Borgum og brosum

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Bjarni Ben fylgir sinni ýtrustu sannfæringu og það gera líka þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem með honum ríða í þessari för. Þeir telja að samningaleiðin skili þrátt fyrir allt skárri niðurstöðu en dómstólaleiðin. 

Ef allt fer á besta veg munum við sleppa með 50 milljarða. Það gerir 500 000 krónur á hvern vinnandi mann í landinu. Hve háa fjárhæð getur meðalmaður sparað á einu ári ...... ætli það sé meira en þessi hálfa milljón sem nú skal fara í vargakjafta? Ef við skoðum dæmið fjárhagslega má orða það svo að meðal-Íslendingurinn tapi sem svarar einu ári af starfsævinni vegna Icesave. Það er því engin leið að halda því fram að það sé vel sloppið. En kannski er okkur þetta mátulega í rass rekið fyrir glannaskapinn og græðgina.

Hetjulegra væri að neita að borga, standa fast á okkur og láta hart mæta hörðu. Til þess að leggja í slíka orustu þurfum við samstilltan her og snjallan hershöfðingja. En íslenska þjóðin hefur aldrei haft jafn grútmáttlausa og handónýta forystumenn og einmitt núna þegar síst skyldi. Við erum fyrirfram dæmd til þess að tapa hverri einustu orustu sem við heyjum með óheilla viðrinin Jóhönnu og Steingrím í fararbroddi.

Það er enginn vafi á því að hefði Ísland borið gæfu til þess að lúta forystu Davíðs Oddssonar núna væri Icesave löngu horfið út af borðinu og þjóðin komin langleiðina út úr kreppunni. En sá maður er illu heilli fjarri stjórnvöl þjóðar skútunnar og þess vegna eigum við engan kost skárri en þann að borga og brosa. 

 


mbl.is Lófaklapp í lok ræðu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svakalega er ég sammála þér,það hreinlega vantar Davíð Oddsson.

Brynja S. (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 14:49

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

'Eg er bara alveg hættur að botna í honum Steingrími. Eins og þetta var nú efnilegur strákur og vel máli farinn.

Árni Gunnarsson, 5.2.2011 kl. 15:05

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Baldur, believe it or not, ég mætti á fundinn ( svona mannlífs stúdía in the jungle ) og það verður að segjast að Bjarni átti salinn.

Það kom mér á óvart hvað hann var öruggur og hreinlega fyndinn þegar best lét..

hilmar jónsson, 5.2.2011 kl. 15:12

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er hjartanlega sammála ykkur öllum, Baldur og Brynja.  Árni það er ekki nema von, það þarf ábyggilega velmentaðan sálfræðing til að botna í honum!!  KV Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.2.2011 kl. 15:18

5 identicon

Sæll Baldur; og aðrir gestir þínir, hér á síðu !

Baldur !

Ertu raggeit; að upplagi - eða; hefir þú látið heillast, af fagurgala Engeyjar vafningsins, algjörlega ?

Síðan hvenær; hefir okkur verið skylt, að borga einka skuldir annarra, okkur óviðkomandi ?

Árni !

Reyndu nú ekki; að gera myrkan dag, enn myrkari, með því að nefna Helvízkt viðrinið, norðan úr Þistilfirði, á þeim nótum, sem þú gerir.

Mér gremst mjög; Baldur og Árni, hversu umburðarlyndir þið eruð, gagnvart þessum hvítflibba skoffínum, sem eru að koma öllu hér, á annað hjarið.

Líkast til; hefir það átt að vera, eins og hver önnur kerskni Baldur, af þinni hálfu, að vitna svo í lokin, í Sunn-Mýlzka flónið og Moldvörpuna, Davíð þennan Oddsson, til þess að spilla deginum; endanlega, eða hvað ?

Með; afar þungum kveðjum / þó ekki; til ykkar, heldur þeirra vesölu Íslendinga, sem vilja ganga, undir písk Brezkra og Hollenskra /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 15:22

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, það er gaman að þessu ...... ég þarf sem sagt að leita til þín eftir fréttum úr hásölum Sjálfstæðisflokksins.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 15:32

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, mér finnst nú frekar líklegt að ég sé raggeit að upplagi. Ég kæri mig ekki um að næsta kynslóð Íslendinga þurfi að flýja þennan norræna unaðsreit vegna þess að hér væri allt í kalda koli. Með Davíð Oddsson í fararbroddi hefði þessi ámátlega staða einfaldlega aldrei upp komið. Þaðan af síður hefði hann látið Breta berja sig til undirgefni. En Geir Haarde sló uppgjafartóninn og þau skötuhjú ógæfunnar, J og S, hafa kveðið undir af alhug æ síðan. Við höfum hvorki sjóher né flugher og neyðumst til þess að borga skuldir annarra.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 15:35

8 Smámynd: Elle_

Baldur verður sjálfur að gera það upp við sig að borga lögleysu og ömurlegt að lesa.  Hann getur borgað sjálfur og þið hins sem styðjið þessa kúgun.  Haldið okkur hinum utan við ólöglega skattheimtu.  Við borgum ekki.

Elle_, 5.2.2011 kl. 15:42

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Styð það heils hugar Elle. Látum helvítið hann Baldur borga þetta og málið er dautt!

Árni Gunnarsson, 5.2.2011 kl. 16:05

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það lendir á mér að borga og ekki með réttu, því ekki sukkaði ég í góðærinu .... kom út úr því jafn blankur og ég fór inn í það, með skuldir á bakinu. En ég vil heldur borga en láta þessa fjárhæð falla á næstu kynslóð af margföldum krafti.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:09

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

En ég vil heldur borga en láta þessa fjárhæð falla á næstu kynslóð af margföldum krafti.

Með því að samþykkja þennan afarkost sem kallast Icesave 3 þá ertu að láta þetta falla á næstu kynslóðir, það er ekki flóknara en það, þessi peningur er ekki til, með aukinni lántöku versnar lánshæfismat ríkissjóðs og þar með fyrirtækja hér á landi, það verður ennþá erfiðara fyrir þessa aðila að ná sér í erlend lán(er það ekki málið sem allir eru að kvarta yfir?), það þarf að auka skatta til að borga þetta niður, þetta kemur allt til með að bitna á komandi kynslóðum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.2.2011 kl. 17:24

12 Smámynd: Björn Birgisson

Borgum og brosum

Splunkunytt vidhorf vindhanans?

Björn Birgisson, 5.2.2011 kl. 17:26

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halldór, nú mun koma í ljós hvort einhver innistæða var fyrir gífuryrðum Steingríms og Jóhönnu: hér átti allt að fyllast af evrum og leið og Icesave yrði úr sögunni.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:32

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, hvað er svo vindhanalegt við þessa afstöðu? Hún er óhetjuleg, ég viðurkenni það .... en vindhanaleg???

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:32

15 identicon

Með vindhana hlýtur að vera átt við að snúast eftir því sem vindurinn blæs... Veit samt ekki alveg hversu mikið það á við hér samt!

Skúli (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 19:07

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei hún getur ekki átt við neinna nema kannski Björn sjálfan, þó efast ég um það. Einhvern nefndi samtal við Lárus Blöndal sem birtist í Baugsblaðinu í dag. Það er gott samtal og gagnlegt að íhuga.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 19:14

17 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur! Menn berjast gegn Icesave og samthyggja svo med brosi. Thad eru vindhanar. Autvitad er eg vindhani, velkominn í flokkinn! Bid forlats á stafsetningunni. Er i vondri tolvu! A godum stad! Gud blessi Island og thig, Baldur minn!

Björn Birgisson, 6.2.2011 kl. 23:29

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Feginn er ég að þú skulir ekki horfinn oss bloggurum, gamli strigakjaftur.

Baldur Hermannsson, 7.2.2011 kl. 10:22

19 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir, en strigakjaftur skaltu sjálfur vera! Er Icesave vidsnúningur íhaldsins nokkud ad kljúfa flokkinn?

Björn Birgisson, 7.2.2011 kl. 16:41

20 identicon

Sæll Baldur.

Þetta var flottur pistill hjá þér þó ég sé ósammála niðurstöðunni. Kjarni málsins er sá að okkur ber engin lagaskylda til að borga þetta en Bretar og Hollendingar pressa okkur auðvitað því af núverandi stjórn er engin fyrirstaða. Ef fast hefði verið spyrnt við fótum í t.d. fyrra væri þetta mál dáið drottni sínum því þessar þjóðir fyndu að þær kæmust ekki upp með frekju og yfirgang. Bretar og Hollendingar virðast vita betur en við að okkur ber engin lagaskylda til að borga og það er sorglegt.

Ég sé að Hilmar segist hafa mætt og verið ánægður með frammistöðu Bjarna. Ég sá þetta ekki og rengi Hilmar engan veginn en við skulum ekki rugla saman innihaldi og umbúðum. Bjarni er auðvitað formaður af því hann kemur vel fyrir, menn komast ekkert áfram í stjórnmálum án þess að koma vel fyrir. Innihaldið er svo annað mál. Steingrímur er gott dæmi um mann sem kann að koma fyrir sig orði en skilur ekkert í þeim málum sem hann er að stýra núna og það sjáum við á stöðu efnahagsmála í dag. Ég heyrði hann útskýra bara nokkuð vel fyrir nokkru síðan hvers vegna hann hefði snarsnúist 180° í Icesave og IMF málunum. Eftir sem áður stendur þó auðvitað sú staðreynd að hann útskýrir ekki þessa vitleysu sína í burtu nema fyrir sumum. Hann sagði fyrir tæpu ári að hér væri hagvöxtur þegar samdráttur ríkti. Laug maðurinn eða vissi hann ekki betur? Hann lagði líka til netlöggu hér árið 2007. Stjórnmálaferli Steingríms hefði átt að ljúka daginn eftir þá tillögu. Of oft gerist það að sjarmörar komast í embætti sem þeir ráða engan veginn við vegna þess að þeir skilja hvorki upp né niður í sínum málaflokkum. Dæmi um þetta er mýmörg í íslenskum stjórnmálum. Ég á frænda sem er hafsjór af þekkingu og einstaklega skarpur en hann er enginn sjarmör og því mun hann aldrei sjást á stjórnmálasviðinu þó þjóðinni væri mikill akkur í að hafa hann í valdastöðu. Í staðinn situm við uppi með skussa og þá á ég við bæði stjórn og suma í stjórnarandstöðu.

Kjósendur hér þurfa að vera svolítið gagnrýnni á stjórnmálamenn og veita þeim meira aðhald en það er kannski ekki auðvelt þegar fjölmiðlar hér eru jafn lélegir og raun ber vitni. Menn sem hafa verið að trana sér í fjölmiðla með sín sérfræðiálit (eins og hagfræðiprófessorar nokkrir frá HÍ og HR varðandi Icesave) sem reynast svo kolröng eiga ekkert erindi í fjölmiðla framar en fréttasnáparnir halda áfram að tala við þá. Hvers vegna í ósköpunum? Menn sem gera sig seka um svona vitleysu eiga ekkert erindi í fjölmiðla aftur. Man ég það ekki rétt að rannsóknarnefnd alþingis hafi sent fjölmiðlum sneið í sinni skýrslu - sagt þá gagnrýnislausa?

Bjarni getur átt sitt ískalda mat - það er einfaldlega rangt og ekki í fyrsta skipti sem hann hefur rangt fyrir sér sbr. fréttir af viðskiptum hans. Menn eru undir þrýstingi að samþykkja þetta svo lán fáist í Búðarháls en hvers vegna leita menn ekki til annarra banka en evrópskra? Væru t.d. Kínverjar ekki tilbúnir að lána í þetta verk? Þeir eiga sand af seðlum. Ég er ekki viss um að Landsvirkjun sé að skoða þetta nægilega vel. Af hverju ættu bankar, t.d. í Asíu eða Ameríku,  ekki að lána í hagkvæm verkefni? Þarf alltaf að leita til einhverra ESB banka? Er heimsmynd sumra ekki stærri?

Annars langar mig að spyrja þá sem eru fylgjandi Icesave að eftirfarandi: Í ár borgum við 74 milljarða í vexti og afborganir af lánum. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að bæta við þá lánasúpu 50-250 milljörðum í viðbót sem okkur ber engin lagaleg skylda til að borga? Væri ekki nær að setja það fé í velferðarkerfið (mennta- og heilbrigðiskerfið)? Hvað á draumur Sf um ESB að kosta þjóðina áður en við verðum aðilar?

Ég tek undir með Elle, þeir sem eru svona hrifnir af því að borga þessa vitleysu geta gert það sjálfir en haldið okkur hinum sem vitum betur utan við sína vitleysu. Ekki borga ég t.d. fyrir fyllerí annarra manna.

Helgi (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 13:24

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi, hins sorglega staðreynd er sú að við erum báðir á fullu að greiða fyrir fylleríí annarra manna og engar líkur til að sá reikningur verði að fullu greiddur í bráð.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband