Davíð hvítskúraður - nærri því

Það væri ofmælt að skýrslan mikla hvítskúri Davíð Oddsson en fréttamaður Stöðvar 2 benti réttilega á að þær aðgerðir sem hann er einkum gagnrýndur fyrir eru tímasettar þegar hrunið er byrjað.

"Rannsóknarnefnd Alþingis telur að í ljósi upplýsinga sem fram voru komnar innan Seðlabankans í ágúst 2008 um alvarlega stöðu Landsbankans og afstöðu breska fjármálaeftirlitsins til málefna bankans hafi verið nauðsynlegt að gerðar yrðu viðhlítandi ráðstafanir af hálfu bankastjórnar Seðlabankans til að ganga úr skugga um hver væri í reynd staða Landsbankans á þeim tíma m.t.t. áhrifa hennar á fjármálastöðugleika í landinu."

Og svo formsatriði sem varla hefur neinu máli skipt í ferlinu:

"Það er mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki rannsakað erindi Glitnis á viðhlítandi hátt áður en því var ráðið til lykta og að hafa ekki tilkynnt Glitni um niðurstöðu sína þegar hún lá fyrir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Váá.á..áá...ááá....áááá...ová!  Mikil er trú þín Baldur, vonandi verður hún þér til bjargar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 19:47

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Gróf vanræksla = Hvítþvottur ? ? Þið kunnið að orða það Sjallarnir..

hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 19:49

3 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sammála, Baldur

Velkominn aftur og ávallt..

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 12.4.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þér eruð fyndin Baldur. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að hafa húmörin í lagi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.4.2010 kl. 21:16

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Halldóra, gaman að sjá þig aftur.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 21:24

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, Seðlabankinn er alls ekki hvítþveginn af allri synd en af skýrslunni verður ekki ráðið að hann eigi nokkra umtalsverða sök á bankahruninu.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 21:25

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel og Arinbjörn, skyggnumst inn í skýrsluna en látum ekki bugast.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 21:26

8 identicon

Allt er afstætt. Mér sýnist á fyrirsögninni að skýrslan fari mildari höndum um Davíð en Baldur Hermannsson átti von á. Hverju átti Baldur Hermannsson von á, þegar ljóst er að samkvæmt skýrslunni er Davíð einn af þeim sjö einstaklingum sem sýndu af sér vanrækslu í starfi, og ætti þannig að fara fyrir landsdóm. Á hverju átti Baldur Hermannsson von? Harðari dómi yfir verkum Davíðs? Þeir gerast ekki harðari.

Ingunn Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340356

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband