Ólafur ætlar ekki að skrifa undir!

Það er veigur í þessu áramótaávarpi Ólafs Ragnars og orð hans verða aðeins skilin á einn veg:

Forseti Íslands ætlar ekki að skrifa undir Icesave samninginn.

Vegsemd Ólafs Ragnars hefur dalað hratt á undanförnum árum en hann mun rétta hlut sinn eftir þrjá daga, þegar hann skilar Steingrími skjalinu og segir honum að stinga því þar sem aldrei sólin skín.

Ég var ekki risinn úr rekkju þegar Ólafur flutti ávarpið í sjónvarpinu, en horfði á það á ruv.is og gerði þó gott betur, því ég las það samtímis frá orði til orðs á mbl.is. Og það er enginn vafi í mínum huga. Sá kafli ávarpsins sem fjallar um lýðræði og vald þjóðarinnar verður aðeins á einn veg skilinn. Ólafur mun ekki skrifa undir. Ég hef þegar dregið upp minn snjáða, fátæka þúsundkall og slengt honum valdsmannslega á borðið - veðmálin eru hafin og ég veðja á skynsemi Ólafs Ragnars Grímssonar.

Ríkisstjórnin mun ekki leggja frumvarpið í atkvæði þjóðarinnar, því þar yrði það kolfellt. Sett verður saman þverpólitísk nefnd til að semja á nýjan leik við ofureflismennina í London. Á stórum stundum verða menn að grípa til stórtækra ráðstafana. Nú þýðir ekki að setja vitsmunalega rindla á borð við Svavar Gestsson yfir samninganefndina. Og glöggt sé ég þann mann sem á að leiða hina nýju nefnd: það er enginn annar en sjálfur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.

Þótt Ólafur hafi glutrað niður þeirri hylli sem hann naut hjá Íslendingum í upphafi forsetatíðar, þá er hann glæsilegur á velli, vel máli farinn, langskólagenginn, talar erlend tungumál og það sópar að honum.

Ólafur Ragnar og enginn annar á að leiða hina nýju samninganefnd Íslands.

 


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jæja Baldur: Ólafur bara orðin The Man ?

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Offari

Ólafur er loksins orðinn fulltrúi okkar þjóðar.

Offari, 1.1.2010 kl. 15:36

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Bíddu, bíddu Baldur, ertu að fara á límingunum?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.1.2010 kl. 15:37

4 Smámynd: Rannveig H

Þú hefur sofið vel kallinn minn :). Gleðilegt ár.

Ég dreg upp á borðið einn spánýjan 1000 kr. Ég veit sosum ekki hvað þið getið lesið á milli lína, en fyrir mér var engin vísbending í hvorugar áttir með undirskrift. En forseta er vandi á höndum sem hann ætti ekki að vera teyga lopann með og hafa þetta af eða á. Ég verð kannski 1000 kr ríkari

Rannveig H, 1.1.2010 kl. 15:38

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já einmitt, Ólafur Ragnar er akkúrat núna staðsettur beint undir regboganum. Hann getur í einni setningu endurleyst sjálfan sig og þjóðina. Hann hefur um tvennt að velja: 1) gunga og drusla, 2) endurlausnarinn.

Hvort mynduð þið velja?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 15:40

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, ertu frá þér? Ætlarðu að veðja á móti mér?????

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 15:41

7 Smámynd: Nostradamus

Ég sé þig með þúsarann.. Grísinn skrifar undir, aldrei annað staðið til...

Nostradamus, 1.1.2010 kl. 15:41

8 identicon

Áramótakveðjur til þín nafni. Við bíðum spenntir. Bkv.  Baldur Kristjánsson

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 15:42

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nostradamus, það er nú ekkert hægt að miða við mann eins og þig sem sér allt fyrir!

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 15:45

10 Smámynd: Rannveig H

Trú þín er meiri en mín Baldur minn, og einn 1000 kall munar ríkri konu akkúrat ekkert um. Skynsemin felst ekki bara í góðum ræðuflutningi og /eða frösum.

Rannveig H, 1.1.2010 kl. 15:47

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe árið varla byrjað og ég strax farinn að græða. Enda leist mér vel á stjörnuspána fyrir Bogmanninn í áramótablaði Moggans.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 15:51

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðilegt nýtt ár.

 Gæfan hefur snúist með þjóðinni. 

Þjóðin mun ná vopnum sínum ekki spurning um það.

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 15:53

13 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það kæmi mér á óvart ef Ólafur fer gegn þessum gömlu félögum sínum og pólit´siku samherjum, Steingrími og Svavari, með því að skrifa ekki undir. Ég veðja á að hann skrifi undir lögin.

Það getur svo verið að hann telji sig vera að bjarga vinstri stjórninni með því að skrifa ekki undir og létta þannig af henni andúð þjóðarinnar, sem birst hefur í mikilli andstöðu við Icesave-samningana. 

Annars er skoðun þín skiljanleg, Baldur; einmitt sú að hann sé fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig með því að skrifa ekki undir og endurheimta tapaða hylli.

Ágúst Ásgeirsson, 1.1.2010 kl. 15:59

14 identicon

Heyrðu Baldur minn, ég held þú ættir aðeins að leggja þig á hina hliðina, láta þér renna í brjóst, skola út áramótaglundrinu og prófa að skrifa þetta aftur.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:01

15 Smámynd: Rannveig H

Að endurheimta tapað hylli og eignast íhaldsvini auðvitað er það tilvinnandi. Samkvæmt ræðunni vinnur hann ekki hylli fyrrum dómsmálaráðherrum sem flestir hafa verið íhald.

Rannveig H, 1.1.2010 kl. 16:17

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvort nyndum við velja Gunga eða drusla ?

Aðalatriðið Baldur, er að forsetinn fylgi sannfæringu sinni og láti ekki undan þrýstingi á hvorn kantinn sem er.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 16:23

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágúst, Ólafur hefur í rauninni ekkert að sækja til Steingríms og Jóhönnu. Vinsældir hans meðal þjóðatinnar eru í frostmarki og þótt stöku kommúnisti beri af honum blak þykir engum vænt um hann lengur. En með þessari synjun réttir hann sinn hlut svo um munar. Hann slær í leiðinni á þá gagnrýni sem hann fékk fyrir að hafa ekki undirritað fjölmiðlalögin.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:24

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þegar Ólafur synjar verður það sárbitur löðrungur fyrir bæði Gunguna og Drusluna. Munu þau harka af sér og sitja áfram? Það er af Druslunni dregið og ég býst frekar við því að hún muni víkja að hleypa Össuri að.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:26

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, það var merkilega gott að vakna á nýju ári og láta það verða sitt fyrsta verk að hlusta á forsetann gefa þjóðinni fyrirheit um synjun þrælabandsins.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:28

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, gleðilegt nýtt ár!

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:28

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Þegar ?

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 16:29

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, þú tapar veðmálinu og díllinn er svona: við hittumst þrjú á Kaffi París, þú, ég og Siggi Þórðar og þú blæðir.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:29

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, fljótlega. Þetta áramótaávarp hennar var mesta hörmung sem ég hef séð. Það örlaði ekki á neinum krafti, hvað þá viti. Hún er þrotinn að kröftum. Hún sér að hún ræður ekki við þetta. Hvar er skjaldborgin? Hvar er gegnsæið? Það stendur ekki steinn yfir steini. Vonandi verður meiri mannsbragur að Össuri.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:32

24 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður held ég að forsetinn okkar sé allt of pólitískur til þess að ganga í berhögg við vilja "gömlu" kommafélaganna og SKRIFI því undir lögin.  Vonandi skjátlast mér þarna og segi þá bara "BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA".

Jóhann Elíasson, 1.1.2010 kl. 16:36

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hann skrifar ekkert undir. Þá er áramótaræðan ónít..

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 16:36

26 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Er grísinn allt í einu orðinn: "glæsilegur á velli, vel máli farinn, langskólagenginn, talar erlend tungumál og það sópar að honum?"

Baldur minn! Hvað varst þú að drekka í gærkvöldi? 

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.1.2010 kl. 16:38

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, sötraði dramm af Dimple, 15 ára. Drakk hann allt of hægt og náði ekki að kippa. Kannski hefur hann samt haft áhrif því þegar ég vaknaði var Ólafur Ragnar orðinn glæsilegur á velli og sópaði að honum. Má bjóða þér dramm?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:41

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann, gömlu komma félagarnir skipta hann engu máli lengur. Þeir eru tómur bensíntankur.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:42

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þakka þér fyrir þessa einföldu og skýru greiningu.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:43

30 Smámynd: Björn Birgisson

Hefur það ágæta fólk, sem hér hefur verið að tjá sig, hugleitt hvaða áhrif synjun forsetans muni hafa á gang mála í framhaldinu? Þá með þjóðarhag í huga? Eða er hugsunin eins og í getraununum? 1 -x- 2. Þriðjungs líkur á uppskeru. 67% líkur í hina áttina. Eru allir til í það gambl?

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 16:49

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Björn, vér höfum hugleitt það.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:50

32 Smámynd: hilmar  jónsson

Held ekki Björn.

Sjálfstæðisflokkurinn er búin að telja auðtrúa íslendingum ( og þeir eru víst nokkuð margir ) trú um að með því að þráast við að standa í skilum séum við laus allra mála og góðærið bíði bara handan við hornið.

Getum þá farið að halda feitar veislur í anda frjálshyggjunnar á ný .

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 16:53

33 Smámynd: Björn Birgisson

Mikið er ég feginn! Gott væri að fregna eitthvað af niðurstöðum þess þankagangs.

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 16:55

34 Smámynd: Jóhann Elíasson

Björn Birgisson ætti aðeins að fara yfir "TÖLFRÆÐIÚTREIKNINGA" áður en hann tjáir sig.

Jóhann Elíasson, 1.1.2010 kl. 17:02

35 identicon

Björn, þótt þú sért of gamall að til að þurfa að borga þetta ef það verður samþykkt, þá hefurðu engan rétt á að heimta að aðrir borgi þetta!

Geir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 17:07

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann, þú mátt nú ekki ætlast til of mikils af honum Birni mínum.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 17:08

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geir er með skarpa athugasemd: þetta snýst ekki bara um okkur sem hér sitjum og skeggræðum, þetta snýst miklu fremur um ungu kynslóðina og hvernig henni mun vegna í landinu.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 17:09

38 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég væri alveg tilbúinn að setja þúsund kall á að hann skrifar undir. Tók sérstaklega eftir fyrirvaranum sem hann setti:

,,þótt ætíð verði að meta aðstæður og afleiðingar ákvarðana."

Þetta verður ekki skilið á annan hátt en leið hans til að réttlæta undirritun laganna.

Gísli Sigurðsson, 1.1.2010 kl. 17:12

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gísli, það fór um mig smá hrollur þegar hann mælti þessi orð. Var það feigðarboði, heldurðu?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 17:13

40 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er  nú svo um mælt mál sem og skrifað: "Ég verða að vera ábyrgur, enn..." eða "ég ætla EKKI að skrifa undir, enn..."þetta er feiknafalleg kona, enn..."

Eiginlega er það rakið að í hvert skipti sem einhver segir ENN, á eftir einhverju er það algjör þvæla. Það á við þegar verið er að lýsa einhverju. "Íslensk náttúra er stórfengleg, enn..." "Björgúlfur er gjaldþrota, enn..."

"Forseti Íslands ætlar ekkert að skrifa undir neitt, enn.."

Hugsið um þetta börnin góð, (ég er bara svona jákvæður í dag) þegar þið heyrið loforð eða lýsingu á einhverju, þá er lofprðið ´nýtt og lýsinginn marklaus ef ENN kemur í framhaldinu...

Annars er ég með voðalegan hausverk mitt í allri jákvæðninni, þannig að kaffi vinnur ekki einu sinni á því..enn..

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 17:24

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íbúfen?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 17:27

42 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhann, viltu skýra #34 betur! Geir, heldur þú að málið gufi bara upp ef ORG synjar?

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 17:28

43 identicon

Blessaður Baldur og gleðilegt nýjár gamli íhaldstittur!

Ég get glatt þig með því að tilkynna þér að Óli forseti mun ekki skrifa undir ICESAVE lögin.

Nú getur þú byrjað að draga til baka allt það ljóta sem þú hefur sagt um okkar dáða forseta!

Með kveðju frá gömlum afturhaldskommatitt!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 17:35

44 identicon

Nei, kynntu þér málið betur björn! Þá gilda lögin síðan í sumar, sem eru öllu betri en þessi óskapnaður eða bretar fara í mál við okkur á Íslandi sem þýðir það að EF við eigum að borga, þá verður það í krónum.

Það er minnsta krafa að fólk sem er að tjá sig svona um málið eins og þú björn, viti hvað það snýst um!

Geir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 17:41

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

...enn kanski er hausverkurinn ekki eins slæmur og ég hélt. Ég fæ niðurgang af ibufen...

Mikið voru þetta góðar fréttir sem Svavar kom með þarna. Þá er bara að gleyma þessu Icesave undri öllusaman. Ég kýs OLG bara fyrir þetta í næstu kostningum...

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 17:42

46 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er hann þá bara forseti Allaballanna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2010 kl. 17:47

47 identicon

Ég verð að hryggja þig Óskar með því að tilkynna þér að Óli sagði mér að hann ætli ekki að bjóða sig fram næst, en Dorrit er ar að hugsa málið!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 17:50

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svavar, farsælt nýtt ár gamli afturhaldskommaflokkstittur (þannig var það orðrétt af vörum meistarans). Allt sem ég hef um Ólaf sagt er algerlega sannleikanum samkvæmt, þar er ekki orði ranglega hallað - en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann getur rétt sinn hlut svo um munar. Það er nú eða aldrei fyrir þennan mann.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 17:52

49 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þá kýs ég Dorrit bara..

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 17:53

50 Smámynd: Björn Birgisson

Veistu það, minn kæri Geir, að ég hef fylgst mjög vel með þessu Ísbjargarmáli. Þótt skoðanir séu skiptar er alveg ástæðulaust að tala niður til fólks. Ég hef nákvæmlega jafnmikinn áhuga á að borga þessa aura og þú. Nákvæmlega engann. Málaferli? Hvað gæti komið út úr þeim? Vogun vinnur, vogun tapar. Það er barnaskapur og óskhyggja að líta á mál hinnar fláráðu Ísbjargar sem stakt mál. Lausn þess er bara eitt púsl í stóru púsluspili. Gjaldþrot Seðlabankans er til dæmis stærra í því púsluspili.

Stundum flögrar að manni að íhaldsmenn telji sig gáfaðri en aðra menn. Svo skoðar maður verkin þeirra. Þá sér maður að þeir eru að "misskilja sig öfugt" eins og kerlingin sagði forðum. Lifðu heill! 

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 18:02

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það er engin spurning að upp til hópa eru hægri menn greindari en vinstri menn. Þeir eru hægri sinnaðir vegna þess að þeir eru greindir - skilurðu?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 18:04

52 identicon

Heyrðu Baldur!

 Nú er ég verulega reiður. Ég mundi  skyndilega eftir því að eitt af nýjarsloforðum mínum var að hætt að kommentera á moggablogginu, enda er það orðið að ruslakistu fyrir hallelújakór íhaldsmanna í afneitun!

þú hefur mikið á samviskunni að láta mig brjóta nýjársheit, strax á fyrsta degi!

Ég er verulega reiður. Ég verð að segja það!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 18:07

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir þessa reiði, því þetta er réttlát reiði. Annars tel ég það aðalsmerki hins þroskaða manns - og í þeim hópi erum við báðir, eins og kunnugt er - að hann sneiðir ekki fram hjá orðræðu. Hann mælir menn málum, svarar kurteislega þegar á hann er yrt, hann lítur svo á að hæfileikinn til að tala og hlusta og skiptast á skoðunum sé dýrmætasta eign mannkynsins.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 18:12

54 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Baldur, ég skil það ekki - skilurðu?

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 18:22

55 Smámynd: Rannveig H

Góður díll Baldur ég vildi gjarnan taka líka okkar fyrrum og glottandi kaffihúsafélaga með

"Ruslakista fyrir hallelújakór íhaldsmanna í afneitun" þetta er sko almennilegt, og mér er skemmt.

Rannveig H, 1.1.2010 kl. 18:23

56 identicon

Ég er enginn íhaldsmaður björn, eða heldurðu að rúm 70% þjóðarinnar séu íhaldsmenn? Þið kommarnir haldið að þið séuð að tala fyrir félagshyggju en þessi málflutningur ykkar fyrir að borga þetta er í besta falli anti-social, því enginn maður sem vill jöfnuð myndi samþykkja þetta.

Geir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 18:26

57 Smámynd: Óskar Arnórsson

baldur! Þetta er alvarlegt. Hægri menn hafa alltaf verið greindari enn vinstri menn. Þess vegna eru þeir til hægri. það er hægt að læknast af að vera vinstrimaður. T.d. datt einn vinstri maður á svelli einu sinni og rotaðist. Hann hefur alltaf verið til hægri síðan.

Ég hef verið að rannsaka hvernig er hægt að breyta fólki til batnaðar. Hugsaðu þér bara þegar jóðlið var fundið upp. Það var maður sem sparkaði svo hraustlega í rassgatið á einhverjum fyrir hundruðum ára og þá skapaðist jóðlið eins og við þekkjum það í dag. Og nú er árangurinn kölluð listgrein.

Sama mætti gera við vinstri menn bara til að sjá hvað myndi ske...  

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 18:41

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þú gætir hreppt Nýsköpunarverðlaunin úr hendi forseta fyrir þessa tímamóta hugmynd.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 18:43

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, við tökum glottarann með.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 18:43

60 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mig vantar endilega verðlaun fyrir eitthvað. Eiginlega hvað sem er. Ég á nefnilega engin.

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 18:54

61 Smámynd: Offari

Ég held reyndar að undanfarna mánuði hafi ríkistjórnini tekist að breyta mörgum vinstrimönnum í hægrimenn.

Offari, 1.1.2010 kl. 18:57

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, ansi margir Íslendingar hafa nú lært af biturri reynslu að það er aldrei hægt að treysta vinstri mönnum. En vinstri flokkarnir skáka í því skjólinu að hægra megin ræður ringulreiðin.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 19:02

63 Smámynd: Björn Birgisson

Geir, mér er hjartans sama hvort þú ert íhaldsmaður eða ekki. Hef ekki leitt nokkur orð að því. Vona bara að þú sért sannur Íslendingur! Ekki tengdur við þessi apakattaóféti sem innleiddu og framfylgdu frjálshyggjunni og steyptu þjóðinni í glötun. Sömu apakattaóféti telja sig nú hafa lausnirnar. Þeim væri hollara að fara í meðferð til eigin enduruppbyggingar og láta gott fólk í friði.

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 19:09

64 Smámynd: Óskar Arnórsson

Faðir minn heitin varð fyrir því óláni að lesa Marx Lenin ismabækur og náði sér aldrei. Eftir það keypti hann þjóviljan til að lesa og morgunblaðið fyrir kettina að míga í.

Hann ók alltaf á Moskvít druslu sem gjöreyðilagði allann hans efnahag.

Hann trúði því að hann væri með sama bílin alltaf, þó hann hefði skipt um alla parta mörgum sinnum. Svona var hann hollur dýrðinni í Rússlandi. Bara eins og "sami hamarinn" hans, sem hann átti og var búin að skipta um hausa og skaft hundrað sinnum.

Ég reyndi allt til fá hann til að fara til Rússlands svo hann gæti fengið "læknandi taugaáfall" í Moskvu eða einhverstaðar, og ætlaði að borga miðan.

Enn hann vildi ekki að "gjaldeyri þjóðarinnar" væri eytt í svoleiðis vitleysu. Hann fór ekki einu sinni til vestmannaeyjar til að spara fyrir þjóðinna. Hann var bara svona óheppinn að lesa baneitraða bók sem eyðilagði allt hans líf.

þess vegna keyri ég amerískan bíl sérstaklega útbúin sem bara er hægt að beygja til hægri á. Vil ekki lenda í sama tjóni og föður minn sálugi...allt skal til hægri hjá mér í dag.

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 19:19

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, vinstri menn geta aldrei lært að eftir orsök kemur afleiðing. Þess vegna geta þeir hvorki stjórnað fyrirtækjum eða ríkjum svo vel sé. Þetta gekk allt vel hjá okkur þangað til Samfylkingin komst í stjórn og vinstri maður varð bankamálaráðherra. Þá hrundi allt.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 19:26

66 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, mundu eitt staup, að eigin sögn! Leggðu frá þér pittluna! Please, þú ert svo miklu betri án hennar. Öfugt við okkur hin. Jafnaðarmenn eru við völd í mestu velferðarríkjum veraldarinnar. So?

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 19:37

67 identicon

hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri

1 fullt túngl

2 löng helgi

Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:42

68 identicon

Núna er komminn Hilmar kominn í enn einn hringinn, og gott ef ekki með hausinn á kafi eins og strútum er tamt.  Sjálfstæðisflokkurinn á að vera búinn að telja "nokkuð mörgum auðtrúa Íslendingum" um að hafna Icesave frumvarpinu, - að þá þurfi ekkert að borga.  Og þar lýgur Hilmar eins og kommum er tamt.  Í fyrsta lagi, þá hefur enginn stjórnmálaflokkur frekar en ópólitísku samtök InDefence sagt neitt annað en það eigi að borga allt sem lög segja að okkur ber að gera.  Með samningum verði reynt að komast að ásættanlegri og réttlátri niðurstöðu, eða láta dómstóla sjá alfarið um að meta slíkt, sem hefur alltaf verið mín skoðun.  Þetta er og var aldrei pólitískt mál, heldur lagalegs eðlis.  Jarðfræðineminn Steingrímur J. langaði að verða stór og einkavinavæddi vin sinn Svavar Gestsson til að rústleggja málinu fyrir þjóðina.  Nýjustu upplýsingar um að hann faldi gögn fyrir ráðherra, óhjákvæmilega kostar að hann verði dreginn fyrir dómstóla.

Það sem er kátbroslegast við málflutning hugsuðsins Hilmars og annarra kommadindla, að samningurinn er í raun alveg frábær.  Ekkert við hann að athuga.  Enda þeir sem björguðu málinu.  Samt fullyrðir sami Steingrímur J. að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert hann fyrir góðu ári síðan.  Hann hafi verið tilneyddur að nota hann nánast orðréttan.  Sem sagt að Sjálfstæðismönnum má þakka allt gott sem þeir gera, enda var samningurinn "glæsilegur" að hans mati. Að vísu má ekki gleyma að þeirri vinnu stóð Samfylkingin með Ingibjörgu Sólrúnu og Össur "ofurminnuga" sem ma. pantaði skýrsluna sem hvarf og hann þóttist aldrei hafa séð, frá hinni þekktu bresku lögmannastofu Mishcon de Reya, sem heldur betur er búin að hræra upp í lygagraut stjórnvalda.

En hvar var frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins eins og Hilmar fullyrðir að hafi ráðið ríkjum?  Bankana varð að einkavæða vegna EES reglugerða sem Samfylkingin tryggði þjóðinni.  Sjálfstæðisflokkurinn stækkaði og stækkaði eftirlitskerfið, sem er afar takmörkuð frjálshyggja.  Á meðan Samfylkingin og VG börðust fyrir að ekkert eftirlit yrði haft með auðrónum og gróðapungum sem rústlögðu þjóðfélagið.  Ma. með að hindra að tryggð yrði eðlileg fjölmiðlaumfjöllun um glæpagengin og myrkraverkin þeirra hér sem erlendis.  Í staðin fengu Samfylkingin og VG óheftan aðgang að þeim til að útbreiða "fagnaðarerindinu".  Eina frjálshyggjan sem ég sá á þessum árum var sú sem Icesave stjórnarflokkarnir framkvæmdu auðrónunum til heilla.

Muna að skora á forsetann að vísa málinu til þjóðaratkvæðis:

http://www.indefence.is/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:49

69 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Baldur, nú er gamlárskvöld búið, og mál að linni. Nema þú sét á léið á ball 67 kynslóðarinnar í kvöld.

En þú finnur ekki marga skoðanabræður þína þar, i gues..

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 20:12

70 Smámynd: hilmar  jónsson

68 kynslóðin vildi ég sagt hafa.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 20:34

71 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þú veist vel að við megum aldrei gera okkur að keppikefli að eignast skoðanabræður. Þá bara eltir maður tískuna og það væru dapurleg örlög.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 20:38

72 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, þetta er svo rosalega rétt hjá þér að Móses með gulltöflurnar hefði ekki skorað betur. En ég er farinn að efast um kommana. Það er eins og upplýsingar hríni ekki á þeim. Vinstri heilafrumurnar snúast einn hring og svo gleyma þær öllu, það situr ekkert eftir í þeim. Ætli þetta sé samskonar fólk og það sem í öðrum heimsálfum aðhyllist bókstafstrú?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 20:41

73 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magginn, þetta eru merkileg tíðindi ef sönn reynast.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 20:42

74 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, jafnaðarmenn koma víða að stjórn ríkja og tekst ekki alltaf illa. En ég veit ekki hvort hægt er að kalla vinstri flokkana okkar jafnaðarmenn. Þeirra stóri galli er ekki endilega stefnuskráin heldur hve ferlega illa þeir eru mannaðir. Þar getur að líta skríl á skríl ofan. Vitstola kerlingar sem standa fyrir morðárás á lögregluna. Vitgrannt fólk og ómenntað sem getur ekki einu sinni flutt áramótaávarp skammlaust. Bankamálaráðherra sem ekkert kann og ekkert veit um viðskipti. Þetta er ótrúlega vont lið - þau gætu ekki einu sinni stjórnað Grindavík, hvað þá öllu landinu.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 20:46

75 Smámynd: hilmar  jónsson

Greini ég smá menntahroka hjá meistaranum ?

Hvernig var þetta aftur með skóla lífsins ? Er hann ekki enn í góðu gildi ?

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 20:48

76 Smámynd: Björn Birgisson

"Björn Birgisson ætti aðeins að fara yfir "TÖLFRÆÐIÚTREIKNINGA" áður en hann tjáir sig."

Svo mælir íhaldsbullan Jóhann Elíasson. Þrátt fyrir áskorun mína, hefur þetta ofurtalent ekki tjáð sig nánar. Er kannski bara í fjölskylduboði. Viðstöddum vafalítið til ómældrar ánægju, enda fyrirmyndarafurð sjálfur. Nema kannski hvað skoðanir snertir. Held að þessi manngerð þegi í fjölskylduboðum, en njóti þess að skjóta úr launsátri á bak við tölvuskjáinn. Snipers. Sumir eru bara þannig. Geta aldrei horfst í augu við andstæðinginn. Kjósa að koma aftan að honum. Þaðan mun vera komið orðið aftaníossi.  

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 20:48

77 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ekkert svona. Þú myndir ekki hleypa ólærðum manni í rafmagnið heima hjá þér. Ólærður maður fær ekki einu sinni að keyra steypubíl um götur Hafnarfjarðar. Allt þetta veistu. Traust og víðtæk menntun er undirstaða sem við skulum sýna fyllstu virðingu. Skóli lífsins er síðan nauðsynlegur til þess að virkja þessa menntun og auka notagildi hennar.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 20:54

78 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér datt í hug lag með Þursaflokknum þegar ég las komment Jóhanns. Lagið heitir: Pínulítill karl.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 20:54

79 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað með pólitíska reynslu Baldur ?

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 20:54

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég hef reyndar aldrei hitt Jóhann, en hann mun vera prýðis náungi, ágætlega menntaður og útskrifaður oftar en einu sinni úr skóla lífsins. Þetta hef ég eftir mönnum sem þekkja hann persónulega. Og nú er árið 2010. Í guðanna bænum strákar, sýnum hver öðrum þá virðingu sem afkomendum norrænna víkinga ber.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 20:56

81 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, mér segja fróðari menn að pólitísk reynsla sé nauðsynleg ætli maður að færast í fang mikil verkefni á þeim vettvangi. Til dæmis er fullyrt að það taki heilt kjörtímabil að læra vinnubrögð og framgangsmáta á Alþingi. Það hlýtur því að vera erfitt fyrir Sigmund Davíð að vera í senn: nýliði á þingi og flokksformaður. En ekki yrði ég hissa þótt þú vissir meira um þetta en ég. Ert þú ekki þaulreyndur aktívisti lengst til vinstri?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 20:59

82 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki myndi ég nú kalla mig aktívista, en mér er reyndar hreint ekki sama hvernig landinu er stjórnað og hvaða áherslur eru settar í fyrirrúm.

Vitstola kerlingar ? Varstu ekki að tala um virðingu í anda norrænna víkinga ?

Ég gef lítið fyrir Björgvin, en ég tel að Jóhanna sé að nánast slíta úr sér hjartað til þess að reyna að bjarga hér því sem hægt er að bjarga.

Og ekki vantar þá konu reynslu. Þetta segi ég ekki sem stuðningsmaður SF, hef aldrei kosið þá ef ég á að vera hreinskilinn.

En mér finnst einhvers virði að gæta sanngirni, og að stjórnmálamenn óháð manns eigin stjórnmálaskoðun fái kredit fyrir það sem þeir gera vel.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 21:11

83 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, hver er ekki prýðis náungi? Ég sá að þú kallaðir eftir áramótaávarpi frá Lalla Jones. Hann er þá væntanlega prýðisnáungi. Þú líka. Ég einnig. Alveg óvart rakst ég á þessi ummæli þín, eftir þvaður þessa Jóhanns Elíassonar, íhaldsbullu, sem riðið hefur gandreið um bloggheima, með landráða og þjóðsvikahjali.

"Jóhann, þú mátt nú ekki ætlast til of mikils af honum Birni mínum."

Gott er að standa með sínum og gaman (?) er að sjá smjaður þitt fyrir ÓRG vegna synjunar Ísbjargar. Ekki svo gaman fyrir mig að sjá smjaður þitt fyrir þessu Jóhanns gerpi, á minn kostnað. Þú ert búinn að sparka Bessastaðabóndanum út í ystu myrkur, margoft. Hef reyndar gert það sjálfur. Nú er hann glæsilegur á velli og vel vaxinn niður. Sannkallað kvennagull og átrúnaðargoð geldinga íhaldsins. Er ekki lífið dásamlegt? 

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 21:14

84 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil ekki afstöðu þína til Jóhönnu en að sjálfsögðu virði ég hana. En ég kem ekki auga á neinar tilraunir af hennar hálfu. Og verst hve gersneydd hún er orðheldni. Það er löstur á manni að vera ekki orðheldinn. En kannski ætlaði hún sér aldrei að slá skjaldborg um heimilin - hvað veit einn lítill Hafnfirðingur um þær hugsanir sem hrærast í höfði vinstri sinnaðra hefðarkvenna?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:15

85 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þótt ég ljúki lofsorði á Jóhann þá er það ekki á þinn kostnað. Hvernig í ósköpunum ferðu að því að hugsa svona fjarstæðu? Mér þætti sjálfum gaman að hugsa svona fjarstæðu en ég bara veit ekki hvernig á að fara að því.

En við megum ekki gleyma því að lengi skal manninn reyna. Gallaðir menn hafa oftlega brugðist rétt við á neyðarstundu. En ég tek eftir því að bæði þér og Villa Eyþórs mislíkar að um Ólaf skuli sagt að hann sé glæsilegur á velli. Það er að vísu rétt að hann ber sig ekki beint karlmannlega - "mikill að vallarsýn" hefði kannski verið heppilegra orðalag.

Við Ólafur stóðum saman undir sturtu fyrir 30 árum en því miður man ég ekki hvort hann er sérlega vel vaxinn niður. Þú verður að spyrja Dorrit um það.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:20

86 identicon

Jóhanna var hætt og það hefur ekkert breyst.  Hún hefur nákvæmlega ekki neitt til bruns að bera til að gegna þessu embætti, og gerir sér örugglega best grein fyrir því sjálf.  Hvort sem var þegar hún hafði áhuga á að starfa sem fagráðherra eða eftir.  Eitthvað sem áhangendum hennar ættu hennar vegna gera sér grein fyrir og virða.  Hún neyddist til að taka við keflinu frá Ingibjörgu veikri, þó svo að enginn væri áhuginn eða þrekið. 

Hér er ágætt dæmi þegar menntahrokinn tekur á sig skaðræðismynd og lýsir sér í einstökum misskilningi um sitt eigið andlega ágæti.  Mér leyfist ekki að leggja þar orð í belg frekar en hjá öðrum Samfylkingarbloggurum.  Það er mér mikill heiður:

http://blog.eyjan.is/olinath/2010/01/01/thjodarvilji-eda-thjodarhagur/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:31

87 Smámynd: Óskar Arnórsson

baldur, ég skal kenna þér hvernig á að hugsa tóma steypu og fjarstæðu. Sko, þú lest bara allar íslendingasögurnar, konungasögurnar, riddarasögurnar og morgunblaðið, alla árganga tilbaka til 1960...Andres Ön, Biblíunna og símaskránna...

Málið er að halda sér vakandi. Reglulega er höfuðið set undir ískallt vatn og og ssvo lemurðu þig utanundir aftir og aftur þangað til báðir vangaar eru orðnir eldrauðir. Labbaðu ut í snjóinn berfættur og láttu þér verða kallt.

þegar þú ert búin að ná 50 tímum vakandi, og drekka heila tunnu af kaffi með því, þá verðu að skoða það sem þú hugsar. Ég lofa þér að að þá kemur þvælan alveg sjálfvirk um allt það fjarstæðukenndasta sem þú getur ímyndað þér...

Ég hef aldrei hitt forsetann í sturtu, enn ég hitti hann á skrifstofunni hans og mér finnst hann myndarlegur maður...

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 21:32

88 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þarf maður að ganga í gegn um svona svaðilfarir til þess að verða vinstri sinnaður? Tackar så hemskt mycket, kompiss.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:35

89 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, þarna er skaðræðiskvendið Ólína komin á flot. Sú sem ekki gat stjórnað einum landsbyggðarskóla skammlaust er nú farin að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar. Hvenær verður Lalli Johns þingmaður Samfylkingarinnar?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:37

90 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki á minn kostnað? Erum við ekki á sama tungumálasvæði? Þú ert snillingur í að kjafta þig frá "réttu svörunum". Þess vegna finnst mér oggunarlítið vænt um þig. Hvort það er góð pólitík veit ég ekki. Er reyndar slétt sama. Er alvarlega að hugsa um að hætta öllum afskiptum af þessu Moggabloggi. Það eina sem hindrar þá ákvörðun mína er Kaffihúsið þitt. Það er dásamlega skemmtilegt. Við, flottu vinstri gæjarnir, erum bara orðnir 5-10% af bloggurum hér. Margoft hefur mér verið bent á að "drulla mér eitthvað annað", af hófstilltri snilld vanvita, eins og kerfisfræðingsins í þínum skóla. Veit ekki hversu lengi ég læt þrjóskuna verða skynseminni  yfirsterkari. Skiptir svo sem engu máli.

PS. Hringdi í Dorritt. Hún sagði: Small is beautiful too!

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 21:41

91 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vinstri fólk fer sjálfviljugt í gegnum svipað og þetta til að vera alvöru vinstri. Alvöru-vinstri er á móti öllu t.d. Allt er bannapð sem er ekki sérstaklega leyft skilurðu... allt sem gaman er bannað. Box, brennivín á almannafæri, sem þýðir allstaðar nema í kringum börn inn á heimilum, og strippklúbbar og vændi er t.d. bannað á Íslandi.

Svo á eftir að finna fleyri hluti til að banna. T.d. er komnar ótrúlegar sögur um skaðsemi kaffis. Og þá er ekki langt í það verður bannað líka. Eiginlega gengur alvöru-vinstri út á að breyta þjóðinni í einskonar fanga án þess að þeir fatti það sjálfir, og svo verða aðalvinstri fangaverðirnir...man lär sig allt om vänsterpolitik i Sverige man behöver veta..

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 21:44

92 Smámynd: Óskar Arnórsson

Small is beautiful too! Björn er alveg óborganlegur!!! Ég elska hann þó hann sé ekkert fallegur...

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 21:46

93 Smámynd: Snorri Bergz

Ólafur getur núna loksins náð sér niðri á Steingrími og Svavari með því að skrifa ekki undir. Þeir unnu massívt gegn honum í Allaballakommabandalaginu, og nú getur hann friðþægt við þjóðina og náð fram hefndum gegn kommaforingjunum...

Ef hann skrifar undir, er alveg eins möguleiki að hann þurfi að fara að leigja sér lífverði... búsáhaldabyltingin mun þá færast að Bessastöðum.

Snorri Bergz, 1.1.2010 kl. 21:53

94 Smámynd: hilmar  jónsson

Er það í alvörunni svona sem þú hugsar Snorri ?

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 21:58

95 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það er gaman á kaffi-blogginu vegna þess að útilegumenn og skuggasveinar á borð við sjálfan þig reka inn nefið og hafa kjark til að hafa skoðanir og standa við þær. Þar að auki ertu ekki bundinn við moggabloggið, þú ert í blogg-gáttinni og þar geta allir sem vilja rýnt í hugsanir þínar.

Stóri kosturinn við moggabloggið er einmitt sá að menn eru hér að ræða atburði samfélagsins og sýnist sitt hverjum eins og vera ber. Ég kem ekki auga á þessa hægri yfirvikt sem þú talar um. Ég held að vinstri menn séu fleiri, en þeir hafa sig ekki eins í frammi og þeir gerðu fyrir ári síðan - af augljósum ástæðum.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:58

96 Smámynd: Baldur Hermannsson

PS Björn, var Axel að hnýta í þig? Hvar er sú færsla? Ég skal leggja strákinn á kné mér.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:59

97 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þegar ég bjó í Svíþjóð hafði ég vit á því að sniðganga krata en var í góðu sambandi við KFML og þess háttar alvöru kommúnista. Það var sko fólk sem kunni að skemmta sér.....say no more.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:00

98 Smámynd: Óskar Arnórsson

Náði þessu baldur! Ég hef mínar leiðir til að láta ekki kommanna stjórna öllu í mínu lífi..

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 22:02

99 Smámynd: Baldur Hermannsson

Snorri, það var glóandi fjandskapur milli Ólafs og Svavars. Ég vissi ekki að Steingrímur hefði unnið á móti honum. En vitaskuld skiptir fortíðin máli. Fortíðin mun skipta máli þann 4. janúar en staða hans sjálfs verður þó í fyrirrúmi. Ólafur hefur aldrei haft neitt sem kalla mætti sannfæringu.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:03

100 Smámynd: hilmar  jónsson

Jæja >Baldur.. Eru menn aðeins að bakka með hrifningu á forsetanum,,,svona til vara ?

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:05

101 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, gerðu mér ekki upp skoðanir. Það er ekkert misræmi í því sem ég hef sagt um Ólaf við hin ýmsu tækifæri. Ef þér sýnist glitta í misræmi þá endilega láttu vita og ég skal upplýsa málið. Ég vil taka það fram að ég skipti ekki mönnum í tvennt: góða menn og vonda menn. Ég hef oftlega lokið lofsorði á menn sem ég tel mig andstæðan. Mér hugnast miklu betur að horfa til einstakra verka og meta þau. Stundum þarf að vísu að skoða líf manna og störf í heild. Ég hef aldrei nennt að læsa sjálfan mig í einhverri allsherjar formúlu.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:08

102 Smámynd: hilmar  jónsson

Æji.. mér fannst bara vera að dökkna aðeins yfir fyrri yfirlýsingum þínum um herra Ólaf, svona eftir því sem neðar dregur í kommentun.

suss suss nei, ég myndi aldrei gera þér upp skoðanir,,hvurslags..

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:14

103 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, það er með Láfa gamla eins og mig og þig: við höfum kosti og við höfum galla. Þannig er það bara. Kannski njótum við þess, ég og þú, að við erum ekki eins áberandi og Láfi. Kannski væri búið að brenna Bessastaði ef annar hvor okkar sæti þar og léki við Dorrit.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:22

104 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það var ekki að ástæðulausu að við, sem vorum honum samtíða í menntaskóla fórum þá þegar að kalla hann "Óla grís". Hann hefur alltaf fengið alla á móti sér hvar sem hann hefur komið, en samt flotið ofan á, sem mér finnst vera nánast yfirnáttúrulegt og meiri háttar kraftaverk. Gamlir andstæðingar hata hann, en gamlir samherjar bæði hata hann og fyrirlíta. Hann á núna aðeins einn kost í stöðunni: Að skrifa ekki undir. Maðurinn er tækifærissinni og hugsar ávallt um eigið skinn. Með því gæti hann bjargað því sem eftir er af eigin mannorði og virðingu forsetaembættisins. Geri hann það ekki á að gera hann, ríkisstjórnina og alla sem samþykktu í fyrradag útlæga frá landinu eða beinlinis draga þá fyirir rétt sem föðurlandssvikara og landráðamenn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.1.2010 kl. 22:23

105 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, með þessum orðum hefur þú letrað nafn þitt gullnu letri í sögu íslenskrar þjóðar. Röddin þín er rödd fólksins.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:25

106 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona svona Vilhjálmur. Reiði er slæm orka.. Það segir Bubbi allavega..

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:25

107 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stórasta stund Íslands um áratuga skeið er í aðsigi. Við getum ekki annað en beðið í ofvæni. Verður þjóðin kyrkt í eigin snöru eða fær hún að lifa? Ég leyfi mér að benda á blogg meistara Hólmsteins, sem hann var að slá inn rétt áðan:

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/999236/

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:27

108 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe samt er Bubbi sjálfur alltaf reiður.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:27

109 Smámynd: hilmar  jónsson

Jæja það kom að því: Sjálfum græðgisvæðingarhugsuðinum og his master voice ýtt út á svið.

Mikið skelfilega búið þið Náhirðarmenn illa að eiga ekki betri spil uppi í erminni..

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:33

110 identicon

Hahahaha! Ég held að þetta sé bara rétt hjá óskari með kommana, hvað ertu búinn að vaka lengi hilmar?

Geir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:36

111 Smámynd: Björn Birgisson

Axel, trúður á heimavelli Mbl.is, umvafinn ást. Eigin ást á formyrkvuðum öflum, sem þar ráða ríkjum, ásamt misskilinni ást á Íslenskum bullukollum til hægri, sendi mér þessi skilaboð, líklega á 8. glasi á jólaföstunni: 

"Varst þú ekki farinn á Eyjuna, eða eitthvert annað. Hvað vilt þú hér upp á dekk?"

Heimaríkir hundar hafa greinilega rétt til að glefsa í óvelkomna. Hundsspott eru fyrir mér sem kakkalakkar og silfurskottur. Virðingin fyrir þeim er í samræmi við það.

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 22:38

112 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Geir minn.. Það sem gildir er að halda vöku sinni. Það klikkaði illilega hjá ykkur náhirðardindlum og við sjáum nú afleiðingarnar..

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:39

113 identicon

Þetta er eina tækifærið sem Bessastaða knapinn fær til að hysja upp um sig gagnvart þjóðinni.  Þas. 70% hennar sem fer fram á að fá að nýta sér lýðræðislegna rétt sinn að fá að kjósa um hvort samningurinn er ásættanlegur fyrir sig og sína og ófædda afkomendur, eður ei. 

Einfeldningar og spunatrúðar stjórnarsinna reyna að snúa því upp á að fólk sem vill fá að kjósa, að það ætli ekki að standa við lögvarðar skuldir varðandi Icesave, og mas. leyfa sér að leggjast það lágt að halda því fram að búið er að heilaþvo fólk með að þurfa ekkert að borga ef samningnum er hafnað.  Svo halda þessir einfeldningar áfram og væla og grenja vegna þess að þá mun stjórnarhörmungin, sú tæra vinstristjórn geispa golunni.  Sem sagt við eigum að rústleggja landi og þjóð svo að "tæra vinstristjórnin" fái að lifa og ríkja yfir rústunum.  Stórkostleg röksemdarfærsla.  Allir saman, -  leggjum þjóðfélagið í rúst til að einhverjir rugguhestar geti leikið sér í tærum vinstristjórnarleik svolítið lengur.  Eins gott, vegna þess að það er örugglega búið að bólusetja þjóðina í einhverjar kynslóðir gegn vinstri stjórnum á þessum tíma sem dásemdin hefur ríkt, í skjóli spillingar, lyga, óheilinda og pukurs.  Málið er, að það eru engir nema stjórnarliðar sem líta á kosninguna sem pólitískan drulluslag.  Stjórnin eða stjórnir yfirleitt koma þessu máli nákvæmlega ekkert við.  Hún drepur sig á einhverju öðru máli ef henni tekst það ekki á þessu.  Allt sama andskotans draslið.  Eins og Bó sagði - "Ný föt...?  Sama röddin.

En hverju veldur ef samningurinn "GLÆSILEGI" er svona glæsilegur, gengur stjórnarsinnum svona illa að nýta sér alla fjölmiðlana sína (mínus Moggann) um óumdeilanlegt ágætið og að sannfæra þjóðina á sitt band með öllum þessum dómsdagsspám, ef hann verður ekki samþykktur?  Hvers vegna eru stjórnarliðar svona sannfærðir um að þjóðin muni hafna samningnum og stjórninni?  Er samningurinn kannski ekki jafn "GLÆSILEGUR" og reynt hefur verið að ljúga að okkur, og nýtur stjórnin ekki traust nema lítils hluta þjóðarinnar?  Má vera að litli hlutinn telur sig eiga að ríkja yfir miklum meirihluta þjóðarinnar?

Muna að skora á forsetann að vísa málinu til þjóðaratkvæðis:

http://www.indefence.is/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:45

114 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já ég þarf að hafa uppi á þessu, Björn. Ég er afar mótfallinn svona brottrekstrum og finnst þeir bæði barnalegir og dónalegir. Vilja menn bara hleypa þeim að með athugasemdir sem eru þeim sammála? Þá ættu þeir að taka það fram í kynningu síðunnar. Við Sjálfstæðismenn erum umburðarlyndir og elskum frjáls skoðanaskipti: þegar tveir menn með sömu skoðun koma saman er öðrum þeirra ofaukið.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:46

115 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, kíktirðu á þetta hjá Hannesi? Nokkuð pottþétt. Þykir þér ekkert vænt um Hannes?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:48

116 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, ég þykist vita að skörulegur málfutningur þinn hafi nú þegar slegið þyngstu vopnin úr höndum vinstri flokksdindlanna. En minnumst þess þó að margir vinstri menn hafa skömm á málatilbúnaði þeirra skötuhjúa Gungu og Druslu. Það eru vinstri menn með heilindi - þeir eru líka til þótt ekki séu þeir margir.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:51

117 Smámynd: Rannveig H

Svei mér ef ég drykki áfengi þá myndi ég fá mér sterkan á þessu bloggkaffihúsi !! Mikið skelfing er ég forvitin að vita hver hann Guðmundur í 2 veldi er.

Baldur hvenær verður tekið fyrir annað efni úr ræðu forseta t,d ráðningar í dómaraembætti síðustu áratuga?

Rannveig H, 1.1.2010 kl. 22:53

118 Smámynd: hilmar  jónsson

Mæ god Baldur. Ég hef gert margar tilraunir til að lesa pistla Hannesar, að þessum meðtöldum.

Mér finnst ég alltaf vera að lesa það sama. Leiðinlegur og blæbrigðarlaus stíll og innihaldið er eins og að opna súra mjólkurfernu..

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:53

119 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Raunar er ég ósammála færslu Hannesar sem þú vísar til, en mér þykir þrátt fyrir það vænt um Hannes, ekki síst vegna þess hvað vinstra- hyskið hatar hann einlæglega. Vinstri menn hafa alltaf rangt fyrir sér og það má alltaf bóka, að styðji þeir einhvern málstað, þá sé hann rangur. Gróðurhúsa- steypan um "hlýnun jarðar" er það nýjasta. Hatrið á Hannesi segir mér, þó ekki væri neitt annað að eitthvað mikið hlýtur að vera í hann spunnið fyrst hann fær þetta lið á móti sér. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.1.2010 kl. 22:59

120 identicon

Sakna mjög að hafa ekki séð til vinstri manna sem hafa haldið sig réttu megin við sannleikann í Icesave málinu.  Það er fullt til af ljómandi vinstrimönnum sem eru tilbúnir að rökræða mál að heilindum og leggja staðreyndir á borð.  Margt gott sem frá slíku fólki kemur.  Engin spurning að hæfileg blanda af hægri og vinstri er hið besta mál.  Því miður hafa þeir verið lítt við lyklaborðið til að reyna að leiðrétta lygavelluna eins og í Steingrími J. sem er sennilega sá eini þeirra sem hefur einhverja vigt þegar til rökræðna kemur.  Því miður veit hann ekki hvað sannleikurinn er og gerir þar með vigtina að engu. 

Vilhjálmur fer vel að málinu.  Annað hvort setur knapinn frumvarpið í þjóðaratkvæði eða hann getur kysst vegabréfið sitt Good Bye.  Þó svo báðir kostir eru einstaklega álitlegir, segist hugur að þjóðin hafi meiri áhuga á þeim fyrri.  Hinn verður amk. sárabót ef illa fer.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 23:07

121 Smámynd: Rannveig H

Vald spillir,valdaleysi tryllir.

Rannveig H, 1.1.2010 kl. 23:15

122 Smámynd: hilmar  jónsson

Og Hannes Davíð hyllir.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 23:17

123 Smámynd: Björn Birgisson

Rannveig, viltu vita hver Guðmundur 2. Gunnarsson er? Kannski er ekki svo flókið að upplýsa það! Ef vilji er fyrir hendi.

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 23:34

124 identicon

Það er fátt hlægilegra en þetta ofsahatur vinstri manna á Hannesi, nema etv. Davíðsheilkennið á lokastigi.  Að sjá hvernig þessir aðilar sleppa sér í að pönkast á honum eins og pistlahöfunda á DV sem hafa athugasemdarkerfi.  Iðulega eru engar rökræður, heldur er hamast á dómi og mögulegri kynhneigð.  Þar fara fremstir Reynir, Jóhann Hauksson og einhver snillingur Guðmundur Sigurðsson sem segist vera Sjálfstæðismaður.  Afar smekklegur bloggari.  Og auðvitað fær Björn Bjarna sinn skammt og titlaður ellilífeyrisþegi þegar um hann er skrifað.  Er sammála þeim sem segist fá samúð eða þykja vænt um  Hannes vegna þess hvernig allir fara á límingunum þegar hann tjáir sig.  Eitt er víst að vinstri menn geta ekki flaggað mörgum sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í afar mörgu.  Afturámóti þá eiga hreinir kommar sinn mann sem virðist vera farinn að reyna verulega á límingar rólegustu manna.  Það er Björn Valur Gíslason Vinstri grænum.  Hvernig í ósköpunum kemst slíkur stórkostlegur hugsuður og gáfumaður á þing?  Hann fer í taugarnar á mörgum, en fyrir mér er kallinn fremstur meðal jafningja á þingi hvað ótrúlegt skemmtanagildi varðar.

En er þetta ekki miklu frekar eins og alvöru knæpa en kaffihús?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 23:39

125 identicon

Er satt að segja hrærður yfir sýndum áhuganum.  Verð að viðurkenna að er farinn að hafa vara á mér vegna mikils áhuga Birgis.  En kvenfólk er mun áhugaverðara.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 23:44

126 Smámynd: Björn Birgisson

Björns? Kannski? Konur eru flottar, bara dásamlegar, uppspretta alls unaðar, sem okkur vitleysingjunum stendur til boða. Á ég að nefna nafn? Geymi það ögn.

Björn Birgisson, 1.1.2010 kl. 23:57

127 identicon

Jú sorrý.  Auðvitað átti að standa Björns.  Hitt stendur.  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 00:16

128 Smámynd: Rannveig H

Ég er forvitin en missi ekki svefn þó ég fái ekki að vita hver Guðmundur er.

Það sem gerir mig forvitna er að Baldur er það argasta íhald sem ég hef á æfi minni kynnst,en mér sýnist Guðmundur2 vera komin með hælanna þar sem Baldur hefur tærnar og þá er mikið sagt. Það er fátt sem hræðir mig jafn mikið og öfgar til bæði hægri og vinstri menn virðast missa alla skynsemi. Af fyrri reynslu veit ég að Baldri finnst fátt jafn skemmtilegt eins og að skapa smá fæting,kannski Guðmundi finnist það líka :)

Rannveig H, 2.1.2010 kl. 00:20

129 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég les það sama úr hendinni, Baldur. Það er kannski kengur í kallinum eftir allt. Þúsarinn minn fer í sömu hrúgu og þinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.1.2010 kl. 00:25

130 Smámynd: Björn Birgisson

Að Guðmundur 2. skuli kenna mig við föður minn, ekki geta míns rétta nafns, bendir til eins. Hann er þokkalega fullorðinn. Sestur í helgan stein kannski? Gamlingjum hættir til að fara kynslóðavillt. Eru ekkert verri fyrir það.

Björn Birgisson, 2.1.2010 kl. 00:29

131 Smámynd: Rannveig H

Kannski er hann líka frá Ísafirði ekki væri það verra :)

Rannveig H, 2.1.2010 kl. 00:33

132 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Ef þú meinar 1000 kall á mann ertu þá ekki komin með nýtt Icesave í prívat skuld ?

Gunnlaugur Bjarnason, 2.1.2010 kl. 00:54

133 Smámynd: Baldur Hermannsson

I was born under a wandering star, söng Lee Marvin hér um árið. Hólmsteinn var í heiminn borinn undir dálítið sérstakri stjörnu. Hver og einn fylgir fram sínum forlögum og hefur ekki langan tíma til þess. Ég hef tekið eftir því að menn eru sjaldnast ofarlega á baugi lengur en 15 ár. Það er nú allur tíminn sem menn hafa til að láta vita af sér hérna megin grafar. Svo kemur ellin með sínu yndislega kæringarleysi. Það er besti tími ævinnar. Svo kemur gleymskan og hún er auðvitað enn betri.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 00:58

134 Smámynd: hilmar  jónsson

Gleymskan er þjóðarinnar aðalsmerki. Þjóðinni hlýtur að líða vel eða hvað ?

hilmar jónsson, 2.1.2010 kl. 01:02

135 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnlaugur, kannski maður neyðist til að fara að semja....!

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:03

136 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ Hilmar, gleymskan er víst móðir allrar hamingju sögðu gömlu konurnar.....

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:04

137 Smámynd: Baldur Hermannsson

En Helga Guðrún, mikil lífshamingja er nú að sjá þig birtast hér meðal vor, sposka eins og fyrri daginn.........

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:06

138 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef ég ætti að lýsa þér í fáum orðum Baldur þá yrði ég líklega að grípa til tungutaks hans Marka-Leifa gamla góðvinar míns. Hann var að álykta um Guðmund Jósafatsson bónda og fræðimann frá Brandsstöðum:

"Það er undarlegt með þennan st- stórvandaða mann hann Guðmund Jósabrandsson að það er aldrei orð að m-marka sem hann segir."

Árni Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 01:07

139 Smámynd: Kama Sutra

Mér finnst allt orðið eitthvað verulega mikið öfugsnúið í þessum heimi þegar hörðustu íhaldsbullurnar eru farnar að krjúpa og slefa fyrir Ólafi Ragnari.

Hjálp!  Engu er hægt að treysta lengur í hörðum heimi!

Kama Sutra, 2.1.2010 kl. 01:10

140 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakka þér fyrir Árni minn, af Marka-Leifi hef ég haft sannar sögur en veit þó helst til lítið um þann fræga mann. En stoltur hefði afi minn sálugi orðið hefði hann heyrt þig segja þetta.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:11

141 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kama Sutra, við erum að vísu komnir á knén en ekki byrjaðir að slefa.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:12

142 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hannes Hólmstein er æfur yfir því að forseti skyldi ekki hoppa á þennan samning og skrifa á í hvelli. Líklegast veit hann sem er að þetta verður ekkert samþykkt.

Ég vil endilega hengja allan lagerinn af Fálkaorðunum á forsetann ef hann samþykkir þetta Icesave mál. Enn bara eina ef hann sendir þetta tilbaka, ósamþykkt...

Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 01:25

143 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér er flutt breytingartillaga um orðalag á aths.114. Seinni hluti síðustu málgreinar orðist svo:

"Þegar tveir Sjálfstæðismenn hittast og hefja tal um stjórnmálaskoðanir sínar (les. stjórnmálaskoðun sína) skyldu þeir ævinlega kveðjast í skyndi og ganga hvor í sína áttina. Þeim er báðum ofaukið."

Árni Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 01:27

144 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, er þetta örugglega rétt athugað hjá þér?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:28

145 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Árni, nú fórstu alveg með það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum og verður það áfram þegar hann er búinn að ná vopnum sínum; hvort það verður í bráð veit ég ekki fremur en þú. Hitt veit ég - og kannski þú líka - að hér verður ekki mynd á neinu fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn er kominn aftur í stjórn, einn eða með öðrum. Við þurfum nýja tangarsókn og það verður eigi gert með vinstri sinnuðum útyflum í brúnni. Þú sérð nú upplitið á þeim hjúum, Gungu og Druslu, á nýja árinu. Ólafur Ragnar kreistir úr þeim líftóruna ef hann langar til þess.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:33

146 identicon

Helga.  Svona er lífið einkennilegt.  Kýs ekki stjórnmálaflokka og hef ekki gert í rúma 2 áratugi.  Ætlaði að kjósa VG í vor en sá að mér þegar Steingrímur var búinn að sýna og ef ekki gefa Samfylkingunni öll trompin, og var kominn með brókina á hælana hvað stjórnarmyndunarmöguleika varðaði.  Þá ákvörðun hef ég ekki séð eftir, eins og öllum ætti að vera skiljanlegt eftir að kallinn gerðist ofvirkur vindhani Samfylkingunnar í ESB ofsarokinu og Icesave drusla. Hef beðist afsökunar á bloggsíðum að hafa mælt með kosningu VG.

Ég var virkur þátttakandi í búsáhaldabyltingunni en barðist gegn ofbeldinu gegn lögreglunni þegar þær hörmungar gerðust.  Það sem er afar óhugnanlegt að hugsa til þess að InDence og andstæðingar Icesave samningsins hafa sýnilega farið með eftirá að hyggja óþörfum friði og spekt.  Að ef ofbeldið er það sem þarf til að ná í gegn hjá þessum takmörkuðu aðilum sem skipa stjórnina og virða ekki vilja 70% þjóðarinnar.  Stórslasa lögreglumenn eins og sumir núverandi ráðherrar og þingmenn eggjuðu menn til úr gluggum Alþingis.  Ofbeldið hlýtur að fylgja ef forsetinn undirritar nauðungarsamninginn.

Munurinn núna er að í Icesave höfum við staðið á Austurvelli án nokkurs stuðnings Vinstri grænna, Samfylkingarinnar eða Baugs.  Það var mikill munur að getað nýtt sér það bakland, allt frá úthringikerfum og kostnaðinn sem því fylgir, og flokksskrám og heitra hressinga í boði eigenda Samfylkingarinnar. 

Fyrir mér er 4flokks kerfið steindautt og það þarf að stokka upp á nýtt.  Fjölga flokkum eða fækka í 2.  Hægri og vinstri.  Niðurstaðan hjá mér varð sú að ég gat ómögulega gert greinarmun á hvert stykkið í klósetinu er öðru glæsilegra.  Þess vegna tek ég ekki þátt í þessu rugli.  Ég tek upp málstað flokka í ákveðnum málum og að ég veit að ekki er um lygar að ræða.  Því miður virðast vinstriflokkarnir vera þess eðlis að sannleikurinn á helst ekki samleið með þeim nema í algerri neyð.  Icesave er skýrasta dæmið um það.  Ólíkt mörgum, þá tek ég ekki þátt í dómstóli götunnar þar sem Gróa á Leiti er aðaldómarinn.  Ég þarf að sjá rannsóknavinnu og niðurstöður Sérstaks saksóknaraembættisins með Evu Joly í fararbroddi, Rannsóknarnefnd þingsins og dómsstóla.  Dómsstóla sem Ólafur Ragnar er farinn að pönkast á fyrir vini sína.  Tek ekki þátt í þessu að allt er Davíð að kenna, Sjálfstæðismönnum og Framsókn en ekki Samfylkingunni og VG.  Eiður Guðnason fór á límingunum þegar hann vændi stjórnarandstöðuþingmenn um að ganga fyrir mútum, og ég benti honum á að hann hlyti að vita slíkt mæta vel, því að spillingin hefur alla tíð verið aðal hjá 4flokkunum.  Td. var hann ráðinn sem sendiherra af utanríkisráðherra sem var flokksbróðir hans.  Spillingin var ekki fundin upp 2007.  Hann útilokaði mig eins og allir Samfylkingarbloggarar hafa gert. Allir sem hafa brotið lög á að refsa.  Þá er betra að hafa það á hreinu hverjir hafa gerst sekir af slíku áður en þeir eru látnir taka út refsinguna.  Því miður hika vinstri flokkarnir sér að taka menn og flokka af lífi án laga og reglna.  Lægra er vart hægt að leggjast í drullustríðinu eins og ítrekað hefur komið fram á þingi.  Er nema von að ekki nema 12% þjóðarinnar segist bera virðingu fyrir þeim sem þar starfa.  Lægra hefur enginn vinnustaður mælst hvað virðingarleysi almennings varðar. 

Því spyr engin í dag, hvernig stendur á því að ef stjórnarandstaðan er svona öflugt vopn og raun ber vitni í Icesave málinu, hvað hefur Steingrímur J. stjórnarandstöðuforingi verið að gera í að verða 2 áratugi?  Hvar var stjórnarandstaðan allan þennan tíma sem allt átti svo augljóslega að vera að fara til fjandans?  Var hún of upptekin við að baða sig úr Baugs, Landsbankans og Kaupþingsgullinu?  Og svo treystir 30% þjóðarinnar þessu fólki í Icesave og nálægt helmingur í slökkviliðið til að mæta á brunastað á olíubíl til að sprauta á eldinn.

Það þarf ýmislegt fleira sem á að rannsaka vel en hvað gerðist fyrir hrun.  Það er ekki spurning að það verður ekki síður að rannsaka hvað hefur verið að gerast eftir hrunið. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 01:33

147 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég sem hélt að undir þinni hörðu skel Baldur minn leyndist velviljuð persóna sem bæri nú þrátt fyrir allt umhyggju fyrir samborgurum sínum. Nú sýnist mér að þú óskir þess að helstu hryðjuverkasamtök Íslands nái vopnum sínum að nýju!

Árni Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 01:39

148 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, undir minni járnskel leynist gallhörð skynsemi sem sker gegnum svona bull eins og eggvopn.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:41

149 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, öllum til undrunar lifir fjórflokkakerfið blómlegu lífi. Nýjasta könnun Capacents bendir þó sterklega til þess að nú sé lag fyrir nýjan flokk - 14% ætla að fara á kjörstað og skila auðu sem eru skýr skilaboð um að þessir kjósendur vilji gjarnan kjósa flokk en finnist enginn verðskulda atkvæði þeirra.

Þú minnist á að nokkrir Samfylkingarbloggarar hafi útilokað þig af síðum sínum. Mér finnst alltaf jafn hörmulegt að heyra af slíku. Til hvers eru menn að stofna til samræðna ef þeir vilja bara heyra já og amen?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:47

150 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

G2G, það eru meðmæli með þér ef Samfólin hrakyrða þig. Eins og allir vita eiga þeir ekki vini. Bara vitorðsmenn.

Ég er á FB. Addaðu mér.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.1.2010 kl. 02:10

151 identicon

Segðu Baldur.  Afturámóti sé ég hvergi annan eins óþverraskap og sá sem dynur á Páli Vilhjálms (sem margir halda vera Sjálfstæðismann en kaus VG), Skafta Harðars og ekki síst Tryggva Þórs Herbertssonar, sem neyddist til að loka alfarið á umræðu á sinni síðu.  Óþverraskapurinn var með slíkum eindæmum, og ekki frekar en hjá hinum, neitt sem sem tengdist blogginu.  Hreinn óþverraskapur.  Slíkar persónulegar árásir og óþverra skítkast hef ég ekki séð á vinstri bloggarana. 

Mín skoðun er sú að á vef eins og Eyjunni þá á ritstjórn að hreinsa til ef þarf en ekki bloggarinn.  Menn eins og Gunnar Axel Axelsson formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hreinlega ritstýrir umræðunni hjá sér.  Sama gerir Egill, og þá ekki vegna einhverra velsæmisreglna.  Þetta eru flokksspunatrúðar og atburðarásahönnuðir sem fela sig á bak við frjáls skoðanaskipti.  Frjálsræðið liggur í að skoðanirnar eru þeim þóknanlegar.  Marteins Mosdals heilkennið.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 02:14

152 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta eru svona væntingar baldur. HH er ekki með neitt opið á komment. Það yrði líka ljóta súpan...

Auðun er alveg hoppandi af því ég kalla hann kellingu..

þetta verður bara meira og meira gaman. hann lokaði á mig eins og Jón Valur. Ekkert má nú...voðaleg viðkvæmni er þetta um ekkert..

Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 02:18

153 Smámynd: Rannveig H

Ég nýtti mér greinagott svar G2G til Helgu til að slá á forvitnina.

Rannveig H, 2.1.2010 kl. 08:26

154 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hverskonar ósamstöðuleysi er á þessu bloggi.  Geta ekki örfáar hræður náð samkomulagi um að losa sig við icesave?

Magnús Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 10:58

155 Smámynd: Kommentarinn

"Hverskonar ósamstöðuleysi er á þessu bloggi.  Geta ekki örfáar hræður náð samkomulagi um að losa sig við icesave?"

Það er ekkert í boði að losna við Icesave 1,2 og 3 hvort sem þjóðin heimtar það eða ekki. Þjóðir geta ekki lýst yfir gjaldþroti og byrjað upp á nýtt.

Það er enginn flokkur sem ætlar ekki að borga. Sumir vilja bara setjast niður og heimta nýjan samning. Það er erfitt að áætla hvort við fáum eitthvað gott útúr því. Hvort sem hægt er að semja betur eða ekki er alveg ljóst að það er hakvæmast að það gerist eins hratt og mögulegt er. Við þurfum að greiða af mun stærri skuldum en Icesave næstu árin og það getum við ekki án samvinnu við aðrar þjóðir.

Fulltrúar atvinnulífsins sem eru upp til hópa hægri menn vilja að það verði samið sem fyrst svo hægt sé að skapa stöðugleika. Eða eru hægri menn sem stjórna fyrirtækjum heimskir eins og vinstri menn?

Kommentarinn, 2.1.2010 kl. 12:01

156 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll Vilhjálmsson er yfirlýstur vinstri maður, enda fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans sáluga. Páll studdi Vinstri græna í síðustu kosningum og það er einkennilegt ef menn eru farnir að telja hann Sjálfstæðismann, bara vegna þess að hann er andvígur ríkisstjórn sem er samansafn af svikurum og liðleskjum. Ég man hvernig hann úthúðaði Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar. Það voru ófagrar lýsingar.

En Páll er góður penni, skarpur þjóðfélagsrýnir og er alltaf sjálfum sér samkvæmur. Hann er einn af þessum eðalbloggurum sem er ígildi fréttaveitu, enda les ég ævinlega færslur hans af áhuga.

Það er dapurlegt að svona maður skuli verða fyrir aðkasti vegna hreinskilni sinnar. Við sem erum hægri sinnaðir skulum standa vörð um frelsi Páls og annarra heiðarlegra vinstri manna til þess að hugsa og tjá sig að vild.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 12:56

157 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kommentarinn, veit greinilega ekkert hvað ósamstðuleysi er, hann er svo upptekinn við að sýna skort á samstöðuleysi með 33 þingmönnum.

Magnús Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 12:59

158 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommentarinn, eigendur fyrirtækja eru þarna að hugsa um eigin hag. Það mun lenda á alþýðunni að greiða Icesave og þó að greiðslurnar verði okkur ofviða mun það í sjálfu sér ekki bitna á fyrirtækjunum nema óbeint. Mér hefur sýnst í áranna rás að fyrirtæki hugsi yfirleitt stutt fram í tímann.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 12:59

159 identicon

Helga Guðrún.  Minn veit ekki hvað FB og hvernig á að adda þér, þó glaður vildi.  (O:

Sammála Baldri að Páll Vilhjálms er afar áhugaverður kommabloggari, vegna þess að hann hagar sér ekki eins og kommi hvað heimskt hjarðeðli og hópsmásálarhátt varðar.  Páll var fyrir einhverjum árum formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, þegar Baugsfeðgar hófu viðskipti sín við og með flokkinn.  Þeir voru þá búsettir á nesinu.  Páll fékk meira en nóg á þeim og auðkeyptum flokksmönnum, sagði sig úr hreyfingunni og skellti hurðum.  Það sama og Baugsfeðgarnir höfðu gert skömmu áður í Valhöll þegar Sjálfstæðisflokkurinn sýndi þeim og peningunum þeirra ekki nóga undirgefni.

Palli hraunar yfir allt og alla eins og honum þykir þurfa, og er heiðarlegur í sinni afstöðu.  Sama má segja um síðuhaldarann hér.  Hann er hreinn og tær hægrimaður, en hikar ekki við að lemja á svokölluðum flokkssystkinum ef honum þykir þurfa.  Heiðarleiki sem sést ekki hjá Samfylkingarmönnum yfirleitt, með þó þeirri undantekningu sem Ingibjörg Sólrún sýndi óvænt fyrir skömmu vegna lygaóhróðurs stjórnvalda í Icesave málinu.  Gott dæmi um hjarðeðlisheimskuna og óheilindin var þegar hver gekk undir annars hönd við að ljúga því til þegar Sigmundur Ernir var á perunni í ræðustól á þingi, að maðurinn hafi verið rúmlega edrú, og ekki dugði minna að stjórn flokksins gaf út opinberar yfirlýsingar þess varðandi.  Kall álftin var búinn að ljúga sig og aðra fulla, þegar meðdrykkjufólk hans úr kúlukeppni MP- bankans vottaði að aulaprikið var að væflast þar á barnum á herðablöðunum skömmu fyrir uppákomuna á þingi.  En miðað við aðrar lygar flokksins og stjórnarflokkanna, er þetta varla þess virði að minnast á.

Það er mun skárra að vera harðlínumaður í skoðunum, sem allir vita hverjar eru, en flokkspólitískur skoðanatækifærissinni með pólitískt rottueðli.  Hver bíður best?  Nægir að nefna aðila eins og Þráin Bertelsson, Steingrím J og restina af þingflokki Vinstri grænna.  Samfylkingin vita allir hvar þeir hafa og ESB heimskuna sem henni fylgir.  200 starfsmenn eru í fullri vinnu við að koma þjóðinni inn í ESB draumasamfélag Hitlers sem aldrei verður.  Eru 30 starfsmenn að rannsaka bankahrunið?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:10

160 identicon

Vilhjálmur Egilsson hefur opinberlega varið af hörku einokunaraðstöðu Baugsfeðga.  Það var auðvitað eftir að hann var ráðinn af þeim til starfsins. Hann er aumur pólitískur portkall.  Alveg eins og Steingrímur J. og Þráinn.  Eðlilega hafði Davíð ýmislegt við hann að segja á landsfundinum forðum.  Hundurinn bítur ekki höndina á þeim sem fóðrar hann.  Davíð er örugglega ekki pólitískur portkall eins og hann sýndi með að hafna 300 miljónunum af órekjanlegu Baugsgulli.    Síðan hvenær hafa vinnuveitendur verið að hugsa um annað en sinn hag fyrst og fremst.  Einhver dæmi?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:25

161 Smámynd: Kommentarinn

Magnús þetta kemur samstöðu eða ósamstöðu þingmanna ekkert við. Þetta eru bara staðreyndir málsins. Það er rétt Baldur að fyrirtæki hugsa almennt ekki mjög langt fram í tíman. Sérstaklega eins og staðan er í dag þá snýst þetta um að lifa einn mánuð í einu. Það breytir því þó ekki að hagur þjóðarinnar fer að miklu leiti saman við hag fyrirtækjanna í landinu og sú óvissa sem skapast verði þessu samkomulagi hafnað kann að verða mörgum þeirra dýrkeypt. Einhvernvegin verðum við að halda atvinnulífinu gangandi hérna til að geta greitt fyrir gjaldþrot seðlabankans.

Kommentarinn, 2.1.2010 kl. 14:40

162 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommentarinn, það er barnaskapur að tengja Icesave við útlán Seðlabankans. Raunar varð hann ekki gjaldþrota vegna útlána sem töpuðust, heldur vegna þess að ríkisstjórnin breytti forgangi krafna með neyðarlögunum.

En ég stend algerlega með þér í því að hagur fyrirtækjanna er hagur fólksins. Þetta mál er bara svo hræðilega flókið og víxlverkun áhrifanna svo margvísleg. Ég minni á ummæli Ragnars Árnasonar, sem taldi áhrifin af Icesave samningnum verri til lengri tíma litið en tímabundin pólitísk deila við Breta og Hollendinga.

Ég minni líka á tilraunir útrásarvíkinganna til þess að komast yfir Orkuveituna. Það hefði gagnast fyrirtækjum Hannesar Smárasonar að ná tangarhaldi á henni, en það voru aðrir hagsmunir í veði líka og sem betur fer var þessari atlögu afstýrt. Því miður gengur ekki að horfa á hagsmuni tiltekinnina fyrirtækja einvörðungu.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 14:49

163 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, þú hreyfir þarna við grundvallarspurningu. Fyrir hvern eru fyrirtækin? Og það má líka spyrja: fyrir hvern er Sjálfstæðisflokkurinn? Þetta eru eldfimar spurningar.

Kannski er pólitíkin hennar Jónu minnar í senn einföldust og best. Vestur á fjörðum, þaðan sem hún er ættuð, skiptist fólk þannig að þeir sem höfðu metnað til að bjarga sér og sínum með eigin harðfylgi og dugnaði kusu Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem alltaf vildu liggja uppi á öðrum og ætluðust til að aðrir sæu þeim farborða og tækju á sig allt erfiðið, þeir kusu krata og komma. Ég er ekki viss um að þetta hafi mikið breyst, svona í grundvallaratriðum.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 14:54

164 Smámynd: Halla Rut

Nær væri bara að senda Dorrit...

Halla Rut , 2.1.2010 kl. 20:24

165 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ ég veit ekki með hana Dorrit litlu - ertu viss um að hún kæmi aftur?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 20:25

166 Smámynd: Halla Rut

Ekki ef Óli hættir að vera forseti.

Halla Rut , 2.1.2010 kl. 20:26

167 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli hættir ekki enda væri það snælduvitlaust uppátæki. Nei Óli á að fleygja þessu tilskrifi kommanna í ruslakörfuna og fara sjálfur til London og semja upp á nýtt við Breta.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 20:29

168 Smámynd: Halla Rut

Hann, Ólafur, er kannski eftir allt saman besta vopnið sem við eigum, hann mundi drepa þá úr leiðindum.

Halla Rut , 2.1.2010 kl. 20:38

169 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð hugmynd hjá Höllu Rut! Hvernig væri bara að senda Jón Gnarr með forsetanum dulbúin sem Jóhanna? Þeir myndu borga allt sjálfir til að sleppa við fleiri svona opinberar heimsóknir...

Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 21:42

170 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, gamanlaust - Ólafur er geysiharður viðsemjandi. hann var að gera út af við Norðmennina hér um árið þegar hann stóð í samningum um Svalbarða (eða var það Jan Mayen??). Norðmenn heyrðu Íslendinga kalla hann Óla grís og héldu að þetta væri ættarnafn og vísuðu til hans sem "han der jævla Grisen".

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 21:45

171 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ok, gamanlaust þá er ekkert til að semja um. Bretar og hollendingar eiga þetta mál og íslendingar voru plataðir til að trúa því að þeim kæmi þetta nokkuð við, yfirleitt. Einfaldara getur það ekki verið...

Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 21:52

172 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Davíð og Ólafur Ragnar saman til London og Haag?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2010 kl. 12:19

173 identicon

Eftir lestur á færslunni og 172 athugasemdum, þá segi ég bara Amen.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 10:14

174 identicon

Já, ég væri sátt við að senda Davíð og Ólaf Ragnar saman í samningaviðræður við Darling og Brown  

Eva Sól (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 340341

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband