Fjalla-Eyvindur og Halla taka við búinu

Við smælingjar sem engan banka áttum en höfum það til saka unnið að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn hrökkvum í kút við þennan kaldranalega jólalöðrung. En þegar sárasti sviðinn er liðinn úr kinnunum förum við að hugsa.

Og ég neyðist til að viðurkenna að Steingrímur hefur nokkuð til síns máls. Hann tók við erfiðu búi. Hjónin voru nýskilin, hjúin á fylleríi, kýrnar með júgurbólgu og rollurnar með skitu. Aðkoman var ekki fögur.

En ástandið var þó ekki alslæmt. Ísland er auðugt af menntuðu fólki með góða starfskunnáttu, gjöfulum fiskimiðum, orku í fallvötnum og jörðu. Dugandi bóndi með röska húsfreyju hefði verið fljótur að rétta úr kútnum og gera búið að stórbýli.

En saga Steingríms og Jóhönnu er með eindæmum. Þau eru ekki heiðvirt bóndafólk heldur Fjalla-Eyvindur og Halla. Þau gera allt vitlaust, láta reka á reiðanum, leggja drápsklyfjar á atvinnuvegina, stefna heimilum í gjaldþrot með skattaþján, undirrita fegins hugar ferlegar álögur sem hneppa næstu kynslóðir í þrældóm. Síðan rigsa þau til fjalla með mötuna sína, skippund af smjöri og skippund af rúgbrauði. Svo drekkja þau börnunum í næsta fossi að hætti Höllu.

Búið var vissulega illa á sig komið en Fjalla-Eyvindur og Halla voru ekki rétta fólkið til að taka við bústjórninni. Allt er nú helmingi verra en þegar þau gengu upp bæjartröðina fyrir ári síðan. Þetta veit Fjalla-Eyvindur, gengur þó fram á gnípu og galar sína köldu jólakveðjur yfir okkur smælingjana sem enn dveljum á litla bænum.


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég var alltaf að vona að hann myndi hóa í fólk úr hinum flokkunum, og þau myndu setjast þungbrýnd yfir verkefnið og liðið bæru gæfu til að láta stjórnmálahagsmuni lönd og leið. Annars er ég skoa tæki spænska rannsóknarréttarins um þessar mundir til að hafa í handraðanum fyrir aðra ónefnda. Annars gleðilegt jól og takk Baldur fyrir óborganlegar stundir á blogginu

Finnur Bárðarson, 25.12.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sömuleiðis Finnur, þú ert hinn sanni "Gleðigjafi ársins 2009" á Moggablogginu.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þið eruð gleðigjafar! Ekki fjármálaráðherrann sem sendir svona kveðju á jólum!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.12.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Satt er það Silla mín, maðurinn kann sig ekki.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 15:49

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Dropin sem fyllir mælinn er svo veisluboðið til dólgana í nýjum og annars áhugaverðum verkefnum s.s. gagnaver á Suðurnesjum og væntanlegur feluleikur í nýju frumvarpi um rannsóknarnefndina.

Jólakveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.12.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arinbjörn, maður er eiginlega gáttaður á þessu gagnavers-klúðri. Fjalla-Eyvindur virðist tilbúin að fella niður skatta og jafnvel lækka verð á orku, bara til þess að sanna fyrir kjósendum sínum að til séu fleiri kaupendur að orkunni en álver. Þetta er siðleysi á hæsta stigi og efnahagslega kolvitlaust. En þetta fólk gefur skít í efnahagslegt heilbrigði.

Ég hef ekki heyrt neitt af þessu nýja frumvarpi um rannsóknanefndina.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 16:31

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arnbjörn, ég skrapp á síðuna þína og las um þetta frumvarp. Þetta er náttúrlega eins og að skipta um hest í miðju straumvatni. Mælist örugglega ekki vel fyrir hjá almenningi. Og gleðileg jól úr Hafnarfirði!

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 16:34

8 identicon

Jólin öllsömul.  Hef alltaf séð þau þokkahjú fyrir mér sem Grýlu og Leppalúða.  Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða eru þau Guðbjartur Hannesson, Björn Valur Gíslason og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.  Segist hugur að ekki verði flókið verk að fylla upp í jólasveinana 13 og kattarfjandann með frambærilegu kandídötum.  Er ekki kominn tími til að einhver bendi Leppalúða á að betur færi að moka fjóshauginn óyfirstíganlega með stálspaðann á skóflunni vísandi niður?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 16:47

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hefur nokkur hérna hugmynd um hvaða réttir verða á borðum í kryddsíldinni núna? Mér leikur helst forvitni á því hver verði fenginn til að leika Georg Bjarnfreðarson.

Árni Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 16:47

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, ekki munu allir samþykkja þessa tillögu þína, ég held þó að allir nema eiginmaðurinn geti skrifað upp á Ástu Ragnheiði í hlutverki leiðindaskjóðu.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 16:58

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, svo furðulegt sem það nú er þá hef ég ekkert fylgst með Georg þessum Bjarnfreðarsyni, horfi næstum aldrei á sjónvarp nema það sé annað hvort fótbolti, golf eða vandaðir sakamálaþættir - og auðvitað Attenborough.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 17:00

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur, aldrei hafa svör þín vakið mér jafn mikla furðu sem þetta svar og ber margt til. Sjálfur þekkti ég ekki umræddan Georg lengi vel nema af orðspori. Af einhverri tilviljun fór ég af rælni að horfa á Dagvaktina og síðan Fangavaktina og gat bara oft hlegið að fáránleikanum. Við höfum svo lengi verið stödd í leikhúsi fáránleikans að mér þótti miklu skárra að horfa á fyrirbærið í leikgerð en í raunveruleika míns eigin samfélags.

En þú segist horfa á tiltekna þætti í sjónvarpi og þar erum við sammála um síðasta þáttinn. Ég viðurkenni að áhugi minn á fótbolta er ámóta og áhuginn á Nassdakk og Fútsí vísitölum. En David Attenbrough er auðvitað sjálfstæð stofnun í alþjóðasamfélaginu og hver þáttur opinberun. Það sem vekur mér furðu er það að nokkur sem fylgist með þessum þáttum komist hjá því að skilja hvað það er sem skilur kjarnann frá hisminu í tilveru okkar.

Horfandi á hvernig lífið á jörðinni hefur þróast og hversu háð það er umhverfinu og jafnvægi/röskun þess hélt ég að allir hlytu að frelsast frá trúnni á skilyrðislaust alræði nýtingarhyggju mannsins og jafn skilyrðislausum kröfum um framhald taumlausar græðgi sem veður yfir lífríkið með blindri trú á tortímingarmátt Caterpillar Group.

Hver sá sem horfir opnum augum á þætti þessa galdramanns ljósmyndatækninnar og skilur hvílík þrautseigja og einbeiting liggur að baki stuttu myndskeiði og skilur ekki hvaða boðskapur liggur þarna að baki eða lætur sér fátt um finnast!- sá maður verður mér ráðgáta.  

Andstætt við Dagvaktina aðra slíka þætti fáránleikans þá er David Attenbrough mikið niðri fyrir og boðskapur hans er hverju Guðspjalli Biblíunnar mikilvægari á öld græðgi og fálætis í garð alls sem lifir og hrærist í kring um okkur.

Hvergi hef ég séð þennan snilling minnast á mikilvægi þess að ráðast á þá staði sem eru helgir í vitund þjóða og reisa orkuver til að auðvelda auðhringum að safna fleiri einkaþotum og lystisnekkjum. Ellegar til að fjármagna World Trade Center og koma þeim fyrir í nánd við auðmagnið.

Árni Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 17:57

13 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, þú ert greinilega með réttu gleraugun, nú þegar þú lítur yfir vígvöll frjálshyggjunnar. Mér skilst að Baldur, sá sómadrengur, horfi oftast yfir sín gleraugu, í sparnaðarskyni vegna kreppunnar!

Björn Birgisson, 25.12.2009 kl. 18:03

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þannig nota allir menn lesgleraugu.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 18:17

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

"þannig nota allir menn lesgleraugu" he, he, ekki skortur á svari frekar en fyrri daginn :) Jólaskapið er komið svo mikið er víst.

Finnur Bárðarson, 25.12.2009 kl. 18:22

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, síðustu athugasemd var reyndar beint til Björns Birgissonar en ekki þín. En ég held að við ættum ekki að skola barninu niður með baðvatninu. Haftabúskapur og kommúnismi hafa aldrei fært þjóðunum annað en fátækt og kúgun. Orkan og auðurinn koma með frjálshyggjunni. Því miður lentu bankarnir í klóm glæfrakapítalista - og alls ekki bara einkavæddu bankarnir: Íslandsbanki var alltaf einkabanki og hann lenti líka í klóm glæframanna. Hér á landi gerðist það sama og erlendis. Við erum hins vegar alltof fáir til að þola fall glæframannanna.

Ég get ekki annað en þakkað þér þennan fallega óð til Davíðs. Ákefð hans er næstum því trúarleg - og kannski er hún trúarleg. Mér hefur sýnst að mannkynið sé komið á þá skoðun að ekki sé ráð að gefa iðjuhöldum lausan tauminn. Andrúmsloftið er auðlegð.

Og aftur takk fyrir Davíðssálminn. Í honum er fólginn fallegur jólaboðskapur um skammdegismyrkur og vorbirtu.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 18:27

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað erum við nú flestir sómadrengir þegar á reynir. Sumir bara svolítið mataðir af skoðunum við höldum að okkur beri skylda til að sýna hollustu.

Árni Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 18:27

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, ef þú neyðist til að nota lesgleraugu eins og ég þá veistu að maður þarf að eiga 5-6 stykki, því þau eru alltaf að týnast. Og þegar maður hefur þau á snoppunni horfir maður jafn oft yfir þau. Nýtingin er svona álíka og hjá meðalstóru ríkisfyrirtæki.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 18:29

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sómadrengir, tja, það er nú alltaf matsatriði hver er sómadrengur. Hraunsararnir hafa til dæmis sitt mat á því. Ísraelsher hefur eitt mat og Hamas-liðar annað. Ég velti því fyrir hvort hinn eini sanni sómadrengur sé sá sem aldrei skerðir hár á höfði annars manns og skirrist við að sitja yfir kostum annarra.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 18:32

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Snjallt hjá þér Baldur að nota útilokunaraðferðina til að byrja með. Spurning hvort þessi fámenni hópur "sannir sómadrengir" muni hafa atkvæðafjölda til að koma manni inn á Alþingi?

Veistu hvort Alþingismenn þurfa að skila inn heilbrigðisvottorði?

Árni Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 23:32

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að þessi hópur sé risastór, hann bara veit ekki af því. Því miður sækjast sómadrengir sjaldan eftir þingsetu. tage Erlander var þó sómadrengur, samkvæmt öllum lýsingum sem ég hef fengið af honum. Það er ferlegt að við skulum ekki eiga neinn Tage Erlander einmitt núna. Vel á minnst - Kristján Eldjárn var líka sómadrengur.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:36

22 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og Hjálmar jónsson.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.12.2009 kl. 23:52

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmar er allt of metnaðarsjúkur og slægur til að komast í þennan hóp. Virtu betur fyrir þér refstrýnið sem blasir við þér á forsíðunni.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 00:01

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hjálmar Jónsson er mikill sómaklerkur, sómadrengur í hvívetna, snilldar hagyrðingur og í mínum huga gull af manni. Ég hef þekkt hann lengi og líð engum að hnjóða í hann.

Málinu er lokið.

Árni Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 00:27

25 identicon

Gleðilega hátíð Baldur.

Halla og Eyvindur er frábær samlíking.

Önnur sem ætti vel við.

Mugabe.

Rektu alla sem eitthvað kunna og settu niður í staðinn vini þína sem ekki kunna að telja upp að 21 nema að girða niður um sig.

Komdu öllu í nefndir og ráð sem geta svo vegna stærðar og rugls aldrei komið nokkru frá sér.

Kenndu svo stjórnarandstöðunni um. Það hefur alltaf verið gert svo það borgar sig ekki að vera að "finna upp hjólið" fyrir svona lítilræði!

Óskar G (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 00:39

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðileg jól, Óskar. Fjalla-Eyvindur og Halla sitja í stjórnarráðinu og róa fram í gráðið en Mugabe situr á Bessastöðum og stjanar undir frúna.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 00:41

27 identicon

Rakst á þessi skrif Björn Bjarna um Steingrím sem mér þykja ágætlega markviss og passa ágætlega jólaávarpi Steingríms Icesaveráðherra:

"Hvernig ætli því hefði verið tekið, ef Davíð Oddsson hefði sagt, að RÚV hefði misfarið með frétt af áliti breskrar lögmannsstofu um viðkvæmt pólitískt álitamál á hans ábyrgð? Hælt breskri lögmannsstofu, sem hann hefði sjálfur ráðið til að starfa fyrir sig? Sagt aðra breska lögmannsstofu, sem gagnrýndi sama mál, lítt þekkta og því ekki nógu góða? Hvað ætli Guðmundur Andri Thorsson, Illugi Jökulsson eða Hallgrímur Helgason hefðu skrifað marga dálksentimetra í hneykslunarskyni eða Þorvaldur Gylfason? Svo að ekki sé minnst á minni spámenn eins og Jóhann Hauksson og Egil Helgason.

Davíð hefði þó haft það sér til málsbóta, að hann er löglærður og kann því að lesa álit af þessu tagi og mynda sér skoðun á þeim. Það verður hins vegar ekki sagt um Steingrím J. Sigfússon, sem nú ræðst þóttafullur eins og sá, sem allt veit, á álit lögmannsstofu í London, af því að hún varar Íslendinga við Icesave-samningunum.

Hið sama gerist nú og jafnan áður, að Steingrímur J. tekur upp hanskann fyrir Breta og Hollendinga, þegar því er hreyft, að Íslendingar gæti málstaðar síns betur og fallist ekki á Icesave-afarkostina."

 http://www.bjorn.is/dagbok/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 01:34

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessa ábendingu, G2G. Björn Bjarnason kann á þessu tökin. En það er eins og Steingrímur hafi breyst eftir að hann komst í stjórn. Það er eins og það hafi verið skipt um heila í honum. Gamla geðillskan er að mestu horfin þótt fólskan sé eftir og ekki hefur hún minnkað. Svo hefur hann allt aðrar skoðanir á lykilmálum. En kjósendur vinstri grænni halda áfram að fylgja honum svo kannski hefur verið skipt um heila í þeim líka.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340339

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband