Allsbera greppitrýnið steypti okkur í glötun

Lang skynsamlegasta leiðin á þessari ögurstundu Íslandssögunnar var sú að mynda þjóðstjórn og það strax. Og það kom enginn til greina sem foringi hennar annar en skörungurinn Davíð Oddsson. En allsbera greppitrýnið mátti ekki til þess hugsa að glata völdum sínum og því fór sem fór.

Hefði Össur ekki komið í veg fyrir þjóðstjórn væri hagur Íslands allur annar núna. Skörungurinn Davíð hefði hafnað frekjuganginum í Bretum og haft innantómar hótanir þeirra að engu. Icesave-málið hefði kafnað í fæðingu. En Geir Haarde og Solla voru skelkuð og slógu undan til þess að kaupa sér frið og einnig til þess að fá gott veður hjá Evrópusambandinu.Davíð Oddsson hefði líka tekið á bönkunum með harðri hendi og ekki látið skilanefndirnar vaða uppi eins og náhirð Jóhönnu hefur gert með skelfilegum afleiðingum.

Hrunið var áfall en viðbrögð stjórnmálamanna hafa gert illt verra og raunar margfaldað skaðann. Verstur er þó hlutur Össurar því hann kom í veg fyrir að við færum bestu leiðina sem okkur stóð til boða. Allsbera greppitrýnið steypti okkur öllum í glötun.


mbl.is „Valdarán Davíðs Oddssonar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta er rétt greining. Það er bara svoleiðis.

Magnús Þór Hafsteinsson, 12.4.2010 kl. 23:12

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég bendi á bloggfærslu mína hér á mbl.isfrá því fyrr í kvöld,  en líka á þennan hlekk þar sem aftur er vitnað í grein eftir Tryggva Gíslason fyrrverandi skólameistara á Akureyri. 

Lesið þetta. 

Magnús Þór Hafsteinsson, 12.4.2010 kl. 23:18

3 identicon

Góður. Annars var verið að stofna Facebook síðuna "Ég get ekki hætt að hugsa um Össur beran". Þú verður að gerast meðlimur. Djöfull hefur þú verið snöggur að lesa skýrsluna, varstu ekki að hvetja til þess  í dag að enginn ætti að tjá sig um þessi mál án þess að vera búinn að þaullesa hana?

Tumi Kolbeinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 23:27

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tumi, ég er byrjaður að lesa hana en mér finnst þrælerfitt að leita í henni. Tími samt ekki að splæsa í pappírsfarganið. Kennaralaunin hrökkva varla fyrir golfboltum og fyrst Hanna Birna ætlar að bregðast okkur GR-ingum þýðir ekki annað en að spara.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:31

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, ég er búinn að lesa pistil þinn og lét inspirerast af honum. Ég vænti þess að þú munir gera skýrslunni góð skil á bloggsíðu þinni og mun fylgjast vel með henni - þú gerþekkir mörg þessara mála og ert svona frekar óbeint tengdur hruninu gegnum þína þingmennsku!

Hvar er þessi tengill á Tryggva Gíslason? Tryggvi er skarpgáfaður maður og ég vil endilega heyra skoðanir hans.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:33

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tumi, að sjálfsögðu er ég orðinn meðlimur að síðu hins berrassaða kommúnista og einbeiti mér að því að sjá hann fyrir mér í sturtuklefanum. Göfug iðja fyrir svefninn eða hitt þó heldur.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:35

7 Smámynd: Rannveig H

Þú stendur þig eins og hetja í vörninni Baldur minn! Meistari Hannes Hólmstein kemst ekki með tærnar þar sem þú ert með hælanna, en eins og ég hef sagt áður þegar fátt er um fína á DO einn góðan að þar sem þú ert.

Rannveig H, 12.4.2010 kl. 23:40

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Klikkaðu á þar sem ég skrifa hér fyrir ofan í aths. 2; "en líka á þennan hlekk".

Þá að það að koma. Ég vitnaði með tilvitnum í Tryggva í janúar í fyrra en hann hafði þá skrifað um þjóðstjórn.

Magnús Þór Hafsteinsson, 12.4.2010 kl. 23:44

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, þú veist að ég geri allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að laða þig heim tl föðurhúsanna :)

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:45

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Maggi, kominn með það.... takk fyrir. Ég vil eindregið hvetja þig til að kryfja skýrsluna af elju og mun ásamt mörgum öðrum leita í smiðjuna til þín.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:46

11 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þarf að ná í hana á prenti. Það er ómögulegt að ætla að lesa þetta og grúska í þessu í tölvu. Maður verður að hafa svona milli spjalda og geta hlaupið á milli heftanna. Vonandi er hún ekki alveg uppseld.

Magnús Þór Hafsteinsson, 12.4.2010 kl. 23:56

12 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Baldur. Skynjar þú ekki að foringi þinn er fárveikur. Ég kaus hann í upphafi. Og er sáttur við það upphaf. En valdi fylgir mikil ábyrgð!

Það er mín skoðun að hann hafi ekki valdið þeirri ábyrgð.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 12.4.2010 kl. 23:58

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar Borgþór, Davíð Oddsson er afar sérstakur maður en hann er heilsuhraustur og þolskrokkur mikill.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 00:06

14 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Já ég varð að stríða þér aðeins. Silla er að blogg hérna við hliðina á mér. Eins og þú veist þá er hún að verð Blá í gegn. Hún verður örugglega í blákjólnum þegar þið hjónin látið verða af því að koma í kaffi.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 13.4.2010 kl. 00:18

15 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Allt of margar villur í einum stíl. Fallinn.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 13.4.2010 kl. 00:22

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þær verða þá flottar saman, Silla í bláa kjólnum sínum og hún Jóna mín í bláa sínum!

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 00:25

17 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góðir og vitlausir Hafnfirðingar!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.4.2010 kl. 00:28

18 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það hefði nú aldeilis verið munur ef Goðið hefði fengið áfram að blómstra með sinn  Hæðsta-Hæstarétt , að ég tali nú ekki um allt rússagullið , ekki má gleyma því. Nei sá Konungborni Goð hefði upphafið okkur skýjum ofar , og þar réð ekki klíkan , aldeilis ekki , hið "réttláta" jafnaðrstefnu þjóðfélag sem við lifðum og hrærðumst í , og allir dönsuðu í kring um GOÐIÐ - !

    Já endilega drífum í því að koma okkur endanlega á hausinn .

Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 01:24

19 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Össur á að fara út úr alþingi á morgunn betra seint en aldrei.

Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 01:55

20 Smámynd: Björn Birgisson

Hetjan, landsins besti bjargvættur, stendur frammi fyri smá leiðindum. Leiðindin þau eru kölluð Landsdómur. Þar mun hetjan standa öxl við öxl við hlið Björgvins G. Sigurðssonar, ásamt hinum fimm, sem hæstaréttardómaranum Páli Hreinssyni fannst tilefni til að nefna, í tilviki vanrækslu við þjóðina sína.

Hetjan er engin hetja. Hún er svikari við þjóð sína. Hún hélt allan tímann að hún væri að gera auðvaldinu í landinu gott eitt.

Auðvaldið er ekki þjóðin.

Þjóðin er falleg. Auðvaldið er ljótt. Viðbjóðslegt.

Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 02:38

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.aftenposten.no/okonomi/utland/article3602833.ece

Dabbi kóngur olli íslandi ómældum skaða.. en því miður þá dýrka 33 % þjóðarinnar hann.. og því meina ég að þessi þjóð eigi allt vont skilið sem yfir hana gengur þessadagana og næstu áratugina. 

Óskar Þorkelsson, 13.4.2010 kl. 06:04

22 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Baldur - þetta er rétt hjá þér -

Óskar - skoðaðu söguna - sjáðu hverjar aðstæðurnar voru þegar hann tók við sem forsætisráðherra - skoðaðu lofræðurnar um hann þegar hann hætti - í sjónvarpinu komst Steingrímur J svo að orði þegar hann og aðrir voru búnir að hæla Davíð út í eitt og hefja hann til skýjanna - "við skulum nú samt ekki gleyma því að þetta er maður af holdi og blóði".

Þá viðurkenndi þjóðin - og líka pólitískir andstæðingar - yfirburði Davíðs Oddssonar.

Svo getur þú Óskar komið og skrifað svona - þú getur fengið tækifæri í næstu þingkosningum - bjóddu þig fram - komdu hlutum í framkvæmd - sýndu í verki hvað í þér býr áður en þú rakkar niður mann á borð við Davíð Oddsson -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 06:34

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ólafur,  ég hef fengið að kjósa mörgum sinnumen alltaf virðist sjálfstæðisflokkurinn komast til valda með góðri hjálp manna sem hafa ekki siðferðiskennd eða gáfur til að skilja það að þessi flokkur er afkvæmi andskotans eftir að Dabbi kóngur komst þar til valda fyrir meira en 20 árum síðan.. það er gersamlega tilgangslaust að kjósa til þings í þessu volaða landi.

Óskar Þorkelsson, 13.4.2010 kl. 06:51

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Menn geta haft ýmsar skoðanir á persónuleika Davíðs en hitt er söguleg staðreynd, sem Ólafur I. Hrólfsson bendir á, að Davíð reif landið og þjóðina upp úr hraksmánarlegri vesöld þegar hann tók við stjórntaumum árið 1991. Undir hans styrku forystu upphófst glæsilegasta framfaraskeið sögunnar. Og hvað sem þér finnst um Davíð, Óskar, þá verðurðu að viðurkenna að hann var rétti maðurinn til að taka við landinu haustið 2008. Glæpsamleg afbrýðissemi allsbera gerpisins kom í veg fyrir það og í framhaldinu voru margar slæmar ákvarðanir teknar.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 07:46

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei Baldur, Dabbi kóngur var EKKI rétti maðurinn 2008 .. hann er sjúkur siðlaus og gerspilltur.  Það er magnað að fólk skuli reyna ða verja þennan andskota.

Óskar Þorkelsson, 13.4.2010 kl. 09:04

26 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ef við sleppum persónunni Davíð í þessari umræðu en höldum okkur við aðgerðina sem hann vildi gera: Koma á þjóðstjórn..Ég er viss um að það hefði verið rétt ákvörðun og við værum komin lengra upp úr kreppunni núna!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.4.2010 kl. 09:25

27 identicon

Það er mórall i Birni Birgis. Hvað er fallegt við þjóð sem lætur "ljótt auðvald" blekkja sig og ræna? Það versta við þessa tímabundnu efnahagslægð er ekki Bjöggi og Jón Ásgeir heldur þjóðin sem hefur opinberað sig sem hóp af aumingjum sem ræðst gegn hetjunni sem varaði við yfirgangi auðmanna.

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 09:50

28 Smámynd: Rannveig H

Allar litlu gulu hænurnar halda áfram, það eru spennandi tímar framundan hjá ykkur sjálfstæðismönnum segir varaformaðurinn sem ber af í umræðunni. Til lukku með þetta.

Rannveig H, 13.4.2010 kl. 10:17

29 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Óskar - ég var að hvetja þig til framboðs þannig að þú getir komist að og sýnt hvað í þér býr - ég held varla að Sjálfstæðisflokkurinn sé afkomandi þess átrúnaðargoðs þíns sem þú nefnir -

Halló Rannveig - nú VERÐ ÉG að fara að komast í kaffi til þín.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 11:15

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, þú hittir naglann á höfuðið - þjóðstjórn undir handleiðslu Davíðs hefði tekið á málum af þeirri röggsemi sem hann er þekktur fyrir og við værum komin út úr kreppunni núna með sól í heiði og blóm í haga.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 11:18

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, ég er ekki alveg inni í þessari hænu-umræðu, en ég tel að einmitt núna vanti þjóðina margar duglegar gular hænur, sem bíða ekki eftir því að aðrir vinni verkin heldur vinda sér í þau sjálfar.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 11:19

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tómas, á tímum sem þessum kemur í ljós hverjir eru menn og hverjir eru rottur. Mennirnir ganga sína leið teinréttir en rotturnar skríða með jörðu og naga mannfólkið í hælana. Gömul saga og ný, því miður.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 11:22

33 identicon

Hver ykkar söng ,,Ég veit allt, get allt, geri allt miklu betur en fúll á móti"?

Eiríkur Fjalar (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 11:59

34 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Dæmir ekki Landsdómur eingöngu í þeim málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra ??

Væri ekki réttast að Björn Birgisson kynnti sér málin fyrst í stað þess að gaspra í sífellu um eitthvað sem hann hefur ekki hundsvit á !!!

Sigurður Sigurðsson, 13.4.2010 kl. 12:01

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn hlýtur að svara þessu. Ég vissi nú ekki að þessi landsdómur væri til fyrr en eftir hrunið. Veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma komið saman.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 12:23

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eiríkur, ég held þú verðir sjálfur að svara þessari merkilegu spurningu.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 12:23

37 Smámynd: Björn Birgisson

Líklega er þetta rétt hjá Sigurði. " Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi." segir visir.is

Hinir mæta þá væntanlega fyrir Héraðsdómara. Eða hvað? Reyndar finnst mér líklegast að engin réttarhöld verði vegna þessara mála. 

Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 12:58

38 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Tek heils hugar undir orð Óskars - sérstaklega siðlaus , sjúkur og gerspilltur , það fólk sem vill sjá hann komast til valda á ný - hvernig er þeirra siðferðiskennd ?

Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 13:12

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað varðar þennan Landsdóm finnst mér ekki fráleitt að kalla hann saman, fyrst hann er til á annað borð, og fela honum að dæma í þessu máli. Ég er ekkert æstur í að stinga fólki í tukthús, en væri það ekki góð leið til að hreinsa andrúmsloftið og koma öllu á hreint að rétta fyrir Landsdómi, kveða upp dóma og þá er málið á vissan hátt afgreitt. Annars er engu líkara en allt sé þetta í gamni gert.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 14:35

40 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju á ekki að stefna Steingrími J. fyrir Landsdóm? Er það ekki ábyrgðarhluti að hafa setið hjá þegar allir aðrir pólitíkusar voru að koma þjóðinni í fordæmalausar ógöngur og niðurlægingu.

Og svo varaði hann meira að segja við öllum hálfvitahættinum. Margsinnis!

Það er kominn tími til að losa sig við þessa kommúnista.

Árni Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 21:47

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég skal ekkert segja um það, en hann ber vissulega mikla ábyrgð á árásunum á Alþingi, snarvitlausum aðgerðum stjórnvalda eftir hrunið, Icesave-klúðrinu og mörgu öðru og verðskuldar harðan dóm fyrir það. Afleitur maður, Steingrímur, og hefur alls staðar verið til óþurftar.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 21:55

42 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, mér sýnist Steingrímur nú þegar hafa fengið all þungan dóm. Hann fékk fjármálaráðuneytið, illa laskað eftir íhaldið. Hvernig er hægt að refsa manninum á grimmilegri hátt?

Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 21:56

43 Smámynd: Árni Gunnarsson

Landsdómur hefur aldrei verið kallaður til starfa svo ef af því verður núna þá er það í fyrsta sinn. Þetta er öryggisþáttur í stjórnsýslunni og um hann gilda sérstök lög. Honum er ætlað að dæma ef upp kemur grunur um afbrot við stjórnsýslu.

Það komu fram raddir um að skipa þennan dóm þegar Davíð og Halldór brutu stjórnarskrána og buðu stuðning Íslands við innrásina í Írak. Á það reyndi ekki vegna þess að þeir ágætu heiðursmenn stýrðu meirihluta Alþingis en það er hlutverk þeirrar stofnunar að taka ákvörðunina.

Það sem er undarlegt við þetta mál að því tengist enginn kommúnisti. 

Engir menn eru þó hættulegri þessari þjóð en kommúnistar eins og við allir vitum. Það skársta við þá er það að þar er lítið um þjófa.

Árni Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 22:04

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessi skondna athugasemd minnir mig á Jónas frá Hriflu þegar hann var að segja manni frá Hermanni Jónassyni. Eftir langa frásögn spyr hlustandinn Jónas um Eystein Jónsson. Hann Eysteinn, svaraði Jónas, hann Eysteinn þorði aldrei að stela.

Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband