Ríkisstjórnin verður að fara strax

Sá sem ekki viðurkennir núna undanbragðalaust að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sé fullkomlega vanhæf og ófær til allra verka, sá maður á nánast ekki tilverurétt meðal viti borinna manna. Þvílíkt endemis, dómadags klúður! Þessi bannsetta ríkisstjórnar ómynd sem aldrei skyldi völdin tekið hafa hefur tekist að sólunda hálfum milljarði í ekki neitt, fáránlegan þjóðfund og síðan kosningar til enn fáránlegri stjórnlagaþings. Ríkisstjórnin verður ....já hún VERÐUR .... að fara strax.
mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Farið hefði fé betra.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.1.2011 kl. 15:37

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Anda inn - anda út...

Haraldur Rafn Ingvason, 25.1.2011 kl. 15:37

3 identicon

Þetta er forkastanlegur dómur. Hæstiréttur verður að víkja.

Doddi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:44

4 identicon

Þessi stjórn mun ALDREI fara frá með góðu Baldur minn. Ef það á að takast að koma henni frá þá verður að efna til meiriháttar ófriðs í þjóðfélaginu. Allsherjarverkfalla, lömunar á samgöngum og stórkostlegra mótmæla - ef ekki vil betur til óeirða með tilheyrandi átökum. Og þá er ég ekki að tala um neina búsáhaldabyltingu. Það ætti að stofna hvítliðasveitir hraustra manna, ekki seinna en strax, svona eins og þegar við tókum í lurginn á rauðu óværunni 1949 og sýndum þeim þá hvar Davíð keypti ölið. Það átti að verða í eitt skiptið fyrir öll en lengi má manninn reyna. Við verðum sennilega að endurtaka leikinn.   

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:45

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn Páls, það er útilokað að þú meinir þetta. Finnst þér virkilega við hæfi að hafa svona stórmál í flimtingum?

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:45

6 identicon

Utanþingsstjórn strax sem Forseti vor á að koma að með sinni tilskipun.

Númi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:45

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvítliðasveit ..... snilldar hugmynd, Sigvaldi Ólafsson. Ég sé það og heyri að þú ert ekki aðeins maður snjallyrðanna, þú ert maður stórra hugmynda og trúlega athafna með.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:46

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, nú er þörf á vorkunn og það strax.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:47

9 identicon

Það er Hæstiréttur sem hefur málið í flimtingum. Ljóst að innmúrningar reyna að skapa hér sem mestan glundroða.

Doddi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:47

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Sveinn, Hæstiréttur var einhuga í þessu mikilvæga prinsippmáli. Lög og reglur verur að virða, annars höfum við ekkert þjóðfélag lengur. Og síst væri við hæfi að Hæstiréttur vanvirti lögin.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:49

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hrein og tær snilld, hálfum milljarði hent í þetta og allt ónýtt. Væri fyndið ef þessi holi hljómur kæmi ekki í hvert sinn sem barið er í ríkiskassann.

Theódór Norðkvist, 25.1.2011 kl. 15:51

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Núna verður Númi að birtast skjótt og vorkenna okkur þrem Baldur, mér, þér og Sigvalda, oft er þörf en nú er nauðsyn.

Andskoti varð ég reiður þegar ég las þetta, ég man eftir því þegar hönnuður kerfisins, var það ekki fyrrum eiginmaður umhverfisráðherra, fór mikinn í fjölmiðlum og fullyrti að þetta væri óvanalega gott kerfi.

Og þegar maður verður svona reiður, þá kemur vanlíðan í kjölfarið, hvar ertu Númi minn!!!

Ríkisstjórnin var sammála því ef ég man rétt, þetta kerfi átti að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar, því engum hafði áður tekist að hafa svona mikinn fjölda í framboði í einum kosningum.

Þessi vesæla ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að vera farin, en hún er límd við þessa blessuðu ráðherrastóla.

Nú verð ég að fara og horfa á Sound of music til að róa mig niður, ég held að ég eigi hana einhvers staðar, nema að Númi komi strax og veiti okkur huggun.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 15:54

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Theódór, væri fyndið ef ekki væri verið að segja upp heiðarlegu og dugmiklu fólki um land allt í sparnaðarskyni, svipta fólk lífsbjörginni og svelta heilbrigðiskerfið. Þessu pakki er sko ekki sjálfrátt. Ég bið um eitthvað allt annað en þessa flokka í ríkisstjórn, jafnvel minnihlutastjórn Framsóknarflokksins væri skárri.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:54

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Segi það með þér Jón, hvar er Númi þegar maður þarfnast hans?

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:55

15 identicon

Nú er lag, við þurfum að kæra þessar skattahækkanir, aðför að atvinnuuppbyggingu, þjóðnýtingaráform o.fl.

Njáll (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:55

16 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Theodór, ef þessi dómur verður til þess sð ríkisstjórnin hrökklist frá eins og hverjir aðrir sakamenn og aular, sem þau eru, þá verður það mikill sparnaður þrátt fyrir þessar glötuðu millur. Steingrímur er í þann veginn að eyða meira en 20 milljörðum í sparisjóðina, Byggðastofnun og Íbúðalánasjóð

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.1.2011 kl. 15:57

17 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þess er að vænta að vinstri sósíalistar hefji nú haturs- og ófrægingarherferð gegn hæstarétti, enda er þeim í nöp við svoleiðis borgaralegar svikastofnanir, sem þeir geta ekki stjórnað af hentisemi. Samhljóða niðurstaða réttarins sýnir aðeins að þessi ríkisstjórnarmeirihluti á alþingi er samansettur af kjánum í meginatriðum, sem gera sér enga grein fyrir því að lög skuli gilda í landinu, en ekki pólitísk hentisemi.

Gústaf Níelsson, 25.1.2011 kl. 15:58

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, skrifar á Facebook og bendir á að hugsanlega eigi hinir 25 kjörnu stjórnlagaþingsmenn heimtingu á skaðabótum frá ríkinu..... sturlunin tekur út yfir allan þjófabálk. Stjórnin verður að fara frá strax í kvöld. Þetta gengur ekki lengur.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 15:59

19 identicon

æi að hlusta á þetta væl, Þetta er nú sennilegast lang besta ríkisstjórn sem við höfum lengi haft.

Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:00

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gústaf, vinstri menn eru þegar byrjaðir að rægja Hæstarétt á netinu.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:00

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arnar Jónsson er hér með útnefndur fyndnasti maður á Maggablogginu.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:01

22 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Menn máttu vita að klúður var í uppsiglingu þegar báðir hönnuðir kerfisins buðu sig fram til stjórnlagaþings. Með því firrtu þeir sig ábyrgð á ruglinu.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 16:04

23 identicon

Svona svona, Baldur,Jón og Sigvaldi(svakalegi),ég er hérna og fylgist með ykkur,er alltaf til staðar.  Reyndar kæmi mér það ekki á óvart að uppreisn mikil eigi eftir að eiga sér stað,en ekki í líkingu við það er Sigvaldi nefnir, að stofna  Hvítliðasveit. Þetta mál með vinstri/hægri á að heyra sögunni til og hvað þá flokkabull.  Þjóðin þarf að taka höndum saman og hreinsa út úr stjórnsýslunni.

Númi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:06

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað segirðu Ragnhildur...hverjir eru þeir? Þorkell Helgason væntanlega, ekki satt ..... en hver er hinn?

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:08

25 identicon

Besti vinur Hannesar Hólmsteins kærir og besti vinur Dabba dæmir.

Búast menn við eðlilegum dómi.

Þetta er innmúruð klíka á bak við þennan dóm.

Doddi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:09

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, var Hæstiréttur á bandi Davíðs þegar hann ýtti Baugsmálinu út af borðinu og bar fyrir sig smávægilega formgalla?

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:11

27 Smámynd: Sævar Helgason

Nú er bara að upplýsa hvaða dómarar skipuðu dóminn. Pólitíkst skipaður Hæstiréttur er dálítið vafasamt fyrirbrigði....

Sævar Helgason, 25.1.2011 kl. 16:12

28 identicon

Baugsmálið var algjört klúður, sem sýndi vanhæfni þessara fábjána í Hæstarétti.

Doddi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:15

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sævar, Hæstiréttur er víða pólitískt skipaður, td í Bandaríkjunum þar sem hann hefur miklu meiri völd en hér, og þykir engum mikið. Mestu skiptir að dómarar séu hæfir, en það má vissulega deila um hvort þeir séu það allir. Um Jón Steinar verður þó aldrei sagt að hann sé vanhæfur, hann var með háa einkunn á lögfræðiprófi, hefur ritað gagnmerka bók um störf Hæstaréttar og er að allra mati frábær lögmaður ... þótt einnig megi deila um afstöðu hans í ýmsum málum. En ég er sammála þér, gaman væri að vita hverjir dæmdu.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:16

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, látum svo vera .... en þú getur með engu móti spyrt saman Hæstarétt og Davíð Oddsson.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:17

31 identicon

Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson.

Gísli Óskarsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:22

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sævar, DV er með nöfn dómaranna: Jón Steinar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Páll Hreinsson.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:23

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gísli bætir við Viðari Má Matthíassyni.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:23

34 identicon

Fróðlegt að heyra hvernig Samfylkingarútvarpið - RUV er komið á fulla ferð í spunanum við að leiðrétta þessa "vitleysu". Fyrsti maður sem er tekinn í viðtal þar er Gísli Tryggvason, póltískur lukkuriddari sem á augljósra hagsmuna að gæta sem slefaði inn á stjórnlagaþingið. Hann talar um að kjósa verði bara aftur og reynir að klóra yfir þetta eins og köttur yfir skít. Þessi pési talar um hvað það verði mikil vonbrigði ef það verði ekki efnt til þessa stjórnlagaþings kjaftastéttanna og sjálfskipaðrar elítu þessa lands. Heyr á endemi! Þáttaka í kosningunum var í sögulegu lágmarki, svo lítil að starsmenn á kjörstöðum allt í kringum landið áttu erfitt með að halda sér vakandi. Fólki er almennt skítsama um þennan skrípaleik. Og fréttamennirnir Linda Blöndla og Hallgrímur Thorsteinsson bullandi meðvirk í ruglinu. Það þarf að binda endi á þetta - binda endi á þjáningar þjóðarinnar - koma þessum stjórnvöldum frá.

Sigvaldi Ólafssson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:24

35 identicon

Dabbi er með sína leppi í Hæstarétti. Þeir verða náttúrulega að víkja, enda gjörsamlega vanhæfir.

Þetta er bara fíflagangur hjá réttinum, að hafa áhyggjur af því að þetta hafi ekki verið nógu leynilegt. Þó svo að möguleiki hafi verið fyrir óheiðarlega að njósna um hvað aðrir kusu, á það ekki að breyta niðurstöðu kosninganna. Þessir dómarar eru algjörlega bilaðir.

Doddi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:25

36 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Pavel e-ð var Þorkeli til aðstoðar og báðir komust inn á þingið, enda einu mennirnir sem skildu hvernig spilin voru stokkuð. Kjósendur voru hafðir að fíflum í þessum kosningum.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 16:26

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mbl.is birtir dóminn í heild sinni. Gísli hefur rétt fyrir sér í #31. Það var DV ofviða að hafa nöfn dómaranna rétt.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:26

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, Hæstiréttur verður að dæma eftir bókstaf og anda laganna. Það er löngu komið fram að fyrirkomulag kosninganna var stórgallað.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:27

39 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er með öllu óverjandi að henda aftur 500 milljónum út um gluggann til þess eins að halda samkomu, sem þjóðin telur með öllu óþarfa, á sama tíma og ekki er hægt að reka sjúkrastofnanir og almenna löggæslu í landinu. Fyrir hverja er þetta stjórnlagaþing eiginlega og hélt einhver í alvöru að gagn yrði af samkomunni?

Gústaf Níelsson, 25.1.2011 kl. 16:28

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, já rosalega finnst manni það orka tvímælis að þeir skuli fyrst hanna kerfið og síðan spila á það sjálfir.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:28

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gústaf, 65% þjóðarinnar skildu strax að ekkert gagn yrði að þessu stjórnlagaþingi. Það er bara fyrir þá fáu sem höfðu trú á því. Þetta var hneyksli frá upphafi til enda.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:30

42 identicon

Svo vogar Illugi Jökulsson sér að koma með köpuryrði í garð þeirra sem kærðu kosningarnar og gerðu þar með borgaralega skyldu sína. Mikið er nú gott að þetta helvítis skoffín mun aldrei getað kallað sig "senator" það hefði verið skandall ef hann hefði átt að gera tillögu um nýja stjórnarskrá handa okkur hinum.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:47

43 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Betur væri að þetta yrði til að fleiri hausar fjúki af launaskrá þjóðarinnar en bara ríkisstjórnin.  Þá hafa þessar kosningar verið til einhvers.  Ríkisstjórnin verður að fara frá strax í kvöld þvílíkt er klúðrið.

Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 16:48

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála Magnús. Strax í kvöld. Og helst ætti þetta pakk að hypja sig úr landi og láta aldrei sjá sig aftur.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:56

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Illugi virðist vera gersamlega siðlaus maður, Sigvaldi. Það er hörmulegt að sjá viðbrögð hans og ýmissa annarra.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 16:57

46 identicon

Já og nú eru bræðurnir Grímur og Teitur Altasynir Samfylkingarmenn byrjaðir að brýna hvern annan á blogginu að grípa til vopna gegn hægri mönnum.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:00

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigvaldi, spunasveitir vinstri flokkanna voru kallaðar út með eldingarhraða og hamast nú á öllum stimplum að ófrægja bæði Hæstarétt og þremenningana sem kærðu. Söm er þeirra gjörð.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 17:07

48 Smámynd: Björn Birgisson

Hér er hlægilegur tittlingaskítur tekinn fram yfir mikla hagsmuni þjóðarinnar. Það sem meira er, fyrstu almennu kosningar til Stjórnlagaþings á Vesturlöndum úrskurðaðar ógildar vegna svo smávægilegra tæknigalla við framkvæmd að undrun sætir.

Hvað heldur fólk að margir svona smávægilegir gallar komi fram í kosningum stórþjóðanna? Að ekki sé nú minnst á þjóðir sem ekki standa jafn traust lýðræðislega og til dæmis við.

Mér finnst eins og Hæstiréttur sé að setja sig á einhvern mont og bjánastall og ég dauðskammast mín sem Íslendingur fyrir þetta asnastrik.

Hæstiréttur Íslands er nánast að segja okkur að sérhverjar kosningar í heiminum séu ógildar.

Lengi verður skammar Hæstaréttar Íslands minnst í þessu máli.

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 17:09

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú átt að dauðskammast þín Björn fyrir að reyna að réttlæta kosningahneykslið. Svo vel þekki ég þig að ég veit að þú hefðir dauðskammast þín ef þú bærir ábyrgð á þessu dómadags klúðri.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 17:12

50 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég fæ ekki betur séð en að einn dómara Hæstaréttar, Páll Hreinsson, hafi fyrir ekki svo mörgum mánuðum, verið  hafinn til skýjana af vinstri mönnum, vegna formennsku sinnar og starfa í Rannsóknarnefnd Alþingis.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.1.2011 kl. 17:13

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já en nú verður Páll rakkaður niður.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 17:15

52 Smámynd: Björn Birgisson

Dauðskammast mín? Held nú síður, enda kann ég ekki að skammast mín fyrir neitt sem ég geri eða segi.  En nú skammast ég mín fyrir Hæstarétt Íslands. Alveg niður í tær.

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 17:22

53 identicon

Það var eins og ég segi þessi stjórn mun ALDREI fara frá nema með illu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur talað eins og álfur út úr hól eins og vænta mátti. Hér þarf byltingu til. Með illu skal illt út reka.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:24

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, farðu á mbl.is og lestu dóminn í heild sinni. Ef þú ert að lýsa því yfir í fullri alvöru að þú skammist þín fyrir Hæstarétt ertu einnig að lýsa yfir andstöðu við lög og rétt á Íslandi.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 17:30

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigvaldi, kerlingin var brjóstumkennanleg. Held ég biðji Núma að vorkenna henni. Hans vorkunnsemi er óþrotleg.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 17:31

56 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég var búinn að lesa dóminn á vef Hæstaréttar. Allur er þessi málatilbúnaður sprottinn af pólitískum loddaraleik í upphafi.

Spurningar fyrir þig og gesti þína þess vegna, aðallega þó fyrir þig:

1. Hvaða stjórnmálaflokki tilheyra kærendur í málinu?

2. Getur þú gert þér í hugarlund hvers vegna þeir raunverulega kærðu? Var það kannski eingöngu vegna ástar á lögunum? Eitthvað annað kannski?

3. Heldur þú að ekki megi finna smávægilega tæknilega hnökra í framkvæmd flestra kosninga í heiminum, ef nægilega grannt er leitað?

4. Af hverju kærðir þú ekki þessar kosningar, ef þær voru svona gallaðar?

5. Af hverju er sjálfstæðismönnum svona illa við Stjórnlagaþingið?

Svaraðu nú, karlinn minn. Slepptu öllum útúrsnúningum og skætingi. Þú getur það alveg - ef þú vilt! Bíð svaranna spenntur, en geri mér engar grillur þó!

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 18:06

57 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Björn Birgisson bendir hér á alvarlega brotalöm í íslensku réttarfari: Það fer ekki fram nein rannsókn á því hvaða stjórnmálaflokki málsaðilar tilheyri. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að tryggja að dómar falli í óhag þeim sem tilheyra þið-vitið-hvaða-flokki. Ég tel að dagurinn í dag sýni okkur nauðsyn þess að bæta hér úr og treysti hinni tæru vinstri stjórn til að bregðast skjótt við.

Hólmgeir Guðmundsson, 25.1.2011 kl. 18:22

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég hef frá upphafi tekið það skýrt fram að ég væri andvígur þeirri brjálæðislegu peningasóun sem stjórnlagaþingið útheimti og myndi á engan hátt taka þátt í því. Ég kynnti mér ekki frambjóðendur, kaus ekki sjálfur né kynnti ég mér kosningafyrirkomulagið. Þetta mál allt er hneyksli á heimsmælikvarða enda var Jóhanna eins og sturluð kona þegar hún reyndi að verja það áðan.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 18:28

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hólmgeir: góður :)

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 18:28

60 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi ríkisstjórn á ekki að víkja vegna þessa dóms. Þingfulltrúar hafa fulla heimild til að vinna sína vinnu og annað eins hafa ríkisstjórnir D og B leyft sér eins og það að setja þessa vinnu á fjárlög.

Það getur enginn bannað mér eða Baldri Hermannssyni að leggja til breytingar á stjórnarskránni og senda alþingi tillögur þar að lútandi. Það er að lokum alþingi sem samþykkir stjórnarskrárbreytingar eftir lögmætt ferli.

Hins vegar á þessi ríkisstjórn að segja tafarlaust af sér ef henni kakar við rass að koma innköllun aflheimilda gegnum alþingi nokkru fyrir páska.

Erum við ekki sammála um það Baldur minn svona til að miðla málum?

Árni Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 18:29

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei nei Árni minn, við erum hvorki sammála um það né yfirleitt nokkurt mál annað undir Sólunni.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 18:32

62 Smámynd: Björn Birgisson

Átti svo sem ekki von á vitrænum svörum við þessum spurningum:

1. Hvaða stjórnmálaflokki tilheyra kærendur í málinu? Ekkert svar.

2. Getur þú gert þér í hugarlund hvers vegna þeir raunverulega kærðu? Var það kannski eingöngu vegna ástar á lögunum? Eitthvað annað kannski? Ekkert svar.

3. Heldur þú að ekki megi finna smávægilega tæknilega hnökra í framkvæmd flestra kosninga í heiminum, ef nægilega grannt er leitað? Ekkert svar.

4. Af hverju kærðir þú ekki þessar kosningar, ef þær voru svona gallaðar? Svar: Ég kynnti mér ekki frambjóðendur, kaus ekki sjálfur né kynnti ég mér kosningafyrirkomulagið.

5. Af hverju er sjálfstæðismönnum svona illa við Stjórnlagaþingið? Svar Baldurs fyrir sína hönd, en ekki flokksins: Ég hef frá upphafi tekið það skýrt fram að ég væri andvígur þeirri brjálæðislegu peningasóun sem stjórnlagaþingið útheimti og myndi á engan hátt taka þátt í því.

Svona verður þetta bara þegar fólk forblindast að pólitísku hatri. Þá er gjarnan gasprað og gjammað og flestu snúið á haus, en best reynist þó alltaf að endurtaka lygar og blekkingar nógu oft. Einhverjir aular bíta alltaf á. Það hefur sagan kennt okkur.

Maðurinn er síst hann sjálfur þegar hann talar í eigin nafni. Setjið grímu á hann, þá mun hann segja sannleikann að lokum.

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 19:07

63 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Björn Birgisson talar hér um að dómur hæstaréttar fjalli um hlægilegan tittlingaskít. Hann virðist ekki átta sig á að þessar almennu kosningar, sem aðeins þriðjungur kjósenda sá ástæðu til að taka þátt í, voru engu að síður kosningar til stjórnlagaþings. Stjórnlagaþing setur rammann um stjórnskipun ríkisins. Það væri verulegur annmarki á stjórnarskrá ef vafi léki á lögmæti þingsins sem setur henni rammann.

Annað sem hann virðist ekki átta sig á er að stjórnmálaskoðanir þeirra sem kærðu koma málinu ekkert við. Í lýðræðisríki er einstaklingum tryggt frelsi, samkvæmt stjórnarskrá, til pólitískra skoðana. Það væri hlálegt ef hér fengju aðeins stjórnarliðar að kæra mál til hæstaréttar.

Er það lýðræðið sem Björn Birgisson leggur til?

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 19:07

64 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, til hvers ertu eiginlega að leggja þessar spurningar fyrir mig sem hef leitt þetta þing algerlega hjá mér? Hvernig ætti ég að vita skil á skoðunum þessara þriggja kærenda .... ég þekki þessa menn ekki neitt, hef aldrei hitt þá og hef ekkert lesið eftir þá. Þú ert að verða jafn klikkaður og kerlingarálftin sem þú tilbiður.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 19:13

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, það voru góðar ábendingar í útvarpinu áðan og Eiríkur Tómasson var mjög skilmerkilegur. Það er ekki hægt að víkja frá gildandi lögum um kosningar. Víki menn frá þeim núna eru því engin takmörk sett hve langt er hægt að ganga í því efni. Það er með ólíkindum að til séu Íslendingar sem skilja ekki nauðsyn þess að stjórnvöld fylgi lögum um kosningar.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 19:15

66 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, svaraðu þó spurningu númer þrjú. Það ættir þú að geta.

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 19:18

67 Smámynd: Björn Birgisson

Kolka, takk fyrir brandarann! Þú ert alltaf jafn skemmtileg, málefnaleg og eiginlega drepfyndin! Algjörlega ómissandi í nauðvörninni fyrir íhaldið, sem var aðeins hársbreidd frá því að drepa þessa þjóð endanlega.

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 19:22

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þetta er ekki spurning um smávægilega hnökra heldur svo mikla ágalla að sjálfur Hæstiréttur dæmir kosningarnar ógildar. Þú reynir að drepa málinu á dreif með því að búa til einhverja ímyndaða "smávægilega hnökra", en þetta tiltekna mál snýst ekkert um það.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 19:28

69 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Björn, haltu þig við málefnið.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 19:31

70 Smámynd: Björn Birgisson

Kolka, ég hef sagt það um þetta mál sem ég vil og þarf að segja, bæði hér hjá Herra Baldri og á minnu síðu, í boði Davíðs. Áfram Ísland í kvöld!

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 19:39

71 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, ég þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í uppeldi Björns Birgissonar. Þetta er vænsti maður þrátt fyrir augljósa ágalla ..... en hver er svo sem fullkominn?

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 19:46

72 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enginn er fullkomin nema Allah segja þeir sem á hann trúa.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 20:21

73 identicon

Aðalvandamálið sem stjórnlagaþing hefði þurft að afgreiða, og mun fyrr eða síðar vera afgreitt með einhverju hætti , er að það þarf tæra og algjöra þrískiptingu ríkisvaldsins eins og heimsins mestu lýðræðisríki hafa. 

Í Bandaríkjunum eða Frakklandi væri Jóhanna Sigurðardóttir í fangelsi ásamt öllum ábyrgum ráðherrum og þingmönnum fyrir Lýsingarmálið, en þar greip þingið fyrir hendurnar á Hæstarétt. 

Í Lýsingarmálinu stóð ríkisstjórnin með auðvaldinu á kostnað hundruða heimila sem annars hefðu ekki orðið gjaldþrota og sýndi þar sitt rétta andlit. 

Þessi ríkisstjórn hafði aldrei áhuga á Þrískiptingu ríkisvald eða nokkrum öðrum góðum uppástungum stjórnlagaþing, hvað sem hún þykist nú, þá hefði hún ekki hrækt svona í andlitið á Hæstarétti og fólkinu í landinu um leið. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um hvernig ríkisstjórnin hefur brotið á rétti fólksins í trossi við dóma Hæstaréttar.

Hér lyktar allt af samsæri og ólöglegu ráðabruggi. Stjórnlagaþing átti aðeins að vera "ráðgefandi", og góðum hugmyndum eins og þrískiptingu valdsins átti að henda út, en í til dæmis Bandaríkjunum færi Obama sjálfur í steininn ef hann sýndi Hæstaréttardómara viðlíka fyrirlitningu og Jóhanna gerði með sínum einræðistilburðum í Lýsingarmálinu sem gerði hundruði heimila gjaldþrota út af verndarhendi þeirri sem ríkisstjórnin hélt yfir auðvaldinu.....

Það er því augljóst að góðar ábendingar þessa þings hefði svona fólk hunsað með öllu, og aðeins misnotað það til að gera ólöglega innlimun inn í ESB auðveldari, í trássi við vilja og hagsmuni fólksins.

Þetta þing verður því geymt fyrir betri tíma og fyrir hæfara fólk með stærri og hærri og réttari hugsjónir, framtíðar leiðtoga Norðurbandalagsins, sem best væri hefði sína eigin sameiginlegu stjórnarskrá að einhverju leyti...

Norðurbandalagið kemur. (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband