Dapurleg örlög og viðvörun foringjans

Þetta eru dapurleg örlög fyrir góðan dreng. Hreiðar Már er gervilegur maður og býður af sér ágætis þokka, alinn upp í litlu alþýðusamfélagi úti á landi. Í krafti geysilegra fjármuna var hann um skeið einn voldugasti maður landsins. Öll þjóðin gladdist yfir velgengni hans. 

Einhvers staðar á auðferlinum hefur Hreiðar Már skipt um siðferði og nú er hann vistaður í dýflissu eins og hver annar glæpahundur. Fall hans er mikið.

Stundum er hægt að benda nákvæmlega á þann stað og þá stund þar sem örlög manna eru ráðin. Krossgötur Hreiðars Más voru sá dagur þegar Davíð Oddsson labbaði niður í bankann og tók út sparifé sitt til að lýsa vanþóknun sinni á því ógurlega launasukki sem Hreiðar hafði ánetjast.

Ef Hreiðar hefði hugsað sitt ráð þennan dag og hlýtt á viðvörun foringjans, þá væri tvennt öðruvísi í dag: það hefði ekki orðið neitt bankahrun á Íslandi og hann sjálfur þyrfti ekki að dúsa í dýflissu innan um snærisþjófa og morðingja. 


mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Foringinn varaði við þessum kóna og fleirum sem núna bíða eflaust örlaga sinna og fagna hverjum degi, sem þeir ná að lifa, án afskipta réttvísinnar. En þessir menn allir áttu sér sína málsvara. Hér að neðan birtast "ummæli" Þorvaldar Gylfasonar, Baugspenna, sem að hefði allt eins komið til greina sem Seðlabankastjóri, hefði Már sagt nei.

Hverjum í hópi íslenzkra auðkýfinga skyldi nú hafa verið birt opinber ákæra fyrir auðgunarbrot? Það er sá þeirra, sem ekkert hefur þegið af stjórnvöldum svo vitað sé nema frelsi, sem fylgdi EES-samningnum og jafnframt sá þeirra sem hætti sér ásamt öðrum innan á helga reiti ríkisstjórnarflokkanna með því að seilast fyrst eftir banka og stofna síðan Fréttablaðið. Áhlaup ríkisvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í fyrra sumar fór út um þúfur þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Nú virðist standa til að jafna um Jón Ásgeir og fimm aðra fyrir rétti. Hvað býr að baki? Kannski bara skortur á virð ingu fyrir markaðsbúskap og meðfylgjandi valddreif ingu og þá um leið fyrir nauðsynlegri aðgreiningu framkvæmda valds ins, löggjafarvald og dómsvalds. Hver veit?

Þessi orð þarf að Egill að lesa, áður en að hann hleypir honum í enn eitt drottningarviðtalið í Silfrinu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kóm on Baldur. Býður af sér góðan þokka??, hvaða fjandans 1000 milljarðaþjófnaðarþokki er þetta ???

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, Þorvaldur Gylfason er annað dæmi um ágætismann sem lætur afvegaleiðast og ánetjast illum öflum. Sótrautt hatur hans á Davíð Oddssyni hefur blindað hann á báðum augum. Hann er ekki marktækur lengur.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, hann Hreiðar Már er Billy the kid bankahrunsins.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 21:32

5 identicon

Ertu að grínast maður "hlusta á viðvörun foringjans" foringinn þinn er ekki skömminni skárri setti seðlabankann á hausinn ,sá aumi maður hefði kannski átt að hlusta á eitthvað annað en valdasýkisgnauðið í hausnum á sjálfum sér.

J.B (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:34

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei nei J.B. Seðlabankinn fór aldrei á hausinn. Það er algengur misskilningur.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 21:37

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ólafur Arnarson, strax kominn sínum manni til varnar á Pressunni. Það stefnir í miklar varnir hjá Ólafi næstu vikur og mánuði, enda hann vel tengdur, eigendum og stjórnendum Kaupþings.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 21:37

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

J.B. finnst þér ekki líklegt að það hefði birst í Skýrslunni, hefði Seðlabankinn orðið gjaldþrota?

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 21:39

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur Arnarson er sérlegur hórupenni útrásaravíkinganna.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 21:43

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er ekki takandi mark á nafnleysingjum eins og J.B..Af hverju koma menn ekki fram undir nafni?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.5.2010 kl. 22:01

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Meint "gjaldþrot" Seðlabankans er "Samfylkingarspuni" spunninn með aðstoð Gauta Eggertssonar,hagfræðings og bróður Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Enn einn fræðimaðurinn, sem að setur trúverðuglega sinn í uppnám, við að verja vondan málstað.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 22:04

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ég læt sem ég sofi............"

Árni Gunnarsson, 6.5.2010 kl. 22:09

13 identicon

Hvaða veruleikahönnun er hér í gangi? Seðlabankinn hefði farið á hausinn ef AGS hefði ekki komið með lánsfé. Það er því ljóst að Davíð setti bankann í þrot.

Doddi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:09

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Veruleikahönnun hvað?............. Það er ekkert minnst á það í þeim ákúrum, sem Davíð fékk í Skýrslunni að hann hafi sett Seðlabankann á hausinn. Finnst þér það ekki líklegt Sveinn hinn Ungi að það hefði staðið þar STÓRUM STÖFUM, hefði verið svo?

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 22:17

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaðan er hún eiginlega runnin þessi þvæla um að Seðlabankinn hafi farið á hausinn? Ríkisstjórnin breytti með með neyðarlögum forgangsröð krafna sem tryggði innistæður almennings, mig minnir það hafi verið 700 milljarðar. Fyrir vikið gat Seðlabankinn ekki heimtað þetta fé sem greiðslu.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 22:25

16 identicon

Tjónið var 345 milljarðar og var flutt yfir á ríkissjóð, eins og fjallað var um í skýrslu Ríkisendurskoðunnar. Annars hefði Seðlabankinn farið í gjaldþrot.

Doddi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:46

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar atburðir dagsins í pólitíkinni eru teknir saman, þá hlýtur þetta að vera mikill dýrðardagur fyrir Jóhönnu og Samfylkinguna.

Fyrst byrjar Jóhanna á því að segja trúnaðarvinkonu sína, formann bankaráðs Seðlabankans og Seðlabankastjóra fara með rangt mál, varðandi launakjör Seðlabankastjóra.

Svo breytti Samfylkingin "spillingarviðmiðum" sínum þannig að, það telst ekki lengur spilling, ef að varaþingmaður flokksins og formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu, fær fjárfestingarsamning með skattaívilnunum.

Og svo til að fullkomna daginn, þá hringdi Einar Karl Haraldsson, farandverkamaður innan Stjórnarráðsins í vini sína og flokksbræður hjá almennatengslafyrirtækinu Athygli og fól þeim að "redda" 700 milljóna kynningunni fyrir ferðaþjónustuna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 22:48

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, ég er ekki sérfróður um tilfærslur innan bankanna en mér var sagt að neyðarlögin hefðu gert það að verkum að Seðlabankinn hafði ekki aðgang að fé sem hann hefði ella haft. Reyndar þekki ég fjármálamann sem getur skorið úr þessu og skal fá þetta nánar hjá honum. Hins vegar má alltaf búast við því að útlán tapist og þar sem Seðlabankinn var að reyna að bjarga bönkunum gat varla öðru vísi farið. En það þýðir ekki að Seðlabankinn hafi orðið gjaldþrota.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 22:52

19 identicon

Hann hefði orðið gjaldþrota ef ekki hefði komið til aðstoð ríkissjóðs. Spurðu bankamanninn hvort það sé ekki þannig.

Doddi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:53

20 identicon

Þetta hefur verið kallað "tæknilegt gjaldþrot" Seðlabankans.

Doddi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:56

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Baldur minn, það kemur að foringjanum þínum líka..Sá maður á eftir að svara fyrir margt.

hilmar jónsson, 6.5.2010 kl. 23:10

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég fæ þetta ekki til að ganga upp þótt ég feginn vildi. Skuldaði Seðlabankinn þessa peninga? Þú getur ekki sagt að hann sé gjaldþrota nema hann skuldi og geti ekki borgað. Það er skilgreiningin á gjaldþroti. Ég reikna með að ríkið hafi dælt peningum í Seðlabankann til þess að hann gæti þjónað nýju bönkunum. Nei, Sveinn, ég held að það sé hreinlega rangt að tala um gjaldþrot í þessu tilfelli. Menn geta svo dundað sér við að búa til hugtök á borð við "tæknilegt gjaldþrot" en ég sé ekki hvaða tilgangi það þjónar. Vafalaust má margt að starfsferli Davíðs finna en ég efast um að þetta verði talið þungvægt þegar stundir líða, þó svo að það henti vinstri mönnum að hamra á því núna.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 23:14

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ansi margir þurfa að svara fyrir ansi margt. En fyrst af öllu ætti Jóhanna Sigurðardóttir að svara því hvers vegna hún stundar þá illu iðju að lokka menn til að sækja um störf með undirmálum um launahækkanir. Þetta þýðir að hún var búin að ráðstafa embættinu áður en hún auglýsti. Auglýsingin var ekki annað en ómerkileg blekking. Þessi kona veður að víkja og það strax.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 23:16

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Jóhanna er cool..láttu ekki svona..

hilmar jónsson, 6.5.2010 kl. 23:25

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfur ertu nú frekar cool með þennan nístandi raðmorðingjasvip sem ég er alltaf að reyna að setja upp en gengur illa. Hvernig ferðu eiginlega að þessu? Ég hlusta............

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 23:38

26 Smámynd: hilmar  jónsson

Konan mín er alltaf að spyrja mig að þessu líka....Hallast að því að ég sé bara svona........ natural cool..

Hef þó engann drepið.....ekki enn..

hilmar jónsson, 6.5.2010 kl. 23:43

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit ekki með þig en ég er kominn af verstu illmennum Íslandssögunnar og ætti miklu fremur að hafa þennan svip en þú. Ég er kominn út af sjálfum Sveini skotta og Axlar Birni, og ekki nóg með það - ég er líka kominn út af Nikulási illa sýslumanni, sem drekkti sér á Þingvöllum og heitir eftir honum Nikulásargjá. En svo færð þú þennan líka flotta svip en ég lít út eins og hver annar Samfylkingarbjáni.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 23:45

28 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehe..góður..

Bólu Hjálmar er lang lang afi minn.. Ekki var hann svipfagur.

hilmar jónsson, 6.5.2010 kl. 23:49

29 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það eiga margir eflaust eftir að fá sinn dóm, þegar rannsóknum vegna Skýrslunnar líkur að fullu.

En ef að núverandi stjórnvöldum, fer ekki hvað úr hverju að hlotnast það að draga einhvern lærdóm af efni Skýrslunar, þá gætu ekki verið mörg ár í "Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, taka tvo".

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 23:50

30 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú ert nú reyndar helvíti eitthvað Clint Eastwoodlegur þarna á myndinni Baldur, og gott ef ekki má grilla í smá morðingjasvip á þér ef grant er gáð..

hilmar jónsson, 7.5.2010 kl. 00:04

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir það, Hilmar!

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 00:07

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, ég hef nákvæmlega enga trú á Hæstarétti sem handhafa réttlætis á Íslandi. Þeir munu drekkja sjálfum sér í aukaatriðum og formsatriðum eins og þeir gerðu í Baugsmálinu.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 00:08

33 Smámynd: Björn Birgisson

Kálfar.

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 00:13

34 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er í það minnsta að bresta á mikil gósentíð, hjá lögfræðingum, sem að reyndar hafa upplifað góðæri frá dögum útrásarinnar.

En margar persónur og leikendur, sem getið er í Skýrslunni, hafa nú þegar fengið sinn dóm, misjafnlega rökstuddan þó.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 00:16

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú upphefst hreinræktuð gullöld hjá öflugustu lögfræðistofunum í Reykjavík. Jón Ásgeir er með heilt herfylki lögfræðinga á sínum snærum og þar eru Gestur Jónsson og Sigurður Guðjónsson fremstir í fylkingu. Ég hef nákvæmlega enga trú á því að réttarkerfið ráði við þetta herfylki. Allt verður véfengt, dregið í efa, vanhæfi lýst yfir, frávísunar krafist, formsatriðin teygð og tuggin og þegar dregur að dómi stendur ekki steinn yfir steini. Íslenska réttarkerfið ræður ekki við mál af þessari stærðargráðu.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 03:25

36 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það yrði vissulega "súrealskt" ef að sá sem var stjórnarformaður Fons, þegar það fyrirtæki varð gjaldþrota yrði einn af aðalverjendum útrásarkrimmana.

Reyndar er orðið "útrásarvíkingur" orðið úrellt. Betri lýsing á fyrirbærinu væri orðið "innherjasukkari".

Ætli einhverjum sæmilega "óháðum" fræðimanni á sviði félagsvísinda hafi einhvern tímnann dottið í hug að rannsaka, hvort "Davíðshatrið" eða öllu heldur, hversu mikið af því, sé eingöngu byggt á því að sumum fannst hann "þvælast" fyrir sér í því að "þurrausa" íslenska banka og setja þjóðina á hausinn.

Jón Ásgeir reyndi strax árið 1999 að komast til áhrifa í banka, þá væntanlega til þess að komast í "góð" lán, með aðkomu sinni að ORCA-hópnum, sem reyndi að ná yfirtökum í Íslandsbanka (síðar Glitni). Ef að ég man rétt, þá gladdi það ekki "foringjann".

Það er líka athyglisvert hvernig afstaða Samfylkingar til Baugs tók U-beygju, eftir að fréttir bárust af "þriggja manna tali" í London, þar sem 300 milljónir eiga að hafa "borið á góma. Formaður þess flokks (Samfylkingar) hætti öllum skrifum í skjóli nætur, með "rautt" í glasi gegn fyrirtækinu. Í kjölfarið fylgdi svo margumrædd "Borgarnesræða" þáverandi forsætisráðherraefnis flokksins í undanfara kosninga 2003. Flokkur með formanni sem að hafði fyrir ekki svo mörgum misserum, barist gegn einokun í smávöruverslun, fannst einokun á fjölmiðlamarkaði, vera í lagi, því að eins og þáverandi formaður hefur lýst yfir í ræðustól á Alþingi að milli Samfylkingar og einokunnarrisans á fjölmiðlamarkaði voru tengsl. Það knúði Samfylkinguna í harða andstöðu, gegn Fjölmiðlafrumvarpinu þar sem öllu var til þess að tryggja eigenum Baugs yfirráð á fjölmiðlamarkaði. Á þeim tíma var "Bessastaðabóndinn", hetja í hugum íslenskra jafnaðarmanna, fyrir að hafa boðið þeim byrginn, sem "dirfðust" að hindra umsvif, "viðskiptavonarstjörnu" flokksins.

Einhverjum misserum fyrir hrun, kom út skýrsla frá Seðlabankanum, unnin af Hgfræðideild bankans, þar sem fram kom spá um mikla lækkun fasteignaverðs á komandi árum, meðal annars vegna offramboðs á markaði, auk þess sem þá var farið að þrengjast um fjármögnun íslensku bankana á eldri lánum. Ekki fengu þeir "fræðimenn" sem unnu spána ákúrur. Nei þær fékk, sá sem las upp niðurstöður "fræðimannanna" á fundi í Seðlabankanum, "Hinn Illi" Davíð Oddsson.

Eflaust gerði Davíð líka mörg mistök í starfi og verður hann eflaust sóttur til saka fyrir þau mistök, sem teljast saknæm og dómtæk, fyrir íslenskum dómstólum. Það breytir hins vegar ekki því að höfundar "hatursstefnunnar" sem hönnuð var gegn Davíð Oddssyni, bera þyngri sök á falli bankana, en sá sem hatrið beinist gegn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 10:33

37 identicon

Það má vel vera að Seðlabankinn hafi ekki verið gjaldþrota í orðanna hljóðan en samkvæmt því sem komið hefur fram  tæknilega gjaldþrota .Þar fyrir utan tek ég undir það sem Sveinn ungi ritar hér

http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/entry/940902/

www.visir.is/article/20090606/FRETTIR01/51426030

vonandi eitthvað meira að marka þig Sigurbjörg skrifandi undir nafni , ekki endilega raunin.

Kv Jón Benediktsson

www.visir.is/article/20091229/VIDSKIPTI06/398008416

www.pressan.is/.../pressuuttekt-olafs-arnarsonar-hvernig-vard-sedlabankinn-gjaldthrota

www.dv.is/.../johanna-icesave-helmingi-minni-byrdi-en-gjaldthrot-sedlabanka

jonas.is/greinar/index.lasso

eyjan.is/.../sedlabankinn-stada-thjodarbusins-i-minus-tho-bankar-seu-ekki-reiknadir-med

J.B (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 13:41

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég held að nú sé farsælast að menn haldi sig við réttar skilgreiningar orðanna en misnoti þau ekki til þess eins að koma höggi á fólk. Seðlabankinn varð alls ekki gjaldþrota, ekki einu sinni tæknilega gjaldþrota, og þó að ríkið hafi dælt fjármunum inn í hann fer því fjarri að það sé glatað fé - bankinn notar það til frekari útlána gegn vöxtum og ríkið getur út af fyrir sig tekið þetta fé aftur hvenær sem því þóknast. Gleymdu því svo ekki að mikið var eftir af gjaldeyrisforðanum, sem Davíð byggði upp, og þú sérð af þessu að það er ekkert vit í því að tala um gjaldþrot í neinum skilningi. Það hjálpar ekki að tína til eitthvert þvaður á netinu til þess að undirbyggja téða rangfærslu.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 16:56

39 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta var fróðlegt með Nikulás, sagt er að hann hafi skilið eftir nefóbakbsdósir úr silfri á gjábarminumn. En held ekki að þú hafir á nokkurn hátt erft kvilla hans. Þetta er nú meiri forfeðurnir en akki voru þeir litlausir frekar en afkomandinn :)

Finnur Bárðarson, 7.5.2010 kl. 19:08

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe held samt ekki að þetta hafi verið hamingjusamir menn nema þá helst hann Svenni afi, hann hljóp um sveitir, hnuplaði hvar sem hann kom og flekaði konur. Það endaði með því að bændadurgar tóku hann og hengdu hann í Reiðskörðum á Barðaströnd. Ég talaði við sveitafólkið þar og vildi setja upp skjöld til minningar um afa, en því var fálega tekið; kvinna ein bar því við að Svenni hefði ekki virt orðið "nei" svo sem séntilmönnum bar að gera, heldur tók stelpurnar nauðugar þegar svo bar undir. Ég bauð henni að setja á skjöldinn "he did not take no for an answer" en hún kunni ekki að meta þá hugmynd.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 19:31

41 identicon

Af hverju kallarðu Davíð "Foringjann"? Yfir hverju er hann foringi?

Rán Jóns (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:38

42 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvers vegna eru þeir ekki færðir til dómara í járnum eins og venjulega þegar meintir brotamenn eru færðir til dómara og eða handteknir ? fær "yfirstéttin" sér meðhöndlun ? það er bara ekki spurning í mínum huga að þeir skuli vera í járnum, það er niðurlæging sem allir þurfa að sætta sig við, tja nema hvítflibbaglæpamenn ?

Sævar Einarsson, 12.5.2010 kl. 10:48

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fer þetta ekki eitthvað eftir því hvers menn vænta af brotamönnunum? Ég get alveg skilið að ofbeldismenn séu í járnum en feitur bankastjóri ekki.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 11:26

44 Smámynd: Sævar Einarsson

Mismunun á jafnræðisreglunni ? Jafnræðisreglan nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Ef sumir eru færðir í járnum til dómara og aðrir ekki er það ekki brot á jafnræðisreglunni ? eitt skal ganga yfir alla.

Sævar Einarsson, 12.5.2010 kl. 13:31

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Sævar, heitir þetta ekki oftúlkun?

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 17:01

46 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef það er hægt að oftúlka jafnræðisregluna þá er hún einskis virði því að í henni stendu að "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum"

Sævar Einarsson, 13.5.2010 kl. 13:15

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona öryggisráðstöfun eins og handjárn hefur ekkert með lög að gera. Sævarinn, hefur þér einhvern tíma verið bent kurteislega á að þú sért frekar þver?

Baldur Hermannsson, 13.5.2010 kl. 14:56

48 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er þver já, og sá sem er ekki þver lætur aðra ráðskast með sig. Að vera þver er kostur en líka galli og þegar þú segir að "Svona öryggisráðstöfun eins og handjárn hefur ekkert með lög að gera" þá er hér verið að mismuna fólki eftir því hvaða glæpi það hefur framið, ég uni ekki slíkri mismunun, meintur glæpamaður er meintur uns sekt eða sakleysi er sannað. Ef ég myndi rænda 1000 kalli í sjoppu þá væri ég færður í járn, þú getur bókað það, en þeir rændu bankana um hábjartan dag svo milljarða tugum skiptir og jafnvel meira og eru ekki settir í járn. Ég þarf ekki að vera ofbeldismaður til að stela þessum 1000 krónum, ég gæti góðfúslega beðið hann/hana um að afhenda mér hann því mig vanti pening fyrir mjólk og brauði og hann/hún þorir ekki öðru og þar með er ég orðinn glæpamaður, hver er munurinn á mér og þeim ?

Sævar Einarsson, 13.5.2010 kl. 17:36

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef þú ryðst með öskrum og formælingum inn í sjoppu, hrindir kornungri afgreiðslustúlkunni og rífur í hárið henni og hleypur út með 1000 kall, þá hefurðu sýnt í verki að þú ert ofbeldismaður og væri trúandi til þess að berja lögregluþjónana.

*

Sérð þú fyrir þér Hreiðar Má berja lögregluþjóna?

Baldur Hermannsson, 13.5.2010 kl. 17:52

50 Smámynd: Sævar Einarsson

Vinsamlegast ekki skauta svona nema þú getir skautað og svaraðu mér, hver er munurinn á glæpnum ? "Ég þarf ekki að vera ofbeldismaður til að stela þessum 1000 krónum, ég gæti góðfúslega beðið hann/hana um að afhenda mér hann því mig vanti pening fyrir mjólk og brauði og hann/hún þorir ekki öðru og þar með er ég orðinn glæpamaður, hver er munurinn á mér og þeim glæpsamlega séð ?"

Sævar Einarsson, 13.5.2010 kl. 20:24

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það á að taka svona þvergirðinga eins og þig og handjárna þá við næsta ljósastaur. Þegar þeir hætta að þrasa er síðan hægt að sleppa þeim svo þeir komist heim til að þrasa við konuna og gera henni lífið leitt.

Baldur Hermannsson, 13.5.2010 kl. 21:22

52 Smámynd: Sævar Einarsson

Hver er munurinn á mér og þeim glæpsamlega séð ? svar óskast :)

Sævar Einarsson, 13.5.2010 kl. 23:19

53 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Beiting handjárna, eða ekki beiting handjárna, hefur í sjálfu sér ekkert með einhver lög um meðferð sakborninga að gera og því ekki hægt að segja að Hreiðar Már sé "jafnari" en aðrir sakborningar, vegna þess að hann er leiddur fyrir dómara, án handjárna.

Beiting handjárna er heimil yfirvaldinu (Lögreglu), telji það að sakborningur, geti reynst umhverfi sínu og nærstöddum hættulegur.  Sé sakborningur ekki hættulegur umhverfi sínu eða nærstöddum, eru handjárn óþörf.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.5.2010 kl. 23:52

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ þakka þér fyrir Kristinn Karl Brynjarsson. Þú komst eins og kallaður.

Baldur Hermannsson, 14.5.2010 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband