Framsókn mjakast inn í Samfylkinguna

Sjálfstæðismenn hafa sýnt aðdáunarvert langlundargeð andspænis ofríki og flumbrugangi vinstri flokkanna. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu upp á Framsóknarmenn að svíkja lýðræðið jafn herfilega og þeir hafa gert núna. Þeir makka möglunarlaust með kommaflokkunum og undirrita alla þá vitleysu sem frá þeim kemur. Nú mætti leggja þennan flokk niður - eða mjaka honum inn í Samfylkinguna eins og Ómar Ragnarsson gerði við Íslandshreyfinguna þegar hana þraut örendi.

Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og fleiri Sjálfstæðismenn hafa staðið lýðræðisvaktina af stakri elju. Þeir uppskera þakkir allra góðra Íslendinga fyrir það.


mbl.is Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Heyr!

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Anna Guðný

Þú segir nokkuð

Anna Guðný , 7.4.2009 kl. 18:11

3 identicon

ef þetta blogg er ekki djók þá er það mjög sorglegt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar sagan verður skrifuð þá mun þessi árás á stjórnarskránna af hálfu vinstri flokkanna og framsóknar verða einn af svörtustu atburðum íslandssögunar.

Fannar frá Rifi, 7.4.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fannar, ef vinstri flokkarnir fá að ráðskast með Ísland með fulltingi Framsóknar - þá verður engin Íslandssaga skrifuð framar.

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 18:33

6 Smámynd: Björn Birgisson

Bjöggi, Baldur skrifar þetta ekki sem djók, en veit þó að allir sem lesa skrifin álykta að svo sé. Eitt er gott við þetta allt. Sjálfstæðisflokkurinn skreppur saman með hverjum deginum sem líður, eins og bandormur í bullandi þurrki. Minnihlutinn á Alþingi hefur tekið meirihlutann í gíslingu og fótum troðið lýðræðið. Næsti leikur alþýðunnar í búsáhaldabyltingunni gæti verið að slá skjaldborg um þinghúsið og meina þingmönnum Sjálfstæðisflokksins inngöngu. Með háttalagi sínu hafa þeir sýnt að þangað inn eiga þeir afar takmarkað erindi.

Svo kjósum við eftir nokkra daga og þeir ná varla í svo sem eitt fótboltalið og fá alls enga varamenn!

Björn Birgisson, 7.4.2009 kl. 19:09

7 identicon

Hvort kemur á undan kæri bloggvinur? hænan eða eggið?. Sjálfstæðismenn bera þessa ábirgð. Held svona þér að segja af því að við erum vinir að Framsókn og íhaldið hafið notað hvort annað á hinum ýmsu tímum skoðaðu söguna.

Hitt er sagnfræðiverkefni framtíðar að skoða Framsóknarslektið...Annar bara þokkaleg svona

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:17

8 identicon

það er mjög umdeilt þetta með hænuna og eggið, því ég fæ engar nýjar hænur nema eiga egg, og engin eggin fæ ég nema eiga hænur, djö..... er þetta eitthvað flókið

(IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:59

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já leyndardómar líffræðinnar geta vafist fyrir besta fólki!

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 10:03

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Satt er það að fátt er þjóðum mikilvægara en að eiga trausta menn sem verja þær fyrir auknu lýðræði.

Þetta sáu þeir Davíð og Halldór þegar þeir stöðvuðu fjölmiðlafrumvarpið áður en það fór undir dóm þjóðarinnar.

En nú vil ég fara að fá úrskurð í þessu deilumáli um eggið og hænuna. Ég hef alltaf verið hallur undir þá skoðun að þarna skipti máli hvort um frjálsa hænu er að ræða eða pólitíska hænu úr búri.

Árni Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 10:34

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Davíð og Halldór gerðu rétt í því að draga frumvarpið til baka. Hamagangur fjölmiðlanna var búinn að trylla landslýð gersamlega og það voru næstum allir andvígir þessu frumvarpi. Við spöruðum geysilegar fjárhæðir með því að draga það til baka. Núna væri trúlega mikill meirihluti fylgjandi þessu frumvarpi en menn hafa um annað að tala.

Pólitíska hænan kom fyrst. Maðurinn er félagsvera. Þið verðið að fara að átta ykkur á því, þið þarna nýfrjálshyggjumenn!

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 10:47

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er nú óþarfi að ráðast á menn og brjóta þá niður Baldur.

En nú er ég alvarlega hugsi yfir því hvað ég eigi að kjósa. Það er óskaplega erfitt að komast að niðurstöðu í því erfiða máli. Þó hallast ég nú helst að því að kjósa þann frambjóðanda sem hefur fallegustu fæturna.

Árni Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 12:33

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, er það ekki staðreynd að stór hluti mannkynsvandræðanna stafar af þeirri áráttu að afneita náttúrunni?

Vinstri menn hafa leitt ómældar hörmungar yfir mannkynið með því að afneita þörf einstaklingsins til að vera einmitt það - einstaklingur.

Og nýfrjálshyggjumenn hafa stórspillt veröldinni með því að afneita þeirri staðreynd að menn eru félagsverur og geta ekki lifað án samfélags.

Á ég að gæta bróður míns? Og þá er ég ekki að spyrja hvort ég eigi að drottna yfir honum!

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 12:51

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og aftur, kæri Árni: hver hefur sagt að þú verðir að kjósa? Sittu bara sem fastast í þínum leðursófa, leggðu fætur upp á borð og lestu góða bók í staðinn fyrir að fara á kjörstað. Þeim tíma yrði vel varið.

Nú, svo geturðu alltaf lætt einni ferskeytlu á kjörseðilinn........

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 12:54

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég setti einu sinni ferskeytlu á kjörseðilinn og Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni en Framsókn tveimur. Það á að setja það í stjórnarskrána að vísur séu bannaðar á kjörseðlum.

Ertu svo að segja að ég hafi afneitað náttúrunni?

Mér sýnist þú vera að gefa það í skyn. En þú ert fyrsti maðurinn sem ber mér það á brýn.

Árni Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband