Flottir nýliðar fóru á kostum

Sjónvarpsþátturinn frá Vestfjörðum var miklu líflegri en formannaþátturinn á dögunum. Bráðskemmtileg rimma sem nýliðar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks unnu með glæsibrag. Þeir fóru á kostum meðan hinir höltruðu utan vega.

 

Gunnar Bragi Sveinsson verður þungaviktarmaður í Framsóknarflokknum. Harður nagli, vel upplýstur, rökfastur og skeleggur. Hann var skýr í svörum og afdráttarlaus. Framsóknarflokkurinn er ekki tilbúinn í banaleguna meðan hann hefur á svona fólki að skipa. Og það er gaman að heyra svona menn ræða málin. Maður fræðist af því að heyra þá tala. Hann fær ágætiseinkunn.

 

Ásbjörn Óttarsson er nýr hjá Sjálfstæðisflokknum og hann er stórkostlegur happafengur. Það er ekki á hverjum degi sem maður fyrirhittir Sjálfstæðismann sem kann bæði að tala og brosa og getur jafnvel gert hvort tveggja í einu. Ásbjörn er garpslegur í framgöngu, broshýr og skemmtilegur. Andstæðingar hans á pallinum gripu fram í fyrir honum og kommarnir í salnum gerðu að honum aðsúg, en hann tók öllu vel og lét ekki slá sig út af laginu. Það er heilsusamlegt að fá svona mótttökur. Þær eru bara til þess fallnar að herða garpinn unga. Framtíðarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Ágætiseinkunn.

 

Guðbjartur Hannesson er afar viðkunnanlegur maður og trúlega finnst vinstra fólki notalegt að kjósa hann. Hann hugsar og talar í klisjum eins og vinstri manna er siður. Ber ekkert skynbragð á atvinnulíf og fjármál. Meðaleinkunn.

 

Um aðra frambjóðendur þarf ekki að fjölyrða. Þeir eiga ekkert erindi á Alþing. Þeir fá allir falleinkunn.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Er þér bara alveg sammála,Guðbjartur er nú reyndar einn af fáum í Samfylkingunni sem virðist ofurlítið trúverðugur,en á atvinnumálum hefur hann lítið vit,en menn sem hafa vit á atvinnumálum vantar okkur á þing, þar er nóg af fólki sem kann að hækka skatta.

Ragnar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 21:54

2 identicon

Hvernig getur þú sagt að þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins hafi unnið einhvern sigur þarna, hann staglaði og sagði í öðruhverju orði að eitthvað væri kristalklárt og grundvallaratriði, aumingja maðurinn, ef það var einhver þarna sem stóð upp úr þá var það Gunnar frá Borgarahreyfingunni. Þó svo ég ætli ekki að kjósa það framboð að þá var það hann seð stóð upp úr meðalmennskunni og frösunum sem þarna flugu. Hvað varðar framsóknarpésann þá talaði hann þvert gegn formanni sínum og ekki von á góðu ef þessi gosi fer á þing og í stjórn. Sigmundur Davíð er ekki öfundsverður með það fólk sem raðast hefur á þessa lista framsóknar og tel ég að ef hann hefði fengið að ráða meira en hann gerir þá hefði Framsókn tekið flugið, en þarna er allt fullt af smá kóngum sem eru búin að eyðileggja fyrir Sigmundi. Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, þá eru liðsmenn hans alltaf sammála öllu sem þingmenn og forysta halda fram, sjálfstæð skoðun er ekki til, eða segðu mér hvenær þú hefur verið á móti einhverju sem forystan hefur haldið fram.

Valsól (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Valsól, þú drepur á svo margt að ég verð að leggja heilann í bleyti áður en ég svara þér almennilega. Vil þó minnast á að Gunnar Bragi Sveinsson sem er þarna fyrir Framsókn ætlaði að bjóða sig fram til formennsku í flokknum en dró sig í hlé. Þetta er kraftmikill maður og sjálfstæður. Það er ómetanlegt fyrir formann að hafa slíkan atkvæðamann við hlið sér. Hitt er því miður staðreynd að veikum formönnum hættir til að sanka að sér eintómum jámönnum. Ekki veit ég um styrk Sigmundar en Gunnar Bragi á eftir að fara langt á eigin verðleikum.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 22:00

4 identicon

Ég get að nokkru leiti tekið undir með þér Baldur en Gunnar Bragi þó góður drengur sé þarf að svara fyrir td. Framsóknarmenn í Skagafyrði þá á ég við aðkomu læriföður hans Þórólf Gíslason sem sagt aðkomu hans og nokkurra valinkunnra frammara að Gift áður Samvinnutryggingar.

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þorleifur, ég hef aðeins heyrt lauslega um það mál en þekki það sáralítið. En er réttlátt að láta Gunnar Braga svara fyrir syndir feðranna?

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 22:03

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, eins og ég er nú mikil og annáluð kuldatrunta, sjálfhverfur og viðskotaillur, þá leið mér illa að horfa á Jón Pétur Líndal (Lýðræðishreyfingin) og hlusta á hann. Hann ber nefnilega með sér að vera gæðablóð, vel gefinn og menntaður. Hvernig í ósköpunum fór hann að því að koma sér í þessa hræðilegu aðstöðu? Hann hefur greinilega aldrei haft áhuga á stjórnmálum, veit nákvæmlega ekkert um þau og gat alls engu svarað. Er hann fræðimaður? Ég hugsa eitt og annað en vil ekki tala um það sem ég hugsa.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég missti nú af hluta af þættinum en það sem ég heyrði þá sagði fulltrúi Sjálfstæðismanna að það mætti ekki hrófla við Kvótakerfinu, það mátti ekki hrófla við landbúnaði og milliliðum. Það mátti ekki ganga til viðræðna við ESB. Það átti bara að redda þessu einhvernveginn.

Hann sagði að ef menn hrófluðu við Kvótakerfinu færi allt í steik. En hann sagði ekki afhverju! Hann held ég talaði um að ef menn þyrftu að leigja kvóta væri það landsbyggðarskattur. Ég hélt nú að smábátaeigendur væru margir leiguliðar og kvótaeigendur væru nú flestir nú á höfðuborgarsvæðinu og Akrueyri flestir. Ef þeir eru ekki í útlöndum.

Er þetta ekki sami maður og er búinn að semja/selja vatnsréttindi á Snæfellsnesi til 95 ára til einhvers braskara frá Kanada.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús Helgi, hvers vegna láta menn allt í einu eins og það þurfi að breyta öllu í þjóðfélaginu? Það þarf engu að breyta! Hér var allt í himnalagi fyrir einkavæðingu bankanna. Ef hún hefði ekki farið á þann veg sem raun ber vitni, þá væri enn hér allt í himnalagi og við værum enn þá ríkasta þjóð heimsins. Það sýnir bara hvað fólk er vitlaust þegar það rigsar um heimtandi breytingar á öllu milli himins og jarðar.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 22:48

9 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, það þarf ekki að breyta miklu. Bara að halda Sjálfstæðisflokknum frá í svona 10-15 ár. Ræðum aðkomu flokksins að landspólitíkinni að nýju á elliheimilinu. Hlakka til. Verð með heyrnartækin!

Björn Birgisson, 7.4.2009 kl. 01:13

10 identicon

Ætla ekki að commenta um umræðurnar en það sem vakti athygli mína var hve fátt fólk mætti þarna í salinn, eða ætli RÚV hafi takmarkað  aðgang????

Ef frjáls mæting var þarna inn, er þetta bara ömurlegt hvað fólk lætur sig framtíðna litlu varða, nú og ef RÚV var að handvelja inn þá er það enn ömurlegra.

Annað þessir þættir verða vera mikliulengri, það er ekki fólki bjóðandi að engin tími sé fyrir frambjóðendur að svara því sem spurt er um. Fundarstjóri á svo að stjórna betur heldur en gert var þarna í gærkvöldi.

(IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:51

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjálfstæðis-glæpaflokkurinn má brosa, vera með kjaftavaðl eins og hann vill. Þú, Baldur ættir að koma þér sem fljótast úr þessum "sértrúarsöfnuði".

Pistillinn þinn er með alveg fádæmum dapurlegur. Ert að verja menninnia sem eru búnir að jarða megnið af íslensku þjóðinni, efnahagslega! Hættu nú þessu tuði!

Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 12:54

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þú ert búinn að híma svo lengi þarna í hitabeltisskóginum, önnum kafinn að handleggsbrjóta menn og éta kóbra-slöngur að þú veist ekkert um Ísland lengur. Hér ríkti fádæma góðæri fram til 2003. Það voru Davíðs-árin svokölluðu. Þá ríkti hér öndvegis hagstjórn. Svo einkavæddu Framsóknarmenn bankana og allt fór úrskeiðis. Við eigum að halda í þau gildi sem voru fyrir 2003 og gáfust okkur svo vel. Það var einmitt það sem Ásbjörn Óttarsson benti á og hann á því lofið fyllilega skilið. Ásbjörn veit hvað hann syngur.

Þú getur ekki tjáð þig um framgöngu manna í sjónvarpi hér uppi á Íslandi, því vísast sérð þú ekkert annað en klámmyndir í vídeóinu þínu þarna inni í skógarþykkninu. Hvernig smakkaðist kóbran í morgun?

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 13:12

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða menn hef ég handlegsbrotið Baldur? Ég hef skotið einsaka menn í lappirnar í Svíþjóð. Ég slæst ekki. Konan mín gerir það aftur á móti. Gæti hálsbrotið mann á broti úr sekóntu! (Kínversk/Tkalensk og er falleg og yndisleg)

Og því síður horfi ég klámmyndir! Ertu skáld Baldur?  Ég er búin að vera tæp 3 ár á Íslandi! Ísland er Djöflaeyja.  

Kíktu bara á myndina "Djöflaeyjan" eftir Hrafn Gunnlaugsson og þá sérðu megnið af mínum uppvexti.

Þá ert nú ekkert sérlega gáfaður Baldur enn þér er fyrirgefið vegna einangrarinnar þinnar á litlu sætu eyjunni!

Það var hunangslanga og og grænmeti í matin í dag. Hvað var í matinn hjá þér?.

Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 14:32

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Konan er lasin heima og steikti fyrir mig tvö egg og bar á borð fyrir mig ágætis brauð sem hún hefur bakað sjálf og á það smurði ég marmelaði sem hún hefur líka soðið sjálf. Svo treð ég lúkunni ofan í krukku og næ mér í hnefafylli af rúsinum. Það væsir ekki um mig þegar konan er heima.

Reyndar er Djöflaeyjan ekki eftir Hrafn Gunnlaugsson. Er hún ekki eftir Friðrik Þór?

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 14:39

15 identicon

Heyrðu mig nú Baldur ..... hér passar eitthvað ekki alveg .......Þú segir að konan sé   heima lasin, því í  fjandanum  er hún þá að stjana við þig?????  átt þú ekki að vera stjana við hana ?????? 

(IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:04

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla mín, ég myndi svo sannarlega stjana við hana ef ég kynni eitthvað fyrir mér í eldhúsinu og nennti yfirleitt að taka til hendi. Þar að auki fer mér eitthvað svo illa að bauka með diska og hnífapör svo það er víst öllum fyrir bestu að ég láti það ógert.

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 22:38

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe..þarna eigum við Baldur eitthvað sameiginlegt! 'eg get ekki soðið vatn án þess að eyileggja eitthvað í eldhúsinu.

Ég kann ekki einu sinni á þessa nýtýsku microfna! Annars er konan mí búin að banna mér að koma inn í eldhúsið.

Mikið líkar mér við Baldur þegar hann talar svona. Alvörukall!

Óskar Arnórsson, 8.4.2009 kl. 04:38

18 identicon

Jáhérna hér... hélt að minn maður væri síðasti móhíkaninn hvað þetta varðar, honum er nefnilega bannaður aðgangur að eldavél og þvottavél, það reyndust of mikil fjárhagsleg útlát fyrir heimilið  hans vinnuframlag í þeim efnum .

En hann hefur full réttindi á ryksugu og rusl

(IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:33

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, þessi Óskar, það er sko karl í krapinu og gaman að kynnast svona gaurum innan um allar mélkisurnar. Hehehehe. Flott þetta með kóbrurnar hjá þér.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 09:26

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurlaug, það gat nú ekki annað verið en svona vel gefin og yndisleg kona væri líka vel gift!

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 09:27

21 identicon

segir allt sem segja þarf.

(IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:46

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Berðu þessum flotta gaur kveðju mína! Sá kann nú að velja sér konu, verð ég að segja!

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 09:48

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég get alveg rygsugað ef það er búið að stinga henni ímband og stilla alla takka.

Enn mér er harðbannað að þvo föt!

Óskar Arnórsson, 8.4.2009 kl. 14:15

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sama hér. Ég er neyddur til að ryksuga alla íbúðina. Geri það eins sjaldan og ég kemst upp með og helst ekki fyrr en ég er farinn að hnerra viðstöðulaust. Mín fyrrverandi var skárri hvað þetta varðar, þar þurfti ég bara að ryksuga einu sinni á ári - fyrir jólin. Ég bara beit á jaxlinn og lét mig hafa það. Maður er svo sem ekki að kvarta.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 14:22

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, Sigurlaug! Ég er með svona réttindi að fara út með ruslið og rygsuga einstaka sinnum. Enn ég fæ ekki að setja neitt í microofninn vegna þess að þeir eyðilekkjast allir. Stundum fæ ég að gera kaffi undir eftirliti...  

Óskar Arnórsson, 8.4.2009 kl. 14:23

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

En hvað með svefnherbergið? Færðu þá nokkurn tíma að stíga þar fæti inn fyrir dyr?

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 14:26

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, mer er skipað að koma og sofa við hliðina á konunni minni. Hún er 25 árum yngri enn ég. Það voru bara 17 ár milli föður míns og móður sem bæði eru steindauð.

Það er alla vega gaman í svefnherberginu... ;)

Óskar Arnórsson, 8.4.2009 kl. 15:33

28 identicon

Baldur ... ég skal bera honum Sigga mínum kveðju þína með ánægju. En hann vissi hvert hann átti að leita því ég var stödd á hússtjórnarskólanum er hann kom á sínum vörubíl,  stórum Wolvo eða var það Scania,  úff þetta er svo langt síðan

Óskar þú er klárlega mjög kúgaður maður,  þér er bara svo til allt bannað míkróofnin fær minn maður að nota annars verður hann hungurmorða  þegar ég er ekki heima Mér sýnist að kona þín sé bara búin að finna upp alveg nýtt "næturgagn"  

(IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 20:34

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurlaug! 

Ég er algjörlega sammála um að það sé algjör kúgun fyrir kalla þegar eiginkonan er ekki heima.

 Það á að vera til leigueiginkonur til bráðabyrgða sem sjá um mann, gera mat, þvo af manni og ef þær líta vel út, mættu þær gjarna vera í svefnherberginu á nóttinni.

Ég skil ekki konur sem skilja ekki svona einföld mál. Konan mín hefur engan skilning á þessu.

Óskar Arnórsson, 9.4.2009 kl. 00:35

30 identicon

Óskar..... þú ert alveg gríðarlegur karlmaður, þér er svo einstaklega lagið að snúa hlutum á hvolf ef það hentar

(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 00:41

31 Smámynd: Óskar Arnórsson

Á hvolf Siguirlaug? Nú ertu bara að grínast! Allt fer á hvolf þegar konan mín er ekki heima. Svo segir mín konan alla vega..

Óskar Arnórsson, 9.4.2009 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 340287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband