Skattahækkanir fara í óráðsíu

Það þýðir ekkert að illskast út af skattahækkunum. Það er kannski ekki beinlínis neyðarástand - en slæmt ástand og við verðum að beita öllum tiltækum ráðum. Verst að vinstri flokkarnir munu ráðstafa þessum skattpeningum í hvers kyns ófrjóa óráðsíu eins og þeirra er vandi. Til dæmis ætla þeir að fjölga listamannalaunum um 33, sem er algerlega forkastanlegt. Það eru nú þegar allt of margir á þessari jötu. Best væri að afnema listamannalaun með öllu. Ef listamaður er einhvers virði munu menn kaupa framleiðslu hans. Þær skattahækkanir sem nú eru í bígerð munu fara að stórum hluta í svona óráðsíu og keyra okkur enn dýpra í fúafenið. Þetta er í raun bara ein tegund spillingar.
mbl.is Skattaákvarðanir um mitt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TÝPÍSKT fyrir þetta lið að ákveða þetta EFTIR kosningar!  Það á greinilega ekki að leyfa þjóðinni að ráða því.  Maður getur þó verið viss um að skattar hækka ekki ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda!  Þeir geta þó lofað því.

Freyr (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Enda listatengd starfsemi náttúrulega ekki að skila þjóðarbúinu neinum tekjum í þjóðarbúið

Héðinn Björnsson, 1.4.2009 kl. 11:19

3 identicon

Ætlaði að setja hér inn gáfulegt komment, en sá þá að Stefán Hreiðarsson var búinn að skrifa það fyrir mig. Tek undir með honum.

Finnur Birgisson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:14

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Því miður er flugufótur fyrir ásökun þinni, Stefán.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 12:15

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, sá maður er alls ekki illa á vegi staddur sem hefur Stefán J. Hreiðarsson til að hugsa fyrir sig.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 12:16

6 Smámynd: Björn Birgisson

Finnur Birgisson er skattasérfræðingur. Stefán J. Hreiðarsson er fallegur hugsuður, en hugsar ekki fyrir aðra. Finnur tók hér undir færslu Stefáns og getur, ef ég þekki hann rétt, lagt mörg orð í skattabelginn stóra, sem býður okkar allra. Þökk sé sofandi stjórnvöldum liðinna ára.

Björn Birgisson, 2.4.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband