Landráð á landráð ofan

Allir færustu sérfræðingar heimsins leggjast nú á eina sveif og sanna með sprengjuheldum röksemdum að Íslendingum beri ekki skylda til að borga svo mikið sem eina krónu. Látum okkur þó ekki dreyma eitt andartak um að þeir geti sannfært þau leiðu skötuhjú Gungu og Druslu.

Upp er komin mjög alvarleg staða. Framtíð Íslands er undir því komin að við komumst bærilega frá þessum vanda, en Gunga og Drusla hafa ekki löngun til að leysa hann. Betri samningur myndi nefnilega sýna alþjóð, jafnvel hörðustu fylgismönnum stjórnarinnar, að Svavars-samningurinn er klúður frá upphafi til enda. Þegar sú staðreynd rennur upp í leiftrandi ljóma er pólitísku lífi þeirra Gungu og Druslu endanlega lokið.

Bloggverjar hafa velt því fyrir sér hvort landráðastimpillinn eigi rétt á sér þegar Druslan og hennar gengi vill keyra okkur inn í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Þetta er álitamál. En það er ekki álitamál að það eru landráð á landráð ofan að neyta ekki ýtrustu ráða til þess að vinda ofan af Icesave-klúðrinu.

Ég vil taka það skýrt fram, til þess að berja nú strax beittustu vígtennurnar úr Birni Birgisson, Karli K., Benax, Hilmari Jónssyni og öðrum grimmlyndum fulltrúum ríkisstjórnarinnar hér á Moggabloggi, að ég hef nákvæmlega ekkert á móti því að vinstri flokkar sitji að völdum í 4 ár. En við verðum að sameinast um að taka Icesave málið úr höndum Gungu og Druslu og því fyrr því betra.

 


mbl.is Æ fleiri lýsa efa um að okkur beri að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þú kallar þau skötuhjú Jóhönnu & SteinFREÐ "gungu & druslu" en mér skilst að um jólin hafi þau verið kölluð "Grýla & Leppalúði....lol...".  Skelfilega léleg verkstjórn þeirra hræðir mig rosalega, en ég ítreka mikilvægi þess að "aðgát skal höfð í nærveru sálar..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 9.1.2010 kl. 14:24

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, ég verð að leggja það á minnið, Kobbi.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 14:32

3 identicon

Ekki ofhlaða minniskubbinn Baldur það hefur aldrei gegið góða raun

(IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla mín, það bjargar mér hvað ég er fljótur að gleyma öllu sem er óþægilegt. Það hefur oft gagnast mér í lífinu get ég sagt þér.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 14:54

5 Smámynd: Offari

Ég hef reyndar trú á því að Jáhanna og Neigrímur hafi viljað gera sitt besta, svo framarlega að þau héldu sínum embættum.  Þau gátu því miður bara ekki gert betur en þetta vegna einhverra hótana.

Offari, 9.1.2010 kl. 15:26

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, þau gengu til leiks með röngu hugarfari. Ef Ólafur Ragnar hefði ekki asnast til að vera forseti væri hann núnaforsætisráðherra í vinstri stjórn og hann hefði strax hafið sókn í stað þess að kúldrast niður í örvæntingu.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 15:33

7 identicon

Það er afar athyglisvert að lesa lokaræðu Steingríms J. fyrir atkvæðagreiðslu þingsins um Icesave ólögvarinn ofbeldisreikning Breta og Hollendinga.   Áróðursræða fyrir hönd Breta og Hollendinga er skilaboð til forsetans, áður en hann tók ákvörðunina um að vísa málinu til þjóðarinnar.  Framkoma Jóhönnu og Steingríms síðan gagnvart vilja meirihluta þjóðarinnar og endalausar árásir á forsetans eru ófyrirgefanlegar, enda aðeins til þess að sundra þjóðinni enn meira, sem er það besta sem getur komið fyrir Breta og Hollendinga.  Ma. með að leka viðvörunarbréfi forsætisráðherra til hans þar sem hún lýsir því að ef að hann gangi að vilja þjóðarinnar þá erum við farin til andskotans og komumst þaðan aldrei aftur.  Stjórnvöld ganga erinda Breta og Hollendinga og öll þeirra rök í málinu eru úr lyga og spunabúri stórveldanna.  Þjóðin á að fleygja stjórnvöldum út úr samningaferlinu, og fá ópólitíska samninganefnd að vinna að málinu.  Hún á að standa 100% á bak við samninganefndina.  Það gerist aldrei meðan þetta lið sem hefur einhverjum hagsmunum að gæta sem er allt aðrir en þjóðarinnar.

Segir ekki ræða Steingríms J. allt um að hann er löngu búinn að fyrirvera umboði sínu frá þjóðinni til að skaða málstað hennar og vinna honum óbætanlegu tjóni umfram það sem komið er?

Frú forseti.

Ég greiði þessu frumvarpi atkvæði og ég mæli með því að það verði samþykkt vegna þess að það er bjargföst sannfæring mín að það sé betri kostur fyrir Ísland og það firri meira tjóni en að gera það ekki. Í krafti þessarar sannfæringar minnar greiði ég atkvæði með góðri samvisku þótt ég viðurkenni um leið að því fylgir þung ábyrgð. Undan þeirri ábyrgð víkst ég ekki. Ég hef ekki eytt tæpum 27 árum ævi minnar hér til að víkjast undan ábyrgð eða flýja það (Gripið fram í: Snýst ekki um þig.) að taka erfiðar ákvarðanir þegar þær eru óumflýjanlegar. Ég hef engan mann beðið og mun engan mann biðja að taka neitt af mínum herðum í þessum efnum. Ég trúi því (Gripið fram í.) að sagan muni sýna að við séum hér að gera rétt, að endurreisn Íslands, sjálfstæðs og velmegandi í samfélagi þjóðanna, muni verða sönnunin. Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að svo verði (Forseti hringir.) meðan lífsandinn höktir í nösum mér og ég má vinna Íslandi nokkurt gagn. [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.)

Fengið af heimsíðu Einars K. Guðfinnssonar sem hann fjallar um ótrúlega veruleikafirrta ræðu Steingríms J(ég) Sigfússonar.




Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 16:06

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála hverju orði þínu. Það er alveg frábært hvað þú ert snjall að halda til haga sönnunum fyrir afglöpum þessara manna. Þeir ríða ekki feitum truntum frá vopnaviðskiptum við þig, þessir kónar.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 16:22

9 identicon

Takk Takk.  Fer afar mikið í taugarnar á öllum krataspunakerlingunum sem tröllríða vefsamfélaginu.  Enda gætu þeir skrifað fátt ef einhverjar heimildir og gögn þyrftu að fylgja stórkarlalegum málflutninginum.  Er hataður og bannaður á nánast öllum þeirra bloggsíðum.  Sem vissulega er mikill heiður.  Byrjaði að lemja á þeim í Baugsmálinu á virðingarlitlum vefsvæðum í eigu Baugsmanna, og hef verið á bloggdauðalistanum síðan.  Flestir þeirra voru þar á ferð undir dulnefnum, eins og gefur að skilja. 

Nú í morgun heyrði ég í útvarpi, Helga Hjörvar halda því blákalt fram að minnismiði sem Geir ritaði undir við Hollendinga væri ástæða hvernig samningurinn er í dag.  Þetta eru helber ósannindi sem Svavar sjálfur hefir sagt vera rangt, allt frá upphafi, enda var samningurinn svona glæsilegur vegna hans vinnu en ekki Geirs.  Sama segir Ingibjörg Sólrún og tugir fremstu lagasérfræðingar þjóðarinnar að minnismiðar hafa ekkert lagalegt skuldbindandi gildi.  Málið var núllstillt eftir það og allir hlutaðeigandi sammála um. Það dugar ekki spunakerlingum stjórnvalda, enda fát um sönn rök í boði.  Hafa skal það sem betur hljómar.  Hræðsluáróðurinn hefur þó dugað þeim ótrúlega lengi og vel.  Helgi og fleiri stjórnarliðar eru einfaldlega að bera uppá Geir og embættismenn, stjórnarskrábrot og brot á hegningarlögum sem varða við landráð.  Hverju veldur að ráðherrar og þingmenn kunna ekki eða skilja stjórnarskrána?  Varðandi samninginn glæsilega, þá var hann glæsilegur vegna snilldar Steingríms og Svavars af þeirra sögn.  Þeir töluðu alltaf um sinn samning sem þeir bæru alla ábyrgð á.  Þegar þeir áttuðu sig á að hann þótti ekki glæsilegur, þá var það Geir og sjálfstæðisflokknum að kenna, og samningur sjálfstæðisflokksins.  Þeir hafa alltaf verið eins og aular í að svara upplognum ásökunum.  Stjórnmálamenn hafa augljóslega afar auðvelt með að skilja heiðarleikann og sannleikann víðs fjarri þegar farið er í vinnuna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:30

10 Smámynd: Björn Birgisson

-syni, bara af því ég var hjá öldruðum (92) föður mínum í dag!

Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 17:55

11 Smámynd: Björn Birgisson

"Ég vil taka það skýrt fram, til þess að berja nú strax beittustu vígtennurnar úr Birni Birgissyni, Karli K., Benax, Hilmari Jónssyni og öðrum grimmlyndum fulltrúum ríkisstjórnarinnar hér á Moggabloggi, ....... (BH)

Það er sama hversu oft ég tek fram í skrifum mínum að ég sé ekki talsmaður nokkurs flokks, eða ríkisstjórnar, alltaf skal öðru haldið fram. Ég er fyrst og fremst talsmaður minna eigin skoðana. Horfi bara á þjóðlífið og tilbúinn að geta þess sem vel er gert og lasta hitt. Mín skoðun á aðferðafræði stjórnar Heilagrar Jóhönnu, við lausn Ísbjargar, kom fram fyrir all mörgum vikum. Ég hef kallað það stórslys að kalla ekki alla stjórnmálaflokka að samningaborðinu. Mynda pólitíska sátt um málið. Kannski í leiðinni þjóðarsátt. Man ekki í svipinn eftir öðrum með svipaðar skoðanir á þeim tíma. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Ef hægt er að ná betri samningi fagna ég því fyrstur manna. Verð þó að spyrja: Hvaða líkur eru til þess að viðsemjendur okkar sýni því nokkurn áhuga að ganga í þriðja sinn að samningaborði?

Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 18:42

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já, ég get vitnað um það að Björn hefur margsagt að hann sé ekki fulltrúi eins eða neins flokks. Svo kannski er hann ekki kommi Baldur!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.1.2010 kl. 18:49

13 Smámynd: Björn Birgisson

Silla mín, þeir sem ekki kjósa Bláherinn eru kommar. Aðeins um 75% þjóðarinnar. Það er langt um hærra hlutfall en í sjálfu Kína! Pældu í því!

Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 19:26

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hóhó! Lilja Mósesdóttir er komin með hörku útspil sem keyrir landráðapakkið út í horn. Lilja stingur upp á Joschka Fischer til að miðla málum. Bráðsnjöll hugmynd hjá flinku kommatelpunni.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 22:11

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Og ég sem hélt að Gunga og Drusla hafi bæði greinst með krapppamein 2008 og hætt í pólitík!

Þetta landráðahjal þitt verður ómerkilegra og ómerkilegra með hverju skipti sem það rennur á þig!

"Það er kannski bara best að gera ekki neitt."

Auðun Gíslason, 9.1.2010 kl. 22:20

16 Smámynd: Auðun Gíslason

fascism_not_us_1 

Auðun Gíslason, 9.1.2010 kl. 22:23

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðun, ég hef alltaf verið spar á landráðahjalið en nú finnst mér kominn tími til að dusta rykið af þessu orði. Það er enginn vafi á því lengur að Steingrímur og Jóhanna eru dragbítar á lausn vandans. Þau hreinlega vilja ekki neina lausn sem felur í sér að þeirra eigin getuleysi verði heyrinkunnugt.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 22:43

18 Smámynd: Björn Birgisson

Nú duga mín gleraugu ekki lengur! Landráða hvað? Þegar viðbjóðurinn fer að lofa sjálfan sig, eru öll sund lokuð, endanlega. Vér eplin?

Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 23:00

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða epli ertu að tala um? Ég er ekki alveg með á nótunum. Snæddi ís með Kahlúa en það var ekki nema í mesta lagi matskeið svo ekki er því um að kenna.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 23:11

20 Smámynd: Björn Birgisson

Vér eplin og hrossataðið. Ekki þykjast heimskur, gáfumaðurinn. Segðu lesendum okkar í hverju þessar tilvitnanir liggja. Kúlan er hjá þér.

Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 23:53

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessar gátur ræð ég ekki við. Epli og hrossatað. Er þetta eitthvað upp úr Shakespeare?

Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 00:04

22 Smámynd: Björn Birgisson

Sauðslegt tilsvar.

Björn Birgisson, 10.1.2010 kl. 03:43

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottur pistill Baldur!

Enn gaman að koma á síðu þar sem orðið "landráð" er ekki bannað. Best að nota tækifærið: Landráðmaður er sá sem selur upplýsingar, eigur og annað í hendur útlensku ríki. Landráðamaður er sá sem selur hag landsins til annars ríkis og stofnar eigin ríki í hættu með því.

Auðun t.d. lokaði á mig fyrir að kalla sig landráðaKonu/Mann. Landráðafólki finnst ekkert gaman að láta kalla sig landráðafólk. það verður reitt og móðgað. Því var nær að vera landráðafólk!

Landráðafólkið vill láta kalla sig fólk með skoðun. Hvaða skoðun er það þetta fólk hefur? Jú, borga bara alla reikninga sem eru sendir til Íslands því þetta er svo flókið. Þó menn verði að lifa á kartöflum í 2 - 3 kynslóðir, fólk missi hús sín og verði að lokum að leggjast upp á erlendar félagsmálastofnanir.

 "Allt í himnalagi" segir landráðafólkið. "Þurfum ekki fátæklinga á Íslandi" Svo fá þeir flugmiða aðra leiðinna frá Ríkinu.

Maður nennir þessu ekki sagði Svavar, eitt af mikilvægum andlitum landsins út á við. Enn leti geta ekki verið landráð. Þau verða bara leti, svo hann sleppur. Kanski er hann bara heimskur, og þá er hann í steríó við megnið af Íslendingum.

Jæja, ég er búin að finna helling af landráðafólki á Íslandi. Þeir eru svo margir að stríð er nauðsynlegt. Til að ekki þurfi að breyta breiðholtinu í risafangelsi svo hægt sé að loka alla inni æfilangt, er auðveldast að skipta landinu, í norður og suður. Með gaddavír.

Landráðafólkið í Norður og við góða fólkið í Suður. Icesave skuldin verður send með landráðafólkinu þar sem það getur barist við hvern annan um hver fær að borga mest.

Þá kemur milljónpunda spurninginn! Hver verður konungur Norður-Íslands?

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 340407

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband