Styrmir kemur strax á óvart

Styrmir Gunnarsson kemur strax á óvart í Umsátrinu. Ég hélt að bókin snerist um útrásarvíkingana en svo er ekki. Markmið Styrmis er ekki að gera sé mat úr allsherjar sturlun viðskiptajöfranna, heldur “að leitast við að skýra hvernig þessir atburðir gátu orðið í opnu og lýðræðislegu samfélagi án þess að spyrnt væri við fótum”.

Ég fór í kaupstað og keypti þessa bók um daginn – fyrir tilviljun einmitt á sama tíma og Styrmir spjallaði um hana í Silfri Egils – og það kemur í ljós þegar í upphafi að þessa bók verður hver einasti hugsandi maður á íslandi að lesa.

Enginn maður í öllum heiminum hefur jafn skarpa sýn á íslenska þjóðfélagið og Styrmir Gunnarsson, og enginn þekkir það betur, aflvélar þess og innbyrðis tengsl. Styrmir er þess háttar maður sem aldrei slær fram staðhæfingu án þess að færa fyrir henni gild og ótvíræð rök. Á tímum gaspraranna er svona maður ómetanlegur.  Ég er rétt byrjaður á Umsátrinu en upphafið lofar góðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég eyði ekki sexþúsundkalli í þessa bók. Mest er þetta um Davíð og svo kemur hallelúja tíu sinnum á eftir og svo aftur Davíð og hallelúja o.s.frv. Ef lesið er milli línanna, kemur í ljós að þetta voru hroðaleg afglöp ráðamanna. Þeir vissu strax árið 2005 að bankakerfið væri fallvalt og árið 2006 var neyðarfundur um að bankarnir gætu fallið strax í vikunni. Þeir höfðu þrjú ár til að taka í taumana en gerðu þvert á móti, að losa um allt, til að keyra þjóðfélagið alveg örugglega í efnahagshrun.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er kolrangt hjá þér. Bankahrunið kemur þér við og þínum afkomendum. Kynntu þér atburðarásina og láttu af stráksskap og hálfkæringi. Þú ert fullorðinn maður eða því sem næst.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Umrenningur

Ég skil ekki unga manninn, hvernig er hægt að dæma bók án þess að lesa hana. Hljómar eins og meðlimur kratavinafélgsins ( vg ).

Umrenningur, 2.12.2009 kl. 16:10

4 identicon

Heyrðu minn kæri vinur, var ekki lag fyrir karlinn að nýta mbl? Spyrjum svo að leikslokum eða í byrjun febrúar þegar hún kemur út skýrsla alþings.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:12

5 Smámynd: Offari

Ég hef ekki lesið þessa bók eins og Sveinn hinn ungi.  Ástæðan er ekki sú að ég hafai ekki áhuga á að vita hvað gerðist, heldur er ég of blankur til að fjárfesta í einhverju kenningarriti. Mig grunar að þetta séu bara kenningar hjá Styrmi en tela að sannleikurinn verði okkur falinn næstu 80 ár.  Þá kannski les ég bókina og ber hana saman við febrúarskýrsluna.

Annars fannst mér Styrmir koma vel út hjá Agli, Meðan Jón Baldvinn eyddi orku sinni líkt og útrásarvíkingarnir í að kenna honum og öðrum um óstandið.

Offari, 2.12.2009 kl. 16:15

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Umrenningur, Sveinn hinn Ungi er vænn drengur og hann lærir, hann lærir. Það er mikilvægt að við þessir vitrari og reyndari kennum æskunni.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 16:15

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hallgerður, ég stórefast um að rannsóknanefndin sé að fást við sömu atriði og fjallað er um í Umsátrinu. Þetta mál er margflókið og verður ekki afgreitt í einni bók og líklega ekki tíu bókum.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 16:17

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér sýnist þetta ekki vera kenningasmíð og það er af og frá að hún fjalli eitthvað um Davíð Oddsson. Hann kemur auðvitað við sögu og ég fæ ekki betur séð en stax í upphafi sé sneitt að honum, kurteislega þó.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 16:18

9 identicon

Það eru aðrir búnir að lesa þessa bók fyrir mig og birta úrdrátt.

Þess vegna hef ég bloggað tvisvar um bókina, án þess að hafa lesið hana.

1: Davíð, Geir Haarde og Árni Matt bera ábyrð á Icesave málinu

2: Væntu hruns en sögðu stöðuna trausta

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:35

10 identicon

Síðari linkurinn klikkaði, svo ég set færsluna hér inn, því hún er ansi góð:

Sífellt var verið að ljúga að þjóðinni á hinum svokallaða góðæristíma. Geir Haarde talaði um að Ísland væri best í heimi og fór jafnvel út í heim að lýsa því hvað efnahagslífið væri öflugt.

Þann 26. mars 2006 var haldinn neyðarfundur heima hjá Davíð þar sem menn væntu jafnvel hruns strax í næstu viku. Vikan leið og ekkert gerðist. Í lok vikunnar hélt Davíð ræðu þar sem hann sagði að innri staða bankakerfisins væri traust og uppfyllti ströngustu kröfur.

Þetta var sagt í sömu viku og neyðarfundurinn var haldinn á heimili Davíðs. Bak við tjöldin vissu menn að allt gat hrunið þá og þegar, en almenningi var haldið rólegum með stanslausum lygum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:45

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er 300 blaðsíðna fræðirit og þú afgreiðir hana með tilvísun í stuttaralegan útúrsnúning vina þinna. Því miður er þetta plagsiður vinstri manna. Þið slettið fram rakalausum dylgjum, svo vitnið þið hver í kapp við annan og á örskömmum tíma verður einhver innantóm þvæla að einu allsherjar trúaratriði hjá ykkur. Þið spilið ykkur út úr allri vitrænni umræðu vegna þess að þið neitið að kynna ykkur nokkurn skapaðn hlut. Kommar fyrri daga voru miklu skárri því þeir nenntu þó að lesa.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 17:02

12 identicon

Það er tær snilld hjá Unganum að blogga um bók sem hann hefur ekki lesið, og ekki bara einu sinni.  En vissulega er þetta ekki í fyrsta skipti að Unginn sýnir hversu öflugur "fjölfræðingur" hann er.  Sennilega á pari við Indriða Þorláksson aðstoðarmann fjármálaráðherra sem er ókrýndur konungur "fjölfræðinga" vinstrimanna.  Unginn er prinsinn.  En auðvitað er hægt að hafa skoðun á bókum sem maður hefur ekki lesið, eins og málum sem maður hefur ekkert vit á.  Það dugar að fá leiðbeiningar frá öðrum.  Áhangendur stjórnvalda eins og Unginn hlíta flokksboðun hvort sem er.  Það gera þingmennirnir líka eins og allir vita með Icesave samþykktina sem þeir samþykktu ólesna og ég handviss að nánast allir hafa ekki gert ennþá daginn í dag.  (Hverju veldur að fjölmiðlar eru ekki búnir að taka þá í skyndipróf um innihald samningsins?)  Þar er ekki reiknað með að menn hafi sjálfstæðar skoðanir eða hafi andlega burði til slíks þankagangs.  Unginn hlítir leiðbeiningum um hvernig ritdómur skal vera.  Styrmir hefur hingað til verið sagður af vinstrimönnum vera lagður í einelti af Davíð og hans samstarfsmönnum, og ekki verið lítið hamrað á því í Baugsmiðlum í gegnum tíðina.  Átti ekki ekki að gera hann gjaldþrota vegna þessa?  Styrmir hafði sem ritstjóri gengið beint á svig við skoðanir Davíðs og Sjálfstæðisflokksins og opinberlega fengið bágt fyrir.  Langt því frá taldist hann og Davíð til vina.  Sennilega segir það allt um Styrmi og bókina að hann er tilbúinn að líta fram hjá erjum og dæma menn og málefni af sanngirni.  Er ekki rétt að halda því til haga áður en menn gera ritdóma á ólesnar bækur?  En Unginn er sannur vinstrimaður.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:21

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, í gamla daga lögðu kommarnir mikla rækt við lestur kommúnískra fræðirita og þeir deildu endalaust um túlkun þeirra. Einnig settu þeir sig furðu vel inn í margs konar mál hins borgaralega þjóðfélags og gátu oft fjallað um þau af skynsamlegu viti. Það er eins og þessi forna hefði hafi alveg horfið með Samfylkingunni, því miður. Vinstri menn eru steinhættir að rökræða. Þeir varpa fram sleggjudómum og vita ekkert, hunsa staðreyndir og gefa skít í rökleiðslu.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 17:29

14 identicon

Ég var að glugga í bókina hjá Eymundsson í töluverðan tíma. Það sem stoppaði mig í að kaupa var verðið, eins og kemur skýrt fram í minni fyrstu setningu.

Ég geri Styrmi það ekki til geðs að eyða sexþúsund í áróðursrit frá honum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 21:08

15 identicon

Þessi bók verður seld á 300 eftir áramót, sannið til.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 21:08

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit að allar bækur lækka í verði en desember er frekar rólegur mánuður hjá mér og ég ákvað að nota tímann til að kynna mér til hlítar þetta voðalega mál og aðdraganda þess. Það verður líka þægilegt að sjá yfir málið í heild áður en maður fær í hendur skýrsluna miklu - það sem við fáum að lesa í henni - og áður en saksóknarinn fer að láta til sín taka fyrir alvöru.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 21:59

17 identicon

Þetta er skítamál, hvernig þeir ætla að halda upplýsingum leyndum í 80 ár.

Þó við bloggararnir séum að hnakkrífast alla daga, þá ættum við að bindast þverpólískum samtökum um að mótmæla þessu af mikilli hörku í langan tíma.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 22:33

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eðlilegast væri að birta allt. En þverpólitísk samtök bloggara verða hunsuð. Það verður ekki nógu virkt lýðræði hér á landi fyrr en hugmynd Styrmis um almennar kosningar verða að veruleika. Styðjum Styrmi af hörku í langan tíma. (gríðarlega töff vígorð!)

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 22:45

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í ljósi málála í dag má segja að útlensku Bankarnir hafi unnið gjörsamlega alla samkeppni sem opnaðist um 1995 á heimamarkaði Íslendinga. Allir vita að til að lán í 30 ára þarf að gera plön til 30 ára. Þjóðverjar standa undir nafni hvað 30 ára regluna varðar. 

Vissulega má segja að hrunið sé barnskap á alþjóðamælikvarða nokkurra eylendinga að kenna. Allir ættu að vita hvað áhrif langtíma gæðalán á hafa á þá sem þiggja.

Mútur eru á mörgu formi en það merkir að gefa til að fá eitthvað í staðinn, oftast á skjön við lög í skjóli leyndar.

Það virðast ekki finnast 7 syndlausir stjórnmálamenn.

Júlíus Björnsson, 2.12.2009 kl. 22:55

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað þá sjö sinnum níu = 63.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 340287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband