Óþolandi pukur og leynimakk

Pukur og leynimakk stjórnarflokkanna er gersamlega óþolandi og er í raun og veru atlaga gegn lýðræðinu. Fyrst margir telja brýnt að samtalið komi fyrir almennings sjónir er skylt að birta það, almenningur á skýlausan rétt á því. Það kemur hins vegar engum á óvart að hin sígjammandi búrtík Norðurlands skuli leggjast gegn birtingu, því tíkin sú er ofurseld pukri og leyndarhyggju. Það kemur kannski meira á óvart að þingmaður Samfylkingar skuli leggjast gegn birtingu en það er því miður greinilegt að pukursáráttan geisar einnig á þeim bæ. Höskuldur Þórhallsson sýnir hins vegar að þar fer góður drengur og réttsýnn og afdráttarlaus framganga hans í þessu máli, alþýðu landsins til heilla, gefur fögur fyrirheit um framtíð hans í stjórnmálum þjóðarinnar.
mbl.is Segir samtalið eiga erindi við almenning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða læti eru þetta? Þetta samtal skiptir í raun engu máli. Hvorugur þessara manna hafði nein völd til að afskrifa Icesave eða leiða málið til lykta á nokkurn hátt. Auðvitað á að birta samtalið, alveg eins og símtöl Árna Matt við Darling voru birt. Ætli þau hafi þó ekki fjallað um viðkvæmari og örlagaríkari mál á þeim tímapunkti?

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 14:08

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við höfum ekki heyrt þetta samtal og erum því engan veginn dómbær á mikilvægi þess, en Höskuldur og fleiri eru það .... og því ber að birta það.  Þessu endalausa baktjaldamakki verður að linna. Ég held að þú sért líka á þessari skoðun enda ertu ekki slæmur inn við beinið.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 14:11

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Að mínu viti, sem þykir misgott, það fer eftir smekk manna og stjórnmálaskoðunum, þá liggur þetta nokkuð ljóst fyrir.

Það eru meiri líkur en minni að Davíð hafi sagt rétt frá, því stuðningsmenn Íslands í Icesavedeilunni, vilja birta samtalið og stuðningsmenn Breta og Hollendinga, vilja helst ekki birta það, auk þess er bankastjórinn Breski óskaplega pirraður yfir að þetta hafi verið hljóðritað.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 14:34

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu Baldur, er Númi vinur okkar ekki vaknaður, eða ætli hann sé hættur að vorkenna okkur?

Þetta er svo yndæll drengur að ég er farinn að sakna hans hlýlegu athugasemda.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 14:36

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, endilega birta það.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 14:37

6 identicon

Er ekki allt í þessu fína  Baldur . Aldrei að vita nema að Wikileaks ''leki,, þessu út . Hver veit þeir eru magnaðir þar.

Númi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:37

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já ég var orðinn hálf örvæntingarfullur að heyra ekkert frá Núma. Maður þarf nú sína vorkunnsemi.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:15

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú er ég loksins sammála ykkur Baldur og Jón Ríkharðss, og fagna því að þið skulið vera á móti svona leynimakki. En maður hlýtur að spyrja sig, afhverju afstaða ykkar til leynimakks er öðruvísi í þessu tilfelli heldur en gagnvart ólöglegu leynimakki breskra útsendara og óeðlilegra afskipta þeirra af pólitísku grasrótarstarfi á Íslandi. Getur verið að afstaða ykkar stjórnist ekki af neinu öðru en flokkspólitískum forsendum? Ef það hentar xD(avíð) þá eruð þið með, annars á móti... glæsilegt strákar, þið hafið endanlega sýnt að þekkið ekki muninn á stjórnmálum og fótbolta, kunnið bara að halda með ykkar liði og sjálfstæð hugsun þar með útilokuð.

Fyrst Númi er fjarverandi skal ég vorkenna ykkur smá, alveg í svona að minnsta kosti þrjár sekúndur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2011 kl. 17:16

9 identicon

Var þessi upptaka ekki kolólögleg og tekin upp án þess að Mervyn King vissi af henni?

Annars væri mjög gott að fá að vita hvað kemur þarna fram...

Skúli (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 01:12

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem vita um efni samtalsins auk Mervyn King: Davíð Oddsson, Árni Mathiesen, Rannsóknarnefnd Alþingis, Fjárlaganefnd Alþingis.

"Þjóð veit þá þrír vita" og þetta á eftir að leka út fyrr eða síðar, það er óhjákvæmilegt. Í seinasta lagi þegar Þjóðskjalasafnið opnar gögn rannsóknarnefndarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 340287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband