Hann er sómi Íslands, sverð og skjöldur

Mörgum afleikjum hefur þessi einkennilegi maður leikið á langri ævi og sumum frekar ljótum. Nú kemur hann ríðandi í hlað á hvítum hesti og er ótvíræður sigurvegari dagsins. Það er alveg sama hvað honum hefur orðið á til þessa, í dag er hann sómi Íslands, sverð og skjöldur.

Herra forseti Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði ólögum vinstri meirihlutans á hárréttum tíma, með hárréttu orðfæri og færði heimsbyggðinni hárrétt skilaboð.

Hann flaug til Englands, mætti grimmasta vígahundi breska sjónvarpsins í beinni útsendingu og sneri hugum milljóna á augabragði.

Eftir misjafnt gengi á langri ævi hefur Ólafur Ragnar tekið endasprett sem lengi verður í minnum hafður.

Ólafur Ragnar hefur líka sýnt Íslendingum og öllum sem láta sig málefni Íslands varða, hvílíkt samansafn af vanmetakindum og undirmálsfiskum þrumir nú í stjórnarráðinu. Gervöll ríkisstjórnin er eins og kúkar í polli og mara þar í hálfu kafi, öðrum til aðhláturs og sjálfum sér til eilífrar skammar.

Hefðum við Íslendingar borið gæfu til þess að senda Ólaf Ragnar á vettvang fyrir ári síðan í stað Svavars Gestssonar, þá værum við núna á grænni grein.

Húrra fyrir forsetanum!

 


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Útvörður Íslands sverð þess og sómi  er búin að afreka meira á 2 dögum heldur ríkistjórnin á tæpu ári.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 7.1.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo rétt, svo hrikalega rétt!

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 17:00

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég verð að játa, þótt mér sé það mjög á móti skapi, að hann stóð sig vel í BBC. En það breytir ekki áliti mínu á Ólafi Ragnari Grímssyni grís.  Hann var eins og alltaf áður að hugsa um rassinn á sjálfum sér. Hann var kominn með allt niður um sig gagnvart þjóðinni og meira að segja börnin gerðu hróp að honum þá sjaldan hann þorði að láta sjá sig opinberlega. Þarna gafst honum gullið tækifæri til að koma sér aftur í mjúkinn og, af því hann er athyglissjúkilingur, lenda í miðpunkti atburðanna hér og erlendis. Alls ekki má heldur gleyma því að með þessu er hann að reyna að þenja út eigin völd og embættisins.

Þú ert of áhrifagjarn, Baldur. Hann er og verður áfram sami gamli grísinn og hann hefur alltaf verið.  

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.1.2010 kl. 17:02

4 identicon

Vanhæfur forseti sem hefur klofið þjóð sína. Hann á hundskast frá völdum og við eigum að sameina mann sem sameinar þjóðina en steypir henni ekki í glötun. Skammast mín að hafa kosið þennan mann.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:03

5 Smámynd: RE

Fer þessari langri ævi hans ekki að ljúka.

Það er vist eina von okkar til að losna við hann.

RE, 7.1.2010 kl. 17:03

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við skulum þá vona að maðurinn sé með úthald svo ekki snúist honum hugurinn - svoleiðis er leikur einn í hans huga sem og hönd

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 17:04

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

ÓRG ofmetnast Baldur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2010 kl. 17:04

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Baldur

Þú kannt að fagna hinum týnda sauði þegar hann loksins skilar sér heim!

Ég finn einhverja hlýju eða gleði í brjósti mínu þegar svo hjartanlegir endurfundir eiga sér stað. Taumlaus gleði og mikil bjartsýni sem leysist úr læðingi í þínu hjarta. Hef alltaf talið þig harðbrjóst orðhák. Veit nú betur.

Nú verður að hafa stórustu móttökuathöfnina þegar hann kemur heim næst (náðist ekki núna - þetta var bara smáskreppur til að tala Tjallana til) - svona líkt og þegar handboltalandsliðið kom heim með silfrið.

Nú hefur þú (og Jón Valur) verk að vinna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.1.2010 kl. 17:06

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vilhjálmur Eþórsson er gleðispillir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.1.2010 kl. 17:06

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Líka Sigurður Már og RE. Púkar!!

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.1.2010 kl. 17:07

11 identicon

Berin eru súr, góðir hálsar, haha

ib (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:08

12 identicon

Hahaha. Þú ert brandarakarl Baldur. Ólafur snéri ekki neinum með tilsvörum sínum í þessu sjónvarpsviðtali. Hann var alls ekkert sérstakur í þessu viðtali. 

Karl K. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:11

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Ólafur er kominn við hlið Hannesar hjá Baldri hvað vinsældir varðar.

Maður fær kökk í hálsinn.

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 17:13

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ólafi Ragnari er ekki alls varnað, og hann er fínn blaðafulltrúi fyrir ríkisstjórnina þeirrar sömu sem "er eins og kúkar í polli". En hann er enginn bjargvættur þjóðar, hann gerir tilraun til að bjarga eigin skinni og eðlið er samt við sig, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 7.1.2010 kl. 17:20

15 Smámynd: RE

Það er taktur hjá Grísa að blaðra og blaðra tóma drullu,

Það missa allir meðvitund á að hlusta á þetta,

RE, 7.1.2010 kl. 17:21

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe svona strákar, það þarf enginn að gera neinar breytingar á sinni skoðun á Ólafi Ragnari, það eina sem okkur varðar núna er hvernig hann spjarar sig í Icesave málinu. Hann er búinn að standa sig geysivel undanfarna daga og sú staðreynd blífur. Gleymum því ekki að Winston gamli Churchill var einn óvinsælasti stjórnmálamaður Englands fyrir seinna stríð, en hann gerði aldeilis góða rispu í áflogunum við Hitler.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 17:32

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú líkir ÓRG við Churchill!. Baldur minn! Ert þú alveg í lagi?

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.1.2010 kl. 18:03

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vel orðað hjá greinarhöfundi. Vonandi að sem flestir líti upp úr skotgröfum flokkapólitíkur og leiti að bestu leiðinni fyrir framtíð Íslands og Íslendinga. Frammistaða Ólafs Ragnars hefur verið virkilega góð, enda hefur hann gott bakland, sem því miður telur ekki enn ríkisstjórnina.

Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 18:07

19 identicon

Hann stóð sig vel, og ég held að vendipunkturinn hafi verið hótunarbréfið frá heilagri Jóhönnu. Hann fór mikinn í breska sjónvarpinu og lét þann breska ekki vaða yfir sig. Var alltaf með svar á reiðum höndum.

Það er verst að það skuli vera búið að úthluta Fálkaorðunum þetta árið. Kanski að hægt verði að gera undanþágu,  legg til að Dorit verði fengin til að hengja glingrið á hann.

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:09

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, Vilhjálmur, það hefur alltaf verið álitamál hvort ég sé í lagi, en ég er ekki beinlínis að líkja ÓRG við Churchill, ég er bara að benda á að stundum gera gallaðir menn góða hluti. Það má líka bæta því við að oftlega gera góðir menn vond mistök.

Þessa stundina nenni ég ekki að rifja upp öll axarsköft ÓRG, ég gleðst bara yfir því hvað hann er að vinna landinu mikið gagn núna og læt ekki fortíðina skyggja á þá gleði.

Ég gleðst auðvitað líka yfir því hvað sköruleg framganga hans setur ræfildóm vinstri flokkanna í skýrt ljós. Ótrúlega margir bloggverjar hafa haldið uppi vörnum fyrir þessa ræfla en það verður erfitt fyrir þá úr þessu.

ÓRG hefur hreinlega áorkað meiru á 2 sólarhringum en öll vinstri stjórnin á heilu ári.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 18:10

21 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Það er gaman að heyra svona jákvæðni eins og hjá Vilhjálmi Eyþórssyni. Hann hlýtur þá að telja að það sé betra að hafa enga fyrirvara. Læðist að mér sá grunur að hann hafi verið einn af þeim sem vörðu hvað mest að bankarnir skildu gefnir.

Ómar Már Þóroddsson, 7.1.2010 kl. 18:11

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, eigum við ekki að skjóta saman í reiðskjóta handa honum?

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 18:11

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Hrannar, einbeitum okkur að því sem máli skiptir og látum allt annað liggja á milli hluta að sinni, þannig munum við hafa sigur.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 18:12

24 identicon

Jú hvítan fák með öryggisbelti

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:13

25 Smámynd: Björn Birgisson

Ætla rétt að vona að þessari skyndilegu hrifningu hægri manna á Bessastaðakeisaranum fylgi ekki sótthiti og yfirlið. Vissulega er hann að láta til sín taka nú og það ber að virða og þakka. Heldur er ég nú hræddur um að slagkraftur orða hans í erlendum fjölmiðlum sé stórum ofmetinn hér heima. Hér heyra menn bara það sem þeir vilja heyra. Minnir svolítið á gamla manninn sem var með sótthita. Hann fór að finna fyrir kláða í vinstra eyranu og fann að þar var eitthvað. Dró það út og sá strax að þetta var hitalækkandi stíll. Æ, æ, æ nú veit ég hvar heyrnartækið mitt er!

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 18:18

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, við hægri menn erum of raunsæir til að láta blekkjast af stundar velgengni, við erum þannig gerðir að við horfum ævinlega fyrst á verknaðinn og síðan á manninn. Þið kommar farið öfugt að og þess vegna er ykkar aðferðafræði síðri. Það er til dæmis fyrir neðan allar hellur hvernig þið hafið í lengstu lög borið blak af Jóhönnu, jafn fullkomlega handónýt og hún er búin að vera sem fyrirliði og forsætisráðherra. Jafn vel þú, sonur minn Brútus, hefur varið hana og í þeim hamagangi þverbrotið allar reglur um heilbrigða skynsemi.

Hefði Jóhanna staðið sig sæmilega, þótt ekki væri nema skítsæmilega, hefði ekki skort lofsyrðin frá okkur hægri mönnum. Við erum sanngirnin holdi klædd. Mér hreinlega vöknar um augu þegar mér verður hugsað til þess hve sanngjarnir við erum.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 18:26

27 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Baldur, sú sanngirni ykkar hefur oft komið illa við mína tárakirtla.

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 18:47

28 identicon

Húrra fyrir forsetanum.  Hann stakk hressilega uppí heimsbyggðina og ekki síst sendi hann hatursmönnum sínum fingurinn!

Hann á að leiða nýja samninganefnd og er ekki að efa að á hann verður hlustað. 

Margrét (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:57

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Margrét, þetta er drengilega mælt hjá þér.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 19:12

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jahérna, Bjössi, þá er nú ekkert smáræði á ferð þegar sjálfur járnkarlinn tárast.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 19:12

31 Smámynd: Björn Birgisson

Var ekki Cesar algjör járnkall? Skyldi hann hafa fellt tár vegna Brútusar?

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 19:29

32 Smámynd: Páll Blöndal

Nýja samninganefndin:
Trekanturinn: Jón Valur, Baldur og Ólafur Ragnar Grímsson.

Páll Blöndal, 7.1.2010 kl. 19:33

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það er nú nokkuð seint að grenja þegar maður er dauður. Annars hef ég einhvers staðar lesið að Cesar hafi verið grátgjarn. Svo þú þarft ekkert að skammast þín!

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 19:36

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll, Ólafur þarf ekki aðstoð okkar Jóns og þaðan af síður aðstoð Steingríms, Össurar og Jóhönnu.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 19:45

35 Smámynd: Björn Birgisson

Mig minnir að Cesar hafi verið á lífi þar til hann dó!

Páll, er ekki flugnavinurinn mikli sjálfkjörinn í nefndina? Líka sparibauka drengirnir sem fóru hina eftirminnilegu Bjarmalandsför. Annars þýðir lítið að senda þessar íhaldsbullur með keisaranum. Þeir gætu ekki haldið í sér vegna hrifningar á Herranum.

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 19:54

36 identicon

Kallinn er að standa sig vel.  Enda er hann augljóslega kominn í sama liði og þjóðin.  Ekki með Bretum og Hollendingum eins og stjórnvöld.  Það fer afar mikið í taugarnar á þeim að fyrrum hörðustu andstæðingar forsetans keppast við að mæra hann fyrir hugrekkið og framgönguna í erlendum fjölmiðlum.   Augljóslega þeim ómögulegt að skilja að hægt er að meta menn og flokka eftir verðleikum af verkum þeirra.  Ekki sjálfvirk flokksvélmenni.  Mikill meirihluti hafnar Icesave vinnu stjórnvalda og þar skiptast fylkingar.  Með hagsmunum þjóðarinnar eða Bretum og Hollendingum.  Og núna eru kratakommarnir að fara á límingunni vegna þess að stjórnarandstaðan sér ástæðu til að skoða þann möguleika að leysa málið án þjóðaratkvæðagreiðslu.  Er það ekki einmitt það besta sem gæti gerst fyrir þessa aula?  Er betra að vera niðurlægðir meira með að gjörtapa þjóðaratkvæðagreiðslu?  Mikið óskaplegir looserar eru þessi vælu grey.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 19:55

37 identicon

Björn.  Nei kallinn var steindauður og hafði verið það í töluverðan tíma.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 19:58

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, það er staðreynd sem æpir á mann að vinstri menn hafa orðið sér til háborinnar skammar um land allt. Einn kommúnista verðum við þó að undan skilja, en það er sjálfur yfir-kommabloggarinn Björn Birgisson. Björn hefur lengi haldið því stíft fram hér á Moggabloggi að það hafi verið reginmistök af Steingrími að gína sjálfur yfir samningsgjörðinni í stað þess að setja saman þverpólitíska nefnd. Heiður þeim sem heiður ber. Björn og Óli eru báðir vitkommar.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 20:00

39 identicon

Já já.  Ef allir kommar væru eins og Björn, þá værum við ekki í jafn djúpum myndi maður ætla.  Held að inní honum bærist hægra fól.  Svo ku hann vera slarkfær stígvélalaus í golfíþróttinni og flinkur í kringum holurnar eins og  hinn magnaði ameríski trétígur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:20

40 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég hef hingað til ekki litið á mig sem komma, miklu heldur sem gríðarlega vinstri sinnaðan íhaldsmann. Kæmi mér ekkert á óvart að þar sé ég einn í flokki. Það er bara töff. Fyrir nokkru hnaut ég um ummæli Bjarna Benediktssonar í Moggaviðtali, þar sem hann sagði að viss valdaþreyta hefði verið komin í Bláhersflokkinn. Eftir nokkur ár við völd. Ekkert úthald, eða illmeltanlegur viðbjóður vegna eigin gjörða? Hvað veit ég. En þreytulegur var blessaður drengurinn. Á sama tíma fagna kommúnistar í Kína 60 ára valdaafmæli. Ekkert skortir á úthaldið þar og nú mæna allra augu til Kína, þess efnahagsundurs. Nokkrir mögla eitthvað um mannréttindabrot. Hverjum er ekki sama þótt stigið sé á nokkrar tær af og til! Ég segi nú bara eins og vinur okkar, Árni Gunnarsson: Ég held að ég sé að verða kommi!

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 20:33

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, ég held að það sé óumdeilt að inni í hverjum eðalkomma bærist raungott hægra fól. Og það er þetta djúpsálfræðilega, dulvitaða hægra fól sem ljær þeim vissa skynsemd sem er svo sjaldgæf meðal vinstri manna og gerir þá að auki að betri mönnum.

En ég hef alltaf litið svo á að verðugur sé verkamaðurinn launanna. Maður sem vinnur gott verk á gott skilið. Og það er alveg staðreynd að Björn Birgisson ofurkommi hafði orð á nauðsyn þverpólitískrar nefndar langt á undan öllum öðrum. Djúpsálfræðilega, dulvitaða hægra fólið klikkar ekki.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 20:42

42 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Second, ekki minnast á Dökku Skóga hér á kaffihúsinu. Vertinn gæti hent þér út. Við endurheimt frúarinnar frá fenjasvæðum Florida komst hann að raun um að hún kom tómhent heim, alsæl þó og brosir víst enn. Engin blendingskylfa, ekki einu sinni árituð mynd. Þegar miklar fórnir eru færðar er svo sannarlega eftirvænting í loftinu. Hvað gera goðin mín nú? Hringbrosandi, tómhent kona. Er það allt? Ekki einu sinni kúla! Hvernig er veröldin að verða? Ekkert nema djöfuls óréttlæti. Ekki tala um snöru í hengds manns húsi. Uss!

PS. Vonandi sér hann þetta ekki. 

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 20:53

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe þú gleymir því hve umburðarlyndir vér erum, hægri mennirnir, og fljótir að fyrirgefa lítilsháttar feilspor.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 20:56

44 Smámynd: Björn Birgisson

Hárrétt, Baldur minn. Umburðarlyndið og fyrirgefningin rís hæst hjá hægri mönnum. Því til sönnunar, eða samanburðar, get ég upplýst hér að ég þoli frekar fátt fólk og er langræknari en Jón Ólafsson. Kemst ég neðar? Talandi um gleymni. Maður nokkur, vænn hægrimaður, í fyrirgefningarbuxum, spurði konuna sína: Af hverju ertu farin að drekka svona mikið hjartað mitt? Ég drekk bara til að gleyma. Gleyma? Hverju ástin mín? Ég man það bara ekki!

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 21:11

45 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér verður flökurt...

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 21:22

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe þetta var einu sinni kallað weltschmerz og þótti göfugt ástand.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 21:22

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ Hilmar, ert þú búinn að skrifa undir ástarjátninguna á facebook? Lát eigi á þér standa, ungi maður.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 21:24

48 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heill forseta vorum og fósturjörð, húrra, húrra, húrra, húrra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2010 kl. 21:31

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm Heimir, erum við nokkuð farnir að keyra þetta út í öfgar heldurðu....?

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 21:33

50 identicon

Var Hilmar að horfa á endursýningu af blaðamannafundi Jóhönnu og Steingríms? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:33

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef heyrt að á fyrsta hálftímanum eftir þann blaðamannafund hafi verið framin 14 sjálfsvíg í landinu. Hissa að þau skili þó ekki hafa verið fleiri. Þetta par dauðans veit virkilega hvernig á að uppræta allt sjálfstraust og sá fræjum örvæntingar og dauða í mannshjartað.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 21:38

52 Smámynd: Rannveig H

Þið skorið hátt hér í þessum karlaklúbb,og öfgar þrífast vel. Það má seiga að þær blómstri sem aldrei fyrr.

Rannveig H, 7.1.2010 kl. 21:39

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Rannveig, hér eru hausarnir höggnir umsvifalaust að miðjumoðurum.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 21:39

54 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já Baldur ég held að það þurfi að fara að hægja á ykkur Heimi..Þetta er nú orðið soldið skrítið finnst mér. Ferfalt húrrahróp með meiru :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.1.2010 kl. 21:45

55 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, hvað veldur þessum flökurleika?

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 21:47

56 Smámynd: hilmar  jónsson

Færsla 43. og fleiri álíka..

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 21:53

57 Smámynd: Rannveig H

Hann reið í hlaðið/

á rauðri meri/

og reiddi taðbokan undir sér/

Hvað haldið þið þá að hryssan geri/

hún hennti fossanum fram af sér.

Rannveig H, 7.1.2010 kl. 21:57

58 identicon

Mikið fara fram hér uppbyggilegar umræður, er þetta spjallsíðan í leikskólanum Hálfvitakot.

Páll Valur Björnsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:57

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, hann Heimir er svo heilsteyptur í öllu sem hann gerir, og svo er hann tilfinningamaður eins og þú veist. En við erum bara svo ánægðir núna og það er þrælgóð tilfinning að vera ánægður með Ólaf Ragnar - og óvenjuleg er hún líka.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 21:59

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þrælskemmtileg vísa Rannveig, kom andinn yfir þig eða hefur einhver annar samið þessa snilld?

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 22:00

61 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað segirðu Páll ? þetta er óvenju gáfulegt hér í kvöld .

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 22:01

62 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nei, nei, ég öngvin 'ætóldjúzó' tíba, onei & njet...

Steingrímur Helgason, 7.1.2010 kl. 22:02

64 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað ætli liggi að baki hinni dulrænu tilvísun Eyfirðingsins? Orti hann vízuna?

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 22:04

65 identicon

Hann byggði brú milli þjóðar og þings.

Sló vopnin úr hendi stjórnarandstöðu og leggur völl fyrir þjóðstjórn stjórnar og andstöðu.

Hann er að byggja upp þá samstöðu sem hefur skort hjá þjóðinni frá upphafi hruns.

Og vekja aumum málstað okkar erlendis, raunsanna athygli.

ef ekkert annarlegt býr að baki þá á hann skilið fálkaorðuna.

siegfried (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 22:06

66 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður Fáfnisbani mættur á staðinn og ég er sammála honum.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 22:08

67 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

það mun fljótlega koma í ljós og er byrjað að koma í ljós að ákvörðun forseta var rétt og á eftir að reynast okkur ákaflega vel og jafnvel gera það að verkum að kreppan hér mun líða undir lok mörgum árum áður en hingað til hefur verið haldið fram

Steinar Immanúel Sörensson, 7.1.2010 kl. 22:21

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steinar, þú ert sko minn maður - það eru staðreyndirnar sem máli skipta. Menn geta átt sína fjandans hugaróra í friði fyrir mér og þrástagast á úreltum skotgrafaklisjum, en það er eins og þú segir: það er þegar komið í ljós að hann tók hárrétta ákvörðun.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 22:23

69 Smámynd: Björn Birgisson

Páll Valur, á kaffihúsi Baldurs er gott að vera, rífast eins og hundar og kettir, fallast síðan í faðma, kyssast og káfa eins og ástfangnir unglingar. Á þessu kaffihúsi, mér vitanlega, hafa allir verið velkomnir, meira að segja ég! Pældu í því!  Þú þekkir leikskólamálin mæta vel, það gera fleiri. Orð um það. Hér er engin Hálfvitadeild, þaðan af síður Hálfvitakot. Í siðmenntuðu þjóðfélagi tíðkast þessi orðanotkun ekki. Viljirðu gefa okkur, gestum Baldurs, grafskrift, þá væri við hæfi að kalla okkur ÍSLENDINGA með kotlega og skondna hugsun. Það er fallegt. Ert þú ekki maður fegurðarinnar?

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 22:32

70 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver er þessi "puffy" Steinar ?

Finnur Bárðarson, 7.1.2010 kl. 22:33

71 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, leyfðu nú litla fýlupokanum að nöldra. Er þetta ekki sveitungi þinn og samflokksmaður?

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 22:34

72 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, ég þekki ekki Steinar persónulega en hann er það sem einu sinni var kallað "gamall maður í bænum", sem þýðir að hann hefur marga fjöruna sopið. Hann veit af eigin reynslu hvernig það er að dvelja langdvölum skugga megin í tilverunni og það gerir okkur öllum gott að leggja við hlustir þegar hann talar. Kom þú hér sem oftast Steinar. Orð þín verða jafnan mikils metin.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 22:40

73 identicon

Á hvaða aldri byrja menn að súpa fjörur?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:03

74 identicon

Hvar er kaffið? Karlremukaffi extra strong en með örlitlum rjóma sýnist mér enda meyrir inn við beinið.

(IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:05

75 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, Páll Valur er ekki fýlupoki, svo fjarri því, skemmtilegur, fallegur og lífsglaður maður. Hann er sveitungi minn núna og granni, vel ættaður frá Vopnafirði. Nú falla öll vötn til Grindavíkur. Ekki getur hann Páll talist samflokksmaður minn, þar sem ég er ekki flokksbundinn. En flottur maður er hann Páll Valur. Þar um gæti ég nefnt mörg dæmi. 

Björn Birgisson, 7.1.2010 kl. 23:05

76 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, sumir byrja full snemma.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:08

77 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, hér er ekkert kaffi að fá í kvöld því kvenfólkið hefur ekki látið sjá sig og þess vegna hefur enginn nennt að bera kræsingarnar á borð. Ljóta uppákoman. En Silla, stendur þó ekki eindregið með forsetanum? Nú verða allir góðir Íslendingar að leggja honum lið því hart er að honum sótt af landráðaliðinu.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:10

78 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, nú þetta er þó gott að heyra. Réttu honum eyrnafíkju væna og segðu honum að líta inn aftur seinna en hafa þá til reiðu eitthvert innlegg sem bæði fræðir oss og kætir.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:11

79 identicon

Ykkur er alveg óhætt að hætta að sjúga böllinn á Óla Grís. Við skulum sjá hvert þessi gjörningur mun leiða okkur áður en sigri er fagnað. Ég persónulega tel ennþá að þetta hafi verið gríðarlegt glappaskot sem verði okkur alls ekki til góðs. Við eigum ennþá eftir að sjá viðbrögð Breta og Hollendinga þegar þjóðin fellir samninginn. 

Karl K. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:37

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dorrit annast þann kapítula bjáninn þinn. En við þurfum ekkert að bíða. Vindáttin hefur snarsnúist okkur í hag. Nú verðum við að halda rétt á spilunum en það verður ekki meðan erkifíflin Gunga og Drusla ráðskast með samninganefndina og skipa í hana eintóma Rússadindla. Langbest væri að fela forsetanum sjálfum að leiða þetta ferli til lykta, hann er maður til þess.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:40

81 identicon

Þú ert að verða sjötugur Baldur - er ekki kominn tími til að kyrra hugann, fá frið í sálina og signa sig í allra heilagra nafni?

caramba (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:49

82 Smámynd: hilmar  jónsson

Já svona áður en hann lendir í óróanum og öngþveitinu í neðra ?

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 23:53

83 Smámynd: Baldur Hermannsson

caramba, ég byrjaði nú á því fyrir meir en þrem áratugum - og loksins, eftir öll þessi ár er hugurinn orðinn kyrr, friður í sálinni og krossmark á brjóstinu.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:53

84 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Hilmar, ég verð víst að játa að alveg frá fyrstu stundu hef ég haft á tilfinningunni að við eigum í vændum að sitja saman til borðs í eilífðinni, ég og þú, og tala um Davíð Oddsson og Icesave - úff, Hilmar!

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:55

85 Smámynd: hilmar  jónsson

Það gæti verið verra..

hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 00:00

86 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef okkur leiðist þá bara bjóðum við Jóni Val og Hannesi sæti hjá okkur!

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 00:01

87 identicon

Heldur þú Baldur minn góður virkilega að Óli myndi standa sig í samninganefnd um Icesave? Þessi maður er fyrst og fremst þekktur fyrir orðgjálfur en hæfileika á einhverjum öðrum sviðum. Ég sé hann reyndar fyrir mér í öðru hlutverki; heilsteiktann á teini með epli í kjaftinum í kvöldverðarhléi samningamanna. 

Karl K. (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 00:03

88 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin er ekki að ná því að Ólafur Ragnar Grímsson er forseti Íslensku þjóarinnar en starfar ekki sem slíkur í umboði Samfylkingarinnar.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 00:05

89 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frekar ólystug sýn, en OK, matarsmekkur manna er mismunandi. En Karl, ég veit ekki alveg á hvaða aldri þú ert - en í gamla daga þótti Ólafur geysiharður samningamaður, og það bakaði honum reyndar gríðarlegar óvinsældir sem enn eimir eftir af. Hann tók þátt í samningunum um Svalbarðasvæðið fyrir margt löngu og Norðmenn áttu ekki til orð yfir samningshörku Hr. Grisen eins og þeir kölluðu hann - þeir heyrðu hvað Íslendingar kölluðu hann og héldu að hann héti Olav Ragnar Grisen.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 00:08

90 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Sigurður, þeir eru að vakna upp við vondan draum, ræfilstuskurnar. Ólafur veit sem er að á þessum mönnum er ekkert byggjandi lengur.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 00:09

91 Smámynd: Björn Birgisson

Er búið að loka kaffihúsinu? Ljóska nokkur rambaði inn í Valhöll og þar var þétt setinn bekkurinn af óþjóðhollu íhaldspakki, sem endranær.

Ég er í smá vandræðum, það er svo kalt og ég get ekki hneppt upp í háls, með þessar stóru neglur.  Þá stóðu allar konurnar upp til að hjálpa kynsystur í nauð.

Eru einhverjir kommar hérna? Þeir eru víst bestir! Það er svo kalt í íbúðinni minni og sængin mín er svo þunn.

Þá stóðu allir karlmennirnir upp. 

Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 00:14

92 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, fljótir að svíkja lit þegar ljóska er í boði, ódámarnir. En í gamla daga var haft á orði að Hvatarkonurnar væru bestar í bólinu og bar öllum saman um það, jafnvel harðvítugir kommapokar eins og þú þrættu ekki fyrir það.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 00:17

93 Smámynd: Jens Guð

  Með tilvísun í athugasemd #16 um að ekki þurfi að breyta um skoðun á ÓRG.  Kannski þarf það ekki.  Samt hef ég kúvent í afstöðu til hans,  samanber:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1001131/

  Það hefur af minni hálfu ekkert að gera með kompásinn hægri/vinstri né stjórn/stjórnarandstöðu.  Mér að óvörum er ég ánægður með forsetann í dag.  Og mér til undrunar fann ég fyrir smá stolti þegar ég horfði á viðureign hans á BBC við þennan Paxman sem kallaður er böðullinn og fær - að mér er sagt - hörðustu nagla í breskum stjórnmálum til að skjálfa í hnjánum undir hörðum skotárásum hans.

  Og vissulega var spyrillinn vígreifur og herskár.  En dálítið lúpulegur þegar á leið og hann áttaði sig á,  ja,  að hann hafði mætt ofjarli sínum í þessu viðtali sem átti greinilega að vera í annarri útgáfu en lagt var upp með. 

Jens Guð, 8.1.2010 kl. 00:36

94 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er ekki hægt að neita því að helvíti varð eitthvað brátt um þennan annálaða Víga-Styrr þeirra Bretanna. Ég hafði á tilfinningunni að hann væri feginn þegar samtalinu lauk. Gleymum ekki því að Ólafur lærði í Bretlandi og kann á svona kauða.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 00:39

95 Smámynd: Björn Birgisson

Gakktu á Guðs- og Hvatarvegum, inn í nóttina og eilífðina síðan, minn kæri Baldur. Hvatarkonur þekki ég ekki, sem betur fer, lausgirtar, af þínum lýsingum. Hefði kannski verið gaman að kíkja á þessar drottningar. Hef alltaf átt í fullu fangi við mína hvassyrtu, gagnorðu og góðu konu. Eftir 38 ár í hjónabandi er mér fullljóst að minn tími kemur seint. Nema til hennar auðvitað. Þessarar elsku. Hún skammar mig oft. Til dæmis fyrir að hanga á blogginu.

Hún heldur að nú sé ég að taka til í bílskúrnum. Uss. Ekki orð.  

Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 00:51

96 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe það er sama sagan hér, tölvan er sko ekki vinsælasta húsgagnið hjá minni. Las á einhverri fréttaveitunni að þetta sé alls staðar sama sagan, konur vilja heimsækja vini og ættingja og dedúa með börn og barnabörn, en karlar liggja á netinu.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 01:03

97 Smámynd: Björn Birgisson

Blessi þig góðar vættir, góða nótt, minn kæri!

Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 01:22

98 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég kaus Ólaf á sínum tíma, en sú ákvörðun hefur verið að súrna hjá mér í gegn um tíðina.  Ég var orðinn verulega ósáttur við hann þegar kom að þessum kaflaskilum.  Ég er hér með búinn að taka hann í sátt.  Hann sýndi mikið hugrekki að mínu mati og var sjálfum sér samkvæmur.  Ég var dálítið tvístígandi um hvað mér ætti að finnast um afleiðingarnar af þessum gjörningi, en ég er að verða sáttari með hverjum deginum.  Ég var nokkuð viss um að hann myndi hafna nýju lögunum og neita að undirskrifa.  Það var það eina sem hann átti að gera, jafnvel þó að afleiðingarnar hefðu orðið slæmar.

Ólafur Ragnar fær prik hjá mér, og slatta af þeim.

Theódór Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 05:56

99 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott að vita af kaffihúsi sem er opið allan sólarhringinn. Gaman að hafa Björn nágranna hér með okkur. En þeir sem hreykja sér af gáfum sínu eins og Björn Valur geta bara farið annað..Er það ekki Baldur:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.1.2010 kl. 08:58

100 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þó nú væri, ekki viljum hafa einhverja montrassa meðal vor!

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 09:20

101 identicon

Ólafur stóð sig eins og HETJA - loksins kom SKJALDBORG um íslenska hagsmuni..lol...!  Ólafur Ragnar ver okkar málstað & útskýrir, en "ríkisstjórnin & þeirra spunnameistarar" tala um að lágmarka skaðann af því...lol...!  Halló - halló, þessi ömurlega verkstjórn í Icesave ferlinu má þakka þeim skötuhjúum, sem hafa því miður ítrekað valið að berjast fyrir skoðun UK & Hollands - þetta gera þau gegn þjóðarvilja - þannig að ef þetta fólk vil tala um skaða þá ætti það að líta í spegill - þar sjá þau sökuDÓLGINN & bak við spegillinn má finna Ránfuglinn & Landsbankaliðið & íslenska bankamenn sem fengu blint FRELSI til að RÆNA fé, "hérlendis & erlendis".  Á næstu 6-10 vikur munu koma í ljós hvort ríkisstjórnin velur að halda sig við óbreytan málflutning eða hvort þau breyta um taktík.  Mér sýnist þau ætla að taka "slaginn við þjóðina & tala gegn okkar sjónarmiðum áfram" - er nema von að ég hafi síðustu 16 mánuði talað fyrir þeirri skoðun minni að þessi ríkisstjórn Samspillingarinnar sé "stórhættuleg land & þjóð" - hrokinn þeirra & heimska er svo mikil að þau neyta meira segja að hlusta á RÖK síns fyrrum formanns...lol...!  Þau neyta að hlusta á rök Evu Joy & allra þeirra aðila sem tala OKKAR málstað....!  

Við viljum greiða skuldir íslenskra glæpamanna en það verður að vera á sanngjörnum nótum, málið er nú ekki flóknar en svo.  Við frábiðjum okkur að greiða "vexti" ofan á skuld sem okkur ber ekki lagalega skilda til að greiða!  Okkur ber að greiða þessa skuld út frá "siðferði & pólitík" og með því að axla þá ábyrgð, þá hlýtur að vera hægt að tala fyrir því að EB taki á sig vextina af þessu Icesave klúðri sem má að nokkrum hluta rekja til meingallaðs regluverks EB, það viðurkenna ALLIR hjá EB, en samt er eins og þessi AUMA ríkisstjórn geti bara ekki hugsað út fyrir A-4 boxið...!  Góð grein hjá þér Árni eins og ávalt...lol..!

 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 10:04

102 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það átti að standa Páll Valur þarna hjá mér í 99.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.1.2010 kl. 10:54

103 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jakob, þaðmyndi strax gerbreyta stöðunni ef vextir yrðu snarlækkaðir eða helst afnumdir.Má ekki gleyma því að við erum EKKI að greiða lán, heldur einskonar skaðabætur.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 10:54

104 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, ég var búin að átta mig á því.Montið skein af þessum drýldna Grindavíkurpésa. Vona að Bjössi kenni honum mannasiði. Á fótboltavellinum erum við ekki öll jöfn, en á blogginu erum við það.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 10:56

105 identicon

Það er með ólíkindum en afar skemmtilegt að hlusta á Steingrím og Össur tala eins og það hafi verið þeirra hugmynd að senda málið til þjóðaratkvæðagreiðslu og hversu góð viðbrögð "alþjóðasamfélagsins" við þessu snilldarbragði stjórnarflokkanna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:30

106 identicon

Kaffihús..????  Hélt að þetta væru pólitískur súludansstaður...!!??? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:32

107 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, hefur þú einhverjar upplýsingar um hver muni vera greindarvísitala þessara tveggja öðlinga?

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 12:34

108 Smámynd: Baldur Hermannsson

Okkur vantar tilfinnanlega stelpurnar á staðinn, þær Silla og Rannveig reka inn sætu snoppurnar stundum en allt of sjaldan.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 12:35

109 identicon

Sjáið bara hvernig flestir erlendir fjölmiðlar hafa snúið umfjöllun sinni okkur í hag eftir að Óli tjáði sig um málið. Mér fannst hann standa sig ótrúlega vel í viðtalinu við Paxman. Það eru spennandi tímar framundan og ég held að Ísland sé að komast á "góða" kortið aftur. Pælið í því að þessi blessaða ríkisstjórn hafi ætlast til að þjóðin okkar myndi samþykkja þessi lög í raun eingöngu til þess að Ísland ætti greiðari aðgang inn í Evrópusambandið. Burt með þessa ríkisstjórn!! Held að það sé meiri lógík í því að hver skattgreiðandi í UK og NL taki á sig auknar 50 EUR frekar en að hvert mannsbarn hér á litlu eyjunni þurfi að borga 2,2 millur.

Harpa Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:43

110 identicon

Þeir hafa aldrei viljað taka slík próf, vegna bráðaprófkvíða.  Hef áður fullyrt að auðveldlega megi fækka þingmönnum um helming, og greiða restinni þeirra laun ofaná sín.  Samanlögð greindarvísitala þingheims myndi ekki lækka sem neinu nemur.  Sýnist að þeir tveir verði ekki í úrtaki þeirra sem eru á mörkum þess að eiga að sitja.  Held að ég ljúgi engu í þessum efnum frekar en venjulega.  En greindarpróf á að vera skilyrði að taka áður en sest er á þing.  Sem og lygamælingar og lyfjapróf tekin reglulega án nokkurs fyrirvara.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:57

111 identicon

Ég biðst afsökunnar á orðalagi mínu og vona að ég hafi ekki skemmt stemninguna á kaffihúsinu. Sé það núna að þetta er alvöru samkomustaður og svo vil ég endilega leiðrétta þann misskilning að ég sé að hreykja mér að gáfum mínum. Það hef ég aldrei gert þar sem að þær eru að frekar skornum skammti. En lifið heil öllsömul og Guð veri með ykkur. Baráttukveðjur frá Suðurnesjum

Páll Valur Björnsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 13:00

112 Smámynd: Offari

Forsetinn er hetja.  það ætti að veita honum fálkaorðu.

Offari, 8.1.2010 kl. 13:49

113 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ Páll, þú þarft ekkert að biðjast afsökunar á orðalaginu, þér er alveg heimilt að hella þér yfir hvern sem er með látum, nema helst ekki kvenfólkið. Hins vegar ertu skyldugur til þess að koma með eitthvað á staðinn, einhverja lögg í pela sem fræðir og gleður. Sjáumst heilir.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 13:53

114 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, nei það gengur ekki því þá myndi Samfylkingin þurrkast út og þá verður önnur búsáhaldabylting.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 13:56

115 Smámynd: Baldur Hermannsson

Harpa, sérstaklega af því að þessi Paxman ætlaði sér greinilega að myrða hann í beinni útsendingu - en það fór sko á annan veg.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 13:57

116 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, getur hann ekki bara farið ofan í skúffu og náð í orðuna sem bandaríski sendiherrann átti að fá?

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 13:58

117 Smámynd: Björn Birgisson

PVB er flottur

Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 14:45

118 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við bíðum í ofvæni eftir kröftugu einnleggi frá honum.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 14:57

119 Smámynd: hilmar  jónsson

Smá innlegg úr því allir eru orðnir svona léttir , og það er ekki einu sinni komið kvöld..

Tammas hinn írski labbar inn á bar og sér vin sinn Kálbjörn niðurdregin eitthvað hinumegin við barborðið. Hann labbar til Kálbjarnar og spyr hvað er að.

"Tja," svarar Kálbjörn , "þú veist þessi fallega stelpa, Mia ! sem ég vildi alltaf bjóða út, en ég fékk “stand” í hvert skipti sem ég sá hana?"

"Já," svarar Tammas hinn írski með smá hlátri.

"Já," segir Kálbjörn og sest betur upp, "Ég fékk loksins smá hugrekki í mig til að bjóða henni út, og hún sagði já." "Það er frábært!" Segir Tammas hinn írski, "Hvenær farið þið þá út ?"

"Nú ‘’ég fór til að hitta hana í gærkvöldi," heldur Kálbjörn áfram, "en ég var hræddur um að ég myndi frá stand aftur. Svo að ég tók límband og teipaði typpið við lærið á mér, svo að ef ég myndi fá stand , þá myndi það ekki sjást.""Sniðugt" segir Tammas hinn írski.

"Nú svo ég labba upp að hurðinni," segir Kálbjörn "og hringdi dyrabjöllunni. Hún kom til dyra í þynnsta, minnsta mínípilsi sem sést hefur hér í Finnmörku.""Hvað gerðist þá?" spyr Tammas hinn írski,,,,,

"Ég sparkaði hana í ennið."

hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 15:04

120 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hann lengi lifi!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2010 kl. 15:05

121 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk Heimir minn.

hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 15:16

122 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe þetta er aldeilis veganesti inn í helgina, takk fyrir það Hilmar, endilega láttu fljóta fleiri svona gersemar innan um og saman við heimsmálin.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 15:40

123 Smámynd: Auðun Gíslason

 

winni 

"Nýverið hef ég ítrekað staðið frammi fyrir því, við ýmis embættisstörf, einkum hér í London, að þrýst er á mig að skýra hvernig og hvers vegna djarfhuga íslenskir frumkvöðlar ná árangri þar sem aðrir hika eða hrökkva, að afhjúpa leyndardóminn að baki árangrinum sem þeir hafa náð........ Í þriðja lagi taka Íslendingar gjarnan áhættu. Þeir eru áræðnir og sókndjarfir. Ef til vill er þetta vegna þess að þeir vita að ef þeim mistekst, þá geta þeir alltaf snúið aftur heim til Íslands þar sem allir geta notið góðs lífs í opnu og öryggu samfélagi; þjóðarefnið sem land okkar er ofið úr veitir öryggisnet sem gerir forkólfum okkar í viðskiptalífinu kleift að taka meiri áhættu en öðrum er gjarnt að gera..."ÓRG.

 Já, er ekki einmitt ágætt að halda samkvæmi ÓRG til haga?  Einsog Lund Hervars bendir á.  Sjálfhverfur tækifærissinni, kall greyið!  Og hefur alltaf verið!  Hans eigin hagur er og verður númer eitt, tvö og þrjú! 

Bjarni minn!  Fyrst vil ég að þjóðin fái að greiða atkvæði um lögin um þjóðaratkvæði, sem samþykkt voru í dag.  Á BBC  talaði ÓRG einsog þjóðaratkvæðagreiðslur væru hér daglegt brauð, þrátt fyrir að sá yngsti á Íslandi, sem greitt hefur atkvæði sitt í einni slíkri sé nú 87 ára gamall.  Og var 21 árs þegar sú atkvæðagreiðsla fór fram.  Það eru sem sagt 66 ár síðan.  Hinsvegar taldi ÓRG að Bretar kynnu ekkert á slíkt, enda Bretum ekki treyst til að greiða atkvæði beint um eigin mál!  Og þar fauk trúverðugleiki ÓRG í þessu viðtali!  Síðan 1973 hafa farið fram 9 þjóðaratkvæðagreiðslur í Bretlandi!  Jasso! 

Í viðtali á Bloomberg sagði ÓRG að íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu.  "We are not running away from our obligations."(við erum ekki að hlaupa frá skuldbindingum okkar).  Þá vitum við hvar við höfum ÓRG.  Hann minntist ekkert á breytingar á samningum við Breta og Hollendinga!  Aðspurður hvað tæki við yrði samningurinn felldur, sagði ÓRG, þá tekur við fyrri samningurinn, sem ég skrifaði undir.  Það er nefnilega það!

Auðun Gíslason, 8.1.2010 kl. 23:28

124 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe það er ekki af honum logið karlinum. Þessi þarna ræðustúfur er orðinn partur af Íslandssögunni. Svolítið einkennileg tilfinning að standa með forhertum vinstra manni en eins og sakir standa geta þjóðhollir Íslendingar ekki gert annað. Hann er maðurinn sem sveiflaði töfrastafnum.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 00:12

125 Smámynd: Halla Rut

Kúkar í polli hahahahah

Sammála þér Baldur...flott grein. 

Hann, Ólafur, er nú orðin minn forseti.

Halla Rut , 9.1.2010 kl. 00:46

126 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ólafur Ragnar er maður augnabliksins og nýtur athyglinnar og þótti gott að axlarbrotna og jafnvel að missa konuna.

Þorvaldur Guðmundsson, 9.1.2010 kl. 00:58

127 Smámynd: Halla Rut

Hann, Ólafur, verður nú ekki lengi að finna nýja ef þessi skautar á braut.

Halla Rut , 9.1.2010 kl. 01:03

128 Smámynd: hilmar  jónsson

Á hvaða glasi ertu Þorvaldur ?

hilmar jónsson, 9.1.2010 kl. 02:45

129 identicon

Góðan daginn! Hér er alltaf jafn gaman að líta inn.

Frábær pistill Baldur, sammála í alla staði og aths. þín nr.20  er eins og töluð út úr mínu hjarta:

..."Þessa stundina nenni ég ekki að rifja upp öll axarsköft ÓRG, ég gleðst bara yfir því hvað hann er að vinna landinu mikið gagn núna og læt ekki fortíðina skyggja á þá gleði.

Ég gleðst auðvitað líka yfir því hvað sköruleg framganga hans setur ræfildóm vinstri flokkanna í skýrt ljós. Ótrúlega margir bloggverjar hafa haldið uppi vörnum fyrir þessa ræfla en það verður erfitt fyrir þá úr þessu.

ÓRG hefur hreinlega áorkað meiru á 2 sólarhringum en öll vinstri stjórnin á heilu ári."

Svo horfum við á Spaugstofuna í kvöld þar sem fýlulegum og pirruðum viðbrögðum Jóhönnu og Steingríms virðist rétt lýst

Sigrún G: (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 10:04

130 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halla Rut, það hefur lengi verið á almanna vitorði að Ólafur Ragnar er hinn eini sanni Rómeó Íslands. Þegar hann hraut af truntunni hágrét fósturlandsins Freyja eins og hún lagði sig.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 12:58

131 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigrún, jafn gaman að sjá þig birtast með hárbeittum og hárréttum athugasemdum. Við mænum á Spaugstofuna!

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 340324

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband