Eru Sjálfstæðismenn að fara á taugum?

Hver sagði hvað og hvenær og hversvegna - og hvernig kom hann orðum að því? Eru Sjálfstæðismenn að ganga af göflunum? Þeir eru farnir að taka þátt af fullum krafti í bjánalega krimmaleiknum sem  fjölmiðlar spunnu upp í gúrkutíðinni fyrir páska.

Það var nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að þiggja þessa rausnarlegu styrki frá tveim ágætis fyrirtækjum. Lög sem takmörkuðu slíkar fjárgjafir voru sett síðar.

Fyrir nokkrum áratugum var hægri umferð lögleidd á Íslandi. Fram að þeim degi - fram að þeirri klukkustund og þeirri sekúndu - ríktu hér lög um vinstri umferð. Þeir sem óku á vinstra kanti fyrir breytinguna þurfa ekki að sæta viðurlögum núna.

Er þetta svo hræðilega flókið? Ég trúi því varla að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að skila peningum sem góðviljaðir menn gáfu honum. Ég trúi því ekki að óreyndu að Sjálfstæðisflokkurinn fari á taugum.

Fylgdu einhver undirmál þessum fjárframlögum? Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess. Hafi FL gert sér einhverjar vonir um sérstaka fyrirgreiðslu þá varð alla vega aldrei neitt úr neinu slíku, og heldur finnst mér vafasamt að áfellast menn fyrir hugrenningar - hversu ókræsilegar sem þær kunna að hafa verið.


mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góð samlíking hjá þér Baldur, að nefna hægri- vinstri umferðina.

Ég hef á liðnum mánuðum kvartað undan því, að menn skilja ekki eða látast ekki skilja mikilvægi leikregla.

Hvernig ætli gengi að halda skákmót ef allir væru með sértúlkun á skákreglunum ? Hvernig væri að menn færu að taka upp vitræna umræðu í þessu samfélagi, í staða þess að reika um eins og vitstola hjörð ?

Fyrstu viðbrögð við "smjörklípu-hernaði" (smear campaign) eru alltaf þau heimskulegustu. Menn halda að það sem borið er á borð sé rétt og merkilegt. Þegar menn síðan hugsa málið sjá þeir í gegn um ráðbruggið og skammast sín. Ég hygg að yfirstandandi atlaga að Sjálfstæðismönnum muni enda með þeim hætti.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.4.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru atvinnu allmannatengslafulltrúar sem skapa þetta fár.  Þeir ganga með nafnspjöld með skammstöfuninni PR Consulent; Expert in DCM (Damage Control Managment) en ættu að vera merktir með viðvöruninni EIHI (Experts in Issuing High Invoices). 

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki sammála greiningu Lofts um að þetta sé árás á flokkinn. Vandinn kemur innanfrá og birtist í ráðleysi. Auðvitað renna andstæðingarnir á blóðbragðið, við hverju búast menn.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, þetta er eins hárrétt hjá þér og frekast getur verið. Auðvitað reyna menn að koma höggi á pólitískan andstæðing -  og þar sem fjölmiðlar eru frekar andsnúnir íhaldinu má alltaf búast við svona uppákomum. Viðbrögð íhaldsins voru klaufaleg. Við hefðum þurft að hafa Kolku við hlið Bjarna í stað Þorgerðar.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst athyglisvert Sigurður, að nokkur skuli vera til sem ekki kennir "smjörklípu-bragðsins".

Læturðu þér detta í hug, að fréttin um styrkinn frá FL Group hafi verið tilviljun ? Hefurðu einhver rök fyrir þessari skoðun ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.4.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvers vegn voru lögin um fjárgjafir sett?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.4.2009 kl. 13:32

7 Smámynd: ThoR-E

Þetta er líka spurning með að flokksmenn lugu ... eftir að þetta kom í ljós.

Ég veit ekki hvort er verra, að taka við þessum styrkjum, eða að ljúga að kjósendum 2 vikum fyrir kosningar.. í einhverju sorglegu damage control.

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 13:32

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, hverju lugu menn? Menn báru sig vandræðalega - en lugu þeir?

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 13:51

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, voru lögin ekki sett vegna:

1) öfundar,

2) ótta um að fyrirtæki myndu kaupa sér pólitískan stuðning.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 13:52

10 Smámynd: ThoR-E

Spurning með Kjartan, hann sagðist ekkert hafa vitað. Það er náttúrulega bull.

Maðurinn var á skrifstofunni, með prókúru á reikninga flokksins þannig að hann getur ekki hafa annað en vitað af tugmilljóna styrkjum.

Ég trúi samt Þorgerði Katrínu. Varaformaður hefur ekkert með fjármál flokksins að gera. Mér finnst Bjarni hafa gert mistök þegar hann dróg í land með að þáverandi framkvæmdastjóri hafi vitað af þessu.

Það voru gerð mistök eftir þetta. Flokkurinn náttúrulega í hálfgerðu sjokki að fá þetta í andlitið 2 vikum fyrir kosningar.. og það var reynt að klóra sig út úr þessu.. en það tókst hálf brösulega eitthvað :Þ

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 13:57

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, ég skildi Kjartan á þann veg að hann hafi ekki vitað um þetta mál fyrr en allt var klappað og klárt. En auðvitað er út í hött að túlka svona orð annarra manna um atburði sem gerðust fyrir löngu - og voru ekki á nokkurn hátt saknæmir.

Hitt er örugglega rétt hjá þér, að mönnum krossbrá og fóru að tala út og suður áður en þeir höfðu hugsað málið í botn. Viðbrögð manna gefa óneitanlega vissa vísbendingu um hvern hug þeir bera til Guðlaugs Þórs. Mér finnst vanta tilfinnanlega hjá Sjálfstæðisflokknum afdráttarlausa hefð í þá veru að láta hagsmuni flokksins ganga fyrir sínum eigin. Nú ætti Guðlaugur að víkja til hliðar. Það myndi hreinsa andrúmsloftið. En kosningarnar eru gjörtapaðar.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 14:04

12 Smámynd: ThoR-E

Kosningaúrslitin verða Sjálfstæðisflokknum ekki góð.

Þetta er eflaust ekki ólöglegt, en siðlaust er það.

Og fátið sem kom á menn þegar þetta kom í ljós, var ekki traustvekjandi :P

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 14:21

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekkert siðlaust að þiggja stuðning. Ég get í mets lagi fallist á að það hafi verið óskynsamlegt. Flokkurinn mun tapa fyrst og fremst vegna þess hve klaufalega hann hefur brugðist við. Hann hefði koltapað samt. Hvort hann fær 18% eða 24% skiptir litlu máli núna. Kannski best að tapa nógu ógurlega og byrja síðan með autt blað á borðinu.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 14:26

14 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki öll þjóðin meira og minna að fara á taugum? Algjörlega óháð því hvar í flokki menn standa. Get ekki betur séð.

Björn Birgisson, 13.4.2009 kl. 15:00

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Horfðirðu á US Masters? Ég horfði á alla 4 dagana, límdur við skjáinn. Gærdagurinn var hrikalegur. Ég hef aldrei séð úrvalsspilara fara eins á taugum og þá Cabrera, Kenny Perry og Chad Campbell í bráðabananum. Við tveir hefðum malað þá.

Sjálfstæðismenn eru orðnir svo hvekktir að þeir sjá draug í hverju horni um hábjartan daginn. Svo vantreysta þeir Guðlaugi, það er deginum ljósara. Við Sjálfstæðismenn erum eins og þú veist afskaplega heiðvirðar sálir en stundum svolítið einfaldir.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 15:08

16 Smámynd: Björn Birgisson

Svo fara sumir sérstaklega til að heimsækja Tanga-Tómas! Sá ekki Masters. Ætti kannski frekar að glápa á skjáinn en slá sjálfur. Það er komin kreppa í golfið mitt!

Björn Birgisson, 13.4.2009 kl. 15:45

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þetta með einfeldnina sé rétt hjá þér Baldur enda ekki nein skárri skýring í boði. En ef einfeldnin er flöskuhálsinn hvað er þá til ráða. Ef þið tækjuð ykkur nú saman í andlitinu og settuð í gang "átak gegn einfeldni í flokknum!" og hefðuð til dæmis Bjarna Ben á flettiskilti í fullri líkamsstærð með þessa áletrun á spjaldi með bláu letri, myndi þá einfeldnin minnka?

Ég er ekki viss en líklega er þetta tilraunarinnar virði. En ekki er öll sagan sögð með þessu því ef þetta bæri nú árangur, hvað þá???? Það yrði umsvifalaust ráðist á flokkinn og nú af endurnýjuðum krafti og hann sakaður um tvöfeldni!

Ef ég væri sjálfstæðismaður þá myndi ég bara sætta mig við einfeldnina.

Við Íslendingar erum svo tvöfaldir að við höfum alltaf horn í síðu þeirra sem sýna af sér tvöfeldni. 

Árni Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 17:14

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það var Tanga-Tómas og hleðslur hans í fyrradag; hringborgin sunnan við Straumsvík í gær; Búrfellsgjá og Búrfellsrétt í dag. Ég hef alveg makalaust yndi af fornum hleðslum. Hef ferðast um Írland þvert og endilangt til að skoða gamlar hleðslur. Kárahnjúkastíflurnar eru svona nútíma-hleðslur, þú skilur.

Varðandi golfið: 95% af ánægjunni er að finna sér rétta félagsskapinn.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 17:31

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þegar menn eru orðnir gamlir og sjúkir finnst þeim gott að deyja. Þegar ég horfi á Sjálfstæðisflokkinn og þær hnútur sem þar fljúga um sali, þá sé ég að baráttuþrekið er víða þorrið. Þá eiga menn að draga sig í hlé og hleypa æskunni að.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 17:34

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Loftur, það getur einmitt vel verið að það sé mikið smjörklípubragð af þessu eins og þú segir.  Ágætur frændi minn og góðvinur, sem er mikill sjálfstæðismaður, undirbjó mig undir þetta strax undir lok landsfundarins.  Daginn sem fréttin birtist hringdi hann í mig og sagði:   "Manstu hvað ég sagði" Ég ætla ekki að nefna nein nöfn hér en viðkomandi sá þetta allt fyrir og þekkti handbragðið.  Ég þykist vita að þið skiljið hvað við er átt fyrr en skellur í tönnum.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 18:50

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það sem mér finnst magnaðast er að það nefnir enginn sjörklípumanninn, innvígða og innmúraða.

Þetta er þvílíkt TABOO! 

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 18:53

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Smjörklíputrixið er í því fólgið að þú fitjar upp á einhverju tilefni fyrir andstæðinga þína til að rífast yfir - þeir eru þá til friðs um önnur mál á meðan. Það er enginn smjörklípuþefur af þessu máli. Nú ætti Gulli að stíga til hliðar hvort sem hann hefur gert eitthvað af sér eða ekki, mestu skiptir að klára kosningarnar á eðlilegan hátt.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 19:00

23 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú ferð villu vegar Sigurður, ef þú heldur að yfirstandandi "smjörklípu-hernaður" (smear campaign) gegn Sjálfstæðisflokknum sé gerður að undirlagi manna innan flokksins. Þú hefur áður bullað um þetta mál og ekki fer þér fram.

Það liggur fyrir, að málið byrjaði hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins. Hvaða stjórnmálaflokkur á innangengt hjá þeirri ríkisstofnun ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.4.2009 kl. 19:31

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Loftur, eg þakka þér þessar upplýsingar. Ég er eins og þú veist ekki fróður um Sjálfstæðisflokkinn og enn síður um Skattarannsóknarstjóra. Mér var og er síður en svo í mun að koma af stað einhverri kjaftasögu sem ekki var fótur fyrir.  Ég hafði þessa ábendingu frá manni sem þekkir álíka vel til innan flokksins og þú. Hann bar ekki fyrir sig upplýsingar frá fyrstu hendi heldur sagðist hann "þekkja handbragðið".   Ég ætla ekki að rökræða neitt í þessum efnum enda skortir mig allar forsendur til þess aðrar en ég hef áður nefnt.  Þú segir: "Það liggur fyrir, að málið byrjaði hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins."   Spurning mín er: Hvernig liggur það fyrir?

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 20:27

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Loftur, það gerir mál Sjálfstæðisflokksins ekki betra ef málefni hans eru viðfangsefni Skattarannsóknarstjóra eins og þú segir. 

Til að bæta gráu ofaná svart er Ríkisendurskoðun falið að rannsaka meint mútumál. 

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 20:31

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn reynist vera á kafi í vandamáli sem öllum var búið að vera ljóst í mörg herrans ár sé ég engan atburð hafa orðið. Pólitík gömlu flokkanna er böðuð í spillingu en nokkrir einstaklingar hafa þar haldið haus og flestir treyst þeim. Nú hefur komið í ljós að Samfylkingin er löðrandi í gömlum grútarkleprum og Framsókn þarf auðvitað ekki að nefna. Ég vil sjá greiðslur til borgarfulltrúa gegn um prófkjörsbaráttur og margt fleira vil ég sjá.

Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega tapa miklu á þessu bulli og þó mest vegna þess að formaðurinn brást í markvörslunni og gerði hvert sjálfsmarkið öðru verra. Það var engin von til þess að fólk tryði því að þessar greiðslur hefðu verið leynigreiðslur á vitorði tveggja manna. Hvers konar regin bull halda menn að gangi!

En eftir allan þenna skotgrafahernað er Samfylkingin löskuð umfram aðra flokka. Þessi flokkur heiðarleika og sakleysis fimmfaldaði styrkjasjóðinn ári fyrir breytinguna.

Árni Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 22:01

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, kannastu við hugtakið "öfundlaus" ? Sumir menn eru einhvern veginn þannig gerðir að annað fólk öfundar þá ekki. Þegar þessir menn eignast eitthvað með prettum er þeim ekki álasað. Þeir sigla gegnum lífið og er aldrei álasað, sama hvað þeir brjóta af sér. Samfylkingin er þessháttar fyrirbæri en Sjálfstæðisflokkurinn ekki.

Hafi einhver áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum látið þessa styrkveitingu hafa áhrif á gerðir sínar, þá ber honum að stíga til hliðar. En það var í sjálfu sér á engan hátt refsivert að þiggja styrkina. Menn verða að gera greinarmun á þessu tvennu.

En að ræða þetta mál á vitrænan máta er líklega eins og tveir hermenn fari að rökræða um eðli styrjalda í miðri stórorustu.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 22:09

28 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Mikið rosalega ert þú fjáður Baldur ! Þú sérð ekkert að því , að sauðsvartur almúginn á þessu örreytis skeri taki að sér að borga hundruði milljóna í kosningastyrki . Maður sem lætur svona orð frá sér fara munar ekki um að rétta mér , þó ekki væri nema eina milljón , svo ég geti farið í reysutúr einn almennilegan . Það þarf tæplega að opna augu þín fyrir því , hverjir greiði þessi meðlög , ekki er það krógafaðirinn .

Hörður B Hjartarson, 13.4.2009 kl. 22:09

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég er ekki að ræða um framlög ríkisins til stjórnmálaflokka, það er allt önnur saga. Ég er bara að tala um styrkveitingar FL og Landsbanka.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 22:12

30 Smámynd: Eygló

Sá sem vill veita styrk og styrkþeginn þiggur... er eitthvað að því?

Hitt eru svo viðbrögðin þegar þeginn er spurður, - þá fer hann hringinn í kringum landið, Krýsuvíkurleiðina, enda krísutímar.

Þegar viðbrögð og svör eru afspyrnu klaufaleg, kyndir það undir kolum annarra púka.

Eygló, 13.4.2009 kl. 23:40

31 Smámynd: Björn Birgisson

Guðlaugur Þór er að fara á taugum. Ríkisendurskoðun í málið? Af hverju ekki bara Interpol? Af hverju birtir hann ekki bara bókhaldið sitt, stílfært og lagfært af kunnáttufólki og kemur út jafnvel fallegri en frúin hans? Kannski ekki séns á því. Stattu fast á þínu, Baldur minn, það gerir það enginn fyrir þig. Flott þetta með hleðslurnar, heillast alltaf af þeim, en veit lítið í minn hárlausa haus um þær. Sýnist þó að Kárahnjúkahleðslan sé að breytast í eitt allherjar tundurskeyti. 

Björn Birgisson, 14.4.2009 kl. 00:09

32 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Má ég minna á, að Össur og Jóhanna hafa ekki axlað sína ábyrgð !

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.4.2009 kl. 00:16

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Loftur, af því  að þú tókst upp á því að þrátta við mig um þetta og ekki síður af því að ég er dálítið forvitinn að eðlisfari renndi ég yfir fréttir af málinu bæði í Mbl og RUV og niðurstaða mín er sú að jafnvel þó fyrsta vitneskja um málið hefði komið frá Skattarannsóknarstjóra eins og þú segir þá er algjörlega útilokað að málið hefði tekið þessa stefnu án atbeina flokksmanna sem þekkja vel til. Þetta sérð þú auðvitað sjálfur ef þú rennir yfir fréttir á RUV frá því á skírdag. Agnes gæti ekki hafa fengið þessar upplýsingar úr bókhaldsdeild og enn síður frá Skattarannsóknarstjóra. Þetta er svo augljóst að það segir sig sjálft.

Sigurður Þórðarson, 14.4.2009 kl. 06:40

34 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurður, að því er ég bezt veit, birtist fyrsta fréttin um málið á Visir.is, 07. apr. 2009 kl.18:34.

Hér er fréttin: http://www.visir.is/article/2009785301372

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.4.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 340328

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband