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það var unun að taka lagið með Reyk á góðri stundu. Nú er það liðin tíð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2010 kl. 18:20

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú ekki vissi ég að hann væri söngvinn. Hann er þá væntanlega lýriskur tenór eins og goðið hans, Stalín?

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 18:28

25 Smámynd: Polli

Ég hef mjög lítið fylgst með stjórnmálum hér heima um nokkurra mánaða skeið en sýnist nú að helsta sport landsmanna sé að skamma ríkisstjórnina. Hvaða stjórn vill fólkið fá? Heldur fólkið að hinir flokkarnir hafi einhvern áhuga á þátttöku í stjórn landsins eins og allt er nú? Ekki veit ég svarið en mig grunar að áhuginn sé lítill.

Polli, 11.5.2010 kl. 18:29

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Styrmir Gunnarsson skrifaði góða grein um þetta í síðasta sunnudagsmogga. Allir stjórnmálaflokkarnir eru í eyðimerkurgöngu og forysta þeirra er veik. Það er í sjálfu sér einkennilegt að hvergi skuli vera sjáanleg einhver fersk hreyfing, en þannig er nú bara ástandið.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 18:38

27 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að Vinstri grænum sé að verða það ljóst að þeir eru ekki í 100% vinstri stjórn, heldur í svona "hægri-vinstri" stjórn. Samfylkingin er í rauninni hægri flokkur, en svona til þess að fara milliveginn, má kalla Samfylkinguna miðflokk. Stefnan er kannski "vinstri", því það hentar nú um stundir, en framkvæmdin er "hægri". Eina "vinstri" framkvæmdin er þegar Árni Páll, mætir "heltanaður", ásamt fleiri flokksmönnum á AsÍ þing og syngur, Internationallann með kreftan hnefa.

Vinstri grænir létu telja sér trú um að umsókn að ESB, væri bara ígildi "kósý" helgarferðar til Brussel.

Vinstri grænir vissu jú að það stæði til að fækka ráðuneytum, þeir héldu bara að það væri hægt að "ræða málið" í hel og kannski gera einhverja breytingu í lok kjörtímabils.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.5.2010 kl. 19:10

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í mínum huga er og verður Samfylkingin aldrei annað en forstokkaður kommaflokkur. Þeir eru samt kannski eins og kommarnir í Kína - varðveita mannfyrirlitningu og þjösnaskap Stalínismans en meðtaka vissar markaðsaðferðir kapítalismans af því að þær gefa betri raun.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 19:34

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Upplýsi að ég syng annan bassa og er fjarri lyriskum tenór. Öðru máli gegnir um minn ágæta frænda Heimi Fjeldsted sem getur sungið allar raddir í karlakór með bravör.

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 19:58

30 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Núna segja "heimildir að Steingrímur, bíði í ofvæni, eftir því að það taki ný stjórn við á Bretlandi. Hann brýninr sína menn áfram......... núna skal tekið á því í "Bretavinnunni".

"Allt er þegar þrennt er". Núna skal Farsæl lausn "taka þrjú" í gegn.

Hann er kannski búinn að gleyma því að það eru líka kosningar í Hollandi og ekkert í boði, nema samningurinn, sem þjóðin felldi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eina breytingin, verður vaxta afsláttur og kannski einhver vaxtalaus ár.

Það stefir allt í sumarþing.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.5.2010 kl. 20:10

31 Smámynd: Polli

28. Svona skilgreiningar eru auðvitað alveg út í hött og bera vott um mikla mannfyrirlitningu þess sem ritar. Innlegg af þessu tagi gera fólki bara erfiðara fyrir með samvinnu, en stjórnmál á Íslandi þurfa að byggjast upp á samvinnu. Þannig hefur það alltaf verið. Ég get ekki betur séð en að eini raunhæfi stjórnarkosturinn í þessu landi sé samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, með nýju fólki í broddi fylkingar. Til þess að svo verði þarf líklega kosningar, þar sem flokkarnir lýsa yfir samstarfi sínu fyrirfram. Ekkert hjálpar það þessu landi að ata auri fólk í öðrum flokkum.

Þetta er mín sýn á ástandið, hafandi verið lengi í burtu og líklega á leið utan á nýjan leik, til langframa. Hugsanlega til lífstíðar. Ræturnar eru og verða þó alltaf hér.

Polli, 11.5.2010 kl. 20:12

32 identicon

Ég, flokksbundinn Sjálfstæðismaðurinn, get ekki hugsað mér að kjósa FLokkinn. Og þó ég hafi stutt VG í síðustu kosningum, get ég enn síður hugsað mér að kjósa hina hatursfullu Sóleyju Tómasdóttur.

Dagur er nokkuð traustur og réttsýnn held ég, en Gnarrinn er ekki síðri. Valið er því um Samfylkingu eða Besta flokkinn. 

Doddi (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 20:13

33 Smámynd: hilmar  jónsson

Úr því þú ert að hampa Styrmi Gunnarssyni Baldur:

Menn sem vissu að hverju stefndi, ofbauð hvað var að gerast í þjóðfélaginu, en voru samt í oddaaðstöðu til að upplýsa þjóðina um það, án þess þó að hreyfa hönd,

Þykjast síðan vera slegnir yfir því hvernig allt var að fara og fór. Hvað er hægt að segja um þá ?

Styrmir Gunnarsson er í besta falli falskur ómerkingur...

hilmar jónsson, 11.5.2010 kl. 20:14

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, takist okkur að ná samningum við Cameron koma Kalvínistarnir á eftir, nauðugir viljugir.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:18

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Polli, ég er hreint ekki haldinn mannfyrirlitningu svona almennt séð, sem sést best á því hve oft ég lýk lofsorði á hina og þessa sem eru algerlega á öndverðum meiði við sjálfan mig, til dæmis Framsóknarmenn og suma Vinstri græna, en fyrir Samfylkingarmenn á ég ekkert til nema botnlausa fyrirlitningu - vegna þess einfaldlega að þeir eru fyrirlitlegir og eiga ekkert gott skilið.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:20

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, það vill svo skemmtilega til að hörðustu kommarnir sem ég þekki eru margir hverjir skráðir í Sjálfstæðisflokkinn - skráð flokksvist segir ekkert til um einstaklinginn. Svo þekki ég einn sem er haður hægri maður en skráður í Samfylkinguna. Þú ert kommi til orðs og æðis og svo sem ekkert meir um það að segja.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:22

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ég hef ótal sinnum velt þessu fyrir mér: hvað veldur því að svo margir skynsamir menn fara þá fyrst að segja hug sinn þegar þeir eru komnir á eftirlaun? Styrmir er ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti, sannaðu til.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:23

38 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það gerist hvergi í heiminum að stjórnvöld eða ráðgjafar þeirra, upplýsi alþjóð um að bankahrun sé yfirvofandi. Það kæmi af stað stjórnlausu "paniki" hver sem því væri lýst yfir.

Seðlabankinn gaf út skýrslu, einhverjum misserum fyrir hrun, þar sem að 30-40% verðfalli á fasteignum var spáð, á komandi árum, eftir útkomu spárinnar.

Viðbrögðin voru: Davíð skammaður fyrir svartsýni og að draga úr uppgangnum í þjóðfélaginu. Fasteingabransinn gaf í , Íbúðalánasjóður gaf í, nú skildi sko eftirspurnin eftir húsnæði aukast svo svakalega að verðið félli ekki.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.5.2010 kl. 20:24

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, það var til þess tekið hvað Stalín hafði fallegan tenór. Hann var elskur að óperum. Einu sinni ræddi ég við vin minn Baldur Óskarsson, sem er djúpur bassi, og spurði hann hvar raddirnar yrðu til - holrúmum höfuðsins, barkakýli, lungum osfrv. Bassarnir syngja með pungnum, sagði nafni minn, þess vegna fá þeir alltaf stelpurnar.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:26

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

kristinn, ég man eftir þessu. Sama hvað Davíð varaði oft við, alltaf brugðust menn argir við og hunsuðu foringjann - og hefndist fyrir.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:27

41 Smámynd: Polli

35. Svona almennt séð ertu ekki haldinn mannfyrirlitningu, en samkvæmt þínum orðum fyrirlítur þú um þriðjung þjóðarinnar. Er það ekki full mikil mannfyrirlitning í smáu þjóðfélagi sem byggir allt sitt á samvinnu ólíkra flokka? Værir þú Breti mundir þú fyrirlíta um 20 milljónir manna samkvæmt þinni kenningu. Er það ekki full mikil mannfyrirlitning?

Polli, 11.5.2010 kl. 20:34

42 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Árið 2007, varaði Davíð við erlendum lántökum landsmanna ( ekki stjórnvalda). Lobbi tók eitt af sínum spjöllum við Sigga Tomm á Útvarpi sögu í það að hrauna yfir "bullið" í Seðlabankastjóra.

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við HÍ, AGS agent og Baugspenni með meiru, kvartaði sáran fyrir hönd "gulldrengsins (Jóns Ásgeirs), drengsins sem hafði af eiginverðleikum, komist í álnir og ekkert fengið frá ríkinu, nema frelsi í formi EES-samings.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.5.2010 kl. 20:37

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, einhvern tíma verður þetta dæmi gert upp.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:48

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Polli, horfðu á jákvæðu hliðina - ég virði nálega 70% þjóðarinnar, það er glæsilegt hlutfall.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 20:49

45 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Kannske Goðið Hádegismóri verði sannsögull er hann gerist heldri borgari , sem Styrmir .

Hörður B Hjartarson, 11.5.2010 kl. 20:56

46 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Forsetinn fer oft í þotu........... þá er tími til að skrifa nýjar siðareglur fyrir hann og taka af honum málskotsréttinn og það áður en Alþingi tekur fyrir ESBaðild.

Ingibjörg Sólrún, flýgur í einkaþotu, eiginkonu Bjórgólfs Thor, nýjasta gullkálfi Samfylkingarinnar....... eiginlega ekkert til að velta sér uppúr....... hana vantaði bara far og fyrir einstaka tilviljun, var eiginkona Björgólfs stödd þarna með einkaþotu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.5.2010 kl. 21:05

47 Smámynd: Polli

44. Samgleðst þér með þessi 70%, en það að hata og fyrirlíta 30% þjóðarinnar, eða um 96 þúsund manns, er engum hollt og sannarlega þarf þjóðin ekki á slíkri fyrirlitningu og hatri að halda. Þú slærð þessu kannski fram í galsa, geri ég ráð fyrir, en slærð þar engar keilur að mínu mati. Lækkar bara matið þitt. Sem alvöru Íslendingur. Sá sem sáir um sig hatri og fyrirlitningu, uppsker eins og hann sáir til.  Nákvæmlega sjónarmið af þessu tagi leiða huga minn að varanlegri búsetu erlendis, hafandi prófað slíkt í tvígang. Hatur í músaholunni rúmast ekki innan hennar.

Polli, 11.5.2010 kl. 21:50

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég hugsa að margt áhugavert kæmi í ljós ef Davíð skrifaði ævisögu sína - en hvort það verður veit nú enginn.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 22:20

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, gaman væri ef Íslendingar gætu í einni svipan horfið aftur til fyrri siða, það er þeirra siða sem voru hér í gildi fyrir 70 árum - áður en erlendar hersveitir settust hér að og menguðu þjóðlífið. En það verður varla. Við komumst þó ekki hjá því að endurskoða allt okkar siðferði, svo mikið er víst.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 22:23

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Polli, látum það gott heita. En hatur hefur ekki borið hér á góma fyrr en með athugasemd þinni. En hvað aftrar þér búsetu erlendis? Það ræður hver sínum samastað.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 22:24

51 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Siðferði eða öllu heldur skortur á því, eins og kom fram í Skýrslunni, er ekki túlkað fræðilega, heldur pólitískt. Siðblinda er sjúkdómur, ekki stjórnmálaskoðun.

Þessi volaða ríkisstjórn, virðist tvenna stjórnarsáttmála. Stjórnmáli I , ætlaður til birtingar almúganum og þeim þingmönnum stjórnarflokkanna, sem einhver tengsl hafa við grasrótina.

Í þeim stjórnarsáttmála, kemur stendur allt þetta fallega um skjaldborgina, norrænu velferðina og "skoðunnarferðina" til Brussel.

Stjórnmáli II, eingöngu ætlaður til birtingar þeim sem Steingrímur og Jóhanna treysta.

Þar stendur, að svíða skuli þjóðina í ESB, hvað sem það kostar, jafnvel þó það kosti Icesaveklafann. Koma með flækjustigsreddingar á skuldavanda heimilana, sem eru síst til þess að bæta stöðu þeirra.

Þar stendur einnig að, sé annar stjórnarflokkurinn andvígur þeirri stefnu,sem fram kemur í Stjórnarsáttmála I, þá hefur sá flokkur heimild til þess að tefja og þæfa málið útí hið óendanlega. Við þetta bætist að, ef annar stjórnarflokkurinn, þarf að koma "gæðingum" sínum áfram, má setja um það sérlög.

Samanber gagnaverið á Suðurnesjum. Það er í vinnslu frumvarp almenns eðlis um ívilnanir, vegna erlendra fjárfestinga. Það frumvarp situr fast í fjármálaráðuneyti, vegna skattamála.

Samfylkingin, gat ekki beðið eftir því Steingrímur og Indriði, gerðu eitthvað í málinu og nýttu sér "sérákvæðið" um sérlög fyrir flokksgæðinga. Iðnaðarráðuneytið fór í málið og útbjó sérlög fyrir gagnaver Verne Holding. Fyrir vini sína Björgólf Thor og Vilhjálm Þorsteins. Björgólfi bent á, að það gæti hjálpað málinu í gegnum þingið, léti hann samfylkingarmanninn og talmann sinn Ásgeir Friðgeirsson, skrifa fyrir sig hjartnæmt iðrunarbréf.

Það bíða ekki nema ca. tíu fjárfestingarverkefni, þessara laga sem enn sitja föst hjá þeim Steingrími og Indriða. Sjálfsagt enginn samfylkingarmaður tengdur þessum tíu verkefnum, nema von sé á fleiri sérlögum um erlenda fjárfestingu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.5.2010 kl. 22:49

52 Smámynd: Polli

50. Hvað aftrar mér búsetu erlendis? Ég vil helst búa í mínu eigin landi. Hvað aftrar? Það eru margir þættir þegar þeir koma saman. Einn þeirra er þessi fyrirlitning sem þú hefur lýst, sem er algjörlega að drepa þessa þjóð í dróma. Eitt er nú að fyrirlíta nauðgara og morðingja og aðra glæpamenn, en að fyrirlíta venjulegt fólk, vegna skoðana þess, er lægsta stig mannlegrar reisnar í hverju þjóðfélagi. Þegar umburðarlyndið hverfur er allt horfið. Þá stendur fyrirlitningin ein eftir, ásamt hatrinu. Þegar þannig verður ástatt fyrir heilu þjóðfélagi, koma þeir sér í burtu sem það geta. Ég skil kannski fátt, en aldrei mun ég skilja fyrirlitningu Íslendings á löndum sínum vegna mismunandi skoðana á stjórnmálum. Þegar málum er þann veg háttað er sá sem fyrirlítur orðinn vandamálið, án þess að skynja það sjálfur.

Polli, 11.5.2010 kl. 23:05

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert greinilega mjög lífsþreyttur, maður, Polli, og lætur margt angra þig. Sennilega væri þínum hag betur borgið annars staðar. Far þú heill, Polli.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 23:15

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, það er trúlega rétt hjá þér að þau Jóhanna og Steingrímur hafi orðið ásátt um eitthvert verklag sem þau láta ekki uppskátt um. Það er ansi blóðugt að sjá hvernig stórverkefnin dagar uppi í ráðuneytunum og nú ætlar ríkisstjórnin að stefna hvalveiðunum í voða.

Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 23:18

55 Smámynd: Polli

53. Þetta er mjög ómálefnalegt svar og ekki boðlegt sæmilega þenkjandi manni. Þú skautar fram hjá öllu sem ég hef sagt um þig og þjóðfélagið. Með svona svörum ertu bara að taka eigin vísitölu niður. En hver verður sínum svörum líkastur. Ekki er ég lífsþreyttur maður, þótt margt hafi á dagana drifið, mér bæði til ama og eflingar, en áhrínsorð þín um að mér væri líklega betur borgið annars staðar, túlka ég þannig að þú hafir gefist upp í orðræðunni. Ég virði það að sjálfsögðu og kveð þig og þessa bloggsíðu.

Polli, 12.5.2010 kl. 00:13

56 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessar upplýsingar frá nafna þínum Óskarssyni Baldur minn skýra nú loksins ákaflega margt sem mér var áður hulið

Árni Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 13:10

57 identicon

Ég er ekki bloggari en mér finnst gaman að lesa bloggið. Sérstaklega er gaman að lesa líflegar athugasemdir í löngum bunum frá góðu og ritfæru fólki, eins og hér má oft sjá. Meira snona! Takk fyrir mig.

Atli Steinn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 13:29

58 identicon

Hahaha, Meira svona!

Atli Steinn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 13:32

59 identicon

Eru ekki allir flokkarnir logandi stafna á milli eftir allt sem á undan er gengið? Ég get ekki betur séð.

Snorri Jóns (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 14:31

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott Atli, komdu þá og skemmtu okkur annað veifið :)

Baldur Hermannsson, 13.5.2010 kl. 15:14

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Snorri Jóns, það eru væringar innan stjórnarflokkanna og milli þeirra. Ég veit ekki um Framsókn en Sjálfstæðisflokkurinn er í algerum lamasessi. Þar loga engir eldar enda ekkert til að brenna lengur.

Baldur Hermannsson, 13.5.2010 kl. 15:15

62 identicon

Þið eigið að skemmta mér. Tók ég það ekki fram?

Atli Steinn (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband