Óvenju lymskuleg blekking

Þessi harmagrátur Jóns Ásgeirs er óvenju lymskuleg blekkingartilraun. Greinin er augsýnilega samin af atvinnumanni í blekkingarfaginu, ímyndarfræðingi, og reynt er að troða inn í lesmálið eins miklu yfirborðssnakki með faglegum blæ og frekast er unnt.  Raunverulega iðrun er þar hvergi að líta og ég trúi því ekki að nokkur lifandi maður sé svo ámátlega vitlaus að gína við þessu.

Jón Ásgeir og þeir Bónusfeðgar eru að mörgu leyti sér á báti í hópi þeirra braskara sem kollkeyrðu efnahagslífið. Þeir komu sér upp gríðarlegu fjármálaveldi en létu ekki þar við sitja - þeir byggðu jafnframt feikna öflugt fjölmiðlaveldi sem réðst af algeru miskunnarleysi á alla þá, sem þeim feðgum var í nöp við og fýsti að klekkja á. En allt þetta var þeim ekki nóg. Þeir náðu tangarhaldi á heilum stjórnmálaflokki, Samfylkingunni, og beittu honum blygðunarlaust fyrir sig þegar Baugsveldið þurfti á að halda.

Allt var þetta ógnarveldi Jóns Ásgeirs og karls föður hans reist að bandarískri fyrirmynd.  Þeir réðu til sín tugi og hundruð þýlyndra þrælmenna sem gengu erinda þeirra og gera það reyndar enn -lögfræðingar, blaðamenn, stjórnmálamenn, viðskiptafræðingar - allt þetta fólk mun lifa ævi sína á enda í skugga þeirrar staðreyndar að þeir gengu glæpnum á hönd, þjónuðu illum hagsmunum og veittust að réttlæti, lögum, heiðarleika og manngæsku.


mbl.is Missti iðulega sjónar á góðum gildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Maður veltir fyrir sér hvaða augum Jón Ásgeir lítur venjulegt fólk. Ritsmíðar sem hann sendir reglulega frá sér eru hvorttveggja í senn aulalegar og ósvífnar. Maður á bágt með að trúa að Jón Ásgeir sé svo skyni skroppinn að halda að textavellan hafi áhrif. En samt, Jóni Ásgeiri tókst að beita heilum stjórnmálaflokki fyrir vagn sinn. Maður sem nær þeim árangri er líklegur til að finna til mannfyrirlitningar.

Jón Ásgeir flaskar hins vegar á einu mikilvægu atriði. Þjóðin og Samfylkingin eru sitthvað.

Páll Vilhjálmsson, 22.4.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Maður veltir því líka fyrir sér hvers konar tegund af viti það er sem gerir sumum mönnum kleift að sölsa undir síg gríðarlega auðæfi meðan aðrir verða að láta sér nægja meðaltal vísitölufjölskyldunnar. Ég hef aldrei séð neitt í fari auðmanna sem bendi til þess að þeir reiði eitthvert umframvit í sínum þverpokum - nema síður sé. Sennilega er Jón Ásgeir einmitt svo skyni skroppinn að hann heldur að þessi makalausa textavella hafi áhrif. En þegar Jón Ólafsson kom í sjónvarpið hér um árið hágrétu kellingar af báðum kynjum svo kannski ber þetta einhvern árangur þegar öllu er á botninn hvolft.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 13:55

3 identicon

Ég las þetta í morgunn og hélt lengi að þetta hafi verið birt fyrir mistök.

En það er ekki.

Þegar fólk iðrast og biður fyrirgefningar þá gerist það ekki svona.

Það veit allt sómakært fólk.

Fyrst tíundar maður það sem manni finnst maður hafi breytt rangt. T.d. mútað stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum. Nú eða brennt upp sparifé almennings, rýrt lífeyrissjóðina, ritskoðað fjolmiðla eða hvað það nú kann að vera sem menn hafa gert af sér.

Þegar játning syndanna hefur farið fram eða búið er að bæta fyrir mistökin eða misgjörðirnar er grunvöllur til þess að biðjast fyrirgefningar.

Þá og ekki fyrr er hægt að biðjast afsökunnar.

Hvernig stendur á því að Fréttablaðið birtir svona þvælu?

Svarið liggur auðvitað í augum uppi og staðfestir alvöru að baki afsökunarbeininnar.

Hann á blaðið og ræður hvað þar er skrifað.

Þarf hann ekki líka að biðjast afsökunnar á því?

Gat Jón Ásgeir ekki keypt sér heimspeking, guðfræðing eða siðfræðing til þess að fara yfir textann. Þetta er miklu flóknara en svo að almannatengslafyritæki ráði við ritsmíðina?

HÞB (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 17:59

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hugsa að þeim fjölgi jafnt og þétt sem ekki láta ginnast af fjármunum Jóns Ásgeirs. Lengi mun uppi skömm þeirra manna sem létu hann kaupa sig til illverka, rógsherferða gegn heiðarlegu fólki, eineltis og mannorðsmorða.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340454

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband