Litlu kommahjörtun skjálfa

Svandís Svavarsdóttir krystallar muninn á vinstri viðhorfum og hægri. Vinstri menn líta svo að allt sé bannað nema það sem sérstaklega er tekið fram í lögum að sé leyfilegt. Hægri menn hneigjast fremur til þess að líta svo á að allt sé leyfilegt nema það sem bannað er lögum.

Litlu kommahjörtun skjálfa af unaði þegar þau geta bannað og fyrirboðið. "Það var ekki getið um það í lögum að það væri heimilt að kosta aðalskipulag öðru vísi en úr sveitarsjóði eða skipulagssjóði. Mér fannst óeðlilegt annað en að ég færi eftir laganna bókstaf", segir litla kommastelpan hans pabba síns.

En litla kommastelpan má eiga það að hún gefst ekki upp fyrir lítilræði. Nú minnist hún þess að fulltrúi Landsvirkjunar mætti á skipulagsfund með eldrautt slifsi, og þar sem þess er hvergi getið í lögum að Landsvirkjunarmenn megi ganga með rauð slifsi hlýtur fundurinn að teljast ólögmætur, svo og allt sem hann ályktaði.

 

 


mbl.is Svandís segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef maður tekur K og setur H á réttum stöðum verður þetta miklu áhugaverðara :)

Óskar Þorkelsson, 12.2.2011 kl. 11:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur.

Betri skilgreiningu hef ég ekki fengið, svona miðað við lengd máls, á orsökum Hrunsins.

Það sem var ekki beinlínis bannað, það var gert.

Og ef það var samt bannað, þá var lögum breytt.

Afleiðingin er gjaldþrot þjóðar þinnar, smán og skuldaþrældómur.

Og engin ástæða að staldra við, Hrun eru svo spennandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2011 kl. 11:44

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, svo virðist vera sem bankaræningjarnir hafi ekki aðeins gengið á svig við lögin heldur beinlínis brotið þau vísvitandi. En hvaða lögum var breytt til þess að þóknast þeim?

Baldur Hermannsson, 12.2.2011 kl. 13:02

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

LOL  

Tek undir með Ómari að austan. Mættu við eiga fleiri af hans kalíberi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.2.2011 kl. 13:03

5 Smámynd: Björn Birgisson

 Gódur!

Björn Birgisson, 12.2.2011 kl. 13:39

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Við Pabbi megum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 12.2.2011 kl. 13:55

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur.

Lítið álit hefur þú á öllum strákunum í flokknum þínum ef þú heldur að þeir hafi lært lögfræðina svo illa, að ráðgjöf þeirra hafi falið í sér lögbrot.

Hvort sem okkur líkar vel eða illa þá var útrásin á hvíta eða gráa svæðinu.  Það sem bendir til lögbrota er fyrst og fremst aðgerðir örvæntingarinnar á síðustu metrunum.

Það fyrra er augljóst, fjárglæfrar nýta sér pólitísk sambönd til að kaupa sér hagstæð lög og ekki hvað síst, hagstæða túlkun laga.  þegar menn gambla með mikla peninga þá taka menn ekki sénsa, þess vegna er stjórnmálamönnum og jafnvel heilu flokkunum haldið úti, og svo sér hjörð lögmanna og endurskoðenda um að allt standist lagbókstafinn.  Magma málið er mjög gott dæmi um báða þessa þætti, ítök í stjórnmálum og svig framhjá lögum, sem þú kennir við hægri, þó ég sé ekki sammála þér í því.  

Hitt síðara er ennþá augljósara, ef menn reyna ekki að bjarga sér og sínum þegar allt er að hrynja, þá erum menn örugglega orðnir stjarfir af þunglyndi.  Og þá vill ferðin um gráa svæðið oft enda í svarta hlutanum.

Hvað varðar lagabreytingar á Vesturlöndum, þá eru um þær mýmörg dæmi þar um.  Í Bandaríkjunum kalla þeir þetta að lærdómurinn af kreppunni miklu hafi verið þurrkaður út.  Afdrifaríkast er þegar lögin sem bönnuð "veðmál" eða afleiður eins og þær heita á fínu máli voru afnumin í Bandaríkjunum þó Enron hafi átt að kveikja bjöllur um þá vegferð sem fjármálamarkaðurinn var á.  Bara afleiðuviðskiptin rústuðu öllu saman, "ógreiddar" fjárhæðir þar eru bandaríska ríkinu ofviða.  

Það má nefna allt regluverk ESB þar sem hindrunum var rutt úr vegi fyrir frjálsu flæði fjármagns.  Sem síðan mátti flæða í gegnum gervifélög til aflandseyja og koma síðan til baka lítt skattlagt.  Sumir segja að þetta sé forsenda City og þetta er forsenda Sviss.  Allt miklu auðveldara á síðustu 10 árum eða svo.

Hér heima var losað um hömlur án þess að skattalöggjöf væri nútímavædd.  Þess vegna gátu menn labbað út með fjármuni eins og þeir vildu.  Veit þetta vegna þess að ég á frænda í sænska skattinum sem talar um hvað allir vorkenndu á ráðstefnum greyjunum hjá íslenska skattinum.  Skattrannsóknarstjóri reyndi ítrekað að fá nútímalöggjöf en á hann var ekki hlustað.  Viltu vita meira þá er Tíund ágæt heimild.

Veðsetning kvóta og kvótaframsalið er síðan líklegast afdrifaríkasta dæmið breytingu á lögum að kröfu braskara.  Þá hélt braskið innreið sína inn í sjávarútveginn, hefur skilið hann eftir í fjárhagslegri rúst (líkt og Matthías sagði að myndi gerast í stórgóðu Reykjavíkurbréfi) en var um leið það hreyfiafl sem hóf "stóra" braskið.  Minnir að hún Edda Rós hafi kallað þetta fjármagn sem leitaði að vinnufúsum höndum sem gátu ávaxtað það.

Og ekki má hætta þessari upptalningu án þess að minnast á frægustu lagbreytingu seinni ára, aflagningu Þjóðhagsstofnunar en þar með misstum við óháðan aðila sem hugsanlega gat varað við mestu vitleysunni í tíma.

Baldur, miðað hvað þú veist mikið um meint afglöp vinstrimanna þá virðist þú lítið vita um hvað gekk á Vesturlöndum síðustu 20 árin.  Þér til upplýsingar þá eru þau gjaldþrota, og rænd framleiðslu sinni.  Það er erfitt að sjá hvernig menn borga skuldir á meðan menn framleiða ekkert.   Og síðustu 20 ár, þá hafa ekki margir vinstrimenn stjórnað þeim, ekki nema þú teljir Blair og  Brown vera vinstrimann.  Sem er hugsanlegur möguleiki fyrst ég last í pistli hjá þér að helsti skjólstæðingur stórkapítalista á fjórða áratugnum, manninn sem átti að leiða stríðið við bolsanna, vinstri mann.

En þar sem ég man eftir vinstrimönnum úr æsku minni, þá tek ég ekki undir þá skilgreiningu.

Auðmenn stjórnuðu okkur og auðmenn rændu okkur.

Og þeir eru á fullu við það.  

En það er mjög auðvelt að beina kröftum sínum að söngelskri móður.  Svaraði ekki Stalín árás Þjóðverja með því að skjóta nokkra Tatara og flytja þá síðan hreppaflutningum.  Þeir höfðu jú valdið Rússum búsifjum fyrr á öldum, ekki hægt að neita því.

Hver þarf ICEsave sem á kommastelpu fyrir fjandmann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2011 kl. 17:08

8 identicon

Mikið ertu leiðinlegur maður.

Ertu kennari í þokkbót?

Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 00:28

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, þeir Brown og Blair eru harðsoðnir vinstri menn, því mótmælir enginn og síst þeir sjálfir. Í kvöld sat ég veislu hjá góðu fólki og þar var einn fróðskaparmaður sem minntist á að hvort tveggja: einkavæðing ríkisbankanna (þegar til varð Íslandsbankinn) og framsal veiðiheimilda, hefði átt upphaf sitt í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, en hana skipuðu Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur. Sem sagt allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur. Og í þeirri stjórn sátu bæði Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.

+

En þessir tveir gjörningar eru af mörgum taldir upphaf þeirrar miklu ógæfu sem sem hér hefur nýlega riðið öllu á slig.

Baldur Hermannsson, 13.2.2011 kl. 03:16

10 identicon

Sagan af litlu kommastelpunni hans pabba síns sem fór í fýlu þegar hæðstaréttarstrákarnir voru að hrekkja hana er ótrúlegt en satt íslensk raunveruleikasaga en ekki ævintýri.

Ég held Ómar að þeir sem rændu Ísland ( og mörg önnur lönd í V-Evrópu)hafi verið auðfíklar sem höfðu engann áhuga á hægri eða vinstri, réttu eða röngu þeir höfðu bara áhuga á að svala fíkninni sem krafðist stöðugt stærri skammta.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 12:12

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn Úlfarsson, þú ert þarna með kjarna málsins, auðfíklarnir notuðu stjórnmálaflokkana ...... og stjórnmálamennina ..... eftir hentugleikum, en pólitíkin var þeim bara tæki til þess að svala auðfíkninni. En það er samt hálf óhugnanlegt að hugsa til litlu kommastelpunnar og fjölskyldu hennar: faðirinn reyndi að prakka 600 milljarða Icesavesamningi upp á okkur, eiginmaðurinn klúðraði stjórnlagaþingkosningum upp á 600 milljónir og sjálf er hún búin að kosta samfélagið morð fjár með því að tefja risaverkefni með ómerkilegum lagaklækjum. Dýr fjölskylda það. Dýrasta fjölskylda Íslandssögunnar?

Baldur Hermannsson, 13.2.2011 kl. 12:56

12 identicon

Dýr mun Svadís öll.

Solveig (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 13:06

13 identicon

Já Baldur þetta er skelfileg afrekaskrá en það versta er að öll segjast þau hafa gert sitt besta!!! Guð hjálpi okkur þegar þeim mistekst.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 13:24

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Já, það er satt Jóhann ég er alveg skelfilega leiðinlegur, en ég er ekki kennari (voru þeir allir leiðinlegir þegar þú varst lítill??), ég tók það að mér í sjálfboðavinnu fyrir foringjann að refsa þeim sem sviku, héldu af vígstöðvum réttlætisins og fundu sér einhvern andstæðing úti á túni, óvopnaðan og saklausan.  Fundu sér sem sagt andstæðing við hæfi á meðan herir nýlenduveldanna lögðu undir sig landið.

Sveinn, get ekki verið mikið meira sammála þér, og hef verið að ræða þessi mál við Geir Ágústsson, mikinn vígamann í frelsisher þjóðarinnar.  Við náum ekki að tækla vandann, og verjast helsinu nema við náum okkur upp úr hjólförum 19. aldar, og áttum okkur á því í eitt skipti fyrir öll, að Marx er dauður, og á ekki lengur að setja viðmið í umræðu 21. aldarinnar.

Baldur, um mat á vinstri og hægri er ekki hægt að deila ef það er gert út frá skilgreiningum hvers og eins.  Eitt af því sem Ólafur Thors minntist á í minningum sínum er að hann fékk á sig kommastimpil vegna samstarfsins um verkamannabústaðina.

Ég skal játa vinstrimennsku upp á Blair og Brown ef þú tekur undir að Ólafur Thors hafi verið meiri vinstrimaður en þeir til samans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.2.2011 kl. 13:24

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, þessi snubbótta kveðja Jóhanns er trúlega ætluð mér. Ekki svo að það skipti máli. Það er ekki umdeilt að Verkamannaflokkurinn breski er til vinstri en Íhaldsflokkurinn er til hægri. Ég held það sé best fyrir pólitíkina og kjósendur að hafa mörkin skýr. Margir hafa séð sér hag í því að móska landamærin og fela slóð sína en það er örugglega til hins verra. Alltaf best að hafa hlutina á hreinu.

Baldur Hermannsson, 13.2.2011 kl. 13:34

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er athyglisvert með hægi og vinstri stefnuna, að þegar vinstri menn vitkast þá færa þeir sig til hægri.

Tony Blair boðaði þriðju leiðina, en það er aukið frjálsræði á markaði og að mörgu leiti tilfærsla frá hægri til vinstri.

Hægt er að nefna Jónas Haralz, en hann hallaðist sem ungur maður til vinstri, svo þroskaðist hann.

Engan hef ég heyrt um, sem kveðið hefur að, sem hefur fært sig frá hægri til vinstri enda væri það ekki skynsamleg afstaða.

Ólafur Thors var mikill hægri maður, en hann þótti of eftirlátur við vinstri menn þegar þeir voru með honum í ríkisstjórn.

Hægt er að finna tæplega áttatíu ára gamlar ræður frá honum, sem hann boðaði frjálsan markað og afnám hafta. Eflaust hefur Ólafur haft marga galla en mér er það til efs, að vinstri mennska hafi nokkurn tíma plagað hann.

Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 15:58

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég biðst velvirðingar á mistökum mínum í fyrri athugasemd, Tony Blair færði stefnuna frá vinstri til hægri þegar hann boðaði þriðju leiðina.

Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 15:59

18 identicon

KOMMAHJÖRTUN Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM SKJÁLFA.

Númi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:43

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, hvort skjálfa þau af hræðslu eða unaði ..... það skiptir meginmáli að hafa það á hreinu.

Baldur Hermannsson, 13.2.2011 kl. 18:04

20 identicon

ÞAÐ ER HRÆÐSLUSKJÁLFTI.

Númi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:32

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það eru engin skjálfandi kommahjörtu í Sjálfstæðisflokknum.

Það eru nokkrar iðrandi sálir sem héldu að kommastefnan væri góð komnar í flokkinn.

Þetta er fyrst og fremst fólk sem lét reiðina ná tökum á sér þegar hrunið varð, en núna njóta þau fræðslu í guðsótta og góðum siðum, flestir í þessum hópi eru búnir að sjá ljósið og eru mjög efnilegir sjálfstæðismenn.

Jón Ríkharðsson, 13.2.2011 kl. 22:20

22 identicon

Þegar gamli kommúnistaflokkurinn og Þjóðernissinnaflokkurinn með hakakrossinn voru lagðir niður að þá gengu flestir úr þeim flokkum í Sjálfstæðisflokkinn,það var nú bara svo.Niðjar þessara manna una sér vel í SjálfstæðisFLokknum. Það má benda á það að langafi núverandi formanns flokksins barðist ötullega að því að Íslendingar fengju sjálfstæði frá dönum.(Benedikt Sveinsson ) En það er annar þankagangurinn hjá langafastráknum hans,sem vill stefna að því að þjóðin skuli ganga á hönd ofurveldana í Brussel .Ég segi  NEI ICESAVE  og NEI  ESB. Sjálfstæðismenn finnið ykkur annan formann því þessi sem er gengur veg sinna eigin hagsmuna,og sinna klíkubræðra. Jón ljósið hjá Sjálfstæðisflokknum er löngu slokknað líkt og er hjá Vinstri grænum líka. Spillingin og hagsmunapot ráða þar ríkjum,það sést best á kúvendingu formanns ykkar.

Númi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:56

23 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Númi minn, þú ert orðinn alltof æstur eftir að þú hættir með samúðarkveðjurnar góðu.

Það má vera rétt að einhverjir Nasistar hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn og það hefur þá haft góð áhrif á þá, það hafa aldrei verið neinir öfgar í flokknum, þannig að inngangan hefur greinilega róað þá niður og gert þá að betri mönnum.

En þetta með kommúnistana, nú verður þú að koma með nöfn og betri rök. 

Það er alveg á hreinu að alvöru kommúnistar voru ekki sáttir við Sjálfstæðisflokkinn, það hefur örugglega ekki verið mikill fjöldi af þeim sem gekk í Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta er frumleg tilgáta hjá þér sem þú þarft að sanna með góðum rökum.

Sjálfstæðismenn eru margir og ganga flestir í ljósinu, sumir hverfa frá því, en ljósið yfirgefur aldrei flokkinn.

Jón Ríkharðsson, 14.2.2011 kl. 00:10

24 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu Baldur, ég vona að Landsvirkjun banni starfsmönnum að bera rauð bindi.

Ég var að spekúlera í þessum pistli hjá þér og komst að því, að rauða bindið réði auðvitað úrslitum.

Blá bindi eru æskileg, sá litur er ávallt til gæfu, því blái litur hins heiða himins virkar örvandi á skynsemi fólks, hvar flokki sem það stendur.

Rauði liturinn virkar ágætlega, til að hvetja menn til góðra verka í leikfimiæfingum þeim, sem stundaðar eru í svefnherbergjum landins, öllum til mikillar gleði, en að öðru leiti er hann hættulegur.

Jón Ríkharðsson, 14.2.2011 kl. 02:56

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, ég vil eigna mér hrósið Baldur.

Margt má segja um þig en pistlar þínir leiftra að húmor.

Vissulega eru mörkin frá fornu fari þannig að kratar voru vinstri megin, en Blair tók upp harða frjálshyggjustefnu og auðmannsdekur.  Það er ekki nóg að segjast vera eitthvað, efndir þurfa að fylgja.  Sambærilegt dæmi hér er að Samfylkingin var flokkur stórauðmanna, þó Bjöggarnir hafi haldið tryggð við flokkinn, en þó sem fjárfestingu, helst sýndist manni að þeir væru að kaupa upp ungliðana.

Og Ólafur fékk þennan stimpil Jón, hvort sem þér líkar betur eða verr.  Og Bjarni var vændur um þetta líka enda stóð hann þétt að baki formanni sínum og var maðurinn sem lét verkamannabústaðina í Reykjavík verða að veruleika.  

Og það er þetta með að vitkast, vissulega hætta flestir að vera glórulausir kommar á gamals aldri, en sama gildir um hreint frjálshyggjuíhald, það vitkast líka.  Get vitnað í gott viðtal við Ásdísi Höllu þegar hún var bæjarstóri í  Garðabænum, og var spurð af hverju hún héldi sig ekki við Sus stefnuna.  Svarið er frábært, "maður þroskast" við það að eiga börn.  Eins gildir það um Davíð, hann verður alltaf betri með hverju árinu, ætti að taka við ykkur aftur.

Þá yrði Sjálfstæðisflokkurinn aftur alvöru flokkur, ekki það stóriðjuflak sem hann er núna.  Myndi nýta orku þjóðarinnar til uppbyggingar og velmegunar, reka AGS úr landi og ulla framan í bretanna.

Spái honum 65 % fylgi.

Gaman að spjalla við ykkur heiðursmenn, munið að gulur er litur sólarinnar og vonarinnar, rauður litur eldsins og kraftsins, og foringinn upp í Móum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2011 kl. 18:24

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er nú stóriðjusinni Ómar minn, því menn hafa ekki bent á neina hagkvæmari leið til þess að selja orkuna en einmitt álver. Á hinn bóginn vil ég vakna upp einn góðan veðurdag og uppgötva að við séum búin að selja alla þá orku sem nýtanleg er með hægu móti svo að við neyðumst til þess að kaupa orkuna frá útlöndum fyrir uppsprengt verð. Við neyðumst til þess að marka okkur heildræna orkustefnu og að henni verða allir flokkar að koma ..... og ekki bara stjórnmálaflokkar, heldur einn orkumálastofnun og skyldir aðilar. Annars gætum við lent í miklum erfiðleikum þegar fram láiða stundir.

Baldur Hermannsson, 14.2.2011 kl. 18:37

27 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jú ég kannast við þessar ásakanir á hendur Ólafi Thors, Ómar og ég býst við að men hafi verið að vísa í undanlátssemi hans við vinstri mennina, sérstaklega í Nýsköpunarstjórninni, en þá lét hann allt eftir krötunum.

Ég hugsa reyndar að ef Ólafur er skoðaður, þá var hann hægri maður í skoðunum, ef þú lest greinar eftir hann, þá kemur í ljós að hann var mikill talsmaður hins frjálsa markaðar, en einnig hafði hann skilning á kjörum verkafólks.

Ég er mjög mikill hægri maður í hugsun, en ég vil engu að síður að séð verði fyrir þeim sem er aldraðir og sjúkir, einnig vil ég manneskjulegt þjóðfélag. 

Ég hugsa að allir, óháð pólitískri stefnu séu sammála um það að hlúa að þeim sem minna mega sín og hafa heilbrigðis og menntakerfi, þetta snýst frekar um aðferð við að reka samfélagið að mínu mati, þ.e.a.s. hugtökin hægri og vinstri.

Jón Ríkharðsson, 14.2.2011 kl. 18:52

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja ekki fór það svo að ég gengi ekki aftur.

Jón, það var ekki undanlátssemi Ólafs sem gaf honum þennan stimpil ákveðinna afla í Sjálfstæðisflokknum.  Þeir sem hafa lesið ævisögu hans, og greinar, vita að Ólafur lét ekki undan einum eða neinum.

Ólafur fékk þennan stimpil vegna stefnu sinnar.  Stefnu sem gerði Sjálfstæðisflokkinn af fjöldaflokki, stefnu velferðar og mannúðar.  Og það hélt ég að allir vissu því ósjaldan var það tekið fram í greinum og ræðum Sjálfstæðismanna þegar ég var að alast upp, að vinstri menn gætu ekki eignað sér velferðarkerfið.  Og þegar ég eltist þá fattaði ég að hjartað í Geir Hallgrímssyni sló ekki síður með þeim sem höllum fæti stóðu, en hjá þeim sem töldu sig sjálfskipaða boðbera lítilmagnans.  Enda hef ég alltaf metið Geir mikils.

Gott að rifja þetta upp því frjálshyggjan var langt komin með að ræna ykkur íhaldsmenn upprunanum og allir vita hvernig fór, þó einstaka vígmenn reyni að koma því á vinstri menn, en þeim væri nær að slást við vindmyllur, það er meira svona kúl (svo ég lendi ekki í orðaskýringum þá eru vindmyllur tákn fyrir auðmenn).

Baldur, ég notaði orðið stóriðjuflak aðeins sem lýsingu á flokki sem veit ekki fyrir hvað hann stendur, en telur að hálfgjaldþrota stóriðjufyrirtæki bæti fyrir afglöp fortíðar.  Hefur enga stefnu í öðrum málum, nema núna í ICEsave, og kann þá ekki að rökstyðja hana.  Ekkert um AGS, ekkert um ESB, ekkert um eitt eða neitt nema að fá lán sem ekki er hægt að fá, til að hefja nýtt þensluskeið sem stæði ekki nema í mesta lagi 10 ár, og þá hvað þá??????  Það er ef lánardrottnar verða ekki búnir að hirða virkjanirnar áður.

Og á meðan fljóta og gróa tækifærin allt í kring, hjá þjóð sem er að springa úr krafti og hugmyndum.  Og til að það sé öruggt að slíkt brjótist ekki út, þá eru skuldafjötrar ICEsave og AGS lagðir á allt og alla, með óbærilegri skattheimtu og allur arðurinn í þjóðfélaginu fer í vexti og afborganir, ekki fjárfestingu og framkvæmdir.

Aðeins einn maður í flokknum þínum hefur kjark og þor til að benda ykkur á þetta, ásamt því að hafa vit og getu til að leiða þjóðina út úr þessum tilbúnu mannahörmungum, og þið eruð það miklar heybrækur hægrimenn að þið heykist á því að kalla á hann.  

Og finnið vopnlausa móðir út á túni og beinið spjótum ykkar að henni.  Grunið hana um náttúrugaldra.  Svo fólkið sem sveik allt og alla, hugsjónir sínar, flokkinn sinn, þjóðina, framtíðina og börnin og seldi ömmu sína upp í fyrstu ICEsave afborgunina, að núna getur það horft á hvort annað í smán sinni og vesöld, og sagt; "við stöndum þó ístaðið fyrir Móðir Náttúru", nýbúið að skrifa upp á víxil þar sem hún var eina veðið.

Mikið hlæja vindmyllurnar þessa dagana.

Það er nefnilega rétt að þetta snýst ekki um hægri eða vinstri, aðferðarfræði eða hundalógík.  Þetta snýst aðeins um tvennt.

Heilbrigða skynsemi og manndóm til að beita henni.

Og börnin okkar að veði en mannvænleg framtíð verðlaunin.

Bið að heilsa ykkur suður,  hef haft samband við draugabana svo ég ætti ekki að ganga aftur, aftur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2011 kl. 22:40

29 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ómar, þú mátt gjarna ganga aftur og aftur og aftur, ég efast um að Baldri sé illa við það, það er ágæt tilbreyting að geta átt rökræður, án gífuryrða.

Ég hef þann sið, eins og þú, að það sem ég set fram er byggt á heimildum, en mig langar að vitna í Þorleif nokkurn Friðriksson sem ritaði bók sem ber heitið "Undirheimar íslenskra stjórnmála", en hún fjallar um samskipti verkalýðshreyfingarinnar og krata að stærstum hluta.

Í formála bókarinnar segir; Ágæti lesandi, þú skalt ávalt hafa í huga við lestur rita um söguleg efni að þau innihalda aldrei hinn eina stóra sannleika". Þetta finnst mér gott hjá honum, ég er svoddan grúskari og hef oft rekið mig á, að heimildum ber ekki saman. Mínar skoðanir varðandi Ólaf Thors byggi ég á frásögnum eldri manna, að einhverju leiti ævisögu hans sem Matthías skrifaði og greina sem ég hef lesið eftir hann.

Sumt hljómar við það sem Illugi Jökulsson ritar um Nýsköpunarstjórnina í bókinni "Ísland í aldanna rás 1900-2000", á bls. 376 segir m.a.;Hann(Ólafur Thors) gekk nálega að öllum  skilyrðum Alþýðuflokksins" og þar var hann að vísa til kröfu þeirra varðandi stofnun alþýðutrygginga, þeir sögðu honum að þeir vildu hafa velferðarkerfið eins og það væri best í heiminum, kratarnir reyndu að ganga fram af Ólafi í sinni kröfugerð, en hann varð við þeim öllum.

Ólafur hafði mikla leiðtogahæfileika, hann vissi hvenær hann átti að lúffa og hvenær hann átti að stökkva. Einnig heyrði ég frá gömlum sjómönnum margar sögur af hjálpsemi hans við þeirra fjölskyldur meðan hann átti Kveldúlf.

Það að vera hægri maður þarf ekki að þýða það að vera á móti velferðarkerfi, það er sameiginlegt með báðum stefnunum og flestir stjórnmálamenn fortíðar eiga sinn þátt í því.

Ég vil meina að frjálshyggjan hafi verið rangtúlkuð hér á landi, eins og margir gera við kristindóminn, menn túlka hlutina sér í hag.

Frjálshyggjan er góð stefna ef hún er framkvæmd rétt, hún kallar á öflugt regluverk sem sér til þess að það ríki mikil samkeppni á markaði. Samkeppni hefur aldrei verið ríkjandi í miklum mæli hér á landi og ríkisafskipti hafa verið of mikil.

Annars finnst mér við vera sammála að flestu leiti Ómar, við höfum kannski ólík hugtök en við erum sammála um að Ólafur Thors hafi verið góður maður og sjálfstæðismenn gerðu sitt varðandi velferðarkerfið þótt því sé ekki haldið mjög á lofti.

Það má segja að mistök boðbera íslensku frjálshyggjunnar hafi verið þau, að horfa um of á stór fyrirtæki og menn töpuðu sér í óþarfa ríkisútgjöldum, snediráðum osfrv., en það er víst enginn fullkominn.

Okkar samræður ættu að vera þvörgurum bloggheima ágæt fyrirmynd, við notum nefnilega rök, en þeir kunna ekkert annað en einfaldar og marklausar upphrópanir.

Svona tala fullorðnir menn saman drengir, en ekki hætta samt alveg að bulla, það er oft helvíti gaman að því.

Jón Ríkharðsson, 15.2.2011 kl. 00:24

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón, draugabaninn er mættur og bendir mér á pollagallann og stígvél, núna á ég að halda á vit náttúrunnar segir hann glottandi.

Já, ég tek aldrei svona spjall nema ég hafi gaman að því, en ekki víst að allir fatta það þegar eina sem við blasir er púkinn.

Og rétt er það, menn nota misjöfn orð til að lýsa sama hlutnum.  Og núna skal ég benda þér á "sögufölsun" Illuga, Ólafur samþykkti alþýðutryggingarinnar því hann vildi það, taldi það rétt og nauðsynlegt, bæði siðferðislega og efnahagslega.

Ólafur er minn maður, og það er allt honum Matthías að kenna, þvílík snilld er ævisaga Ólafs sem hann skráði.  Ég féll fyrir Ólafi þegar Matthías nefndi tvö ljóð, eftir Tómas minnir mig, sem Ólafur var mjög hrifinn af.  Annað var um réttarglæp í Bandaríkjunum, þegar yfirvöld drápu 2 stjórnleysingja öðrum til viðvörunar, og hitt var um einhverjar hörmungar í Afríku.  Vissi um leið að menn sem skilja svona ljóð hafa stórt hjarta, alveg eins og leiðtoginn sem ég er að stríða Baldri á að hafa svikið í tryggðum.

Ólafur var alltaf merktur af deilunni um vökulögin, það má lesa um óvænt sjónarhorn í ævisögu Jónasar, ættföður (í óeiginlegri merkingu) okkar Hriflunga.  Jónas taldi að menn sem börðust fyrir því að náunginn væri þrælkaður þar til að hann hnigi niður, væru illir í eðli sínu.  Og höndlaði þá eftir því.  

Matthías segir að Ólafur hafi talið sig vera gera rétt, hann hafi einblínt á forsendur rekstrar, og haft skipstjórana sem ráðgjafar, en þeir töldu sig ekki getað fiskað nema menn stæðu.  Í raun má segja að ævi Ólafs hafi verið eitt allsherjar uppgjör við þessa deilu, allt hans líf var að afsanna þann áburð að hann fyrirliti vinnandi fólk.

Og á gamals aldri uppgötvuðu þessir tveir jöfrar íslenskrar nútímasögu, Jónas og Ólafur, að ekkert skildi á milli, annað en óvægnar deilur, þar sem annar var sínu harðari og ósvífnari en hinn.  Jónas bókstaflega vó menn en hann réttlætti það alltaf með tilvísun í meinta mannvonsku þeirra.  Átök móta sögu en það hefði verið betur ef þessir skynsömu mannvinir hefðu strax sest niður og rætt málin.

Jón, ég skil þig alveg hvað þú átt við með hægristefnu og hina misskildu frjálshyggju.  Þú ert mjög mætur i að útskýra mennskuna sem þú telur hreyfiaflið.  Gagnrýni mín og hreinn fjandskapur út í frjálshyggjuna, stafar ekki af markaðsáherslum hennar, hef aldrei séð hvernig fólk ætlar að lifa án markaðar.  Það er mannhatrið sem hún hefur innibyggt í sér, sem ég fyrirlít, alveg eins og hjá kommum og nössum.  Frjálshyggjan er fyrsta kennisetningin sem setti það blákalt fram að okkur kæmi hlutskipi annarra ekki við.

Hún er freistingin sem Meistarinn frá Naseret ku hafa mætt í eyðimörkinni, ég skal gera þig ríkan, hinir hljóta örugglega að bjarga sér.

Og höfuðóvinur hennar eru kristilegir íhaldsmenn, þeir sem segja að víst komi okkur náunginn við, hann er meðbróðir okkar og trú okkar skipar okkur að gæta hans.  Það voru kristilegir íhaldsmenn sem mótuðu nútíma velferðarkerfi, ekki sósíalistar, þeir gerðu kröfur, en þeirra kröfur voru útópía, útópía sem átti ekki að nást nema fyrir tilverknað eyðileggingar þess sem fyrir var.  Þeirra sæla átti sem sagt að koma með hreinsunareldinum, hörmungum og þjáningum.

En íhaldsmenn notuðu þau úrræði sem þeir höfðu, þann afgang sem var til skiptanna, til að bæta kjör annarra.  Viss einföldun en ég gæti alveg skrifað um þetta í marga daga, týnt til dæmi úr sögunni þar sem þessi klassíska barátta góðs og ills skín í gegn.  

Hægri menn þurfa ekki að skammast sín, því þeir hafa staðið vaktina gegn mannvonskunni á öllum tímum.  Það voru þeir sem brutu á bak aftur mannhataranna í stétt iðjuhaldara og lögfestu réttindi kvenna og barna í verksmiðjum, það voru þeir sem stofnuðu fyrsta almannatryggingarkerfið, það voru þeir sem stóðu vaktina gegn vonsku nasismans og helstefnu kommúnismans.

Og þeir börðust gegn siðblindu frjálshyggjunnar innan sinna eigin raða.  Á öllum tímum.  Alveg fram á þennan dag.

En alveg eins og  þið hægri menn þurfið að hlusta á vinstrimenn, og skilja að þeir vilja vel, þó um aðferðafræðina má deila, þá þurfa vinstrimenn að skilja, að allflestir sem við köllum frjálshyggjumenn, eru ekkert annað en gott og gilt íhald sem vill bönd á stjórnlyndi og ofsköttun.  

Eitthvað sem hefur verið barátta hins venjulega manns frá því að fyrstu skattar voru lagðir á.

Í dag eru það drengirnir, sem aðhyllast stefnu sem ég fyrirlít af öllu hjarta,, sem manna skotgrafirnar gegn mannhatrinu, þannig að það er ekki allt eins og það sýnist. 

Líka ef maður nálgast hlutina frá hægri, það er ekki allt sem sýnist.  Það er miklu meira sem sameinar en skilur að, báðir aðilar lýsa sama hlutnum, slagsmálin urðu vegna þess að þeir telja "sig" hafa rétt fyrir sér, að "fíllinn" sé grannur eins og bambusreyr og lemja alla sem segja að hann sé digur eins og furubolur.

Og þessi slagsmál Jón, hindra að skotgrafirnar eru mannaðar, og varnarliðið lúti stjórn þess manns sem hæfastur er.

Mundu að flokkur þinn, og flokkar vinstrimanna vinna eftir efnahagsáætlun sem gerði ráð fyrir 160 milljarða, bara í vexti á þessu ári.  Gegn þessari stefnu auðnar og niðurbrots samfélags okkar standa einbeittir þeir sem kenndir eru við frjálshyggju, og fallni foringi ykkar, núna útskúfaður.   Sem og hrafl af fólki vinstra megin við miðju, foringjalaust.

Nasisminn var aðeins sigraður vegna þess að það tókst að manna skotgrafirnar af ólíku fólki, með ólíkar lífsskoðanir, auðræðið verður því aðeins sigrað ef okkur ber gæfu til að gera slíkt hið sama.

Auðræðið er ekkert annað en hin hliðin á Stalín, í stað ríkiskapítalista, koma örfáir auðmenn sem drottna yfir öllu, og fjöldinn er þrælar.  Þá er innibyggt í kerfi sem leyfir allt sem lækkar kostnað, líka þrælahald, arðrán á náttúru, eyðingu samfélaga.  Hvað þá niðurbrot allra réttinda launafólks.  Og fjöldagjaldþrot kapítalista, örbirgð millistéttarinnar. 

Örbirgð allra.  Því þetta hefur gerst svo oft í sögunni, að það þarf ekki að deila um niðurstöðuna.  Eymdin fjöldans er alltaf óhjákvæmileg afleiðing óhóflegrar auðsöfnunar fárra þar sem allt samfélagið er í heljargreipum þeirra og allt sem gert er miðast við að viðhalda stöðu þeirra og ítökum.  Það endar alltaf með því að einn vill gína yfir hinum, og til að ná því markmiði þá er blásið til ófriðar, ófriðar þar sem hinn venjulegi maður og fjölskylda hans er fóður eyðileggingarinnar og dauðans.

Gegn þessu eigum við aðeins eitt svar, "þú átt að gæta bróður þíns" og "gera ekki öðrum það sem þú vilt ekki að þér sé gert".  Viljir þú ekki alast upp við fátækt og skort, þá átt þú ekki að ætlast til þess að öðrum.  Viljir þú ekki að aðrir fari ránshendi um samfélag þitt, þá skaltu þú ekki styðja að slíkt sé gert öðrum.

Og svo framvegis.

Heilbrigð skynsemi kallast þetta, að þekkja muninn á réttu og röngu.

Ekki vinstri, ekki hægri, við erum ólík en grunnmarkmiðin eru þau sömu.

Að lifa af, að koma börnum okkar á legg, og við getum ekki gert það á kostnað annarra, því þessir aðrir, geta einn daginn risið upp, og svarað fyrir sig.

Og við höfum ekki nema örfá ár til að fatta hvað er verið búið að kenna okkur í 2.000 ár.  Við erum ekki heimskt villidýr sem lætur skriðdýraheilann stjórna okkur.  Við erum vitsmunaverur með siðferði til að þekkja muninn á réttu og röngu.  Og villidýrið notum við aðeins til að verja rétt okkar, ekki til að níðast á öðrum.

Það þarf tvö til að deila, en aðeins einn til að verjast.  Við þurfum í dag að verja samfélag okkar og framtíð.  Ekki með tilgangslausum deilum fortíðarinnar, heldur með því að verjast þeim ógnum sem við blasa í dag.  Takist okkur það ekki, þá mun baráttan aðeins verða hatrammari eftir nokkur ár.  Fólk mun ekki sætta sig við skuldaþrældóm fyrir auðmenn og auðfyrirtæki.  Eða yfir höfuð fyrir nokkurn.

Þrælslund er ekki í eðli mannsins.  Ef við rísum ekki upp, þá munu börnin okkar gera það.  Og börn annarra sem hafa það til mikilla muna meira skítt en við.  Og miðað við eyðileggingartækni mannsins, þá yrði það hin endanlega orrusta.  

Aðeins afskræming þess sem við þekkjum mundi koma út úr henni, ef þá nokkuð.

Þess vegna Jón glamra ég á lyklaborð, stríðandi bæði vinstri og hægri mönnum.  Því það er svo langt síðan að ég fattaði að "allir óháð pólitískri stefnu séu sammála um það að hlúa að þeim sem minna mega sín og hafa heilbrigðis og menntakerfi, þetta snýst frekar um aðferð við að reka samfélagið að mínu mati, þ.e.a.s. hugtökin hægri og vinstri. "

Og aðferðin í dag er aðeins ein, að verjast.  Þess vegna eggja ég ykkur hægri menn að sækja hinn fallna foringja, hann er umdeildur, en hann er heilbrigður, með stórt hjarta, og reynslunni ríkari.  Líkt og Churchil var á sínum tíma, hann lærði af sínum stríðum, sínum ósigrum, og hans gömlu fjendur i Verkmannaflokknum vissu að hann var sá eini sem var nógu einarður að sameina þjóðina og leiða hana til sigurs, þá staðan væri vonlítil.

Ef hægri og vinstri menn vita um annan, betri, þá mega þeir benda á hann.

En tímaglasið er að renna út.

Enn og aftur, takk fyrir mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2011 kl. 09:29

31 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessi kveðja að austan var bara helvíti góð

Óskar Þorkelsson, 15.2.2011 kl. 09:59

32 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gallinn er sá Ómar minn, að "fallni foringinn" gefur ekki kost á sér aftur.

Ég vissi um nokkra "innmúraða" í flokknum sem leituðu til hans fyrir síðasta landsfund og lögðu hart að honum að snúa aftur, hann kvaðst vera hættur í pólitísku starfi, þótt vissulega haldi hann áfram að segja sínar skoðanir.

Þjóðin þarf að byrja á að breyta sjálfri sér áður en hún verður tilbúinn fyrir alvöru leiðtoga. Það á ekki að setja menn á stall, því öll erum við mannleg. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að allir gera mistök og segja klaufalega hluti oft á sinni ævi.

Sá fallni sem við erum að tala um, varaði við þessari auðmannadýrkun, en hann fékk engan stuðning, allir héldu að hann væri í stríði við Jón Ásgeir, fólk hélt að Bónusmaðurinn væri besti sonur þjóðarinnar og að Davíð væti í persónulegu stríði við hann, annað kom á daginn.

Hann hefur sama leiðinda galla og margir sjálfstæðismenn, hann ver sig ekki nógu mikið, það er vegna þess að honum og öðrum innan flokksins finnast svona deilur vera fyrir neðan sína virðingu.

Að lokum ætla ég að ljóstra einu upp sem ég hef komist að, upplýsingarnar hef ég frá fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en hann fylgdist með þessu máli frá upphafi, það er hinn svonefndi "eftirlaunaósómi" eins og vinstri menn kjósa að kalla eigið verk.

Á ráðstefnu í Svíþjóð komu Össur og Steingrímur Joð að máli við Geir H. Haarde, þeir höfðu verið að spekúlera í kjarabótum þingmönnum til handa, einnig fannst þeim ekki ósanngjarnt að formenn stjórnarandstöðuflokka fengju meira en almennir þingmenn, þetta var sanngirnismál fyrir þeim, því flokksformenn bæru meiri ábyrgð að þeirra mati. Í stuttu máli, þá voru þetta eftirlaunalögin sem þeir voru þá búnir að leggja drög að í sameiningu.

Þegar til Íslands var komið, þá pantaði Geir fund hjá Davíð og tók Össur og  Steingrím með sér. Davíð var mjög hugsi yfir þessu, hann átti bágt með að sjá ástæðu þess að formenn stjórnarandstöðuflokkanna ættu að fá hærra kaup, en féllst að lokum á rök Össurar og Steingríms, en spurði þá að því hvort Ögmundur myndi styðja þetta, hann var jú tengdur inn í verkalýðshreyfinguna og betra að hafa hann með í ráðum.

Þá var rætt við Ögmund, hann skildi þetta ágætlega, en lét þess getið að stöðu sinnar vegna þyrfti hann að hafa uppi "málamyndamótmæli".

Nú á aldrei að taka neinu sem heilögum sannleik, en ef maður veltir fyrir sér stöðu Davíðs, þá var hann farinn að spá í að hætta á þessum tíma og hann sá ekki fyrir sér að hann yrði nokkurn tíma í stjórnarandstöðu, einnig er hæpið að hann færi að hafa frumkvæði að launahækkun til pólitískum andstæðingum til handa. Einnig má sjá, að mótmæli Ögmundar voru svona "málamynda", hann barðist ekki mjög harkalega gegn þessu og Steingrímur var í fríi ef ég man rétt, sennilega að ráði einhverra spunameistara.

Ég spurði þennan fyrrum ráðherra um málið eftir að hafa lesið orð Davíðs í mogganum um þetta mál.

Jón Ríkharðsson, 15.2.2011 kl. 10:20

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón, var að koma innúr slyddunni.

Fróðlegar upplýsingar, langt síðan ég lærði að kallinn fer ekki með fleipur.

En þetta snýst ekki um að einn eða neinn gefi kost á sér.  Á ögurstundum, á neyðartímum, þá svar menn kalli.  

En forsenda þess er auðvita að menn upplifi ógnina og vilji svara henni.  Þar er meinið, allar láta eins og þjóðin ráði léttilega við 90-160 milljarða árlega í vexti, fyrir utan afborganir.  Og svo nöldra menn yfir niðurskurði hér, og þar, og sköttum hér, og þar.  En fylgja allir því afli sem festir þjóðina í skuldafjötra um alla framtíð.  Og karpa svo innbyrðis, "hey, þetta er þér að kenna, ekki mér".  "Þú vilt þetta, ég vil hitt".  En enginn vill forða þjóðinni frá köfnun í skuldafeninu.

Vandinn er sá Jón, að hver einn hefur ekki rætt málið við sjálfan sig, ekki gert það upp við sig hvað þarf að gera, og hverjum þarf að fylgja til að stefnan sé rétt.  Menn halda alltaf að þeir sleppa á meðan hús nágrannans er ógnað.  Menn fatta ekki að í stríði ræða menn ekki hugmyndafræði, menn ráða herforingja.

En það er vissulegra þægilegra að lifa í draumi og halda að allt reddist.  En það gerir það ekki, tveir plús tveir eru alltaf fjórir.

Og einu rökin fyrir því að kalla ekki á sterkasta manninn, er að menn telji annan sterkari.  Og með fullri virðingu fyrir núverandi leiðtogum, þá eru þetta hengilmænur.

Það er eina skýring þess að þjóðin er að sökkva, og menn bulla á meðan eitthvað IcEsave bull, eða það að þjóðin hafi ekki efni á að hjálpa heimilum landsins, eins og þjóðin sé eitthvað annað.

Þú mundir ekki ráða þig á skipsrúm ef þetta fólk væri í brúnni.

Kveðja, Ómar.. 

Ómar Geirsson, 15.2.2011 kl. 11:49

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bráðskemmtilegar samræður hér í konjakstofunni, skál félagar.

Baldur Hermannsson, 15.2.2011 kl. 12:49

35 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Skál Baldur minn, þetta er vonandi eðaldrykkur hjá þér sem þú sötrar á meðan þú fylgist með samræðum okkar Ómars. Vonandi geta þvargararnir lært hvernig á að skiptast á skoðunum eftir þennan lestur.

Blessaður Ómar, ég er alveg hjartanlega sammála þér, enda skrifaði ég um daginn pistil sem fjallaði um það, að leggja niður flokksgleraugun og að þjóðin ætti að koma sér saman um lausnir.

Ég verð alltaf sjálfstæðismaður, menn berjast fyrir sinni hugsjón og það er skemmtileg gerjun í flokknum um þessar mundir, hörð skoðanaskipti um hin ýmsu mál og þar á meðal Icesave.

En ég viðurkenni það fúslega, að mesti leiðtoginn sem við höfum í dag er Sigmundur Davíð. Hann er vissulega óreyndur í pólitík, en þessir tímar eru eldskírn fyrir hann. Málflutningur hans er sannfærandi og málefnalegur að mestu leiti, allavega finnst mér hann standa upp úr á þingi í dag.

Margir dásama Þór Saari, en mér líkar ekki þegar menn gera eins og hann í Sjálfstæðu fólki, saka menn um spillingu og mútur, án þess að fylgja því eftir.

Ef einhver hefur rökstuddan grun um glæp, þá verður hann að láta lögreglu vita og krefjast rannsóknar. Annars hljómar þetta eins og marklaust bull til að slá sig til riddara.

Það væri gaman að sjá vinstri sinnuðu þvargarana horfa eitthvað út fyrir eigin flokk, þeir sjá ekkert nema kosti hjá eigin flokki, slíkum mönnum er fyrirmunað að þroskast.

Það tekur tíma, en ég mun ásamt fleirum berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni innan flokksins, þá er ég meina stefnu Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors, Bjarna gamla Ben og allra frumherjanna.

Ég vil mannúðlegan kapítalisma, þar sem við gleymum ekki þeim sem minna mega sín, en gerum um leið ríkar kröfur til þeirra sem geta lagt eitthvað af mörkum.

Hver einasti íslendingur ætti, svo ég endurtaki mig, því ég hef sagt þetta ansi oft, að spyrja sig á hverjum degi; "hvað get ég gert fyrir Ísland?"

Við eigum að elska okkar land og þjóð frá innstu hjartarótum og berjast fyrir sjálfstæðinu, við eigum aldrei að láta aðrar þjóðir kúga okkur né stjórna. 

Við höfum sérstaka arfleifð, forfeður okkar státuðu af meiri víðsýni og menntun en títt var hjá alþýðu annarra þjóða.

Það var vegna þess að læsi var almennt hér á landi og fátækir bændur lásu bókmenntir.

Okkur tókst á örskömmum tíma, miðað við aðrar þjóðir, að koma í veg fyrir ungbarna dauða. Margir gera sér ekki grein fyrir því, að í sögulegu samhengi, þá er ekki langt síðan að íslenskir foreldrar þráu það heitt að ungabörnin lifðu af veturinn. Við byggðum nútíma hús á heimsmælikvarða eftir að hafa lifað í moldarkofum um aldir.

Undirstöðurnar eru ennþá styrkar, en þær geta veikst. Argentína var eitt af ríkustu löndum heims en vinstri stefna Perón hjónanna eyðilagði allt á örfáum árum.

Það er hægt, með rangri stefnu að rústa samfélaginu, en með réttri stefnu að rétta það við.

Svo þarf hver og ein að gera það upp við sig, hvort núverandi stefna setji okkur í sömu spor og Argentína var sett í eða hvort hún reisi landið við.

Jón Ríkharðsson, 15.2.2011 kl. 13:35

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er firna góður pistill hjá þér Jón og mætti vel vera eins konar viðhengi með stefnu Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst líka óviturlegt að múlbinda stefnu stjórnmálaflokks við einhverja tiltekna hagfræðikenningu. Slíkar kenningar koma og fara en góður, hægri sinnaður stjórnmálaflokkur verður að byggja sína höll á víðum og varanlegum grunni heilbrigðra sjónarmiða og kristilegrar afstöðu til náungans. Ég er alls ekki frá því að þessi pistill þinn sé vel til þess fallinn að gera okkur sem lesum hann að skárri mönnum og veitir ekki af.

Og hann ætti skýlaust að vera skyldulesning fyrir þá mörgu vinstri menn sem eru vel gerðir að upplagi, en hafa villst af leið hjartans og liggja meinvillir myrkrunum í.

Baldur Hermannsson, 15.2.2011 kl. 14:09

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Eigum við ekki allir að skála fyrir þessu, ég í Merild því ég hef ekki efni á guðaveigum Skota eftir að Steingrímur hækkaði skattinn.

Hef engu við þetta að bæta, en ég seifa þessa síðu, vil eiga innslög þín Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2011 kl. 14:39

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skála hér með í mínum klassíska Earl Gray.

Baldur Hermannsson, 15.2.2011 kl. 14:50

39 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka ykkur hólið piltar og skála við ykkur í sterkum Merrild.

Þessi umræða er að fullu tæmd og óskandi er að sem flestir hafi lært af okkar góða spjalli, þetta hefur verið mjög gefandi fyrir mig og villuráfandi vinstri sauðirnir, þeir hafa ekki gert eina einustu athugasemd við þetta hjá okkur, kannski eru þeir að hugsa og þroskast.

Kveðja úr Grafarvogi.

Jón Ríkharðsson, 15.2.2011 kl. 19:30

40 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rosalega ertu góður með þig JR

Óskar Þorkelsson, 15.2.2011 kl. 19:36

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, ég held að Jón sé góður með sig vegna þess að hann er sannur, íslenskur aðalsmaður.

Baldur Hermannsson, 15.2.2011 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 340287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband