Vinstri maður með fullu viti - loksins

Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Vinstri maður á þingi sem vit hefur á fjármálum. Hve margir voru þeir í Íslandssögunni? Ég man eftir Gunnari Svavarssyni, Lúðvík Jósepssyni og Geir Gunnarssyni. Man einhver eftir fleirum?

Ég er hjartanlega feginn því að það skuli vera einhver viti borinn maður innan borðs í ríkisstjórnarflokkunum. Kemur mér ekkert á óvart að það skuli þá vera hjá Vinstri grænum en ekki ógæfufólkinu í Samfylkingu.

Vonandi mun þetta lið hafa Lilju Mósesdóttur með í ráðum eftirleiðis.


mbl.is Allt tekið með í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ssammála. Hún er greinilega ekki orðinn "alvöru íslenskur" stjórnmálamaður ennþá. Er með jarðsamband.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er rétta orðið. Jarðsamband. Ég er ekki farinn að trúa því að stjórnin ætli sér að berja heimilin enn dýpra niður í örvæntinguna. Sýnir best hugarfarið hjá Steingrími og Jóhönnu. Þar fer saman illmennskan og fúlmennskan.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 14:43

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það fer að verða áleitin spurning hvort stjórnmálamenn sem eru búnir að vera svona lengi í djobbinu, ráði við nýtískulegar hamfarir eins og þessar. Þetta virðast vera lausnir sem hafa verið notaðar í áratugi, og hafa aldrei virkað, ekki einu sinni í góðæri.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 14:52

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Daníelsson er víst sérfræðingur í kreppum, snjall maður og ætti kannski að vera nærtækur til ráðagerða, en hann er sagður erfiður í skapi svo það er kannski ekki í stöðunni.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 14:54

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Heyrst hefur að Jón Dan.sé afspyrnu lélegur kennari, en oft ratast kjöftugum satt orð af munn.

Vinstri maður með fullu viti, nokkuð nýtt sem sjaldan skeður .

Ragnar Gunnlaugsson, 29.5.2009 kl. 15:14

6 Smámynd: Páll Blöndal

Það voru hægri hlunkar sem komu okkur á hausinn
Eru allir hægri menn með alzheimer á lokastigi?

Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 15:19

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnar, þetta er gamla sagan - það er eitt að kunna og allt annað að geta kennt öðrum það sem maður kann. En varðandi vinstri menn með fullu viti - við verðum eiginlega að skrá niður þessi sárafáu tilfelli og halda þeim til haga. Ágætis rannsóknarefni fyrir vísindamenn.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 15:19

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað ert þú að rausa um hægri hlunka, Páll Blöndal. Hægri hlunkar ráða að vísu í Kópavogi en þeir ráða ekki yfir heiminum. Gordon Brown til dæmis, kratagægnsi og stýrir breska verkamannaflokknum. Viltu vita hvernig hann talaði fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna?  Lesu þetta og talaðu svonum hægri hlunka:

The better, and in my opinion the correct, modern model of regulation
– the risk based approach - is based on trust in the responsible
company, the engaged employee and the educated consumer, leading
government to focus its attention where it should: no inspection
without justification, no form filling without justification, and no
information requirements without justification, not just a light touch
but a limited touch.
The new model of regulation can be applied not just to regulation of
environment, health and safety and social standards but is being
applied to other areas vital to the success of British business: to
the regulation of financial services and indeed to the administration
of tax. And more than that, we should not only apply the concept of
risk to the enforcement of regulation, but also to the design and
indeed to the decision as to whether to regulate at all.
Speech by the Rt. Hon. Gordon Brown MP, Chancellor of the Exchequer,
at the CBI Annual Conference in London, 28 November 2005

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 15:25

9 Smámynd: Páll Blöndal

Baldur, eins og það eru til kellingar af báðum kynjum,
þá fnnast hægri hlunkar í öllum flokkum, í öllum gervum.

Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 15:43

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll, fæ ég leyfi þitt til að vísa í þessa athugasemd þína sem "sígilt dæmi um hártogun" ?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 15:48

11 Smámynd: Páll Blöndal

Baldur, þetta er engin hártogun.
Hægri maður (hlunkur) er maður sem framkvæmir og/eða aðhyllist
hægri stefnu, hvar í flokki sem viðkomandi er.
Er það eitthvað snúið?
Annars vorum við að tala um íslenska stjórnmálamenn, þannig
að hártogunin er þín.

Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 16:03

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það gengur ekki lengur að flokka svona eins og þú gerir. Þegar kratar og kommar aðhyllast einhverja stefnu þá er engin leið að kalla hana hægri stefnu - þótt hún hafi kannski einhvern tíma verið studd að hægri mönnum eingöngu. Þessi gamla markalína milli hægri og vinstri er öll á iði.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 16:18

13 Smámynd: Páll Blöndal

Látum skilgreiningarnar liggja á milli hluta.

En það sem ég sagði var:

Hægri menn (Sjálfstæðisflokkurinn með aðstoð Framsóknar)
komu okkur í núverandi stöðu.
Ekki reyndist fjármálavitið mikið þar.

Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 16:27

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er sanngjarnt að kenna þeim um bankahrunið? Ég er ekki viss. Ef ekki hefði til komið hin illa, alþjóðlega fjármálakreppa þá hefðum við sloppið. Nú eru Bretland, Bandaríkin og mýmargar þjóðir aðrar í geysilegum kröggum. Ekki er það D og B að kenna.

Það er spurning hvort ríkisstjórnin hefði getað afstýrt hruninu þegar viðvörunarbjöllur tóku að klingja. Fræðimenn hafa dregið það í efa. En ef svo væri, þá ætti Samfylkingin ærinn hlut að því máli.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 16:31

15 Smámynd: Páll Blöndal

D&B eru saklausir af alþjóðlegu bankakreppunni.
D&B eru hönnuðir einkavæðingar bankanna og þess umhverfis sem þeim var skapað.
Sf svaf á vaktinni með D í aðdraganda hrunsins og á því sína sök.

Ég er ekki dómbær á að segja til um hvenær það var orðið of seint að
afstýra hruninu. Til þess skortir mig hagfræðiþekkingu.
En þáverandi forsætisráðherra og verkstjóri ríkisstjórnarinnar er menntaður hagfræðingur.
Því miður nýttist ekki "þekking" þess ágæta manns.

Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 16:48

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

D og B skorti framsýni þegar þeir einkavæddu, það er engin spurning. Svona eftir á - og það er auðvelt að vera vitur eftir á - er ljóst að enginn sá fyrir gríðarlega vaxtarmöguleika bankanna og hve háskalegir þeir gætu orðið. Enginn sá heldur fyrir það botnlausa siðleysi sem bankarnir urðu ofurseldir. Ríkisstjórnin bjó til áramóta bombu sem reyndist vera atómbomba. Reyndur bissnissmaður sagði mér á sínum tíma að bankarnir hefðu sloppið ef ekki hefði til komið hin alþjóðlega fjármálakreppa - en ef til vill hefðu þeir samt farið á hausinn, hver veit.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 16:55

17 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mér þykir vænt um, Baldur (minn), að þú skulir vera orðinn vinstri maður. Batnandi mönnum er best að lifa.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.5.2009 kl. 17:04

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ Benax, gerðu mér ekki þetta.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 17:05

19 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Blað skilur bakka og egg en sjálfstæðismann og vinstri grænan fær eilífð aldrei aðskilið.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.5.2009 kl. 17:22

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er eitthvað í fari þínu sem minnir mig á Schopenhauer. Hefurðu dálæti á honum?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 17:27

21 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Já.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.5.2009 kl. 18:14

22 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill Baldur. Lilja er glögg kona. Góðir kostir í stöðunni eru sárafáir, en þeir vondu fjölmargir. Hækkanir á bensíni, brennivíni og tóbaki eru léttvægar. Almenningur getur hætt að drekka (ekki ég) og reykja (ekki ég), eða minnkað neysluna (bara frúin), til að eiga fyrir öðrum hækkunum sem af þessu leiða. Bensínkaup er auðvelt að minnka. Bara ganga meira og hjóla. Sameinast um bíla á leið í og frá vinnu. Fara í útilegu í Grindavík, splunkunýtt glæsilegt tjaldstæði, í stað Grímsstaða á Fjöllum eða Egilsstaða.

Þjóðin hættir að drekka, reykja og aka eins og vitleysingar út um allar koppagrundir. Þá verða engin aukaútgjöld hjá fólkinu - bara sparnaður. Látum styrki til flokkanna stoppa upp í götin.

Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 19:28

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Björn, þessi tegund hækkunar er morð. Hvar er þessi niðurskurður sem kerlingarálftin var alltaf að ýja að?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 19:34

24 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, niðurskurðurinn kemur um áramótin með nýju fjárlagafrumvarpi, kvíddu engu, hann kemur. Morð? Smá hækkun á búsi, nöglum og neftóbaki og bensíni líka. Hvar eru líkin?

Innan sviga. Velur þú ekki alltaf það ódýrasta á bílinn?

Var einkavæðing bankanna morð? Þjóðarmorð? Hverjir tóku þá í gikkinn? Ekki kerlingarálftin sem þér er svo kær, svo mikið er víst.

Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 20:33

25 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég gat ekki nema skelli hlegið að þessu nýja starfi fyrir vísindamenn.

Ég er í góðum málum er með eigin lífeyrissjóð og fæ hækkun á honum á móti bensín og brennivíns hækkunum en þetta skulduga fólk má éta það sem úti frýs þar er nú heilagri Jóhönnu og Skallagrími fyrir að þakka.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.5.2009 kl. 23:19

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnar, þetta er víst það sem "norræna velferðarstjórnin" kallar að "standa vörð um hagsmuni þeirra sem minnst mega sín".

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:02

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja seisei og svei, maður bregður sér hálfdauður frá og eru menn þá ekki bara að karpa um það sem allir hafa vitað fyrir lifandis löngu að myndi gerast í einhverjum mæli, og takið nú eftir, fyrst og fremst NEYSLUskattahækkanir, EKKI álögur á fyrirtæki beinlínis né á lýðin, en óbeint vegna vísitölustaðreyndar og áhrif hennar á verðtryggð lán.Niðurskurðurinn kemur já sem BB segir,NEMA ef vera skildi að Icesaveafturkippurtilgóðs yrði raunin, fiskur og ferðamenn gæfu sig áfram og enn betur, að ég tala nú ekki um ef þú Baldur færir að blogga meir um RAUNVERULEGT landsins gagn og nauðsynjar á borð við GOLF!

Alveg stórfurðuleg taugaveiklun finnst mér út af þessu í ljósi þess að SJS hefur boðað þetta í langan tíma.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.5.2009 kl. 00:29

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hættu nú alveg, Magnús. Bæði Steingrímur og Jóhanna hafa svarið og sárt við lagt að þau myndu slá skjaldborg um heimilin, en þau bókstaflega bera eld að heimilunum. Og svo lemja þau harðast þá sem minnst mega sín - skuldarana.  Magnús, þetta er sko engin stórfurðuleg taugaveiklun.

Hvað áttu við með hálfdauður? Varstu lasinn? Svínaflensa????

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:36

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, ét bara svín eins og svín, en smitast aldrei af neinu sem gæti tengst þeim.(er til dæmis ágætlega þrifin og ligg aldrei í stíum!) Slappur leppur bara svona eins og gengur, geðsjúkur, en samt ekki galin!

Fékk annars "hland fyrir hjartað" eitt kvöldið þegar ég var að lesa þig, minnir mig!? (það gæti þó verið hreinasta ef ekki haugalýgi!)

Nei, ekki um heimili "Reykbófa eða róna né bensínsullumbullara", en einhverra að hinum kannski?

Menn verða bara að taka þessu, afborganir sumra lána allavega sem tekin hafa verið með skynsemi og ráðdeild og ekki eytt í eitthvert sukk til víðbótar geta flestir ráðið við með hinum og þessum úrræðum sem bjóðast og það hafa sjálfsagt margir gert ef þurfa þykir. Þekki reyndar engar fjölskyldur sem eiga í einvherjum stórerfiðleikum, því fólk hefur upp til hópa sparað og mér finnst raunar enn allt fljótandi í peningum eða nóg af þeim hjá flestum.Þó Pétur Blöndal blessaður karlinn sé um margt skrýtin skoðannamaður, þá má hann eiga að vel er hægt að komat af með lítið og vel það, ef fólk bara leggur það niður fyrir sér. Þar væri ótalmargt hægt að telja upp, en þaað vita nú líka flestir.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.5.2009 kl. 17:42

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

"Eins og svín" virkar nú reyndar þarna sem mótsögn af versta tagi, viðurkenni það, er raunar alveg hrópandi hahaha!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.5.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 340325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband