Ólafur getur og Ólafur þorir

Gott viðtal svo langt sem það nær. Ágæt frammistaða hjá Ólafi. Þetta getur þó varla verið viðtalið allt. Trúlega fáum við að lesa hitt seinna.

Ég hef sagt það áður og segi það enn: við eigum að láta Ólaf Ragnar sjá um að semja við Breta og Hollendinga.

Við höfum fram að þessu sigað fram á vígvöllinn algeru fallbyssufóðri og var þó Svavar Gestsson manna lakastur  - "ég bara nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir mér lengur".

Steingrímur og Jóhanna eru úrræðalausir hugleysingjar sem hafa enga burði til þess að annast hagsmuni okkar. Þau eru í raun okkar hættulegustu óvinir.

En Ólafur getur og Ólafur þorir. Margt má um þennan mann segja og ekki allt fallegt, en það má hann eiga að eistu hefur hann. Í guðanna bænum lokum aumingjana inni og felum Ólafi að sjá um þetta.


mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ólafur Ragnar hefur ekki verið efsti maður á topp 10 listanum mínum. Hann er skyndilega kominn þangað. Ég er sammála þér Baldur. Margt má um ÓRG segja en hann er diplómat fram í fingurgóma og er betri kandidat heldur en margur annar til að sjá um þetta. Ef Jóhanna og Skalla-Grímur eiga að fara bónleið til Breta þýðir það bara að málin versna og versna. Þau hafa bæði talað máli Breta og Hollendinga hingað til. VIð þurfum karla og konur með bein í nefinu og lipra tungu til að annast þetta fyrir okkur. Verst að Eva Joly er upptekinn í rannsókn sakamála. Hún væri verðugur fulltrúi okkar í svona samningaviðræðum en hún benti reyndar í fréttunum í kvöld á nokkra sem gætu verið sáttasemjarar (t.d. Jocha Ficher) í þessum milliríkjadeilum.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 01:04

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirgnæfandi þeirra sem tekið hafa þátt í netkosningum tveggja erlendra fjölmiðla styður málstað Íslendinga í Icesave-málinu. Um eða yfir 90% telja að Íslendingar eigi ekki að greiða hollenskum og breskum stjórnvöldum vegna Icesave-reikninganna.

EIns og AMX greindi frá í morgun er netkosning hjá breska dagblaðinu Guardian. Spurning blaðsins er einföld: Á að þvinga Íslendinga að greiða [Icesave]? Þegar þetta er skrifað hafa 89,5% þeirra sem tekið hafa þátt í kosningunni svarað neitandi. Ísland sé lítið land sem eigi að gefa tækifæri.

The Wall Street Journal er einnig með netkosningu. Þar er spurningin: Á Ísland að bæta tjón breskra sparifjáreigenda sem töpuðu fjármunum á Icesave-reikningum?

Nær 91% segja að Íslendingar eigi ekki að bæta sparifjáreigendum tjónið. Alls hafa liðlega 3.400 tekið þátt í kosningunni þegar þetta er skrifað.

Kosningin á Guardian

Kosning á The Wall Street Journal

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:12

3 identicon

Ólafur hefur mikinn hug að vinna sér traust þjóðarinnar.  Hann væri þess vegna réttur maður í nýja samninganefnd.  Ekki væri vont að vita af Evu Joly þar líka.  Björn Bjarna gæti örugglega staðið sig og hefur sýnt með bloggi og greinarskrifum um Icesave að hann er örugglega betri flestum hvað þekkingu og reynslu sem kæmi vel að gagni varðar.  Sem og lögmaðurinn Ragnar Hall og lagaprófessorarnir Stefán Már Stefánsson og Sigurður Líndal.  Mike Stubbs lögfræðingur og eigandi Mishcon de Reya er búinn að sanna sig sem töffara sem tekur starf sitt mjög alvarlega eins og kom í ljós þegar hann tók stjórnvöld og rassskellti á jólum.  Hann og hans fólk yrðu ómetanleg.  Ingibjörg Sólrún gæti verið í hópnum.  Samningagúrúinn Lee Buchheit væri flottur í aðalhlutverkinu sem Svavar gegndi.  Grunar að það er vænlegra til árangurs að vera með alvöru lið og tryggja að það að það léki með réttu liði og vera ákveðin í að ætla að rúlla upp mótherjunum.  Að nenna ekki að standa í málinu og leika með Bretum og Hollendingum var ekki alveg að gera sig á síðustu og verstu.  Held að þetta yrðri ekki slæmur hópur.

http://eyjan.is/blog/2010/01/06/mikill-meirihluti-kjosenda-vill-ad-icesave-login-verdi-felld-ur-gildi-og-samid-ad-nyju/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:38

4 identicon

Á ég borga þegar einhver mér ókunnugur verslar úti í búð?

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:41

5 identicon

Já - Svo segja Steingrímur og Jóhanna og flokksgengið á bak við þau.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:44

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir þetta hjá þér Guðmundur2...

Nú eiga Icesave unnendur sem langar svo að borga að þau eru alveg friðlaus, að auglýsa eftir ógreiddum reikningum í íslenskum blöðum...ég legg mínar skuldi strax sem gjöf til að friða þetta fólk...þá verða allir ánægðir og ég líka..kallast samvinna.

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:48

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég virði forsetann fyrir þá ákvörðun hans um að leyfa mér að hafa eitthvað um það að segja að verið er að leggja 20 þúsund dollara skuld á hvern einstakling í minni fjölskyldu með þessum icesavelögum auk vaxta ofan á allt annað. Hvorki ég né nokkur annar í minni fjölskyldu tók þessa fjármuni að láni.

Verið er að brjóta grundvallarmannréttindi á þjóðinni með því að láta hana taka á sig gjaldþrot einkafyrirtækis, hvort sem það er banki eða matvöruverslun. Ef ríkisvæðing bankataps á að vera normið þá eiga bankar skilyrðislaust að vera í ríkiseigu. Ef svo hefði verið þá væri ég sáttur.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.1.2010 kl. 02:15

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábært bréfið hjá þér Arnibjörn, til Alþingis. Algjörlega sammála þessu hjá þér...þyrfti eiginlega að fara með þetta bréf og fá fjöldaundirskrift á það..

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 02:26

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk Óskar. Það er enn tími til að prenta út bréfið og safna. Það eru frjáls afnot 

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.1.2010 kl. 02:39

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég geri það. Má ég ekki bara skella því á nýtt blogg? Eða að þú oppnaðir þitt? Er ekki hægt að breyta tímamörkum? það eru engin tímamörk hjá mér. Annars kann ég ekkert að stilla neitt. Börnin gera það fyrir mig...

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 02:51

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, þetta eru ágætir menn sem þú vilt hafa í nefndinni en ég held það sé kominn tími til að veðja á útlenda sérfræðinga. Ólafur myndi leiða nefnd þessara sérfræðinga. Best væri að hafa þarna Breta og Hollendinga - í þessum löndum er fjöldi sérfróðra manna sem styður eindregið okkar málstað.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 10:45

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað hann sagði áður kann hann manna best að segja sig frá og það blygðunarlaust svo undrun sækir, eflaust margt til í þessu hjá þér Baldur -maðurinn er svo gersamlega siðblindur að ugglaust má nota'nn svo framalega að það sé þá í rétta átt - má treysta því ef betur er boðið á hinum endanum ? NEI

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 10:55

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, verðum við ekki bara að vera raunsæir og horfa á hvað kemur okkur best í stöðunni? Hann hefur leikið margan afleikinn um ævina en ef hann getur bætt fyrir það núna á endasprettinum þá skulum við bara taka því með þökkum. Er það ekki háttur okkar íhaldsmanna? Umburðarlyndið og kærleikurinn alltaf í fyrirrúminu!

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 11:23

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, Eva Joly hefur þann stóra kost að hún er fræg um alla Evrópu og nýtur gífurlegrar virðingar. Það væri flott að hafa hana með.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 11:24

15 identicon

Núna keppast menn um að hrósa Ógrís. Honum er hrósað af mörgum að tala ensku. :p Mér persónulega fannst hann ekkert sérstakur. Tafsaði of mikið og flækti hlutina með orðlengingum. Hann fær 6,5 í einkunn hjá mér. 

Karl K. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:27

16 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er Sjálfstæðismaður á minn hátt,  en ekki minn stíll Baldur að vilja nota "reiðamanninn" nú á Bessastöðum hvorki hann né peningana frá þessum Björgólfi - NEI takk

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 11:29

17 identicon

Sammála þér Jón Snæbjörnsson. Ég vil ekki þyggja neitt sem tengist þessum djöflum eins og t.d. Bjöggunum, Kjartani fyrrverandi framkvæmdarstjóra sjálfstæðisflokks, núverandi formanni D, og svo framvegis. 

Karl K. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:32

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe ég á eftir að hlæja þegar ykkur tveim verður skipað til sætis í himnaríki við hliðina á reiðmanninum, Bjöggunum og Kjartani....sé samt ekki alveg hvers vegna þið hafið Kjartan í þessari upptalningu.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 11:55

19 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég nefndi tvo af þessum - þú veist skoðun mína á Bjarna - hún stendur fótum fastar - Kjartan þekki ég ekki nein sérstök deili á - látum Kalla K. snurpa því upp á dekk og matreiða fyrir okkur

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 12:00

20 identicon

Kjartan er nú bara Mr. Icesave. Er ábyrgur ásamt öðrum úr stjórn Landsbanka. 

Karl K. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 12:21

21 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hélt það væri "hlunkurinn" Halldór ? þeir eru kanski margir þeir "drullusokkarnir" svo ég vitni í áramótaskaupið

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 13:14

22 Smámynd: RE

Já og hafa Ólína Þorvarðardóttir Svandís Svavarsdóttir og Álfheiði Ingadóttir með.

Við fengjum skuldirnar niðurfeldar.

Hvað gerðu þer ekki til að losna við þetta lið sem fyrst,

RE, 7.1.2010 kl. 13:20

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

RE þú ert brilliant!

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 14:01

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Karl, því verður ekki móti mælt að Kjartan sat í stjórn Landsbankans og ber sinn þátt í ábyrgðinni. Hann hefur sjálfur sagt að hann sjái mest eftir því að hafa ekki tekið mark áviðvörunum Davíðs Oddssonar og það hefðu betur fleiri gert.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 14:03

25 identicon

RE er með þetta á tæru.  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:07

26 identicon

Tel mig vera skylt að koma þessu á framfæri:  http://www.amx.is/fuglahvisl/13226/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:22

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe góð hugmynd G2G og gaman að sjá hvernig þjóðin er að sparka af sér drunganum sem Jóhanna og Steingrímur breiddu yfir hana...

http://www.amx.is/fuglahvisl/13226/

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 15:03

28 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jæja Baldur minn, heill og sæll og leðilegt nýtt ár!

Lífið sem alla jafna er gott, gerist nú alveg dásamlegt!

Nú kné´krjúpið þið blessaðir hægrimennirnir, íhalds- og þjóðernissinnarnir eða hvað þið kallið ykkur, hver um annan þveran við fótskör forsetans og lofsyngjið hann, fyrir að gera það nákvæmlega sama og fyrir fimm árum er þið að sama skapi bölvuðuð honum og óskuðuð til neðri hýbýla!

"Bara ef það hentar mér" sungu STuðmenn og má hamingjan vita, að það á svo sannarlega við um ykkur!Og í fleiru snúist þið nú eins og skopparakringlur.

Eruð alveg geysiduglegir að vísa í hið bæði "gagnmerka og mjög svo marktæka" vefsetur amx, sem t.d. gerði ekkert annað um langt skeið en að rífa gyðjuna norsku hana Evu Joly í sig, sem þið hérna haldið nú á hinn bógin ekki vatni yfir?!

Ekki skrýtið þó mér og sjálfsagt skrattanum líka sé skemmt!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.1.2010 kl. 15:33

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, vertu ekki að hengja sjálfan þig eins og refshræ upp á snaga. Nú standa Íslendingar saman eins og einn maður undir styrkri forystu hins ástsæla forseta vors, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 15:52

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og Magnús, megir þú hafa glæsilegt og hamingjuríkt ár!

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 15:53

31 Smámynd: Óskar Arnórsson

Baldur! Ég ætla að stofna flokk sem heitir "AlvöruFlokkurinn" og verður allt gert í fúlustu alvöru. Stefnuskrá hans verður að setja í lög að banna alla hina flokkanna, hækka laun allra, og mín mest.

Svo verður hval og sel eytt með gömlu dýnamíti og búið til próteinmjöl úr því. Kvótakerfið verður malað niður með til bragðbætirs. Afurðin verður síðan gefin til sveltandi þjóða til að sanna fyrir heiminum að við séum ekki blankir. Stærsta matargjöf sem sögur fara af, bæði fyrr og síðar!

Bara 3 þingmenn verða, ég og tveir aðstoðarmenn sem báðir eru í koma. Sparar laun skilurðu. Svo verður Reykjavík stækkuð með nýju hverfi sem verður kallað "bændahverfið". Uppstoppaðar beljur og kýr verða til að minna nýinnflutta á heimahagarna. Enda er búskapur til sveita óarbært rugl. Löngu sannað.

Kjöt verður flutt inn frá Ástralíu og mjólk frá þýskalandi. Allur búskapur verður lagður niður á einu bretti. Allir mega fiska eins og þeir vilja, þegar þeir komast á sjó, því olía á skipin verður skömmtuð, og með olíunni er hægt að stýra fiskveiðum hagkvæmt.

Bara einn banki verður á landinu "AlvöruBankinn", sem verður netbanki. Lán verða öll án vaxta. Seðlabanka verður breytt í tugthús og fyllt á augabragði....og svo, allt mögulegt meira...

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 16:21

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fimmtudagur og strax dottinn í það???????

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 16:37

33 Smámynd: RE

ÓA . Þú mátt selja mér það sem þú ert að reykja,

RE, 7.1.2010 kl. 16:48

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Óskar, verðlistann á borðið!

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 16:59

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ok ok! Hvaða verðlista?

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 17:56

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er á fundi hjá stofnfjáreigendum AlvöruBankans svo ég verð smá upptekinn...

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 17:58

37 identicon

Væri möguleiki að banna vont veður?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:13

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta var fljótgert. Ég var einn á fundinum og á allt hlutaféð sem er greitt með víxli sem fellur skömmu eftir andlát mitt. Dagur og tími verður ákveðin síðar eða alls ekki.

Banna veður verður nákvæmlega ekkert mál. Veðurstofan er með fullkomnustu græjur sem til eru. Duga þær ekki, verður hún lögð niður.

Risa plexigler verður þá byggt yfir alla Reykjavík með gerfisól, smágolu af og til og snjó á jólunum fyrir börnin.

Vonda veðrið verður fyrir utan.... og bannað með lögum.

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 18:27

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú djókar ótæpilega - en verða borgir framtíðarinnar ekki einmitt með svona hlíf eins og þú ert að tala um?

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 18:30

40 Smámynd: Páll Blöndal

Ólafur Ragnar er óumdeilanlega skarpur og eitilharður stjórnmálamaður.
Hann á eftir að sýna ykkur puttann.
Baldur þú átt eftir eta allt hjalið ofan í þig góurinn.

Páll Blöndal, 7.1.2010 kl. 18:30

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rangt Páll, við hægri menn keyrum á skynseminni en ekki duttlungum eins og þið kommarnir. Við hægri menn gefum ÓRG góða einkunn fyrir góð verk en lélega einkunn fyrir léleg verk. Svona rökfræði skiljið þið ekki.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 18:48

42 Smámynd: Páll Blöndal

Einmitt það já

Páll Blöndal, 7.1.2010 kl. 19:11

43 identicon

Kallinn er að standa sig vel.  Enda er hann augljóslega í sama liði og þjóðin, en ekki með Bretum og Hollendingum eins og stjórnvöld.  Það fer afar mikið í taugarnar á þeim að hörðustu andstæðingar forsetans keppast við að mæra hann fyrir hugrekkið og framgönguna í erlendum fjölmiðlum.   Augljóslega þeim ómögulegt að skilja að hægt er að meta menn og flokka eftir verðleikum af verkum þeirra.  Ekki sjálfvirk flokksvélmenni.  Mikill meirihluti hafnar Icesave vinnu stjórnvalda og þar skiptast fylkingar.  Með hagsmunum þjóðarinnar eða Bretum og Hollendingum.  Og núna eru kratakommarnir að fara á límingunni vegna þess að stjórnarandstaðan sér ástæðu til að skoða þann möguleika að leysa málið án þjóðaratkvæðagreiðslu.  Er það ekki einmitt það besta sem gæti gerst fyrir þessa aula?  Er betra að vera niðurlægðir meira með að gjörtapa þjóðaratkvæðagreiðslu?  Mikið óskaplegir looserar eru þessi vælu grey.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 19:48

44 identicon

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 19:50

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, þakka þér fyrir þessa hárréttu greiningu. Nú er komin upp allt önnur og betri staða en sú sem var hér fyrir áramót. Þá var vænlegasti kosturinn sá að halda þjóðar atkvæðagreiðslu um samninginn, en nú þegar forseti lýðveldisins hefur hafnað honum er staðan gerbreytt - nú væri langbest fyrir Ísland að skipa þverpólitíska nefnd, eins og sjálfur ofurkomminn Björn Birgisson hefur margbent á, og ganga til samninga á algerlega nýjum grunni.

Stórfurðulegt að kommarnir skuli ekki átta sig á því að staðan er breytt. Eru vinstri menn svona tröllheimskir eða er þetta bara þvermóðska?

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 19:56

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er nú svo skrítið Baldur að allar þessar hugmyndir hafa verið til umræðu á Íslandi nema hafa 3 þingmenn og yfirbyggingin átti að gilda yfir miðbæ Reykjavíkur. Þannig að þetta eru engar nýja hugmyndir.

Ég ætla bara að gefa þessari Icesave umræðu frí þar til eftir að kosið hefur verið um það. Langbest að þvæla um hvað sem er annað, sérstaklega eitthvað sem er nógu gaman og fáránlegt... 

Óskar Arnórsson, 8.1.2010 kl. 08:46

47 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég var eða er ekkert að hengja mig minn kæri Baldur kaldi bráðskarpi!

Var bara að lýsa því hvað lífið getur nú verið skemmtilegt og þá sumt fólk öðru fremur!Getur nú varla álasað mér fyrir það?!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.1.2010 kl. 16:08

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei það gengur ekki Magnús!

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband