Sjálfstæðisflokkurinn hefur mig

Þetta er unaðsleg skoðanakönnun í þeim skilningi að nú kemst enginn Sjálfstæðismaður hjá að horfast í augu við þá fjallgrimmu staðreynd að kjósendum er rammasta alvara - íslenskir kjósendur vilja algera endurnýjun og engar refjar. Nú duga engin vettlingatök lengur. Íslendingar ætla ekki að láta gabba sig með tímabundnum leyfum og öðrum álíka bjánalátum.

Sjálfstæðisflokkurinn er að því leyti betur settur en aðrar stjórnmálahreyfingar að hann hefur mig sem ráðgjafa í þessum erfiðu málum. Það er kappnóg fyrir flokksforystuna að fylgjast grannt með blogginu mínu, leggja pistlana á minnið og fylgja þeim nákvæmlega eftir. Um daginn reit ég til dæmis:

"Illugi þarf að finna kröftum sínum nýjan farveg og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa einnig að rýma sæti sín fyrir nýju fólki. Nefna má án umhugsunar: Þorgerður Katrín, Erla Ósk, Tryggvi Þór Herbertsson, Guðlaugur Þór, Bjarni Benediktsson, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir."

Illugi og Þorgerður eru þegar farin veg allrar veraldar og nú þurfa hin sjö að hugsa sér til hreyfings og helst fyrir hádegi á morgun.


mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta er rétt hjá þér Baldur. Ég hef grun um að fjölmargt ágætis fólk hafi yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn, muni ekki kjósa hann, eða geti ekki hugsað sér að ganga til liðs við hann fyrr en alger hreinsun og uppstokkun hefur farið fram. Flokkurinn er í hrikalegri krísu. En ég efast um að flokksforystan á ýmsum stigum, þinglið og aðrir kjörnir fulltrúar t. d. í sveitarstjórnum lesi bloggið þitt. Þetta fólk er ekki í neinu jarðsambandi. Efast jafnvel um að það sé nettengt.

Magnús Þór Hafsteinsson, 30.4.2010 kl. 18:58

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fyrir hádegi á morgun, ertu að vakna þá í svipuðu skapi og Axlar Björn hefði verið ? :)

Finnur Bárðarson, 30.4.2010 kl. 19:01

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að þeir sem völdin hafa í Sjálfstæðisflokknum sjái  hlutina ekki jafn raunsæjum augum og þú gerir Baldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 19:04

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er einmitt málið: ungt fólk sem á sterka samleið með flokknum en hafnar honum af gefnu tilefni mun ekki snúa sér að honum framar. Það er farið og kemur ekki aftur. Og margt eldra fólk hefur líka farið og mun aldrei aftur krossa við sitt gamla, góða D. Ég þekki svona fólk og veit að það meinar hvert orð sem það segir. Og ég veit líka að Sjálfstæðisflokkurinn er víða í vanda núna vegna þess að grasrótin neitar að taka þátt í flokksstarfinu fyrir kosningarnar.

*

Er Sjálfstæðisflokkurinn dauður? Er hann í andarslitrunum? Verður honum dauðastríðið erfitt?

*

Ég segi eins og Þorgerður Katrín þegar hrunið byrjaði: við lifum á spennandi tímum.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 19:06

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Finnur, það einkennilega er að mér er hlátur í hug, nákvæmlega eins og forföður mínum á Öxl að loknu góðu næturverki. Ég einfaldlega krefst raunsæis og vilji menn ekki læra með góðu eiga þeir að læra með hörðu.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 19:07

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, það er þá verst fyrir þá sjálfa.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 19:07

7 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Held það sé rétt þetta með tregðu fólks að taka þátt. Það er til að mynda ekki einleikið hve mannvalið á lista íhaldsins hér á Akranesi er fádæma lélegt og prófkjörsþátttaka dræm fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hef séð þetta gerast víðar í vetur, það er dræm þáttaka í prófkjörum. Bæði frambjóðenda og kjósenda. Það var viðvörunarlampi sem menn hefðu átt að taka alvarlega mun fyrr.

Magnús Þór Hafsteinsson, 30.4.2010 kl. 19:22

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er ekki verið að tala um Borgarstjórnarkosningar ???

Er ekki rétt að taka þetta í réttri röð?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.4.2010 kl. 19:43

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, betur að svo væri. En þetta eru tvær kannanir, önnur snýr að borginni, hin að landinu. Lestu:

"Fram kom í kvöldfréttum RÚV að ljóst sé að rannsóknarskýrsla Alþingis hafi haft áhrif á fylgi flokkanna á landsvísu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um 6% frá síðustu könnun og mælist 28,3% en fylgi Vinstri grænna eykst um 4% og mælist 27,8%. Tæplega 23% aðspurðra myndu kjósa Samfylkinguna nú og næstum 14% Framsóknarflokkinn. Þá mælist Hreyfingin með 3,6% og Frjálslyndir og Borgarahreyfingin með 1,5%."

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 20:15

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, það er sennilega orðin hálfgerð hefð í landinu að pólitíkusar taka ekki mark á fólkinu fyrr en þeir eru lamdir í höfuðið með einhverju þungu og egghvössu.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 20:17

11 identicon

Af hverju viltu losna við Árna Johnsen? Heiðarlegasta manninn á Alþingi í dag!  

Spyr nafnlaus gáttaður á Mogganæstuppáhaldsbloggaranum sínum.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 20:27

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er von þú spyrjir, kæri Nafnlaus. Það má vel vera að Árni Johnsen sé heiðarlegasti maðurinn á Alþingi í dag, en þú veist hvernig það er í fótboltanum: oft fær heiðarlegur leikmaður rauða spjaldið einfaldlega vegna þess að honum hafa orðið á "tæknileg mistök".

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 20:44

13 Smámynd: Björn Birgisson

16 / 9 / 2.

"Það er kappnóg fyrir flokksforystuna að fylgjast grannt með blogginu mínu, leggja pistlana á minnið og fylgja þeim nákvæmlega eftir." segir minn kæri Baldur.

"En ég efast um að flokksforystan á ýmsum stigum, þinglið og aðrir kjörnir fulltrúar t. d. í sveitarstjórnum lesi bloggið þitt." segir Magnús Þór sem ætlar að stofna nýjan flokk til frelsunar þjóðarinnar undan oki auðvaldsins.

Ergo: Fokksforusta Sjálfstæðisflokksins hlustar aldrei á grasrót sína. Hún er alltof upptekinn við aðra hluti. Hún er ennþá barnapía afglapanna í landinu. Afglapanna sem halda að fjármagnið verði til í bönkunum.

Hún þarf að endurnýja kynni sín við alþýðu Íslands. Baldur , Magnús og mig, svo fáeinir séu nefndir.

Björn Birgisson, 30.4.2010 kl. 21:32

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert ekki alþýðan, Björn, þú ert vestfirskur lávarður.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 21:41

15 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Sæll Baldur

Nú hef ég heyrt hin ýmsu rök um ýmsa á þínum lista en svona fyrir forvitnissakir af hverju er Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Erla Ósk á þessu blaði ?

Carl Jóhann Granz, 30.4.2010 kl. 22:12

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þau rök eru ekki ýkja sterk eða áhrifamikil, Carl Jóhann. En Erla Ósk stýrði Icesave kynningunni erlendis á sínum tíma, og þótt hún sé vafalaust vænsta kona finnst mér heppilegra að hreinsa borðið algerlega af öllum sem tengdir voru hruninu með beinum hætti.

*

Ég hef verið mótsnúinn Ragnheiði vegna þess að mér finnst hún ekki "loyal", mér finnst hún tækifærissinnuð og þar að auki höll undir Evrópusambandið.

*

Ég á alls ekki von á því að allir fallist á mín rök gegn þessum tveim þingmönnum en pólitík gengur heldur ekki út á það að allir séu sammála alltaf um allt.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 22:16

17 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn er að því leyti betur settur en aðrar stjórnmálahreyfingar að hann hefur mig sem ráðgjafa í þessum erfiðu málum."

 "Say no more, say no more. Is you wife a goer?"

bugur (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 22:25

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

"Nudge, Nudge, wink wink, Say no more"

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 22:31

19 Smámynd: Björn Birgisson

"Þið eruð ekki þjóðin" sagði Sólrún í Háskólabíóinu og fékk bágt fyrir. Sá sem segir að ég sé ekki alþýðunnar maður mun á sama hátt hljóta bágt fyrir. Lávarðar eiga það til að standa með alþýðunni!

Björn Birgisson, 30.4.2010 kl. 22:34

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það hefur nú bara einn lávarður staðið með alþýðunni til þessa og það eru 2000 ár síðan það gerðist.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 22:53

21 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Get nú tekið aðeins undir með þér með Ragnheiði og ESB. Mér líkar það daður illa.

Þykir þó verra með rökin um Erlu því með sömu rökum útilokum við alla sem hafa unnið í banka meðan þessir vitleysingar stjórnuðu þeim.

Carl Jóhann Granz, 30.4.2010 kl. 22:58

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Carl, ég er ekki viss um að hún hafi unnið í banka - gæti eins hafa verið kynningarfyrirtæki. Ég viðurkenndi líka að rökin gegn henni væru alls ekki sterk. En mér finnst í sjálfu sér alls ekkert að því að útiloka um sinn alla sem störfuðu í banka eða voru viðriðnir þá þegar ósköpin riðu yfir. Í fótboltanum velur þjálfarinn þann mannskap sem best hentar hverju sinni og stundum er góður maður látinn sitja á bekknum vegna þess eins að hann hentar ekki í tiltekinn leik.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 23:04

23 identicon

Gerst hafa stórmerki og undur,Baldur þú ert að vakna af dvala,frábært.Það voru ýmsir hér á blogginu búnir að nefna þetta ógæfufólk er þú fjallar um í pistli þínum,fyrir nokkru síðan,en þú vildir ekki trúa því.Gott að þú hefir vitkast.Hverja finnst þér að Samfylkingin mætti losa sig við,og þá Framsókn,og Vinstri Grænir,,,,held að allir þurfi að þrífa til hjá sér,og ég er sammála þér um þá Sjálfstæðismenn er þú nefnir í pistli þínum hér efst.Hvað gerðist hjá þér Baldur þú ágæti.?Svo finnst mér vera spurning eigum við ekki frekar fá að kjósa um fólk en ekki flokka,þetta flokkablokkavald er úr sér gengið.

Númi (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 23:06

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, ertu ekki einmitt að vísa í pistil sem ég skrifaði sjálfur fyrir tveim vikum? Þar taldi ég upp þetta ágætis fólk og benti á að það yrði að víkja og því fyrr því betra. Hér er sá pistill:

http://baldher.blog.is/blog/baldher/entry/1043404/

*

Hvað persónukjör varðar þá hef ég enga trú á því. Best væri að fá aftur gömlu einmenningskjördæmin. Þá losna menn við allt þetta hauslausa kraðak sem smýgur inn á þing í skjóli hinna. Þá verða menn að standa sig og fá stuðningsyfirlýsingu frá heilu kjördæmi og ekkert múður.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 23:14

25 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ef einhver manneskja úr sjálfgræðgis FL flokknum á heima á þinginu , þá er það Ragnheiður Ríkharðs , synd að sjá slíka sómakonu í þessum helv. fokking fokk (sjálfgræðgis FL flokk) .

    En auðvitað erum við ekki sammála um það , því þú gerir skíran mun á kúk og skít.

Hörður B Hjartarson, 1.5.2010 kl. 00:55

26 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir þennan pistil Baldur Hermannsson og ykkur hinum. Hafandi lesið orð ykkar þá glittir í von fyrir þjóðina. Þið eruð farin að sjá að flokkakerfið er glatað og ávísun á annað hrun og annað og annað.

Sumarkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.5.2010 kl. 10:28

27 Smámynd: Kommentarinn

D er fyrsti stafurinn í Dauður...

Kommentarinn, 1.5.2010 kl. 15:18

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arinbjörn, sumarið er komið á Suðurland en ansi er það svalt ennþá og vindasamt. Ég tók hring á vellinum í Þorlákshöfn og það bætti stöðugt í vindinn. Náttúran er alls ekki vöknuð til lífsins ennþá. En við erum samt væntanlega heilum mánuði á undan ykkur fyrir norðan, er ekki svo?

Baldur Hermannsson, 1.5.2010 kl. 15:49

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Talsvert til í þessu Kommentarinn, en eftir dauða kemur nýtt líf, þannig gengur tilveran fyrir sig.

Baldur Hermannsson, 1.5.2010 kl. 15:49

30 Smámynd: Björn Birgisson

Tap?

Björn Birgisson, 1.5.2010 kl. 18:18

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jep :)

Baldur Hermannsson, 1.5.2010 kl. 18:55

32 identicon

Gott blogg. Ég er sammála. En Baldur, hold your horses my friend. Bjarni Ben verður að vera áfram þrátt fyrir laskað mannorð af sömu ástæðu og Ferguson lætur Rooney spila meiddan. Það er ekki betri maður í boði.

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:47

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Félagi Tómas, ég bæði virði og skil afstöðu þína og sjálfsagt ert þá málsvari skynseminnar í þessu tilfelli. En pólitík snýst bara ekki um skynsemi einvörðungu. Tilfinningar, smekkur, lífsviðhorf almennt - allt er þetta saman fléttað við afstöðu okkar í pólitík. Prívat og persónulega er ég fylgjandi allsherjar uppgjöri en ekki bráðabrigðalausnum.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 10:12

34 Smámynd: Benedikta E

Rétt hjá þér Baldur - Daður við ESB er ekki boðlegt - út með það  að fyrirmynd Álfheiðar heilbrigðisráðherra - hennar áhlaup gekk í uppfyllingu.

Benedikta E, 2.5.2010 kl. 18:18

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sköruleg ertu, Benedikta :)

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 18:34

36 Smámynd: Björn Birgisson

Sköruleg? Er það ekki ofmat?

Björn Birgisson, 2.5.2010 kl. 19:21

37 Smámynd: Halla Rut

Viðtalið við Styrkja-Steinunni í DV sýnir betur en nokkuð annað hve siðlaust og blint þetta fólk er. Henni finnst t.d. það sem henni finnst um sína styrki framar því sem flestu fólkinu landinu finnst. Hún segir ekki af sér því hún hefur skoðað hug sinn og finnur þar hvergi að hún hafi gert neitt rangt.

Það er grundvallar atriði fyrir þjóð okkar að losna við þetta fólk sem temur sér slíkan þankagang því fyrr munum við ekki rísa á fæturna aftur.

Halla Rut , 2.5.2010 kl. 20:33

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil þig, Halla Rut, en veit ekki hvort ég er alveg sammála þér. Er það ekki dálítið í eðli vinstra fólksins að vera spillt? Þetta fólk er sýknt og heilagt glamrandi um eigið ágæti, réttlæti og góðvild - en hjörtu þess eru forarpollar. Það gleymist nú ekki alveg strax hvernig Kratarnir hegðuðu sér þegar þeir voru í Viðeyjarstjórninni - helmingur þingliðsins lét skipa sig í silkihúfuembætti þvers og kruss um heimsbyggðina áður en kjörtímabilið endaði. Þetta fólk hefur ekki siðgæði - sá er munurinn á okkur og þeim.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:08

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég held ekki. Benedikta rekur sjaldan inn nefið á þessari síðu en hún er alltaf svo hiklaus og afgerandi.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:09

40 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki var nú athugasemdin sköruleg! Þið eigið eitt sameiginlegt. Það vantar á ykkur vinstri rasskinnina. Það skýrir hina ólæknandi hægri slagsíðu.

Björn Birgisson, 2.5.2010 kl. 21:37

41 Smámynd: Halla Rut

Það er einmitt sem ég er að segja. Þetta nú hefur ekkert með flokka að gera. Spillingin er allstaðar.

Sjálfur Steingrímur svindlar til að hafa út úr ríkinu fé. Hann skráir lögheimili sitt út á landi í húsi sem hann hefur aldrei búið í. Með því fær hann dreifbýlisstyrk  og aðstoðarmann á fullum launum. Má ætla að með þessu svindli sínu hafi hann svindlað út úr ríkinu um 400.000.- kr. á mánuði árum saman.  Þetta þykir mönnum bara í lag og sérstaklega fá vinstri menn afslátt á spillingunni því einhvern vegin koma þeir sér fram fyrir að vera "betri menn" en þeir er vilja rétt einstaklingsins til athafna. 

Halla Rut , 2.5.2010 kl. 23:22

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svínarí vinstri manna er við brugðið. Og spilling Steingríms kemur ekki á óvart. Merkilegt samt hvernig hann kemst upp með svona svínarí og enginn segir neitt.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:26

43 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Bráðfyndið að heyra  sjálfgræðgis FL flokksmenn  tala um svínarí og svindl , því í hreinskilni sagt get ég ekki ímyndað mér hvernig þeir fara að því að vita hvað slíkt er .

Hörður B Hjartarson, 2.5.2010 kl. 23:35

44 Smámynd: Halla Rut

Árni Matthíasson gerði hið sama og var mikið um það rætt á sínum tíma en auðvitað sagði hann ekkert af sér og auðvitað breytti það engu, hann hélt svindlinu áfram alveg eins og Steingrímur gerir enn.

Engum dettur í hug að ráðast á Steingrím með þetta því hann hefur auglýst sig sem mann fólksins og því hefur hann leyfi þjóðarinnar til að vera spilltur alveg eins og útrásavíkingarnir höfðu hér áður.

Hvar ráða kommar þar sem ekki er spilling? Einmitt....

Halla Rut , 2.5.2010 kl. 23:40

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, Sjálfstæðismenn eru algerlega mótsnúnir spillingu í öllum birtingarmyndum.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:54

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halla Rut, það er eins með embætta veitingarnar, vinstra liðið hyglir sínum og enginn segir heldur neitt.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:55

47 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Þú ert aldeilis í brandarastuði Baldur .

Hörður B Hjartarson, 3.5.2010 kl. 01:27

48 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Ég bendi þér á í vinsemd Baldur að það væri viturlegra upp á filgið að taka Árna af honum.Hann hefur alveg ROSALEGT persónufilgi á suðurlandi.

Þórarinn Baldursson, 3.5.2010 kl. 03:15

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þórarinn, menn eins og Árni ættu að fara fram á eigin vegum.

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 08:20

50 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

öll grá svæði í burt úr Sjálfstæðisflokknun - svo einfalt er það

Jón Snæbjörnsson, 3.5.2010 kl. 09:45

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, við viljum flokkinn bláan en alls ekki gráan!

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband