Ömmi er ágætur

Ömmi karlinn er að mörgu leyti ágætur, í aðra röndina einsýnn og þver eins og gömul afsláttartrunta sem paufast sína leið hvað sem tautar og raular, en hann er líka skarpur maður og heiðarlegur. Fyrr á árum hafði Ömmi dálæti á breska kommaprikinu Michael Foot, sem einmitt var einsýnn, þver, skarpur maður og heiðarlegur.

Það er alveg öruggt að margir munu verða til þess að fjalla um skýrsluna af ægilegri dómhörku. Þeir munu leitast við að persónugera hrunið eins og þeim er frekast unnt. Þessir menn eru búnir að bíða skýrslunnar í ofvæni og nú vilja þeir fá eitthvað fyrir snúðinn.

Vonandi verða aðrir til þess að gera eins og ég, að skoða skýrsluna efnislega og leitast við að spinna úr henni þráð til framtíðar.


mbl.is Í skjóli leyndar þrífst spillingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á heimasíðu sinni kallara hann rannsóknarnefnd Alþingis "Rannsóknarrétt"

Mér finnst ég skynja pirring og vott af geðvonsku í pistlinum. 

Gæti verið að hann hafi ástæðu til að óttast að nafnið hans sé í skýrslu "rannsóknarréttarins? Hann var jú stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins sem tapaði milljörðum?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er alltaf stutt í pirringinn hjá Ömma. Það er eðli þess manns sem ávallt hefur rétt fyrir sér en býr í rangsnúnum heimi.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 13:16

3 identicon

Allt upp á borð - á það líka við um leynisamninga Steingríms?

núna síðast við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

G (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 13:27

4 identicon

"Allt upp á borðið" kalla erlendir blaðamenn þrjáhyggju hjá Íslendingum. 

Vill fólk birta alla pappíra sem til eru og setja á netið öllum til aflestrar.  Líka þá sem hægt væri að nota gegn okkur í viðkvæmum samningum. 

Hvernig færi pókerinn ef andstæðingurinn vissi alltaf hvað við værum með á hendi? 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 13:38

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bæði Samfylking og hennar hoppandi kettir hömruðu stanslaust á "Allt upp á borðið" fyrir kosningar en eftir kosningar hefur það slagorð breyst í nístingskaldan veruleika: "Allt undir borðið".

Ég er alveg sammála því að vinstri flokkarnir gerðu þetta vígorð að þráhyggju. Í flóknu nútíðarsamfélagi er ekki vinnandi vegur að hafa allt uppi á borðinu.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 13:41

6 identicon

Það eru flokkssystkinin  Ögmundur, Liljurnar, Hreyfingarliðið og Nýja Ísland sem hafa klifað á þessu. Aðrir minna ef nokkuð. 

Það er rétt að ekki er vinnandi vegur að hafa allt fyrir allra augum. Ekki hollt fyrir suma alla vega. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 13:49

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vorboðinn bara mættur. Velkominn.

Ragnhildur Kolka, 11.4.2010 kl. 13:53

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lóan er komin, Ragnhildur :)

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 13:59

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég man vel eftir því að þungaviktarfólkið tönnlaðist líka á þessu og sama gerði Þorgerður Katrín. Þetta var um tíma stóra lausnarorðið: allt upp á borðið.

Annars er eins og bloggsíðan hafi eitthvað breyst í fjarveru minni. Ég get ekki feitletrað, sett inn broskalla eða neitt - en ég sé að þú, Jón, getur feitletrað. Skrítið.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 340385

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband