Steingrímur á heima í dýflissunni með Hreiðari

Þarna er tvímælalaust versta frétt dagsins komin. Eins og ekki sé nóg að Hreiðar Már og kumpánar hans hafi lagt í rústir traust á íslenskum fjármálafyrirtækjum - nú þarf Steingrímur Sigfússon að bæta um betur með því að gereyðileggja traust umheimsins á íslenska ríkinu.

Það er raunalegt að lesa um framferði íslenska fjármálaráðherrans: "Erlendir kröfuhafar eru sagðir telja furðu sæta að ríkið hafi tekið yfir sjóðina tvo, í ljósi þess að fáum dögum áður sagði í bréfi stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að endurskipulagningu sjóðanna myndi ljúka innan skamms."

Þarna stendur svart á hvítu að það er ekki aðeins Jóhanna sem lýgur sleitulaust í stjórnarráðinu, Steingrímur gerir það líka. Það er ekki orð að marka sem þessi ógæfumaður lætur út úr sér.

Ennfremur segir: "Að sögn Arnars Þórs óskuðu erlendir kröfuhafar eftir að sjá öll gögn málsins til að taka upplýsta ákvörðun, en fengu ekki. „Kröfuhafar komu ítrekað á framfæri áhyggjum sínum af framgangi málsins við íslensk stjórnvöld, en fátt var um svör.“"

Þarna sést hvernig allt er á sömu bókina lært hjá Jóhönnu og Steingrími. Þau hétu því að allt yrði uppi á borðinu en reyndin er sú að öllu er leynt, það er pukrast með allt, falsið og svikin ríða húsum og þegar á þau er gengið fara þau undan í flæmingi eða láta Hrannar B. Arnarsson ljúga fyrir sig.

Nú dúsir Hreiðar Már í dýflissunni. Steingrímur og Jóhanna ættu að vera þar líka. 

 


mbl.is Ríkið rúið trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lygin virðist þeim í blóð borin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fréttir vikunnar af háttarlagi "Skjaldborgarparsins" hafa orðið svæsnari og svæsnari sem á vikuna hefur liðið. Eflaust mætti líka orða upphaf þessa "komments" hjá mér, á þann hátt að:

"Fréttir af háttarlagi "Skjaldborgarparsins" hafa orðið svæsnari og svæsnari, efttir því sem að á þetta ár þeirra við völd hefur liðið."

"Farsælli lausn" hespað af í "skjóli myrkurs" svo Félagi Svavar kæmist nú í sumarfrí á réttum tíma. Þessi "farsæla lausn" sem að fól í sér samning sem að var svo "frábær" að óþarfi var að birta hann Alþingi, svo að þeir 63 einstaklingar sem að veita áttu heimild til ríkisábyrgðar á þeim 1000 milljörðum, sem "farsæla lausnin" fól í sér.

Umsókn um ESB-aðild þvingað í gegnum Alþingi með hótunum um stjórnarslit, ef málið næði ekki fram að ganga. Umsóknin kynnt sem "saklaus" skoðunnarferð um innviði ESB, gegn betri vitund.

Við samþykkt fyrirvarana frá Alþingi vegna Icesavedeilunnar, sterklega gefið í skyn að viðsemjendur okkar, myndu fallast á þá. Varla hægt að reikna með öðru en stjórnvöld hafi ráðfært sig við viðsemjendurna, áður en slíkt er gefið í úr ræðustól Alþingis.

Samninganefnd, sem eingöngu hafði umboð Alþingis til þess að KYNNA fyrirvarana, ekki semja um þá eða fallast á BREYTINGAR á þeim, send út, til kynningar á þeim. Kynningarferð, sem að breyttist í eins og hálfs mánaðar samningaviðræður, eða öllu heldur skipulagt undanhald, undan samþykktum Alþingis.

Önnur "farsæl lausn" lögð fram nú í boði Indriða H. Þorláks. "Farsæl lausn" sem þótti mjög svo minna á þann sem samning, sem að Alþingi vann sumarlangt við að gera þá fyrirvara sem að , hefðu farið langt með að forða þjóðinni frá áratuga hörmunum. Alþingi, sér í lagi stjórnarandstaða, þurfti að draga út með töngum, þau gögn máls sem máli skiptu og breytt gætu lögmæti krafna viðsemjenda okkar.

"Farsæl lausn", taka tvö barin í gegnum þingið með hótunum og um stjórnarslit og heimsendir, ef að málið yrði ekki samþykkt.

Yfir 60.000 kosningabærra manna skrifa undir áskorun til forsetans um að synja "farsælu lausninni" staðfestinar. Forsetinn synjar.

Haldinn blaðamannafundir tveggja leiðtoga stjórnarflokkana í Stjórnarráðinu, sem sýndur var víða um heim. Fundur sem sýndi frekar tvo einstaklinga á leið í "áfallahjálp", frekar en leiðtoga stjórnar þess lands, er þegnar þess höfðu skorað á forsetann að stöðva framgöngu ólögvarðar kröfu Breta og Hollendinga. Á þeim fundi var fátt annað að græða en áframhaldandi svartsýnisraus og heimsendaspár, ef Icesaveskuldaklafinn hlyti ekki brautargengi þjóðarinnar.

Stjórnarþingmenn, stilltu þjóðinni upp við vegg og tilkynntu henni það að þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars um lögin vegna Icesave, væri í rauninni atkvæðagreiðsla um það hvort forsetinn eða stjórnin færi frá.

Viðsemjendur okkar áttuðu sig á því að stjórnvöld höfðu ekki umboð né trúverðugleika, gagnvart þjóðinni til þess að leiða Icesavemálið til lykta. Viðsemjendur okkar lokuð á frekari viðræður án aðkomu stjórnarandstöðu, með öðrum orðum, án aðkomu Alþingis.

Samið var svo um samráð stjórnar og stjórnarandstöðu og vinna lögð við gerð, nýs samningsviðmiðs. Skipuð var svo ný samninganefnd sem hélt til London með ný samningsviðmið, sem hlutu svo að ekki sé meira sagt vægar undantektir, viðsemjenda okkar sem að komu með gagntilboð, byggt á þeim samningstexta sem að beið dóms þjóðarinnar, með þeirri breytingu að vextir á kúguninni yrðu lægri, auk þess sem að viðsemjendur okkar féllust "náðarsamlegast" að veita okkur einhver vaxtarlaus ár.

Hvað þá við annan tón úr Skjaldborginni þjóðaratkvæðagreiðslan sem ákveðin var samkvæmt stjórnarskrárlegri stjórnskipan, varð skyndilega marklaus skrípaleikur, þar sem "betra tilboð" lægi á borðinu.

Við boðum þess "ófagnaðareridis" um marklausa lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu, hikaði ekki Skjaldborgarparið við að beita fyrir sér aðstoðarmönnum sínum og svokölluðum "fræðimönnum" handgengnum stjórnvöldum. Höfðu þessir aðilar í "umboði" stjórnvalda skotleyfi á hvern þann aðila, sem að dirfðist að tala máli Íslendinga í fjölmiðlum, innlendum sem erlendum.

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsunnar og þar með dómur þjóðarinnar ætti að vera öllum ljós, nema þá kannski Skjaldborgarparinu, sem er reyndar búið að gleyma skilyrðum viðsemjenda okkar um víðtækt samráð hérlendis við lausn deilunnar, því af og til berast fréttir af skeytasendingum fulltrúa stjórnvalda til viðsemjenda okkar, þar sem látnar eru té óskir um frekari viðræður, þó svo að þær leiði ekki til annars en sömu niðurstöðu og þjóðin hafnaði.

Skjaldborgarparið vílaði það heldur ekki fyrir sér að semja og undirrita yfirlýsingu hjá AGS, þar sem lausn á Icesavemálinu, gegn vilja þjóðarinnar er lofað.

Það sem er annars að frétta af Stóra Seðlabankamálinu, er það að nú hefur formanni þingflokks Samfylkinginarinnar, Þórunni Sveinbjarnardóttur verið beitt til varnar ósannindum forsætisráðherra, með því Þórunn sakar formann bankaráðs Seðlabankans um að ljúga upp á Forsætisráðherra og Efnahags og viðskiptaráðherra, er hún lagði fram þá tillögu í bankaráðinu að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, skyldi halda þeim kjörum er hann samdi um við ráðningu sína í embætti Seðlabankastjóra.

Sé málið tekið frá þeirri hlið er Þórunn heldur fram, þá má spyrja sig nokkurra spurninga.

Hvað kann Láru V. Júlíusdóttir, formanni bankaráðs Seðlabanka til með því að taka upp hjá sér sjálfri að vilja hygla Má Guðmundssyni?

Hvaða ástæðu kann hún að hafa til þess að ljúga upp á tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar tillögu sinni til stuðnings?

Hafi þetta verið krafa frá Má sjálfum má spyrja. Hefur Seðlabankastjóri traust stjórnvalda, hafi hann ákveðið að koma aftan að stjórnvöldum með launakröfur sem að samræmast ekki launastefnu stjórnvalda.

Við þetta má svo bæta, að Lára V. Júlíusdóttir, er ekki bara formaður bankaráðs Seðlabankans, heldur er hún einnig hæstaréttarlögmaður og kennari við Lagadeild Háskóla Íslands auk þess sem að hún er settur saksóknari í sakamáli, þar sem kæra forsteta Alþingis er tekin fyrir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 14:28

3 identicon

Þarna er verið að framkvæma það sama og gert var í okt 2008 þegar stóru bankarnir voru yfirteknir, enda er verið að beita sömu lögum, s.k. neyðarlögum.

Þetta er nauðsynleg aðgerð til að vernda innistæðueigendur, þ.e. koma þeim undan gjaldþrotinu.

Annars var ég að lesa það á AMX að Davíð verði handtekinn næst.

Doddi (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 14:30

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þær fréttir berast úr þeirri þingmannanefnd, sem kanna á og ákveða hvort að draga skuli fyrir dóm þrjá ráðherra "hrunstjórnarinnar" auk nokkurra embættismanna, vegna starfa þeirra í aðdraganda hrunsins, vill skoða ábyrgð allra ráðherra þeirrar stjórnar.

Það getur því ekki verið verjandi að þeir þrír ráðherrar núverandi stjórnar, sem sátu í hrunstjórninni, sitji lengur.

Við skulum muna að Jóhanna fagnaði því að Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. viðskiptaráðherra, ákvað að hverfa af þing á meðan þessi mál yrðu könnuð, til þess að auðvelda nefndinni starfið.

Það hlýtur því að vera komið að Jóhönnu, Össuri og Kristjáni Möller, að stíga til hliðar, svo nefndin hafi þann frið sem hún þarf til ákvörðunnartöku.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 15:40

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona svona..Voðaleg heift er þetta að verða í þér Baldur minn. Og bara að fangelsa bjargvættina ?

hilmar jónsson, 7.5.2010 kl. 16:32

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

#2 Ég þakka þér alveg sérstaklega fyrir þessa viðamiklu greinargerð, Kristinn. Hún myndi duga til þess að fella ríkisstjórn hvar sem er í heiminum - nema á Íslandi.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 16:44

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, neyðarlögin voru sett fyrir opnum tjöldum og ekkert falið, í þessu tilfelli er bæði logið og falið. Ég ætla i sjálfu sér ekki að gagnrýna sjálfa gerðina, hún á sér vafalaust eðlilegar forsendur, en hegðun stjórnvalda er fyrir neðan allt velsæmi. Orð Heimis í #1 eru því miður ekki út í bláinn, og ólíkt kunni maður betur við Steingrím í hlutverki hins hvassa stjórnarandstæðings en því ömurlega níðingshlutverki sem hann gegnir núna.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 16:47

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn og Kristinn, réttvísin verður bara að hafa sin gang, svo einfalt er það. Davíð Oddsson og allir hinir - lögin gilda jafnt yfir alla þegna þessa lands.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 16:48

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ég er satt að segja alveg gáttaður á þessari ríkisstjórn. Það er eins og henni sé fyrirmunað að gera nokkurn skapaðan hlut þannig að sæmd sé að. Það má líka orða það svo að jafn eindregnir og sannir kommúnistar og þið Sveinn hinn Ungi, sem báðir kappkostið að ræða málin skilmerkilega, eigi skilið betri fulltrúa á þingi og stjórnarráði.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 16:51

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svona víðtækum brotaferli er ekki hægt að gera góð skil,með kurteisislegum, nokkurra setninga "kommentum", Baldur. En ég hef það mér til málsbóta, að ég stilkaði aðeins á stóru. :-)

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 17:53

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Haf þú heila þökk fyrir þitt starf, Kristinn, við lifum á tímum þegar ráðandi stjórnmálaflokkar kynda elda haturs og lyga og blása reyknum yfir eigin gjörðir til að fela þær, enginn kannast við neitt og enginn fær að vita neitt, og þá er þitt vísindastarf gulls ígildi og rúmlega það.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 18:09

12 Smámynd: Björn Birgisson

Ég hef verið viðskiptavinur Sparisjóðs Keflavíkur frá þeim degi sem sjóðurinn sá opnaði útibú í Grindavík. Alltaf fengið þar frábæra þjónustu. Eðlilega hafði ég áhyggjur af umræðunni um slæma stöðu SpKef. Nú hefur fjármálaráðherra af röggsemi tekið sjóðinn undir verndarvæng ríkisins og tryggt innistæður fólksins. Þar gerði hann vel, enda maður fólksins, en ekki fjármunanna. Það er með öllu ástæðulaust að rjúka upp til handa og fóta þótt einhver banki í útlöndum sé að grenja eitthvað í fjölmiðlum.

Síðan er það með öllum ólíkindum að sá harmagrátur sé nýttur hér heima til að úthúða því fólki sem fékk gjaldþrota þjóð í fangið, en er að reyna sitt besta til að greiða úr flækjunni. Örlítið meiri reisn, takk!

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 18:16

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fjármálaráðherra vonar að handtökur Kaupþingsmanna, sefi reiði almennings.

Er það núna orðinn tilgangur handtöku í sakamáli að sefa reiði almennings?

Eru þetta nú allar væntingar Steingríms J. til rannsóknar efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins?

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 18:23

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jafnvel Nelson Mandela bliknar í samanburði við séníið Steingrím Jóhann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 18:26

15 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, hentu # 13, Kristins Karls vegna. Kannski er hann bráðungur, en þetta var nú einum of barnalegt!  

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 18:28

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, menn eru í sjálfu sér ekki að gagnrýna sjálfan gjörninginn heldur framkomuna gagnvart öðrum hlutaðeigandi aðilum, lygum, blekkingum og undanfærslum.

*

Varðandi 15# þá fæst ég ekki við neins konar ritstjórn aðra en þá, að hóflausar, ómálefnalegar árásir eru fjarlægðar.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 18:47

17 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, er ekki svolítill Jón Valur í þér?

"Varðandi 15# þá fæst ég ekki við neins konar ritstjórn aðra en þá, að hóflausar, ómálefnalegar árásir eru fjarlægðar."

Sumir trúa alltaf betur því sem að utan kemur. Íslenskar drósir héldu lengi vel, og jafnvel enn, að erlendir karlmenn væru betri og meira spennandi en mörlandinn, með tóbakstaumana sína og þúfnagöngulagið. Við íslenskir karlmenn vitum betur.

Glyðrurnar eru að taka á sig ýmsar myndir og þær leynast víða. Ömurlegast af öllu er þegar íslenskir karlmenn ákveða að feta í fótspor glyðranna og byrja að slefa yfir öllu sem að utan kemur.

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 19:28

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þegar menn hafa verið með grófar athugasemdir um einkalíf Jóhönnu drottningar þinnar hef ég fjarlægt þær. Í hita leiksins svellur oss móður og þá láta menn oft stór orð falla hver um annan, og við því er svo sem ekkert að segja, en þegar menn taka til máls í þeim eina tilgangi að ausa drullu yfir annað fólk en hafa ekkert málefnalegt fram að færa, þá er það ekki krassandi umræða, heldur árás.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 19:35

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Annars er glyðruspeki þín góðra gjalda verð og mér finnst að hún eigi að fá að standa þarna óáreitt. Það nær hins vegar ekki nokkurri átt að ríkisstjórn Íslands fari með lygar og undanbrögð gagnvart erlendum fjármálastofnunum. Veik er staða landsins en veikari verður hún þegar menn haga sér svona. Nú saumar saksóknari að bankamönnum vegna blekkinga - og það er sorglegt til þess að hugsa skuli erlendir bankar kvarta undan samskonar glæpum af hálfu ríkisstjórnar landsins.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 19:38

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og hvað varðar Jón Val áhrærir: það er alltaf gott að líkjast góðum manni. Jón Valur er stórgáfaður maður, óhemju fjölfróður, rökvís og fylginn sér. Þú skalt ævinlega bukka þinn heimska haus þegar þú tekur þér nafn hans í munn.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 19:40

21 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Forsætisráðherra í Kastljósinu.......... bara 4 ár síðan þessi hætti...........

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 19:41

22 Smámynd: Björn Birgisson

Látum þá kvarta og kveina. Þeir eru einir um að saka okkar fólk um lygar. Þeir ljúga líklega sjálfir. Ég trúi heldur mínu fólki, mínum stjórnvöldum. Vilt þú heldur trúa því sem að utan kemur? Ekki geri ég það.

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 19:45

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Forhertur ertu í þinni afdalamennsku, Björn Birgisson. Þú bregst við nákvæmlega eins og Baugsmiðlarnir þegar útlendir sérfræðingar tóku að vara Íslendinga við völtu gengi bankanna okkar. Alltof fáir tóku mark á þeim viðvörunarbjöllum. Þeir voru sakaðir um væl og vanþekkingu eins og þú gerir núna. Þú ættir að skrúbba á þér kjaftinn upp úr brennisteinssýru eftir að hafa látið svona þvætting frá þér fara.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 20:05

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, það var notalegt að sjá gamla greifann. Svolítið hrumur er hann orðinn en stóð sig ágætlega. Hann gerði mikið fyrir ísland.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 20:06

25 Smámynd: Björn Birgisson

Ó, nei, minn kæri Baldur. Ef ég bukka mig fyrir Jóni Val, verður það mín síðasta hreyfing á þessari jörð. Hans öfgar eru langt um verri en þínar, þótt ótrúlegt kunni að virðast. Hann hatast út í pólitíska andstæðinga og kallar þá landráðamenn og þjóðníðinga. Hann hatar samkynhneigt fólk og rökstyður hatrið með tilvitnunum í trúarrit sem upplýst fólk hlær að. Hann kann að eiga marga kosti og einhverja þeirra hef ég rekist á, en gallarnir gera miklu meira á vogarskálunum. Því miður fyrir hann. 

"Þú skalt ævinlega bukka þinn heimska haus þegar þú tekur þér nafn hans í munn."

Aldrei.

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 20:08

26 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég um mig frá mér til mín! Ég hvorki get eða vil trúa í blindni. Ég get ekki trúað bara af því einhverjir séu mitt fólk..Þarf meira til..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.5.2010 kl. 20:11

27 Smámynd: Björn Birgisson

Þú ættir sjálfur að skrúbba á þér kjaftinn upp úr brennisteinssýru eftir að hafa látið svona þvætting frá þér fara. Ertu Íslendingur eða senditík erlendra fjármálaspekúlanta? Eða ertu bara svona barnalegur að halda að allt sem frá vinstra fólki kemur hljóti að vera slæmt í samanburði við yfirgengilega snilld, segjum Davíðs og Geirs?

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 20:13

28 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Baldur, framsóknarmaðurinn í Heiðarbæ tók húfupottlokið sitt og hneigði sig eftir Kastljósið ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.5.2010 kl. 20:17

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, skilaðu kveðju til framsóknarmannsins í Heiðabæ :)

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 20:39

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég get ekki séð að sviksemi og lygar gagnvart útlöndum viðskiptamönnum okkar geri okkur að betri Íslendingum. Ég er alltaf reiðubúinn að viðurkenna eitthvað gott frá vinstra fólki og geri það ávallt er það birtist - sem er sára sjaldan, man ekki hvenær það gerðist síðast.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 20:41

31 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér fannst nú Halldór komast nokkuð vel frá þessu. Skýrði meðal annars þann anda sem var í samfélaginu á þeim tíma sem að þessar ákvarðanir voru teknar.

Vinstri menn voru svosem ekki yfir sig hrifnir af einkavæðingu bankana, hvernig sem að hún hefði verið framkvæmd, en verst hefði þeim hugnast stór aðkoma einhverra útlendra "kapitalistabulla" að íslensku bönkunum.

Hann skýrði afhverju ekki hefði dreifða eignaraðildin verið valin. Hún þótti ekki hafa tekist þegar Framkvæmdabankinn og Íslandsbanki voru sameinaðir og því varla ástæða til þess að það hefði verið öðru vísi með þessa banka, því ekki hefði verið hægt að takmarka með lögum eignarhald manna á fyrirtækjum.

Fannst það reyndar fáranlegt af Helga Seljan að hafa spurt Halldór hvort að honum finnist það hafa verið mistök að afhenda "ÞESSUM" mönnum allt þetta frelsi?

Hvað átti Helgi við? Stóð það utan á þessum mönnum að þeir ætluðu að misnota þetta frelsi?

Átti Samherji ekki stóran hlut í Kaldbak? Reyndu ekki forstjóri Samherja og Jón Ásgeir að ná yfirráðum í Íslandsbanka 1999- 2000? Hefðu þeir farið eitthvað betur með Landsbankann, en þeir fóru með Glitni?

Var þetta erlenda fjármálaráðgjafafyrirtæki að leggja eigin orðspor að veði, með einhverjum "monkey bussiness" á Íslandi?

Halldór var sanngjarn séntilmaður, þegar að hann í umræðunni um húsnæðislánin, benti EKKI á að Samfylkingin og þá sér í lagi Jóhanna Sigurðardóttir vildu ganga enn lengra í því máli en gengið var. Hann minntist einnig ekki á það sem var, að allir flokkar(eflaust utan VG) lofuðu skattalækkunum í undanfara kosninga 2003..............

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 20:47

32 Smámynd: Björn Birgisson

Silla, segðu framsóknarmanninum í Heiðarbæ að taka þessa hneigingu til baka. Honum væri nær að éta pottlokið sitt. Annar eins lygavaðall og vall upp úr Halldóri í kvöld hefur ekki birst í íslensku sjónvarpi frá stofnun þess árið 1966. Það er ekkert gaman að sjá leiðtoga þjóðarinnar niðurlægða í útsendingum. Helgi Seljan mætti til leiks þungvopnaður og vel að sér. Halldór mætti bara með undanskot og hreinar lygar. Þurfti hann að biðja þjóðina afsökunar á einhverju? Nei.

Björn Birgisson, 7.5.2010 kl. 21:00

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála, Kristinn, mér fannst gott hjá honum að hlífa Jóhönnu. Hann var ekkert að nota þetta tækifæri til þess að mölva hnéskeljarnar á öðrum.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 21:07

34 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hefði Jóhanna setið í sæti Halldórs og Halldór verið utan stjórnar á þessum tíma og hvatt til meiri hækkunnar húsnæðislána, þá hefði nú hnussað í "gömlu" og hún sagt að Framsóknarmenn, hefðu viljað þetta enn hærra......... og hvað hefði nú skeð þá..............

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 21:14

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einmitt, Jóhanna kann enga mannasiði, hún skyrpir á gólfin og snýtir sér í gluggatjöldin hvar sem hún kemur.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 21:17

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er nú bara ekki orðin sjón að sjá þessi gluggatjöld í ráðherrabústaðnum eftir að Jóhanna fór að taka í nefið.

Árni Gunnarsson, 7.5.2010 kl. 23:12

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fjárinn sjálfur, hún hefði betur sleppt því.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 23:53

38 Smámynd: Brattur

Brattur, 8.5.2010 kl. 12:34

39 identicon

"Nú dúsir Hreiðar Már í dýflissunni. Steingrímur og Jóhanna ættu að vera þar líka."

 (Facepalm!)

Ég er nú alveg á móti vinstri stjórn en ég er samt ekki nógu skaddaður að láta svona bull útúr mér.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 19:13

40 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski er Crazy Guy búinn að uppgötva það á eigin skinni, sem aðrir eiga eftir!

Björn Birgisson, 8.5.2010 kl. 19:27

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha, Crazy Horse er laumukommi.

Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 19:56

42 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Heiðarlegt fólk á ekki að setja í dýfisur jafnvel þó það stigi ekki mikið í vitið. Miklu nær að finna því störf við hæfi þar sem það getur verið til gagns.

Guðmundur Jónsson, 8.5.2010 kl. 20:05

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fallega hugsað, Guðmundur Jónsson.

Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 20:09

44 identicon

Heill og sæll Baldur; æfinlega - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Áður; en lengra er haldið. Ert þú búinn; að segja þig, úr mesta glæpa flokki íslenzkrar stjórnmálasögu, fyrr og síðar (D lista), Baldur minn ?

Vænti þess; að þú vindir bráðan bug að, sé ekki svo.

Hins vegar; mætti setja illfyglið, Steingrím J. Sigfússon, undir hjól og steglu, og kvelja hann, dægrin löng - burt séð frá, hvað um Hreiðar Má kynni að verða.

Stjórnmála svika hundarnir; (og tíkurnar), þurfa einnig, að fá að taka út, það, sem þeim ber, allra flokkanna 4ra(B- D - S og V lista), vel að merkja,. gott fólk !

Með beztu dagseturs kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 20:15

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heill og sæll, göfugi jöfur Árnesinga. Fyrst af öllu vil ég láta í ljósi eindregnar óskir í þá veru að óðul þín og nærsveitir sleppi við hremmingar af völdum náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli.

*

Ég hef ekki gert neitt í flokksmálunum. D-listinn er í mikilli kreppu, sem spekingar kalla víst tilvistarkreppu, og hvergi er unnt að koma á auga á neina hreyfingu í þá átt að endurreisa flokkinn eða öllu heldur endurskapa, því nú duga vettlingatökin ekki lengur.

*

Lif þú ávallt sem best, kæri vinur og spjallfélagi.

Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 340287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband