Farsinn verður stöðugt hlægilegri

Þessi farsi verður stöðugt hlægilegri. Litlir Framsóknarstrákar fara í betliför til útlanda, Jóhanna hefur auga með þeim og biður þjóðhöfðingja að taka nú ekki mark á strákunum, því ef það er eitthvað sem Íslendinga vantar ekki, þá er það veglegt lán upp á 2000 milljarða. Nú er ekki eftir neinu að bíða lengur. Þessi kona verður að axla sín skinn, fara úr stjórnarráðinu og njóta eftirlaunanna sem Davíð Oddsson útvegaði henni.
mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er því miður ekki hlæilegt þetta er dapurlegt.

Við þurfum meiri tekjur og við erum með makríl fyrir mörg hundruð  milljarða sem étur eða réttara sagt ryksugar þorskseyði í lögsögu okkar en við megum ekki veiða hann af því að Noregur og Evrópusambandið er á móti. 

Hefur engum dottið í hug að veiða makrílinn og sleppa lánunum?

Sigurður Þórðarson, 10.10.2009 kl. 12:58

2 identicon

Hverju á maður að trúa??? Hvoru tveggja er grafalvarlegt ef rétt reynist, málið er bara hver er að segja satt of hver er að ljúga??

(IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurlaug, þú hittir naglann bein á blessaðan hausinn eins og venjulega. Ef kerlingarálftin fengist til að hætta þessu eilífa píkupukri og léti allt vera uppi á borðinu eins og hún lofaði fyrir kosningar, þá væru hér engar getgátur.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 13:02

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, hvern andksotann er þetta Evrópusamband að skipta sér af okkar lögsögu? Mikið vildi ég að Björn Bjarnason hefði gert alvöru úr því að stofna her sem við gætum sent til Brúsel gráa fyrir járnum til að kenna þessum kónum mannasiði.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 13:03

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta helv. rugl gengur bara ekki lengur. Spurning hvað kemur í staðinn fyrir klúbbinn. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ekki inni í myndinni svo mér kemur helst í hug Ástþór Magnússon.

Árni Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 19:02

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei Baldur ekki Brúsel, heldur á heimili útrásarböðlanna með sprengjuvörpum.

Finnur Bárðarson, 10.10.2009 kl. 20:00

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú spyr ég á bloggi mínu: Hvað þarf Seðlabankinn mikinn gjaldeyri ?

Mitt svar er að hann þarf ekki meira en það sem hann ræður yfir og getur líklega endurgreitt það sem hann hefur fengið að láni !

Hvað er þá kerlan að fjasa ? Við þeirri spurningu gef ég ekkert svar (þótt ég viti svarið).

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 22:38

8 Smámynd: Offari

Það ætti að vera bannað að tala illa um Framsóknarmenn, því það eru góðir drengir.  Ég hef einhvernveginn haft það á tilfinniguni að Samfylkingin hafni öllum umbótum svo þjóðin sammþykki Esb með þeim gylliboðapakka sem verður boðin.  Það verður nefnilega auðvelt að tæla sveltandi fólk.

Offari, 10.10.2009 kl. 23:30

9 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta er ekki orðið pólitískt lengur, í alvöru.  Ég sem er hert Sjálfstæðiskona er farin að biðja þess að þessu ljúki á hvorn veginn sem er þarna á Alþingi, bara að einhverjir geti myndað meirihluta til að koma málunum áfram.  Það er allt frosið og búið að vera í marga mánuði og við vitum öll að þetta gengur ekki í margar vikur enn ef ekki verður farið að taka endanlega ákvörðun um hvað skal gera. 

  Við erum að frjósa í hel hér á Íslandi út af rembingi heimaríkra hunda sem hafa unnið allt of lengi á sama vinnustað.  Þeir voru þó alla vega eitthvað að sýna lit guttarnir í Framsókn með þessari Noregsför sinni.  Og hvað varð um allt þetta Noregstal í Steingrími, hann steinþagnaði um leið og hann komst í stjórn.

Hvað er í gangi sem við vitum ekki????

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.10.2009 kl. 00:04

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er óþolandi að búa við svona..Engin veit hvað gerist á morgun..Hver hættir næst.. Og þjóðfélagið í kreppu!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2009 kl. 00:18

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú gildir að standa í lappirnar og láta ekki brjálaða Sossa-kerlu setja sig úr jafnvægi.

Eftir 23.október erum við á lygnum sjó með Icesave og þá losnum við í síðasta lagi við Sossara úr ríkisstjórn. Mig grunar raunar að það verði strax á morgun, Sigurbjörg.

Frammararnir hafa staðið sig frábærlega vel og eiga miklar þakkir skyldar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 00:29

12 identicon

Hvar eru staðreyndirnar í þessu tali ykkar, sumir segja að við þurfum ekkert fé, aðrir að hér sé allt að frjósa og hvar á að fá fé til að liðka fyrir, því tæplega lána erlendir lánadrottnar hinni skinhelgu Íslensku þjóð mikið nema undir stífu eftirliti. Sé það ekki fyrir mér að þið mynduð lána fólki sem hleypur undan ábyrgð um leið og á móti blæs.

Tap erlendra lánadrottna mun á núvirði hinnar ónýtu Íslensku krónu hlaupa á allt að 10.000 MILLJÖRÐUM króna. Haldið þið að þeir vilji halda því áfram svona vegna þess að við erum svo sæt og góð??

Takið ykkur saman í andlitinu fólk og farið að gera eitthvað uppbyggilegra en að halda fram höfundum hrunsins til bjargar.Er ekki allt í lagi hjá ykkur.Samsæriskenningarnar tröllríða öllu , margur heldur mig sig.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 00:32

13 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Heyrðu Arthur, lestu aftur hvað við segjum "spekingur" og dæmdu svo tal okkar.  Það sem ég skrifa er að það er ekki hægt að hanga svona lengur, eins og þú villt auðsjáanlega.  Það verður að nást meirihluti til að taka ákvörðun um næsta skref.  Vertu svo áfram undir sæng og láttu lífið líða hjá ?

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.10.2009 kl. 00:40

14 identicon

Lífið heldur að sjálfsögðu áfram en eftir svona stórkostlegt áfall eins og við höfum orðið fyrir þá verða allir að róa í sömu átt og taka slaginn saman en ekki ýta undir sundrungu og ósætti.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 02:14

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arthur, þetta eru fögur orð og það væri gaman ef þau væru sönn.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:17

16 identicon

Norðmenn hafa svarað marg oft varðandi lán til Íslands og er þá verið að tala um 90 milljarða eða svo og svarið fékk komminn hann Steingrímur strax síðasta haust það verður ekkert lán til Íslands án þeirra skilyrða sem flest lönd hafa sett nema frændur og vinir okkar Færeyingar, svo sorglegt er það bara.

Þannig að hversu mikið sem við vildum að hinn kaldi veruleiki væri öðruvísi  þá er hann bara ekki þannig. Ég gæti verið sammála mörgu sem sagt er en sú skoðun myndi bara ekki breyta ytri veruleika, aðrar þjóðir hafa misst traust til okkar.Ég vil ekki borga skuldir óreiðumanna setja peninga í peningamarkaðssjóði eða nokkuð sem kemur mér ekki við, en live is bits.Ég er að missa börnin mín úr landi og er frekar reyður, en það verður að gera hluti rétt og þjóðin verður að vinna saman. Hlutskifti þessarar ríkistjórnar er að takast á við versta hrun sem íslensk þjóð hefur gengið í gegnum síðan í kreppunni miklu, gefum þessari ríkistjórn að minnsta kosti tíma til að vinna sína vinnu.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 02:28

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að þaðsé of seint að slá þennan tón núna. Þegar hrunið varð áttu Íslendingar að standa saman eins og einn maður og leyfa ríkisstjórninni að klára málið. Því miður sprakk allt í loft upp með búsáhaldabyltingu og skrílslátum og afraksturinn er sú sundurþykka, óstarfhæfa ríkisstjórn sem nú situr. Vonandi verða kosningar aftur næsta vor og þá verðum við að kjósa Framsókn og Sjálfstæðisflokk aftur til valda.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:31

18 identicon

Ég hef nú kosið sjálfstæðisflokkinn all nokkrum sinnum en tel hann ekki stjórntækan í bráð þar hefur ekki farið fram sú endurskoðun sem ég vænti. Hvað vilja þeir gera til atvinnuuppbyggingar, og hvar ættla þeir að fá fé til þess? Er að vinna í álveri, hef reist þau nokkur ber ör eftir það og get ekki sagt svo ég segi sannleikann eins og hann er að þetta séu aðlaðandi né góðir vinnustaðir.

 Gekk ekkert að manna álverið sem ég  er að vinna í vegna þess að þetta er bbara ekki nema í neið fyrir flesta. Menn slá sér á brjóst og tala digurbarkalega um að semja eða hunsa erlend ríki og lánafyrirtæki vegna skulda okkar. En þegar talað er umsmá skatt á álfyrirtækin þá lippast þessir sömu menn niður, þora engu hræddir við útlendingana sem eiga álverin, þér best að segja var álverið stækkað úr 90 upp í 260 þúsund tonn á árunum 2004-2005 og var sá fjárfestingarkostnaður borgaður upp á 2,5 árum . Þetta álver þolir 1000 dollara á tonnið þannig ef álverð er 2000 dollarar á tonnið er gróðinn allverulegur og þetta eiga þessir menn að vita sem tala um að ekki megi skattleggja þessi fyrirtæki.Þannig að ekki trúi ég einu orði þegar menn tala um hvað þeir geti og hvað aðrir eru lélegir í samningatækni.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 03:12

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íhaldið er engan veginn stjórntækur flokkur núna og ekki veit ég hvenær hann verður það aftur - eða hvort hann verður það. Húsbændur þar á bæ verða að horfast í augu við breytta tíma.

Ég þekki lítið inn á samningatækni, en það sem ég hef heyrt fróða menn segja um I-reikningana finnst mér frekar benda til þess að við munum ekki komast hjá því að borga.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 03:21

20 Smámynd: Landfari

Arthur, það er enginn að tala um að íslenska þjóðin hlaupi frá skuldbindingum sínum. Það dettur engum íslendigi í hug og hefur aldrei verið til umræðu. Umræðan snýst um hvort Icesave reikningarnir eru á ábyrgð íslensku þjóðarinar eða þeirra sem til þeirra stofnuðu. Það var svo sannarlega ekki íslenska þjóðin.

Nú er komið í ljós, þvert á það sem Bretar og Hollendingar hafa haldið fram hingað til, að þeir eru efins um að íslenska þjóðin beri þessa ábyrgð. Þeir þvertaka fyrir það núna að fyrirvarinn sem alþingi setti um að ef í ljós kæmi fyrir dómstólum að íslenski innistæðutryggingasjóðurinn en ekki íslenska ríkið bæri bakábyrgðina fyrir bankana þá falli Icesave skuldin niður.

Þeir eru svo óöruggir með sinn málstað að þeir vilja enga sénsa taka á því að þeir séu að gera lagalega rétta hluti. Þess vegna  vilja þeir bara knýja þetta í gegn með vopnavaldi í krafti stærðar sinnar. Þeir virðast ráða því sem þeir vilja ráða hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og einnig hjáEfnahagsbandalaginu og þar sem Jóhanna er tilbúin að kosta öllu til til að komast þangað er staða okkar vonlaus mað hana í broddi fylkingar.

Landfari, 11.10.2009 kl. 11:25

21 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Mér sýnist á öllu að fólk sé sammála sem skrifar hér ( og Arthur líka) að það er að fá niðurstöðu sem fyrst. 

Hvort á að  "borga" eða "borga ekki"  er borðliggjandi að  þau sem fá borgað fyrir að finna farveginn fyrir okkur - eru ekki sammála.   

Er líka viss um að innan flokkanna eru menn ekki sammála þó sumir flokkar komi fram sem heild með sitt álit.

Hvað eigum við þá að gera - bíða og fá dómsúrskurð - sem gæti verið okkur í hag og gæti verið það ekki.

Borga - fá peninga, samþykkt í hópinn - gæti þýtt að við náum okkur upp næstu mánuði.

Ég óska þess eins að vinnustaðurinn Alþingi nái að ákveða sig sem fyrst svo hægt sé að fara að vinna í öðrum málum.

Ég ætla rétt að vona að ekki komi til kosninga, þjóðin þarf allt annað en fara að eyða tíma í þannig bull eins og í vor.  

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.10.2009 kl. 12:15

22 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ætluð Framsóknardrengirnir ekki að opna lánalínu að fjárhæð all að kr. 2.000.000.000 króna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2009 kl. 13:43

23 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, fréttir dagsins sýna að þessi færsla er fáránleg. Á ekki við nokkur rök að styðjast. Eingöngu byggð á Framsóknarlygum. Verði þér kokgleyping þeirra að góðu. Vona þó að eitthvað standi þau í þér, þín vegna. Svo var Drottinn Oddsson ekki með Jóhönnu í huga þegar hann tryggði sjálfum sér ofureftirlaunin. Frekar samherja sinn í landsölunni, Halldór Ásgrímsson. Kannski fleiri ámóta pótintáta. Ekki Heilaga Jóhönnu, svo mikið er víst.

Björn Birgisson, 11.10.2009 kl. 20:05

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veit ekki alveg hvað þú ert að meina, Björn, en Framsóknarpiltarnir virðast hafa allt sitt á þurru. Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/11/kalladi_a_neikvaed_vidbrogd/.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 21:18

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Svikamylla Jóhönnu hefur verið staðfest. Hún fer með staflausa stafi, þegar hún segir í bréfi sínu til Stoltenberg:

 

Per Olav Lundteigens erklæring…….om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner.

 

Enginn hefur haldið þessu fram, einungis því að Centerpartiet er fyrir sína hönd tilbúin að veita okkur stórt lán, eða lánalínu. Jóhanna leiðréttir jafnvel sjálfa sig í nærstu setningu, þegar hún segir:

 

Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning…….

 

Síðan segir Jóhanna:

 

Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?

 

Þarna talar Jóhanna niður til Framsóknarmanna og Lundteigen, með því að tala um “útspil” (udspil). Með þessu orðalagi er augljóst að hún sér tilraunir Framsóknarmanna og Centerpartiet, sem politíska atlögu en ekki tilraun til að gagnast Íslendingum. Jóhanna hefur engan áhuga á að vinna fyrir kaupinu sínu. Þetta eru skammarleg viðbrögð hjá Jóhönnu, sem hljóta að leiða til afsagnar hennar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 21:19

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er gríðarlegur skriðþungi í röksemdafærslu Lofts Altice Þorsteinssonar. Ég bjó í Skandinavíu um langt árabil - eins og Loftur - og það er hárrétt hjá honum að í þessu samhengi hefur orðið "udspil" fremur neikvæðan blæ; Jóhanna beinlínis gefur í skyn að athugasemdir Lundteigens séu einhvers konar loddarabrögð eða loforð hrist fram úr erminni án ábyrgðar.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 21:25

27 identicon

Frá heimasíðu Höskuldar:

"Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að Per Olaf Lundteigen, þingmaður norska Miðflokksins, hafi umboð formanns flokksins til að leggja til að norska ríkið veiti Íslendingum aðgang að allt að 2000 milljarða króna lánsfé."

Hér er talað um lánsfé ekki lánalína. Höskuldur og sannleikurinn fara ekki alveg saman.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 21:39

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jakob, er þetta ekki hártogun hjá þér?

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 21:42

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst lýsandi að þegar Stjórnarráðið þýðir beiðni Jóhönnu um afsvar frá Stoltenberg, þá snúa þeir merkingunni á hvolf. Þannig verður:

 

svar til Lundteigens udspil

 

með:

 

sem svari tillögu Lundteigens

 

Þarna hefur Hrannar áttað sig á hversu ögrandi orðalagið í beiðni Jóhönnu er og mildað það í þýðingunni. Þarna er boð Lundteigens og Centerpartiets orðið “tillaga” og þar með er uppþot Sossanna orðið ennþá fáránlegra en efni stóðu til. Þeir hafa verið að halda því fram, að Frammararnir hafi komið heim með lygar um peningalán frá Norsku ríkisstjórninni. Nú segja þeir sjálfir að það sé “tillaga”.

 

Eru Sossarnir ekki aumkunar-verður liðsafnaður ? 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 22:05

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, þú hefur á einfaldan og skýran hátt sannað hvílíkir falsarar og lygalaupar fara með æðstu völd á Íslandi. Þú hefur afhjúpað óþokkana. Haf þú heila þökk fyrir verkið!

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 22:19

31 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er sérstakt að sjá hve margir fara hamförum á blogginu vegna þess að þeir "framsóknarpiltarnir" reyndu að finna plan B þegar fuljóst var að Bretar og Hollendingar gátu ekki sætt sig við plan A eins og Alþingi Íslendinga lagði það upp og ekki var þar um metnaðarfullt plan að ræða fyrir þjóðina. 

Það hefðu mátt halda að ekki það ónýtt fyrir ríkisstjórnina að hafa pólitíska sendiboða í sjálfboðavinnu við að kanna hvar væri hægt að kría út pening eftir óformlegum leiðum þegar öll sun virðast lokuð, nema það eitt að þjóðin kingi öllum óþverranaum. 

Það verður seint von til þess að fólk nái að vinna saman á meðan helstu hershöfðingjar skotgrafanna sjá ekki að þeirra tími er löngu liðinn.  Þau ná aldrei að sameina þjóðina, þau ná ekki einu sinni helming hennar að baki sér nema með því að beita hreinum lygum af ósvífni rétt fyrir kosningar.

Magnús Sigurðsson, 11.10.2009 kl. 22:23

32 Smámynd: Björn Birgisson

Skriðþungi Lofts skiptir engu í þessu máli. Loftur er ekki hlutlaus aðili, hann er öfga hægri maður, sem sér aldrei neitt gott í verkum vinstri manna. Sama hvað þeir gera. Skriðþunginn nú fellst í orðhengilshætti. Málið er að Norðmenn eru fyrir löngu búnir að gera upp hug sinn. Aumkunarvert að sjá blákalda öfgafulla íhaldsmenn hengja sig í blaður og ferðagleði Fjósaflokksins. Hefur Bláherinn ekkert betra fram að færa? Hvert flaug fálkinn til að afla fjár?  Meiri aumingjarnir.

Björn Birgisson, 11.10.2009 kl. 23:04

33 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvorki Norska þingið né það Sænska hafa gert upp huga sinn. Þannig mun Sænska þingið taka lánveitingu til Íslands til umræðu þann 04.nóvember.

Ætli þingmennirnir verði ekki hissa, þegar í ljós kemur að ríkisstjórnin sem falið var að hjálpa Íslandi, hefur einungis aukið á erfiðleikana og gengið í lið með andskotum okkar ?

Björn segir: "Norðmenn eru fyrir löngu búnir að gera upp hug sinn" og það hlakkar greinilega í honum. Þetta er hið almenna viðhorf Sossanna, að hlakka yfir óförum eigin þjóðar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 23:16

34 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fréttin er komin út um allan heim. Jóhanna Sigurðardóttir vill ekki að Ísland fái lánsfé á góðum kjörum. Þetta játaði hún í skeyti til ABC Nyheter: http://www.abcnyheter.no/node/97373 

Islands statsminister vil ikke ha gunstig lån

Og til ABC Nyheter skriver statsminister Sigurdadottir rett ut at Island slett ikke trenger noe slikt lån:

- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss.

Þar höfum við viðhorf Jóhönnu til Íslendskrar þjóðar. Nú þarf ekki að deila lengur um málið.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 23:43

35 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Strákar! Ég get ekki betur lesið út úr svari Noregs Jens en að hann sé að bjóða Jóhönnu upp í dans.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.10.2009 kl. 00:13

36 Smámynd: Björn Birgisson

"Norðmenn eru fyrir löngu búnir að gera upp hug sinn" og það hlakkar greinilega í honum. Þetta er hið almenna viðhorf Sossanna, að hlakka yfir óförum eigin þjóðar."

Skemmtileg kveðja  til mín frá Lofti Altice, hægri öfgamanni. Nú vitnar hann í fjölmiðla úti í heimi, til að réttlæta hatur sitt á Heilagri Jóhönnu. Lestu tölvupósta Jóhönnu og Stoltenbergs með hlutlausum gleraugum, ef þú átt þau til Loftur Altice. Þú ert farinn að minna mig á Sölva Helgason. "Þar sem gæfuleysið féll að síðum". Rökþrota hryðjuverkamenn gegn íslenskri alþýðu, undir forustu Drottins Oddssonar, fela sig nú á bak við lygatjöld Framsóknar, til að eigin aumingjagangur verði almenningi falinn. 

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 00:24

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Björn, það er ekki mér að kenna að Jóhanna er þetta mikla kjána-prik !

Þú skalt bara halda áfram að klappa fyrir henni, Björn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 00:34

38 Smámynd: Björn Birgisson

Alla vega klappa ég seint fyrir  þeim hægri öfgum sem þú stendur fyrir, Loftur Altice. Þú gumar af eigin rökhyggju, en gerir þig út sem hvern annan öfgamann, blindan á báðum, án heyrnar. Vondur kokteill, minn kæri. Víðsýni og virðingu fyrir skoðunum annarra þarftu að temja þér. Án þess ertu Íslandi ekki neitt.

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 02:12

39 identicon

Mér finnst þó virðingarvert að Framsóknarmenn reyndu að leita einhverra lausna í stað þess að sitja heima og bíða þess sem verða vill! Þarna er þó einhver dugur í mönnum sem er einmitt það sem við þurfum á að halda núna. Ástandið er slæmt og batnar ekki við að fara í felur og reyna ekki einu sinni - núna er málið að standa lappirnar og berjast áfram...annars er augljóst hvernig fer!

Guðrún (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:56

40 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Björn, við núverandi aðstæður væri skynsamlegt fyrir þig að reyna að verja Icesave-stjórnina með málefnalegum rökum, en ekki með þeim fúkyrðum sem þér eru venjulega töm. Betra væri þó fyrir þig sjálfan, að láta þetta vonlaua rekald algjörlega afskiptalaust.

Icesave-stjórnin er vissulega að falli komin og þú getur engin áhrif haft á atburðarásina, svo að örvænting þin er skiljanleg. Hins vegar er líf eftir Icesave, þótt ekki sé það pólitískt líf fyrir Jóhönnu. Hennar dagar eru auðvitað taldir, en þú Björn átt vonandi nokkur góð ár eftir.

Þess vegna ættir þú að reyna að byggja upp þína eigin framtíð sem manneskja. Þótt þú hafir einstaklega vont orð á þér í bloggheimum og flestir hafi nú þegar lokað á aðkomu þína, ættir þú að reyna að bjarga því sem bjargað verður af mannorð þínu.

Mín rálegging er því að þú hættir að halda uppi vörnum fyrir þetta lifandi lík - Icesave-stjórnina, eða að minnsta kosti að gera það í hófi til að takmarka þitt persónulega tjón. Kerlan hún Jóhanna er ekki einnar messu virði !

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 13:06

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég tek undir þessi orð Guðrúnar, það er virðingarvert að þeir skyldu leita lausna í stað þess að sitja um kyrrt í þunglyndi og senda tölvupósta út um allan heim, frábiðjandi sér hjálpina. Jóhanna er farin að minna á fíkniefnaneytanda sem er orðinn svo forfallinn að hann hafnar öllum leiðum til lækninga.

Ég vil svo þakka Lofti Altice Þorsteinssyni fyrir þær skörpu greiningar sem hann hefur birt hér á síðunni. Loftur er maður eljusamur, nákvæmur, rökfastur - eins og menntun hans sæmir - og það er alltaf fengur að honum í hvassri umræðu, hvort sem við erum með honum eða á móti.

Ég þekki Loft hvorki af öfgum né hryðjuverkum, ef Björn ætlar að nota þennan stimpil mætti hann aveg rökstyðja mál sitt - ekki það að mér finnist ástæða til þess að gerilsneyða umræðuna því það er nú einu sinni eðli bloggsins að menn tala fremur frjálslega hver til annars og ekkert við því að segja.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 13:09

42 Smámynd: Björn Birgisson

Loftur Altice, ég þakka hlý orð í minn garð. Ég verð nú að líta á athugasemd 40 sem skemmtilega tilraun til öfugmæla eða gríns. Straumur fúkyrðanna hér á blogginu er langt um þyngri frá hægri en vinstri. Ekki er ég saklaus, rétt er það, ekki þú heldur.

"Þótt þú hafir einstaklega vont orð á þér í bloggheimum og flestir hafi nú þegar lokað á aðkomu þína, ættir þú að reyna að bjarga því sem bjargað verður af mannorð þínu." ritar Loftur til mín. 

Ég veit ekki um einn einasta bloggara sem hefur lokað á athugasemdir frá mér! Veit um nokkra sem loka á alla. Nefni Hannes Hólmstein og Björn Bjarnason sem dæmi. Hafðu svo engar áhyggjur af mínu mannorði. Passaðu heldur þitt, minn kæri

Ég geri mér ágætlega grein fyrir erfiðri stöðu ríkisstjórnarinnar. Það er ekki vel til fundið hjá þér að kenna hana við Icesave. Það á betur við aðra stjórn. En látum vera.

Er allt mögulegt í stjórnmálum? Ef stjórnin springur, getur Sjálfstæðisflokkurinn setið einn í minnihlutastjórn til vors, varinn falli af vinum sínum í Samfylkingunni?  ............... og tekið til eftir sig?

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 13:41

43 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Björn, ég hef tillögu um hvað eigi að taka við þegar Icesave-stjórnir er spungin. Að mínu mati eru tveir möguleikar í stöðunni.

A. Minnihlutastjórn VG, Framsóknar og Hreyfingarinnar - studd af Sjálfstæðisflokki. Þetta er hugmynd sem ég viðraði fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að fara í stjórn á þessu kjörtímabili, meiri endurnýjunar er þörf í þingliði hans áður en ég mæli með stjórnarsetu.

B. Utanþingsstjórn, skipuð eðlilega af forseta landsins. Kosningar yrðu þá við fyrsta tækifæri.

Báðir þessir kostir eru í mínum huga "góðir kostir". Samfylkingin hefur bara valdið vandræðum, allt frá því að hún kom inn í Þingvallastjórnina. Stærsti hluti okkar vandamála mun leysast bara við að losna við Sossana.

Baldur, þakka þér vinsamleg orð sem ég met mikils.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 14:04

44 Smámynd: Björn Birgisson

Loftur Altice, það er mjög slæmt fyrir stuðningsmann flokks að treysta ekki, eða hafa enga trú á eigin þingliði. Kannski svipað og eiga langt flug fyrir höndum, vitandi að áhöfn vélarinnar er öll réttindalaus!

PS. Ef ég hef vont orð á mér hér á blogginu, á það væntanlega mest við um álit hægri manna á mér. Það lít ég á sem upphefð - og þakka auðmjúkur fyrir mig!

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 14:27

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst almenningur upp til hópa vera ósáttur við þann mannskap sem nú situr á þingi. Borgarahreyfingin flæmdi sína þingmenn hreinlega burtu. Sjálfstæðismenn tala um að hreinsa þurfi til í þingliðinu því þar eru margir alltof tengdir bankahruninu. Vinstri grænir sitja uppi með fólk sem óhæft er til bæði orða og verka. Samfylkingin er kannski veikasti þingflokkurinn, þar skjögra menn um þingsalina draugfullir og blygðast sín ekki fyrir að fara í pontu slefandi af drykkju. Þetta er versti þingheimur sem ég man eftir. Framsóknarmenn eru kannski heppnastir allra því þeir framkvæmdu hundahreinsun fyrir kosningarnar.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 17:20

46 Smámynd: Björn Birgisson

Samt er nú einhver helvítis hundur í þeim! Hefði ekki íhaldið átt að fara í Noregsförina með þeim? Ræða við flokksbræður og komast svo í Fríhöfnina?

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 17:41

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég botna ekkert í þessari gremju ykkar kommúnista í garð þessara framtakssömu Framsóknarstráka.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 17:43

48 Smámynd: Björn Birgisson

Veistu hver borgaði fyrir þetta feigðarflan yfir hafið? Kannski Alþingi? Örugglega ekki þeir sjálfir. Það væri ekki í anda Framsóknar.

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 18:07

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þingmenn eru á ferð og flugi og því miður hafa þeir ekki sent mér afrit af bókhaldi sínu.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 18:13

50 identicon

Já Baldur minn, hamarinn fer mér vel  í hendi :-) 

Skil ekkert í þér að vera ekki búin að nota tækifærið og skreppa í sunnudagsrúnt með frúnna hingað í Hveragerði og hitta mig :( og nú er það að verða of seint. Knús á þig púkinn þinn og hafðu það sem allta best. :-)

(IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:30

51 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jákvæðar fréttir frá skilanefnd Landsb. Jákvæðar fréttir frá lífeyrissjóðunum. Berjaspretta var með besta móti í ár og hrútspungar verkast vel í Múlakaffi.

Árni Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 00:39

52 Smámynd: Steingrímur Helgason

Enda eðalpöngaverkun þar, Jóhannezinn fer fallega með arfleiðina í kjallaranum...

Steingrímur Helgason, 13.10.2009 kl. 00:52

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eru hrútspungarnir að verkast vel í Múlakaffi? Flottur gaur Jóhannes. Er þá ekki landið að rísa aftur?

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 10:49

54 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nákvæmlega Baldur. Landið er að rísa. Aldrei mun nokkurt það land rísa sem ekki fylgist með sínum htútspungum í aðdraganda Þorra.

Árni Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 12:02

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Árni. Þegar menn snæða hrútspungana mun rifjast upp fyrir þeim að afkomendur víkinganna hafa séð það svartara og lifðu þó.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 340346

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband