Liðleskjurnar missa hland

Auðvitað ber okkur engin skylda til að greiða þessar svimandi fjárhæðir sem okkar handónýta ríkisstjórn vill neyða okkur til að gera. Menntaðir útlendingar eru löngu búnir að átta sig á þessu. Sífellt fleiri hagfræðingar erlendis lýsa því yfir að okkur beri engin skylda til að borga.

Ivo Arnod, prófessor við háskólann í Nijenrod í Hollandi útskýrir ofstopann í Wouters Bos, hollenska slúbbertinum sem er þar fjármálaráðherra og hefur í frammi hótanir og stæla. Þetta er tekið af ruv.is

Það er mat Ivo Arnod, prófessors við Háskólann í Nijenrode í Hollandi, að Íslendingum beri ekki að greiða Icesave skuldina. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hafi ekki þurft að endurgreiða innistæðueigendum á Icesave reikningum, nema til að tryggja atkvæði þeirra í næstu kosningum. Það sé ekki næg ástæða til að neyða Íslendinga til að borga brúsann. Þetta sagði Arnod í viðtali við hollensku BNR fréttastöðina í dag.

Viti borið fólk úti í heimi stendur með okkur. Því miður er engin von til þess að Jóhanna og Steingrímur muni nokkurn tíma standa með okkur. Þetta kjarklausa, einskis nýta fólk er á hröðum flótta á öllum vígstöðvum og stórskaðar málstað okkar á hverjum degi. Þau missa hland þegar útlendir slúbbertar yggla sig.

Það er þjóðarólán að hafa svona liðleskjur í forystu.


mbl.is Eiga Íslendingar að greiða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ábyrgðarlaust kjaftæði Baldur.

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heyr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2010 kl. 15:49

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir og Hilmar, nú er að klifra upp úr skotgröfunum og sameina kraftana. Forseti Íslands hefur þeytt herlúðurinn. We shall overcome!

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 15:52

4 identicon

Forsetinn er einn stór brandari.

 Við erum ekkert að fara að ná neinum betri samningum. Menn hafa borið þetta saman við þorskastríðið. Því miður áttu Íslendingar frekar lítinn þátt í að ná lendingu þar. Við höfðum USA okkar megin þá. Núna höfum við engin tromp á hendi. Hvað ætla menn að gera þegar búið er að fella þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu? Við erum því miður bara dvergþjóð sem skiptir í raun engu máli. Þetta er fyrst og fremst pólitískt mál fyrir Breta og Hollendinga. Annað hvort þurfa þeir að fá peninginn til baka eða refsa okkur. Annað er ekki í stöðunni. 

Karl K. (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:05

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Karl, vertu ekki svona hræddur. Við eigum marga velunnara erlendis, réttsýna menn sem við þurfum að virkja. Óvinurinn er í stjórnarráðinu.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 16:18

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þú talar einsog amma mín "menntaðir útlendingar" hefði hún getað sagt blessunin og meint það.

Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 16:25

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gísli, það er nú sómi að líkjast henni ömmu þinni. Þegar ég tala um menntaða útlendinga hef ég í huga fólk sem er lesið og kynnir sér staðreyndir en étur ekki klisjurnar ósoðnar.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 16:31

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Stígur hann á stokkinn

Mígur hann í sokkinn

Ljósan ber hann lokkinn

Helvítis fokking fokkinn

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 16:38

9 identicon

Baldur. Stundum er betra að finna til hræðslu. Það getur komið í veg fyrir óúthugsaða fífldirfsku eins og t.d. gjörðir útrásarvíkinga, nú eða að loka á umheiminn af einskærri þrjósku. Þessi gjörningur Óla G. var afskaplega vanhugsaður og á eftir að draga dilk á eftir sér. Ég er hræddur um umræðan og skoðanir manna á þessu máli snúist í raun um hverja þeir vilja sjá í ríkisstjórn, en ekki að finna farsæla lendingu. Er það þess virði að veikja hagkerfið og orðspor okkar erlendis þegar við þurfum hvort sem er að greiða þessa skuld til baka? 

Karl K. (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:43

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er skelfileg staða sem meir að segja mætir skilningi hins almenna Breta.  En hérna keppast stjórnmálmenn við, sama hvar í flokki þeir standa, að lýsa yfir ábyrgð á því að íslenskur almenningur eigi að greiða skuldir gjaldþrota einkabanka.  Spurningin er bara hvort greiðsluskyldan á einhvern endi að taka eða vara til eilífðar.

Velferðastjórnin sjálf gengur harðast fram gegn þjóð sinni.  Er m.a. í stöðugu símasambandi við Bresk og Hollensk stjórnvöld við að reyna að sannfæra þau að almenningur á Íslandi hafi í raun ekkert um málið að segja og eru búin að sannfæra náunga eins og Hilmar sem fer hamförum á blogginu í því að telja fólki trú um að við eigum að borga, fyrirvaralaust, upp í topp. 

Magnús Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 17:11

11 identicon

Mikið ansk..... er ég leiður á þessum alfræðingum sem þykjast vita allt um hvað mun gerast ef þetta og þetta er gert.  Hver er reynsla okkar af öllum alfræðingunum eins og fyrir hrun?  Stundum þurfa menn að taka skerf framá við til að eitthvað gerist þegar allt er í djúpum skít.  Bara að það er búið að taka eitt skref áfram þá losnar strax um allt í þjóðfélaginu, nema náttúrulega hjá Hilmari ofurhressa og öðrum bjartsýnibullum.  Satt að segja eru eilíf jákvæðnin álíka spennandi og notuð raketta.  Við vitum ekki hvernig málin þróast í Icesave.  En að það getur versnað er fullkomlega vonlaust.  Vinnubrögð stjórnvalda og Jóhanna og Steingrímur sérstaklega hafa gætt hagsmuni Breta og Hollendinga.  Ekki þjóðarinnar.  Næsta skref getur ekki verið verra en þau sem þau hafa tekið í málinu.  Ef að þeir sem fá að leysa málið gæta hagsmuni þjóðarinnar, þá erum við mun betur sett.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:21

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Guðmundur: Ef fyrsta óheillaskref þitt væri að skíta í buxurnar, væri þá næsta skref, td að þú hoppaðir ofan í klóssettið og sturtaðir niður á eftir þér, að koma hlutunum á jákvæða hreyfingu ?

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 17:31

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Baldur, þú segir réttilega: “Það er þjóðarólán að hafa svona liðleskjur í forystu.”

 

Okkar eina vandamál er, að við erum með tóma aumingja í ríkisstjórn. Eins og vitað hefur verið í 12 mánuði er almenningur erlendis með betri skilning á eðli kúgunarinnar sem nýlenduveldin beita okkur, en okkar eigin ríkisstjórn. Ég hef ekki ennþá rætt við útlending sem ekki er hægt að upplýsa um ástæður þess að við megum ekki veita ríkisábyrgð á innistæðu-tryggingum. Satt að segja er auðvelt fyrir venjulegt fólk að skilja þetta.

 

Samkvæmt Tilskipun 94/19/EB má ekkert ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins veita ríkisábyrgð á innistæðu-tryggingum. Fyrir þeirri ákvörðun eru góðar ástæður sem varða “jafnar aðstæður til samkeppni”, “tryggingafræðilegar forsendur” og “þjóðréttarlegt fullveldi”. Ef við megum ekki veita ríkisábyrgð, hvers vegna eigum við þá að gera það? Svar óskast umsvifalaust !

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.1.2010 kl. 17:58

14 Smámynd: Björn Birgisson

Hér verður mönnum tíðrætt um liðleskjur í pólitík og stóru orðin lítt spöruð. Hvar ætli Geir Hilmar Haarde sé?

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 18:25

15 identicon

Björn.  Geir var liðleskja.  En hjálpar það liðleskjunum núna?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 18:28

16 Smámynd: Björn Birgisson

Ég spurði nú bara hvar hann væri! Hann er eitthvað svo týndur!

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 18:35

17 identicon

Hverjir eru ekki liðleskjur af sitjandi þingmönnum? Hver er skilgreiningin á liðleskju og hvernig er þá andstæðunni við liðleskju lýst? Er andstæðan kannski ungur vel stæður karlmaður úr sjálfstæðis eða framsóknarflokki. Með litla reynslu og þeim mun meira kapp. Sem ætlar ekki að láta einhverjar erlendar þjóðir vaða yfir islendinga þar sem það voru víst "einhverjir aðrir" sem áttu að ábyrgjast innistæður íslenskra banka? Menn sem geta ekki séð málið út frá sjónarhóli þeirra sem sviknir voru og er alveg nákvæmlega sama hvort við stöndum við þær skuldbindingar sem við eigum að standa við lögum samkvæmt. Er alveg sama um hvernig fer fyrir þjóðinni svo framarlega sem þeirra flokkar nái völdum. Frekir og ofdekraðir pabbastrákar sem þykjast vera voða harðir. Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. 

Karl K. (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 18:49

18 identicon

úps... (O:  eru þeir ekki allir í felum?  Vildi gjarnan að þessir helstu leikendur hrunsin myndu stíga fram og koma sínum hliðum á framfæri í málum sem umfjöllunin er mest í misskilningi og eða rangfærslum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 18:53

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst aðþeir eigi að halda sig til hlés fram yfir 1. febrúar. Eftir þann dag geta bæði Geir og Björgvin Sigurðsson gert grein fyrir sínum gjörðum að vild.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 19:20

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalegt væl er þetta um að vilja borga Icesave. Unnendur skuldarinnr geta bara auglýst í blaði eftir ógreiddum reikningum og þá eiga þeir að gera það á Íslandi enn ekki í öðrum löndum. Þannig er hægt að sameina þjóðinna....

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 19:49

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Óskar, þeir geta byrjað á því að borga mínar skuldir.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 19:53

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þú setur inn auglýsingu Baldur, settu inn mitt nafn líka. Ég á nefnilega ekki fyrir minni...samvinna heitir það.

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 20:03

23 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já og mínar líka takk!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.1.2010 kl. 20:03

24 Smámynd: Björn Birgisson

Fullorðið og þroskað fólk á ekki að skulda neinum neitt! Á hvort atriðið skortir hjá ykkur?

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 20:09

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla og Arnór, skal get!

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 20:16

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þetta er einfalt í mínu tilfelli. Eignir héldust ljúflega í hendur við skuldir þangað til Samfylkingarmaður varð ráðherra yfir bönkunum og velti öllu um koll. Þá rýrnaði eignin en skuldirnar hækkuðu. Ég er þó borgunarmaður og yppti öxlum. Stefni að því að kaupa mér blendingskylfur fyrir sumarið.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 20:18

27 Smámynd: hilmar  jónsson

Ætli maður reyni ekki að fjárfesta í baseballkylfu ef einhver verður afgangur.

Mun eflaust koma sér vel í byltingunni.

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 20:22

28 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Enn er ég borgunarKONA en hvað verður seinna veit ég ekki Baldur. Björn segir að við fullorðin og þroskuð eigum ekki að skulda neinum neitt. Þetta er bara ekki svona einfalt, því miður.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.1.2010 kl. 20:27

29 Smámynd: Björn Birgisson

Hann hefur greinilega margt á samviskunni þessi ráðherra bankamála, sem fárra spurninga spurði og enginn sagði honum neitt. Blendingskylfur? Eiga þær eitthvað skylt við Florida för frúarinnar og dýrið dökka úr skógunum?

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 20:30

30 identicon

Þið viljið þá frekar stjórnleysi þar sem hver sér um sig? Samfélag þar sem við stundum sjálfsþurftarbúskap hér á skerinu og sleppum öllum samskiptum við aðrar þjóðir? Það fylgir því miður því að tilheyra lýðræðisríki að við þurfum að taka þeim ákvörðunum sem eru teknar af lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Í þetta skiptið var það hægri stjórn sem klúðraði málum með eftirlitsleysi og spillingu. Eigum við bara að sópa afleiðingum þess undir teppið og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist? 

Karl K. (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 20:31

31 Smámynd: hilmar  jónsson

Þess vegna er ég að spá í öðruvísi kylfu en Baldur, Karl.

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 20:34

32 identicon

Jarðfræðineminn bjargaði kvöldinu með frammistöðunni í Kastljósi.  Maðurinn var algerlega úti á túni.  Kannaðist ekkert við nein vandamál að kynna málstað okkar erlendis.  Alveg grjótharður á að allt hafi verið gert hárrétt. Augljóslega ekki látið sig detta í hug að senda fréttatilkynningu til fjölmiðla deginum áður en niðurstaðan var skýr, hvað myndi raunverulega gerast ef að forsetinn vísaði málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hann sagðist hafa haft tvö ólík bréf til að senda eftir hver niðurstaða forsetans yrði.  Virtist samt hafa farið svo illilega á límingunum að hann klúðraði málinu, mátti á honum skilja.  Kannski sleikt frímerkin á röngunni?  Toppurinn var samt að hann kannaðist ekkert við bölbænir og hræðsluáróðinn á gremjublaðamannafundinum ótrúlega.  Hvað þá að þau hafi nokkur tíman haldið einhverju slíku fram.  Þá kom það klassíska.  "Það voru hinir sem gerðu það".  -  Þá hló mín.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 20:44

33 Smámynd: Umrenningur

Hilmar Jónsson.

Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að segja? Þú sannfærir mig að minnsta kosti um að vinstri mönnum er ekki treystandi eins og síðuhaldari benti mér á í haust. Þú virðist tilbúinn að ná fram með ofbeldi því sem ekki fæst löglega. Sveiattan

Umrenningur, 6.1.2010 kl. 20:46

34 Smámynd: hilmar  jónsson

Guðmundur: Maður hreinlega eldist hraðar við að lesa kommentin þín.

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 20:47

35 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hilmar minn. Ofbeldi hefur hingað til leitt af sér meira ofbeldi, því miður.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.1.2010 kl. 20:48

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Fullorðið og þroskað fólk á ekki að skulda neitt?" þetta hljómar eins og kunnug afturgöngurödd... Ég er fullorðin, þroskaður og stórskuldugur Björn minn enn það er ekki von að þú skiljir svoleiðis...

Ráðherra bankamála er ekki einn um svona mál. Pétur Blöndal er með halarófu af svona nákvæmlega eins málum...þeir sækja á þing þessir kallar...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 20:50

37 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver er að tala um ofbeldi. Dó húmorinn hjá ykkur með deyjandi hugsjón græðgishyggjunnar ?

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 20:51

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Berja einhvern! það er málið...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 20:53

39 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Húmor minn er í góðu lagi eins og fyrr Hilmar :o)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.1.2010 kl. 20:55

40 Smámynd: Umrenningur

Það spurði mig gamall bóndi ofan úr hreppum sem átti erindi við mig í morgun hvort ég vissi hvað ætti að gera ef maður mætti krata á göngu, nei svaraði ég. Sparka í hann svaraði sá gamli og glotti við tönn.

Umrenningur, 6.1.2010 kl. 20:58

41 identicon

Hilmar minn.  Hittir þig óhæfi og takmörkuð hugarleikni jarðfræðinemans illa fyrir, og það ofaná sýnda lýðræðisvitund forsetans?

Sýnist þú ekki mega við því að eldast verulega af myndinni að dæma.  Haltu þér bara á síðum sem þú ræður við hallelúja umræðu kommadraslsins eins og td. þinni.  Þar hefur örugglega stundum rétt fyrir þér, -  ef enginn lítur inn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 20:58

42 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, því skyldi ég ekki skilja það? Ég veit manna best að það geta ekki allir verið eins og ég! Frekar leiðum að líkjast raunar!

Guðmundur 2., segðu eitthvað fallegt um Steingrím. Hann ber höfuð og hreðjar yfir alla þá sem eru í stjórnmálum hér. Ef hann fær ekkert prik, hvað fá þá hinir? Kartöflu í skóinn?

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 21:01

43 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þú ert að hneysklast á ofbeldi Ummi...

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 21:01

44 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað er nú að myndinni af mér Guðmundur ? Erum við að verða perónulegir ?

Þú ert ungur það er satt, eða svo segja þær allar mér...

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 21:03

45 Smámynd: Umrenningur

Bara að sína fram á að þú ert ekki einn um þessar kendir.

Umrenningur, 6.1.2010 kl. 21:05

46 identicon

Björn.  Var hársbreidd að kjósa kallinn.  Sjúkk.  Hann er raðlygari og mesti atkvæðaþjófur Íslandssögunnar.  Merkilegt hvað kjósendur flokksins hafa tekið því létt.  Kannski ekki búin að fatta það? Eins og vindhani í 12 vindstigum þegar um pólitískri staðfestu er um að ræða.  Handónýtur sem stjórnarandstöðuleiðtogi.  Á öllum ferlinum hefur hann ekki afrekað að þvælast fyrir stjórnvöldum að sama marki og stjórnarandstaðan hér gerir fyrir hádegi þegar allt er í rólegheitunum á þingi.  Hef alltaf séð hann fyrir mér sem einn af Bakkabræðrum ef þeir yrðu filmaðir.  Sennilega sem Gísli.  Kjaftfor ruddi.  Annars er hann örugglega nokkuð ágætur fyrir utan þessa smá galla.

En voru kommarnir ekki bara að tala um að berja lóminn?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:14

47 Smámynd: Björn Birgisson

það má ekki berja hann, heldur ekki  ló..... Annað! Var að sjóða nokkra kjamma úr Meðallandinu. Húsið ilmar allt. Þið fáið auðvitað ekkert, enda alltaf að skamma mig! Hefnd kommanna!

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 21:20

48 identicon

Hin heimsþekktu matsfyrirtæki Moody´s, S&P, og Fitch rating voru rétt í þessu að lækka hæfni VG og Samfylkingarinnar niður í ruslFlokk.

Þetta koma fram í fréttum  BBC7 í kvöld.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:20

49 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða hvaða Björn! ég væri alveg til í að líkjast þér. Bara ekki í útliti...aldri...pólitískri skoðun...hvar þú býrð og þess háttar...

Steingrím á að rasskella opinberlega. Fyrst á að pína hann til að flytja fyrirgefningar ræðu á Arnarhól. Eftir rasskellingunna á að senda hann í pósti til Gordon Brúna, sem reyndar er orðin Blár í framan núna..

Þá skal ég gefa honum prik og senda það í ofboði til Bretlands...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 21:25

50 Smámynd: Björn Birgisson

Andrés Ingi, þar fór í verra því ruslakompan var full fyrir af íslenskum flokkum!

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 21:31

51 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo er það vísan hans séra Hjálmars á vísnakvöldinu fyrir norðan. Þátttkendur fengu það verkefni að lýsa bónda sem kæmi heim til sín að loknum réttardegi eftir gálausa samfylgd Bakkusar.

Eftir skyssur, arg og nauð

ekki viss að tjá sig,

búinn að missa Brún og Rauð;

búinn að pissa á sig.

Líklega er Össur farinn að óttast að hann sé búinn að missa Brún! (Brown)

Og svo kemur mér í hug vísan hans Guðbjarts heitins Jónssonar sjálfseignarbónda í Sumarhúsum í Jökuldalsheiði. Hann var orðinn þreyttur á greiðslu gjaldsins til hreppstjórans á Utirauðsmýri sem hafði selt honum húsalaust eyðikot og svikið inn á hann í leiðinni brúðinni ólettri eftir son hreppstjórans.

Fyrr skal kýrin falla dauð,

fargað dýrum hrúti

en meira píri ég rauðu í Rauð

Rauðs-á mýrum úti.

Og hér vísar bóndinn til málmsins rauða sem margan hefur heillað eins og annað skáld sagði löngu seinna um konukind:

Trúleik lét fráleitt farga

fyrir verð rauðamálms.

Víst þó nokk vola og sarga

vissa ek týra hjálms,

Má og með sanni segja

sú reyndist stabíl meyja

höfundi hjálagðs sálms.

Skáld eru því aðeins skáld að snilld þeirra sé tímalaus.

Ps. Góðfúslega látið ritara þessa óvandaða bréfkorns vita af þegar þið verðið búin að komast að alminlegri niðurstöðu um grábölvað mál. 

Árni Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 21:43

52 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, þú ert með aðalmálið. Hinu hefur verið hent!

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 21:46

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

 Líklega hef ég eitthvað misþyrmt ljóðinu hans Steins St. og það er vont, vona að þeir sem kunna leiðrétti, þó ekki væri nema til að verja skáldið fyrir skemmdarverkum óvandaðra stráka.

Árni Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 21:48

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe þið eruð að tala um hann Steingrím í Kastljósinu.....ég heyrði ekki betur en geigurinn sem greip hann í gær sé eitthvað að renna af honum. Hann hefur kannski verið búinn að hlusta á Evu Joly og lesa Morgunblaðið. Það er ekkert að marka mannalætin í þessum útlendu slúbbertum sem þykjast hafa ráð okkar í hendi sér. Þeir tala eins og þeir séu þess umkomnir að úthýsa okkur úr alþjóðasamfélaginu - hvílíkir endemis loddarar!

Ekki þar fyrir, það er nóg af Gungum og Druslum á Íslandi sem missa bæði saur og þvag þessir þessir slúbbertar opna kjaftinn.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 21:50

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, ég nefndi þetta með blendingskylfuna við frúna. Forhertur kvenmaður. Bara hló.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 21:51

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

Baldur! Hvernig gerir maður hringitóninn "Burtu með ríkisstjórnina!" á Nokia?

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 21:51

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég sé að þú gegnir ótrauður þinni skyldu að halda merki íslenskrar menningar hátt á loft, takk fyrir það. Við Jóna skruppum upp í kirkjugarð að kasta kveðju á forfeðurna. Þar liggur stór flokkur og fríður neðan jarðar. Stoltir og góðir Íslendingar.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 21:54

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, aldrei spyrja mann af minni kynslóð um neitt sem snertir tölvutækni. En þú mátt spyrja mig út í Fornaldarsögur Norðurlanda.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 21:54

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, beiskleg þykir mér hefnd kommanna! Veit einhver hvort einhvers staðar sé hægt að hlusta á Herra Ólaf Ragnar Grímsson á BBC í kvöld?

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 21:56

60 Smámynd: Björn Birgisson

Í gær kom til mín fullorðinn maður með vinstri höndina í fatla. Hvað kom fyrir þig? Ég var að vitja um frúna mína, blessuð sé minning hennar, rann til á hálkubletti og steyptist á hausinn. Sá tærnar bera við tunglið um stund. Eitt hafði ég þó fram yfir aðra þarna. Ég gat staðið upp!

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 22:01

61 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nokia er sími Baldur, ekki talva...ertu svona ævagamall...

það er hægt að hlusta á Forsetann á tölvunni baldur, enn þú ert kanski ekki með neina...hvernig ferðu að því að blogga. Mér var sagt að það væri bara hægt með tölvu! Hvernig gerir þú?

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 22:10

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessi frásögn er masterpiece, Björn Birgisson! Þú ert nú svo margræður maður og ég veit alveg hvaða táknfræði þú felur í sögunni. Þú ert að vísa til þess hvernig þjóðin rennur á rassinn á Jóhönnu-svellinu, en rís á fætur helmingi sterkari en nokkru sinni fyrr - en vinstri flokkarnir liggja eftir í gröfum sínum.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 22:10

63 identicon

Hemmi Gunn var að gefa út yfirlýsingu um málið. Athyglisvert. 

http://www.youtube.com/watch?v=tKihUcfaWtI

Silli (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:11

64 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, allir símar sem seldir eru í dag eru tölvur. Jafnvel bifreiðar eru tölvur. Eldavélar og örbylgjuofnar eru tölvur. Fyrir mörgum árum kenndi ég á tölvubraut í Iðnskólanum og spurði þá einn nemanda minn hvernig þróunin yrði í tölvumálum næstu árin. Hún verður mikil, sagði hann, en þú munt ekki sjá hana. Allir þessir hlutir sem þú ert með í kringum þig verða tölvuvæddir - en þú munt ekki taka eftir því.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 22:13

65 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, hafirðu farið rangt með Stein St. er það innan skekkjumarka. Enga smámunasemi hér á kaffihúsi Baldurs. Munurinn á réttu og röngu er varla meiri en sem nemur fjarlægðinni milli skemmtigarðs og skolplagnar hjá elskunum okkar. Hvílík hönnun! Hverjum datt þetta eiginlega í hug?

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 22:18

66 Smámynd: Baldur Hermannsson

Húrra! Hálfur sigur unninn! Meistari Hólmsteinn skrifar afgerandi grein í Wall Street Journal og skýrir málstað okkar. Hannes er virtur og víðkunnur fræðimaður, hefur haldið tölur á ráðstefnum út um heim allan og það verður erfitt fyrir slúbbertana í Hollandi og Bretlandi að finna svarleik við þessu.

Hér er greinin:

http://online.wsj.com/article/SB10001424052748704842604574641913812666516.html#articleTabs%3Darticle

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 22:22

67 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekki minn sími, NMT nokia sem vegur 10 kíló...ég lærði á dieselvélar í Iðnskólanum í Hafnarfirði, enn mér var aldrei kennt að hringja með þeim...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 22:23

68 identicon

Viðtal við Hannes á BBC þar sem hann útskýrir okkar hlið. 

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs 

Silli (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:23

69 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hér er sneið úr tertu meistara Hólmsteins. Sjáið hvernig hann stútar kellingunni:

Many Icelanders are dismayed by the feebleness of the present Icelandic government, led by the left-leaning Social Democrat Johanna Sigurdardottir. This government seems to have succumbed to almost all the demands made by the British and the Dutch governments. It has even signed away its right to refer eventual legal disputes in the matter to the courts. Instead of explaining the Icelandic arguments abroad, Ms. Sigurdardottir has largely echoed the British and the Dutch positions in Iceland, possibly in the hope of being able to lead Iceland into the EU, a long-standing dream of the Icelandic Social Democrats.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 22:25

70 identicon

Önnur sneið úr smiðju Hannesar um "íslenska efnahagsundrið" frá árinu 2007. "Við eigum að gefa í" segir hannes árið 2007. :-)

Silli (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:26

71 Smámynd: Björn Birgisson

Blaður Hannesar hljómar betur á ástkæra ylhýra. Blaður hættir ekki að vera blaður þótt snúið sé á framandi tungur. Prumpufýla er eins alls staðar í heiminum. Hannes líka.

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 22:28

72 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er algjör snilld þetta efnahagsundur! Er ekki hægt að veðsetja hreint loft og vatnið í jörðinni. Bæði heitt og kallt.

Kallt vatn til heitu landanna og heitt vatn til köldu landanna. loft er hægt að selja öllum. Lifandi a.m.k...fá bara prófessorinn í málið...og gefa í...

...ef það er hægt að selja norðurljósin þá ætti þetta ekki að vera neitt stórmál... 

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 22:30

73 Smámynd: Óskar Arnórsson

Björn! Það er ekki fýla. Við getur flutt út fýluna sem gas, og allir græða...fullt af peningum. Í gjaldeyri..

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 22:32

74 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er víst rétt hjá Óskari. Prumpa beljur ekki metangasi?

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 22:35

75 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jú baldur. Þetta hef ég alla vega vit á. Mjólkurframleiðsla fyrir börn og kálfa og láta beljurnar prumpa í þar til gerð tæki í svo beint í útflutning með það. Það mætti líka láta nokkrar kýr standa á hverri bensínstöð og prmpa beint á metangas bíla....

Svo má breyta þinghúsinu í fjós strax til að fjölga kúnum...það gerir hvort eð er engin neitt gagn þar í augnablikinnu...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 22:42

76 identicon

Hélt að það væri þarmagas...??? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:47

77 identicon

Ég er ennþá á því að við eigum að gefa í! Þessi kreppa og þetta bankahrun er bara blekking. Ef ekki væri fyrir vinstri stjórn þá væri allt í blóma. 

HHG (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:59

78 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þið eruð stórskemmtileg. Hér er gaman að koma. Er ekkert ykkar á fésbók?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.1.2010 kl. 23:11

79 Smámynd: Óskar Arnórsson

HHG! Kommúnismi er heilabilun. Vissiru það ekki? Það er hægt að kveikja í öllu prumpi Guðmundur. Ef þú átt kveikjara getur þú bara prófað sjálfur...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 23:14

80 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, ég fæ oft tölvupóst með beiðni um vináttu á fésinu. Segi alltaf já. Fer svo aldrei inn á fésið. Ef ég færi þar inn biðu mín 70-80 brjálaðir "vinir", til þess eins að segja mér til syndanna. Læt konuna nægja í því tilliti. Hún kann sitt fag ágætlega! Kveðjur til þín! 

Björn Birgisson, 6.1.2010 kl. 23:19

81 identicon

Kunningi minn gerði þá tilraun á táningsárum okkar.  Hann var frekar seinþroska og hafði liðið fyrir það.  Var kominn með nokkuð huggulegt yfirskegg á neðan.  Þegar kveikt var í þarmagasinu þá skíðlogaði kallin báðumegin.  Hann skaust um organdi um eins og priklaus raketta.  Það var tignarleg sjón og ógleymanleg. 

 Hérna er einn sem flokkast ekki sem liðleskja:    http://www.amx.is/pistlar/13171/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 23:25

82 identicon

Verð að deila þessari lýsingu á dæmigerðum vinnubrögðum Samfylkingardótsins á fréttastofu RÚV:

http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/en-hin-spurningin

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 23:55

83 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessar ábendingar G2G.

Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 23:59

84 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arinbjörn, Facebook er drottingardæmi kvenþjóðarinnar, þar hafa þær tögl og hagldir. Þar skrafa þær um vindverki, blæðingar, hárgreiðsluna og nýju flottu skóna sína. Og þar eru öll dýrin í skóginum vinir.

Hér á blogginu ráðum við gaurarnir. Hér er talað um veiðiskap, fótbolta, golf og pólitík. Og hér er engin elsku mamma.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 00:02

85 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, sammála, hér talar maður með eistu: http://www.amx.is/pistlar/13171/

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 00:03

86 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, ég botna ekkert í fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þetta minnir mig á dagana þegar allt hrundi. Þá voru fréttamenn eins og ráðvilltar hænur. Enginn vissi neitt og enginn skildi neitt. Þeir töluðu dögum saman um stærsta bankarán Íslandssögunnar eins og Jón Ásgeir væri heilagt vitni í málinu.

http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/en-hin-spurningin

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 00:07

87 Smámynd: Dexter Morgan

Við erum SORI heimsins. Við erum flokkuð með RUSLI. Svið skröpum botninn og liggjum afvelta í ræsinu eins og róni sem á sér enga viðreisnar von. Spilling, fjárglærir og ógræðanleiki er það orðspor sem af okkur fer núna. Sættið þið ykkur bara við það.

EÐA, drögum þá sem raunverulega bera ábyrgt á ICEVE og eru höfundar og arkitektar af þeim óskapnaði til ábyrgar fyrir hönd íslenska ríkisins. Þessir menn sem komumst hérna undan með erlendan gjaldaeyri í gámavís og ferðatöskum (eins og nýleg frétt sýnir), eiga að taka þetta á sig. Allar eignir þeirra á að frysta (og hefði löngu átt að vera búið að gera). Nota allt sem upp í þær kemur hvort sem um er að ræði jörð út á landi, þyrla, sumarbústaður, einkaþota, bílar, einbýlishús, peningainnistæður og bara ALLAN pakkann í þetta mál.

En nú hafa þessir menn haft hraðbrautina KEF-TORTÓLA-LON opna allt of lengi frá hruni. Þá er víst flestir pappírstætarar rifnir út úr búðum un leið og þeir koma í sölu.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um málið.

P.S. Einnig þarf að moka embættismanna-flórinn, eins og hann leggur sig. Framsóknarmenn væru fínir í það jobb.

Dexter Morgan, 7.1.2010 kl. 01:36

88 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ruslflokkun Breta er gerð af matsfyrirtæki í eigu og undir stjórn Breska fjármálaráðuneytinssins. Það var ekki hægt að búast við neinu öðru.

Ég er t.d. búin að lækka álit mitt á Bretum svo mikið að ruslflokkur er eins og AAA+ miðað það álit...ég setti upp könnun á síðunni minni fyrir meira enn ári síðan og könnuninn stendur enn...hún er ábyggilega orðin þolanlega marktæk eftir allan þennan tíma.

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:43

89 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Baldur,  ég var að lesa grein Hólmsteins - gott ef fleiri hefðu þennan áhuga til að verja rétt Íslendinga !!!

Sigurður Sigurðsson, 7.1.2010 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 340343

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband