Litlu glóparnir sleppa billega

Þetta er þægilegur dómur fyrir litlu glópana sem hugðust gera stjórnarbyltingu. Það væri óðs manns æði af þeirra hálfu að áfrýja til Hæstaréttar því hann getur ekki annað en þyngt dómana, ef eitthvað er. Það eina sem þarna orkar tvímælis er refsing bitvargsins, Andra Leós Lemarquis. Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamlega árás á lögregluþjón nær ekki nokkurri átt. Ég efast ekki um að Héraðsdómur dæmi samkvæmt lögum, en þá þarf að breyta lögunum í þá átt að þyngja verulega refsingar fyrir mótþróa gegn lögreglunni og árásum á lögregluþjóna.

Litlu glóparnir sleppa billega í þetta sinn og vonandi hætta þeir sér ekki lengra út á glæpabrautina.


mbl.is 2 í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að taka þetta mál aftur upp,lygar og falsburður starfsmanna Alþingis og lögreglumanna er þvílíkur. Sennilegast finnst þér Baldur þessi hópur fólks bera alla ábyrgð á erfiðleikum þjóðarinnar,þvílík er þórðargleðin hjá þér. Hér þarf byltingu líkt og hefur farið fram í arabalöndunum. Næst þarf að taka Kairó aðferðina á þetta rammspillta lið á Alþingi,það er hægt að telja á annari hendi þingmenn þá er skilja hjartslátt þjóðarinnar. ÞJÓÐIN ER Í HLEKKJUM.

Númi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 10:29

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Oft er grunnt á Þórðargleðinni hjá mér, en ekki núna. Þetta eru vægir dómar .... og í einu tilfelli allt of vægur ..... og ekkert til að gleðjast yfir. Raunar vafamál hvort yfirleitt sé tilefni að gleðjast yfir dómum. Þeir eru óhjákvæmilegir í réttarríki. Ekki viljum við taka upp blóðhefndir. Sé fyrir mér 40 harðsnúna lögregluþjóna naga útlimina á Lemarquis. En við fengum nóg af blóðhefndum þegar Flosi brenndi kofann á Bergþórshvoli. Svoleiðis skemmdarverk viljum við ekki aftur.

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 10:55

3 Smámynd: corvus corax

Lítil kamarsaga frá Skrípalandi.Ókunnur, “óvelkominn” maður þarf skyndilega að skíta. Hann leitar að salerni og finnur stærsta skítakamarinn í Skrípalandi. Hann gengur inn og þar sem hann er staddur í inngangi stærsta skítakamars í Skrípalandi ræðst skyndilega önugur kamarvörður aftan að honum og reynir að ná á honum hálstaki. En kamarvörðurinn er frægur aumingi og hefur færst fullmikið í fang og ræður því ekki við aðstæður þannig að, með þann óvelkomna í fanginu sem enn snýr baki í þann önuga, hrasar kamarvörðurinn aftur á bak á annan ólánsaman önugan kamarvörð með þeim afleiðingum að sá kamarvörður dettur á ofn á þili þar í innganginum og meiðist. Fyrir vikið er sá óvelkomni ákærður fyrir að hrinda ólánsama kamarverðinum á ofninn. Hann hlýtur svo fangelsisdóm fyrir “glæpinn”. Ef þessi saga væri frá “eðlilegu” landi með eðlilegt réttar- og dómskerfi en ekki frá Skrípalandi, mundi önugi hálstaks-kamarvörðurinn vera dæmdur gerandi í málinu og hljóta fangelsisdóminn fyrir að hrinda kollega sínum á ofninn. En sagan er sönn og gerðist í risakamri í Skrípalandi en ekki í venjulegu ríki ...því miður.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 10:57

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Númi - hættu þessum fórnarlambaleik - 9menningarnir eru hvorki hugsjónafólk né neitt annað sem jákvætt getur talist - þau beittu ofbeldi - réðust inn í þingið - það er búið að dæma þau í samræmi við nafngift Baldurs - LITLU GLÓPARNIR sem er rétt lýsing. Vissulega vonuðust þau eftir píslarvættisdómi - en fengu ekki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.2.2011 kl. 11:12

5 identicon

Ef þetta hefði verið alvöru hugsjónafólk þá hefði það mætt hnarrreist fyrir réttinn, rifið kjaft og tekið sínum dómum með bros á vör og gengið út með hetjuljóma. En því var aldeilis ekki að heilsa. Þetta lið er búið að vera emjandi og skjálfandi af hræðslu, biðjandi kjökrandi röddu um náð og miskunn. Þetta er ekkert hugsjónafólk heldur blanda af nytsömum sakleysingjum sem létu glepjast til óhæfuverka af svokallaðari búsáhaldabyltingu Samfylkingar og Vinstri grænna, og svo harðsvíruðum borgarterróristum sem hafa lært sínar kúnstir í borgum Evrópu þar sem sli´kur skríll fer um meiðandi og skemmandi. Yfir heildina þá eru þetta ofdrekraðir krakkar úr efri millistétt og yfirstétt sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn og þurft að vinna fyrir sér. Skólafólk á framfæri okkar hinna sem munu ekkert læra af þessum dóm. Þetta eru kjánar og vonandi álpast þau til að áfrýja til Hæstaréttar því þá enda þau innilæst í svartholinu eins og þau eiga skilið.

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 11:33

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

corvux corax, varst þú þarna á staðnum .... ert þú einn af 9menningunum? Ég þykist vita að lýsingu þinni sé stefnt gegn þingverðinum sem var hrint á ofninn. En hvað með löggurnar sem höltruðu af vettvangi sundurbitnar og nagaðar .... tróðu þeir útlimunum upp í glópakjaftana?

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 11:46

7 identicon

Ólafur Ingi Hrólfsson,virðist búa í fílabeinsturni,og á neðri hæðinni þar leigir Barði Gangdal.

Númi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 12:21

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, ertu í dómharða gírnum í dag?

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 12:34

9 Smámynd: corvus corax

Baldur, það náðist ekki mynd af mér á staðnum þannig að ég var látinn í friði. Lýsingu minni er ekki stefnt gegn þingverðinum, heldur ákæruvaldinu sem sækir þann dæmda til saka þrátt fyrir að augljóst sé af myndbandinu að hann snýr baki í þann sem hangir aftan á honum og líka í þann sem datt á ofninn. Sá sem á sök á fallinu er að sjálfsögðu sá sem hrasar á þann meidda og dregur þann dæmda með sér í fallinu. Þeir sem ekki sjá þetta á myndbandinu eru ýmist blindir, heimskir eða ófærir um að skoða málið á réttlátan hátt vegna ofsatrúar sinnar á ákæruvaldið og þeim sem það gengur erinda fyrir. Og með löggurnar, þær höltruðu ekki og voru ekki sundurbitnar. En þegar einum níumenninganna lá við köfnun af völdum lögreglunnar og beinlínis óttaðist um líf sitt, varð það honum neyðarvörn að bíta frá sér, sama lögreglumanninn tvisvar en engan annan. Þannig er ljóst að löggurnar voru ekki sundurbitnar og nagaðar, ein þeirra var með áverka vegna bitanna en ekker var bitið í sundur. Það er auðvelt að sitja á rassgatinu einhvers staðar fjarri vettvangi og þykjast vita betur um atburði en þeir sem voru á staðnum. Og af gefnu tilefni vil ég geta þess að ég er fortakslaust á móti öllu ofbeldi, hvort sem það er gagnvart almenningi eða lögreglu. Mótmæli skila sér best með samstillum slagorðum og hávaða en alls ekki með ofbeldi. Ef ofbeldi er beitt fara málavextir að snúast um ofbeldið en ekki mótmælin eða málefnin sem verið er að mótmæla.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 12:39

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir vörum okkur á mafíunni hún er sterk!

Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 12:57

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

corvus corax, þetta er hárrétt hjá þér: "Ef ofbeldi er beitt fara málavextir að snúast um ofbeldið en ekki mótmælin eða málefnin sem verið er að mótmæla."

+

Hinu verður ekki neitað að 9menningarnir beittu ofbeldi, það sést greinilega á þeim myndum sem sýndar voru í sjónvarpinu. Félagar þínir eru að sleppa ansi billega að þessu sinni og kannski hefur Héraðsdómur að einhverju leyti látið undan síga fyrir gífurlegum, utan að komandi þrýstingi.

+

Vonandi eru þetta endalokin á þessu ljóta máli. En ég er á því að eftirleiðis ætti ekki að leyfa almenningi að fara á pallana. Það býður hættunni heim eins og dæmin sanna. Það er kappnóg að sjónvarpa beint frá þinghaldinu.

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 13:08

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Til þess að fá tilbreytingu í gráma hversdagsins og fá að njóta góðrar skemmtunar mér að kostnaðarlausu, kíki ég stundum á þingpallanna. Það má oft hlægja að mörgu því sem fram fer í þingsalnum.

Þeir sem taka á móti mér eru gjarna þingvörður og lögregluþjónn, miklir heiðursmenn og kurteisir í alla staði. Þeir koma eflaust fram við mig með þessum hætti, því ég er ósköp meinlaus í háttum, þeir vita að ég kem ekki til með að haga mér með ólögmætum hætti. 

Við þurfum að læra betur að virða reglur og aga okkur. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver, þá er það skylda okkar að virða alþingishúsið og ganga þar um með friðsömum hætti. Þegar ég sit á þingpöllunum og hlusta á vissa þingmenn, þá langar mig oft til að ganga niður, leysa niður um þá og rassskella duglega.

En vegna þess að það er bæði ósiðlegt og stríðir gegn lögum, þá stenst ég þessa freistingu að sjálfsögðu.

Okkur ber að virða lögin og alþingi, sem stofnun, ber okkur að virða og sýna háttvísi þar innan dyra.

Þeir sem ekki fylgja settum reglum verða að axla ábyrgð, eru ekki allir að dásama rannsóknarskýrsluna sem segir einmitt það?

Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 13:09

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú það merkilega við Rannsóknaskýrsluna, Jón minn góður, að allir eru sammála henni en enginn vill fara eftir henni.

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 13:15

14 Smámynd: corvus corax

Sammála þér Baldur um þingpallana og sjónvarpið. Þingpallarnir og umferð almennings er frá þeim tíma þegar ekkert var sjónvarpið. Ef fólk getur fylgst með störfum þingsins í sjónvarpi eða á internetinu er engin ástæða til að hafa opna þingpalla. Það kæmi í veg fyrir mörg hugsanleg vandræðin. Og varðandi níumenningana og ofbeldið, það er hárrétt, þeir beittu ofbeldi en það vita það allir sem vilja, bæði þeir sjálfir og þingverðir að níumenningarnir hófu ekki ofbeldið, þeir svöruðu með því þegar þingverðir byrjuðu að stoppa þá með valdi og reyna að ýta þeim út. Síðan bættist löggan í spilið og þá var fyrst ofbeldi beitt af þeim sem frægastir eru fyrir tilefnislausa beitingu ofbeldis við öll möguleg tækifæri.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 13:20

15 Smámynd: halkatla

Það er vert að benda á það enn og aftur (því að Baldur er svo tregur, að því er virðist...) að þingverðinum var EKKI hrint á neinn ofn, það var lygi og það var til myndband sem mjög margir sáu sem sannaði það! Einfalt, einu sinni enn: Þingvörðurinn laug um árásina gegn sér og myndbandsupptaka sýndi það greinilega.

Ég man eftir þessu myndbandi.

Annars eru flestir sem hérna kommenta að þessu sinni sennilega svo veruleikafirrtir og skaddaðir að þeir sjá hreinlega ekkert rangt eða óréttlátt við það sem gerðist í þessu ónauðsynlega óréttarríkisdrama. Það er ekki verið að tala bara um dóminn, heldur ALLAN aðdragandann!

Það svífur alltaf einhver siðblinda yfir vötnum á þessu bloggi (einhver verður að benda á bleika fílinn)

halkatla, 16.2.2011 kl. 14:13

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Níumenningarnir geta ekki hafa farið með friði á þingpöllunum, því á hefðu þeir verið látnir afskiptalausir.

Burtséð frá öllum röksemdarfærslum er varða það hver byrjaði, það skiptir ekki máli. Ég er það lánsamur að eiga fimm heilbrigð börn. Þegar læti hafa komið frá þeim, þá kannast enginn við að hafa byrjað lætin, allir kenna öllum um. En þeim er bent á það, að heimilið er ekki staður fyrir hávaða og læti, og sá sem öskrar og býr til læti er sekur.

Sama er um alþingi, það er stofnun sem ber að virða, hvað sem fólki finnst um einstaka þingmenn eða jafnvel þá alla.

Þjóð sem virðir ekki hefðir og góða siði nær aldrei langt. Þeir einstaklingar sem sýna af sér hróp og læti í þinghúsi þjóðarinnar eru að gera ólögmæta hluti og ég tala nú ekki um þá sem hlýða ekki lögreglunni.

Alveg sama hvað fólki finnst, okkur ber undantekningarlaus skylda til, að hlýða öllum þeim fyrirmælum sem lögreglan gefur okkur.

Ef einhverjum finnst þessar skoðanir mínar merki um siðblindu, þá hef ég bara gaman af því, en vitanlega er argasta heimska að kenna sjónarmið okkar Baldurs við siðblindu, en heimskuna ber að virða, hún er ekki í andstöðu við lög.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 15:04

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

pirrhringur, því fer fjarri að ég sé gallalaus maður en ég held að það sé samt mikið til í þessum orðum Jóns Ríkharðssonar: það er ekki gáfulegt að kenna sjónarmið okkar við siðblindu. Ég er til dæmis frekar mjúkur maður að eðlisfari og sárnar þegar Mörður Árnason grípur fram í fyrir ljóskum og talar niður til þeirra; ég hef samúð með glópum og er þess vegna feginn að þeir skyldu ekki dæmdir til langrar fangelsisvistar, sem örugglega hefði síst gert þá að betri mönnum. Mitt kjörorð er ævinlega: lifið og látið lifa.

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 15:46

18 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ............

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 16:46

19 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Raunar er karkyns- hlutinn af hyskinu vafalaust líka feministar, en slík karlkvendi ættu að sæta alveg sérstaklega illri og ómannúðlegri meðferð. Það er nefnilega löngu kominn tími til að segja hátt og snjallt við þetta lið: „No more mister nice guy“.

Hvað sagði ekki Benedikt Gröndal eldri:

„Góðmennskan gildir ekki,

Gefðu duglega á kjaft,

Það hefur það ég þekki,

Hinn allra besta kraft“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.2.2011 kl. 17:55

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

"Þann allra besta kraft".

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 18:29

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Til upplýsingar: að kröfu Árna Matthíassonar hafa nokkrar athugasemdir verið fjarlægðar úr keðjunni.

Baldur Hermannsson, 17.2.2011 kl. 10:13

22 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 11:30

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Harður heimur, Grindvíkingur.

Baldur Hermannsson, 17.2.2011 kl. 12:29

24 Smámynd: Björn Birgisson

Sé að saklausir hafa líka fokið með og ástæðan hangir inni að hluta til!

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 13:02

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þannig er það í öllum byltingum Bjössi minn, hausarnir fjúka til hægri og vinstri og flestir blásaklausir.

Baldur Hermannsson, 17.2.2011 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340339

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband